Morgunblaðið - 12.05.1939, Blaðsíða 6
6
MORGUNBL A »I•
Föstudagur 12. maí 1939.
eif=h==ii—
1 ÚR DAGLEGA |
S LlPINU “
t!l q
ElL-’-IBB nr=ir-==-«=i
Máltækið 3€gir, að eng-inn sé bóndi
nema hann knnni að berja sér. Menn
hafa trúað þessu. Og margir bændur
berja lóminn mikinn hluta æfinnar.
Menn muna ritdeiluna um árið milli
Einars H. Kvaran og bóndans, sem var
„altaf að tapa“.
★
Jeg heimsótti bónda einh hjer á dög-
unum, sem varð mjer minnisstæður.
Það var af þvi, að hann er með því
marki brendur að hann kann ekki að
berja lóminn, hefir víst aldrei kunnað
það. Hvort hann hefir tapað á þessari
vankunnáttu sinni veit jeg ekki.
Jörðin hans er harðbali. Þar er varla
slægjublettur utan túns frá náttúr-
unnar hendi. Áður hafði hann verið á
mikilli og grösugri engjajörð.
★
— Það er nú lánið mitt, sagði hann,
a? hjer er ekkert gras. Það er það
besta við þessa jörð. Það get jeg sagt
þjer lagsi. Þegar jeg kom hingað fyrst
fjekk jeg mjer heilmikið af heyi, 270
hesta, aðkeypta og fjármann, einn af
þessum norðlensku hálærðu alla leið
ncrðan úr Þingeyjarsýslu. Hann hafði
sitt visindalega lag á öllu saman og
gaf upp alt heyið í rúmlega hundrað
rollur.
Þá sagði jeg pass og byrjaði mitt
búskaparlag. Jeg gef roUunum síld og
gctu fyrir þetta 3 krónur yfir vetur-
inn og hef einar 6 kindur um sátuna.
Það er kappnóg fyrir mig og þær.
Svo gef jeg þeim salt, heilmikið salt,
ein tvö tonn. Þær eru vitlausar í það.
Jeg þarf aldrei að smala. Þær koma
allar heim í saltið.
★
En þarftu ekki að brjrnna þeim öll
ósköp?
Brynna! Ekki lækjarsitra í haganum,
aldrei vatn í húsunum. Jeg gef þeim
bará salt í staðinn. Og þá hafa þær
svo prýðilega iyst á lynginu á eftir.
Nei, jeg skal segja þér nokkuð. Jeg
skal aldrei koma á jörð þar sem er
átheysskapur, gras og kaupafólk. Jeg
læt mjer nægja lyngið, rollurnar og
saltið með ofurlitlu af gotu og síld og
tuggu við og við, þegar mestu áföllin
koma. —
★
Þetta er fyrsti bóndinn, sem jeg hefi
hitt sem hefir ímigust á grasi. Og hann
verður kannske sá síðasti. En skyldi
það ekki vera af því bann kann ekki
að berja lóminn?
þangmjfilið
FRAMH. AF ÞRIDJU SÍÐU.
starfsemi dýranna, i'rjósemi þeirra
t. d. og vellíðan.
Rannsóknir á þessu eru ekki
langt komnar. En eftirspurnin
eftir mjölinu fer vaxandi erlend-
is. Menn eru að sjá það betur og
betur, bve mikilsvirði þessi þang-
efni eru. I Noregi eru tvær verk-
smiðjur, sem framleiða þangmjöl.
Þær höfðu ekki undau í fyrra-
sumar, til þeas að fullnægja eft-
irspurninni, þó unnið væri þar
nótt, og dag. Þangmjölið er notað
í Englandi, Þýskalandi, Niðurlönd
um og víðar.
Þýskur maður er hjer á okkar
vegum um þessar rmmdir, sem
hefir mikla trú á því, að þang-
mjölið geti hjér orðið mikil út-
flutningsvara. Hann heitir Lienau
og er frá Flensborg. Hann er sjer-
fræðingur í fóðurfræði. Hann full-
yrðir, að eftirspumin eftir þang-
mjöli fari vaxandi eftir því sem
! menn kynnast lengur notagildi
þess og áhrifum á líf og líðan ali-
dýranna.
— Er ekki hætt við að þangið
þarna við Stokkseyri verði upp-
urið, ef það verður skorið þar
mikið og lengi?
— Kunnugir menn þar eystra
segja, að það taki út fullan vöxt
á 4 árum. Eftir því ætti að vera
hægt að skera það á sama stað
á 4 ára fresti. En þarna er af
miklu að taka. !Og svo má ekki
gleyma því, að alla þurkunina fá-
um við með jarðhitanum, er gerir
okkur óháða kolum.
— Er verðið ekki helst til hátt
17—18 kr. fyrir 100 kg.?
— Það kann að vera. En ef við
gætum fengið dálítið fje til við-
bótar í fjelagið og bætt útbúnað
verksmiðjunnar,. getum við líka
selt það ódýra^a en nú.
3.4 k#. off 4.2 cm.
Barnaskóla Þingeyrar var slitið
5. þ. m. Nemendur á aldrinum 10
til 14 ára þyngdust að meðaltali
um 3.4 kg. um veturinn og hækk-
uðu að meðaltali um 4.2 cm.
i Börnunum var gefið lýsi í skól-
anura allan ve*turiun.
Minningarorð um Björn
Björnsson teiknikennara
Björn Björnsson t'æddist .15.
nóv. 1886, en andaðist 27.
apríl 1939.
Hencliboði lífsins. daqðinn, rjetti
að honum ódáinsdrykkinn í
svefni. Þar með virðist honum
hafa verið sýnd sama miskunn og
■eðli lians sjálfs var samfara. Sú
birta, sem ætíð Ijek uin Björn er
einkennandi fyrir hann sem mann
og listamann, Björn var stakt
prúðmenni í allri framgöngú, með
honum barst altaf einhver hress-
andi blær, eitthvað bjart og gott,
sem hvorki var lært nje leikið, en
kom beint frá þeim aðli, er hann
hafði.hlotið í vöggugjöf. Það var
innri maðurinn, hið næma listeðli
sem skynjar fleira og sjer lengra
en samtíð hans, er varpaði ljóma
ýfir líf hans. Hann var yfirburða
maðurinn, sem þoldi að koma all-
ur fram í dagsbirtuna, og græddi
við það. Það er sumra gæfa og
sumra ógæfa að öðlast þann eigin-
leikann, sem ekki fær notið sín
óhindrað hjer megin — og það
skiljanlega — því vegirnir hjer
eru stundum grýttir og æfinlega
takmarkaðir. Birni Björnssyni
varð það listeðli, sem honum var
í blóð borið, tvímælalaust gæfa —;
þótt hann kæmist aldrei eins langt
á þeirri braut og andi hans þráði
— það varð honum sá fjársjóð-
ur, sem hvorki mölur nje ryð
fekk grandað. Og því lá líf hans
ekki í brotum þótt vegurinn tak-
markaðist Og steinn lægi í götu.
Hann var mannvinurinn, sem
úmgekst mennina þannig, að bæði
þeim og honum varð gróði að. Það
lýsir ef til vill manninum betur i
én nokkuð annað, því það er ekki
á allra færi. En skilningur hans
á, hinu margþætta manneðli var
óvenjulegur og þar kom lista-
mannseðlið fram á þann veg, að
hatnn sá ekki bresti nje breyskr
leika náungans, að minsta kosti
varð alt slíkf .smámunir hjá hinu
góða og göfga hjá gnllkorn-
unum, sem Björn sá í hverjum
einum. Hann var djúphyggjumað-
urinn, sem ætíð leitaði. að orsök-
unum og fann öllu afsökun. **-
Þannig var Björn Björnsson. -—
Það var engin tilviljun að honum
opnuðust dyr að allra hjörtum
$vo að harm naut trausts og hylli
allra, sem t’il hans þektu.
Björn kveður að vori í gróand-
anum. —Vorið og hann eiga sam-
l’eið.---J- Hvílan verður hlýrri, blær-
inn þíðari, sem leikur um gröf
háns. Nú springa hilómín út. Vörið
opnar faðm sinn mqt sól og ,sumri.
Móðir jörð breíðir ytrr hiann grænt
klæði, sem hæfir honum, list.amann-
inum. En anda hans oþn^st víð-
átia inn í vor víðblámans, þar
sem vegui'inu er ekki takmarkaðnr
nje gatan sendin.
Og þegar dauðinn er.sendiboði
lífsins. en ekki ,endir alls, þá ber
að |iakka bverjuin góðum marmi,
sénr verðurá leið ©kkar. Ekki
síst þeim sem sá gullkornunum.
Og þau eru mörg gullkornin, sem
Björn BjÖrnsson sáði, ekki síst í
sálir barnatma. Og það verður ekki
síst æskttlýður þessa bæjar er ruun
gevtria settt clýnruetan fjársjóð
miiminguna iim irtanninn, seai var
þeÍKttr í sertn kettuari. vinur e» fje-'
lagi. Starf bans mun halda áfram
að bera ávöxt. Minningin nm hann
mun verða æskumanninum hvatn-
irrg til dáða og dreugskapar. Og
þakkir hinna fjölmörgu samtíðar-
manna og ávöxtur blessunarríks
starfs fylgja honum yfir á landið
ókunna.
, Ómar náttúrunnar berast að
hvaðanæfa. Loftið fyllist syngj-
andi klið og hljómar sem lofgjörð
yfir gröf listamannsins og mann-
vinarins, sem dvaldi hjer of stutt,
en nógu lengi til þess að láta eftir
sig óvenju hugljúfar minningar og
mikilvægt starf. Það er hirtan,
sem einkennir líf hans. Það er vor-
ið og hann.
Friður sje með þjer.
Elínborg Lárusdóttir.
ARGENTÍNUMÓTIÐ.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
þinginu, er um mikla framför að
ræða. Jeg býst þó ekki við að
honum hafi farið mikið fram sem
skákmanni þennan stutta tíma,
en bann hefir fengið vinnu. Sum-
ir líta nú e. t. v. svo á, að það hafi
heldur spilt fyrir bonum en hitt,
og er það vitanlega rjett svo langt
sem það nær, en hitt er kunnara
en frá þurfi að segja, að við erf-
iðar éinkaástæður vinna menn
aldrei mikla skáksigra.
Búfræðingar frá
Hvanneyri í vor
Þessir piltar útskrifuðust seni
búfræðingar frá Hvann-
eyri í vor:
Ásgeir Bjamason, Reykjum í
Mosfellssveit Gullbr., Elías Hann
esson, Hellissandi Snæf., Garðar
Guðmundsson, Görðum Aðalvík
N.-ís., Gísli Andrjesson, Hálsi
Kjós, Guðmundur Eyjólfsson,
Húsatóftum Skeiðum Ámes.r
Guðmundur Jónass., Ytri-Löngu-
mýri Húnav., Guðmundur Run-
ólfsson frá Heiðarseli V.-Skaft.,
Guðmundur Sverrisson, Hvammi
Norðurárdal Mýr., Hallgrímur
Stefánsson, Fitjum Skorradal
Borg., Hrafn Sveinb j araarsor*.
Hallormsstað N.-Múl., Jóhannes.
Guðmundsson, Ánabrekku Mýr.,
Leopold Jóhannesson, Hólum
Strandas., Jón Einarsson Neðra-
Dal Biskupst. Ámes., Pjetur
Geirsson Vilmundarstöðum Reyk
holtsdal Borg., Sigurður Lárus-
son Staðarhóli Saurbæ Dal.,
Steingrímur Harry Thorsteinss.
Reykjavík, Sveinn Bjamason
Bakkagerði Borgarfirði evstra
N.-Múl., Þórður Kárason Haga
Staðarsveit Snæf.
Auk þessara manna munu
ljúka prófi í haust:
Björgúlfur Ixtftsson, Böggvis-
stöðum Svarfaðardal Eyf., Gunn
'ar Guðbjartsson, Hjarðarfelií
Miklaholtshreppi Snæf., Snorri
Kristjánsson, Hellu Árskógsstr.
Eyf.
Skriístofur
tM leigu í LækjargötM 8.
Uppl. í »íma 1912.
■ 4 - I' '
Garðeigendnr:
Bf garðurmn er tilbúinn, þá er ekki ávinnmgur að bíða nteð aS
plautá út. — Hefi margskonar kál- og blómplöntur í moldarpott*m.
Þegar pottarnir eru látnir niður með öllu »aman, þá bíða plöntfwrn-
ar ertgan bnekki vií færaluna. Komið meðan nóg ér tíl.
Hlin Eiriks,
Laagardal við Bngjaveg.
Pergament og silkiskermar
*
mikið úrval.
SKERMABÚÐIN, Laugaveg lö.
Hveragerði - Ölvesá - Eyrarbakki - Stokkseyri
Byrjum kvöldferðir austur næstkomandi laugardag og
sunnudag. Kl. 6 sd. úr Reykjavík.
Að austan alla sunnudaga og mánudaga kl. 10 árd.
Sími 1580 — 1581 — 1582 — 1583 — 1584.
Blfreiðastöð Steindóvs.
KARTÖFLUMJÖL — HRÍSGRJÓN
HAFRAMJÖL — fínt og gróft
fyrirliggjandi.
Eggert Kristján8son & Co. h.f.