Morgunblaðið - 20.05.1939, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.05.1939, Qupperneq 2
2 M "'RGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. maí 1939. Chamberlain segir enn ómögulegt að treysta Hitler Vaxandi ókyrð í breska þinginu út af seinlæti i samningunum við Rússa Halifax fer fil Parfsar I dag Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. MR. CHAMBERLAIN sagði í ræðu í breska þinginu í dag, að hann gerði sjer vonir um að fara myndi að rætast úr samningum Breta og Rússa eftir að Halifax lávarður hefði rætt við Bonnet og Daladier í París á morgun. Halifax lávarður kemur þar við á leiðinni til Genf. ÞJÓÐVERJAR OG BRETAR Mr. Chamberlain mintist einnig á Þýskaland í ræðu sinni og sagði að sjer væri ljóst að nýlendumálin væru meðal þeirra mála sem leysa yrði til þess að skapa lang- varandi frið. En áður en samningar yrðu, teknir upp um þetta yrðu Þjóð- verjar að hafa sannfært heiminn um, að þeir ætluðu ekki að nota þær nýlendur, sem þeir fengju til þess að skapa sjer hernaðar- legar bækistöðvar, til árása á einhverjar þjóðir, sem ekkert hefðu til sakar unnið. Eins og nú væri háttað, væri ekki hægt að treysta þýsku stjórninni. Mr. Chamberlain kvaðst vilja leysa þessi mál frá alþjóðlegu sjónarmiði, og sagði til frekari skýringar, að það sem fyrir sjer vekti væri ekki aðeins að vernda hagsmuni Breta. 1 Þýskalandi var í kvöld gefin út opinber yfirlýsing, þar sem segir að ekkert í ræðu Mr. Chamberlains breyti ástandinum í við- skiftum Þjóðverja og Breta. 1 tilkynningunni er talað um árásar- -andann í stefnu Mr. Chamberlains. ÁRÁSIR Á CHAMBERLAIN Meginhlutinn í ræðu Mr. Chamberlains fór í að svara gagnrýni andstæðinga og raunar nokkra stuðningsmanna stjórnarinnar um það, hve seint samningarnir við Rússa gengju. ! Mr. Lloyd George hafði í ræðu, sem hann flutti á undan Mr. Chamberlain sagt, að breska stjórnin hefði komið kuldalega fram við Rússa lengi vel, og hefði þetta vafalaust haft sín áhrif á samkomulagsumleitanirnar. ___ Hinsvegar hefði stjórnin kom- ið vinsamlega fram við ríki, sem Lloyd George líkti við ránfugla, og sem ráðist hefðu á hvert land ið á fætur öðru til þess að svifta þau frelsi (skv. FÚ.). Winston Churchill kvaðst ekki skilja, fyrst að Bretar væru reiðubúnir til þess að gera banda lag við Rússa í styrjöld, hvers vegna ekki mætti gera það nú, ef það gæti orðið til þess að koma í veg fyrir styrjöld. (FÚ.) SVAR CHAMBERLAINS Mr. Chamberlain svaraði, að fara yrði varlega, svo að ekki yrði eyðilagt, með samningi þeim sem gerður yrði við Rússa, alt það starf, sem unnið hefði verið undanfarið, til þess að setja varn ir gegn ofbeldi. Gæta yrði þess, að hrekja ekki frá sjer eina þjóð með samningum við aðra. Um kröfu Rússa um fulla gagnkvæmni í samningum, sagði Mr. Chamberlain, að það væri fullkomin gagnkvæmni sem fal- ist hefði í bresku tillögunum. Rússar hefðu viljað fá Breta til þess að ábyrgjast með sjer landamæri nokkurra smáríkja í Austur-Evrópu. En það væri sama og Bretar bæðu Rússa um að ábyrgjast með sjer landa- mæri nokkurra ríkja í Vestur- Evrópu, sem þeir væru skuld- bundnir (eins og t. d. Belgíu). Mr. Chamberlain sagði, að mis ‘skilningur hefði risið milli Rússa og Breta. Hann kvaðst þess Vegna undrast, að Potemkin skyldi ekki fá að fara til Genf og ræða við Halifax lávarð. Með því hefði ef til vill verið hægt að lyfta þeirri blæju eða brjóta niður þann vegg, sem væri milli Breta og Rússa. Halifax lávarður og Potemkin myndu að líkindum hafa getað tekist í hendur, ef þeir hefðu hitst í Genf. Við atkvæðagreiðslu greiddu 220 þingmenn atkvæði með stjórninni, en 96 á móti. Margir stjórnarþingmanna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Um 200 þús. hermenn ganga iram iijð Franco - i rigningu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mesta hersýning, sem farið hefir fram síðan heims- styrjöldinni lauk, fór fram í Madrid í dag. Hátt á anrrið hundrað þúsund hermenn byrj- uðu að ganga fram hjá Franco kl. 9 í morgun. í hinum endalausu fylkingum mátti sjá hernaðartæki af öllum tegundum. í fararbroddi fóru 10 þúsund ítaiir. Þjóðverjum, þ. e. þýskum fallbyssu- og skriðdrekadeildum, var líka veittur heiðursstaður. Franco sendi í morgun sendi- herrum ítala, Þjóðverja og Portú gala olíuviðargrein, sem tákn um friðarvilja spænsku þjóðarinnar gagnvart þjóðunum, sem þessir menn starfa fyrir. Viðstaddir hergönguna voru sendiherrar allra ríkja, sem full- trúa eiga á Spáni. Áhorfendur voru um tvær miljónir. Bændur í hjeruðunum um- hverfis Valencia höfðu sent tíu þúsund pálmablöð til þess að skreyta Madrid. í skreytingu iborgarinnar fóru 35 þús. metrar [af klæði í fánalitum spænsku þj óðemissinnanna. Flugvjelar sveimuðu yfir borg inni, meðan á hergöngunni stóð og skrifuðu nafn Francos á loftið. Meðan sigurgangan fór fram, var stöðug rigning. Fisktökuskipið „Fulton“, sem lestað hefir fisk í Ilafnarfirði, kom hingað s.l. miðvikudag og fór í gær áleiðis til útlanda. Reitingur hjá togurunum Reitingsafli er hjá togurun- um á Hombanka og þar um slóðir, en ört fiskirí hafa þeir ekki fengið, síðan góða hrot an var um síðustu helgi. Bragi kom í gær með 113 föt lifrar, eftir 16 daga útivist. Hann komst í hrotuna um síð- ustu hélgi og fjekk þá mestan hluta aflans. ísaf jarðartogarinn Skutull kom einnig í gær með 140 föt, eftir 8 daga. Er það langbesti túrinn, sem togari hefir fengið á ver- tíðinni. Hann fjekk mestan afl- ann um síðustu helgi. ——Hvernig------------------- Frakkar lita á öryggistilboðln Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. I sambandí við öryggissátt- mála Þjóðverja og Norður- landa, skrifar „Le Temps“, franska stórblaðið, að mark- mið Hitlers sje að ná yfirráð um í Eystrasalti. Tilboðin um öryggissáttmála miði að því að svifta ríkin, sem um sje að ræða, frjálsum ákvörðunar rjett, og draga þær inn í þjóðafylkingu Hitlers. Hinn fyrirhugaði dansk- þýski samningur, sje ekki samrýmanlegur hlutleysi Dana. En þó sje Þjóðverja- vinátta Dana afsakanleg vegna hættunnar, sem stöðugt vofir yfir Danmörku frá nágrann- anum Þýskalandi. Munch, utanríkismálaráð- herra Dana, hefir látið svo ummælt, að hinn fyrirhugaði sáttmáli sje í fullu samræmi við hlutleysi Dana. Danir eru reiðubúnir til að gera öryggis sáttmála við aðrar þjóðir. Drengur slasast í bílslysi Sjö ára gamall drengur, Guð- mundur Kristinn Heimir Rögnvaldsson, til heimilis á Berg slaðarstr. 53, slasaðist alvarlega í gærmorgun með þeim hætti, að hann fjell af vörubílspalli. Fjekk hann heilahristing og lá meðvit- undarlaus á Landsspítalanum í gærdag. Slysið vildi til með þeim hætti, að vörubíl var ekið niður Braga- götu, en er hann ætlaði að beygja inn á Nönnugötu verkuðu heml- ar bílsins ekki, svo að hraðinn varð meiri í beygjunni en bíl- stjórinn hafði gert ráð fyrir. Á vörupalli bílsins voru laus borð, úr hillum, og listar, og fjórir unglingar höfðu með leyfi bílstjórans sest á vagnpallinn innan um timburdraslið. Ehgin skjólborð voru á vöru- pallinum og þegar bílinn beygði hraut alt, bæði hilluborðin, list- arnir og börnin, nema yngsta barnið, út af vörupallinum. Ekkert barnanna sakaði nema Guðmund litla. Á bílnum voru vökvahemlar og reyndust þeir gjörónýtir. — Verður rannsókn látin fara fram á verkstæði um það, hvort heml- arnir hafa bilað skyndilega eða, hvort þeir muni hafa verið í ó- lagi um lengri tíma. Það hefir oft orðið að slysi, að mönnum hefir verið leyft að standa eða sitja aftan á vörubíl- pöllum. Sjerstaklega er slíkt hættulegt, þegar engin sjólborð eru á pallinum. Ættu bílstjórar að leggja þennan ósið niður með öllu. Ríkisskip. Súðin var á Siglufirði í gær. Svör Norð- urlanda til Hitlers Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. vör Norðurlanda við tilboði Hitlers um öryggissátt- mála hafa verið birt, nema svar Finna. Svíar og Norðmenn höfn- uðu boðinu, eins og kunnugt er, en Danir tóku því. Svar Dana er svohljóðandi (samkvæmt fregn frá sendihefra Dana): SVAR DANA iSíðan ríkisstjórnin í Þýska- landi fór fram á það við dönsku ríkisstjórnina, að teknir yrðu upp samningar milli þessara tveggja ríkja um öryggissátt- mála á gagnkvæmum grundvelli, hafa viðræður farið fram á milli stjórna beggja ríkjanna, með þessum árangri: Danska ríkisstjórnin — sem áður hafði svarað fyrirspurninni á þá leið, að hún teldi ekki, að Danmörku stafaði hætta af Þýskalandi — hefir tilkynt þýsku ríkisstjórninni, að hún, til stað festingar á vingjamlegri ná- grannasambúð við Þjóðverja, sje fús til þess að taka upp samn- inga um öryggissáttmála, er sýni vilja beggja landanna til þess að grípa ekki til ofbeldis- ráðstafana hvort gegn öðru. Svar Svía og Norðmanna var mjög samhljóða. Svar Svía fer hjer á eftir (skv. fregn frá aðal- ræðismanni Svía hjer): SVAR SVÍA Síðan þýska stjórnin lagði fram fyrirspurn hjá sænsku stjóminni í lok síðastliðins mán- aðar, um það hvort hún vildi íefja gagnkvæma samninga um öryggissáttmála, hafa farið fram samtöl milli beggja stjórnanna. Árangurinn hefir orðið sá, að sænska stjórnin hefir tilkynt þýsku stjórninni, að hún muni með tilliti til þeirrar staðreynd- ar að Svíþjóð telur sjer ekki ógn að af Þýskalandi, og þar sem hún vill halda á lofti hlutleysi sínu, fullveldi og sjálfstæði, ekki gera öryggissáttmála við neitt annað land, og telur ekki sátt- nála sem hjer um ræðir, nauð- synlegan. Stjórnir beggja ríkjanna hafa þessvegna komið sjer saman um íið láta niður falla framkvæmd þessarar uppástungu. Theodór Á. Mathiesen læknir er nýkominn heim, eftir framhalds- nám í Danmörku og Þýskalandi, Hefir hann lagt stund á fram- haldsnám í háls-, nef- og eyrna- sjúkdómum síðan 1934. Nú hefir Theodór opnað lækningastofu í Hafnarfirði og ætlar einnig að verða til viðtals tvisvar í viku í Keflavík. B.v. Bragi kom af veiðum í gær með 113 tn. lifrar, eftir 16 daga útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.