Morgunblaðið - 26.05.1939, Page 5
T’östudagur 26. maí 1939.
5
—■ ..........................................................
Útgef.: BLf. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjðrar: Jðn KJartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBo.rmatSur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Síml 1600.
Áskriftargjald: kr. 8,00 á mánuCl.
f lausasölu: 16 aura eintakltS — 25 aura meB Lesbðk.
OULLKISIAN
HV A Ð, skyldu þeir vera
margir Reykvíkingarnir,
sem hafa gert sjer fulla grein
fyrir því, hvers virði er gull-
kistan sem bærinn á, þar sem er
hitasvæðið á Reykjum í Mos-
fellssveit, er Jón Þorláksson var
■á sínum tíma svo forsjáll, að
trygg.ja bænum eignarrjett á|
Úr borholunum á Reykjum
rennur nú um 170 sek. lítrar
af vatni og er meðalhiti þess
■87° C. Auk þess eru í gömlu
; uppsprettunum 30—40 sek. lítr
ar, en meðalhiti þess nokkuð
lægri.
Verkfræðingar áætla að til
iþess að hita upp öll hús í bæn-
um, innan Hringbrautar og að
auki húsin á Melunum og Norð
urmýrinni þurfi 207 sek. lítra af
heitu vatni. Miðast sú áætlun
við upphitun í alt að 10° frosti
sutan húss.
Heita vatnið á Reykjum er
því þegar nægilegt, til þess að
ihita upp allan bæinn.
Danska firmað, Höjgaard &
.Schultz, sem hefir gert tilboð
í Hitaveitu frá Reykjum, hefir
stilt upp rekstraráætlun fyfir
fyrirtækið fyrstu 8 árin, en á
þeim tíma á lánið að greiðast.
1 áætlun firmans nemur rekst-
urshagnaðurinn fyrsta starfs-
;úrið 720 þús. d. kr., annað árið
855 þús. d. kr., þriðja 995 þús.
d. kr., fjórða 1130 þús. d. kr.
og 5.—8. 1270 þús. d. kr.
í áætluninni er reiknað með
kolaverði 45 d. kr. pr. tonn,
heimkeyrt. Ekki þurfum við
að vænta þess, að kola-
verðið lækki niður úr þessari
.upphæð. Hinsvegar þarf lítið út
-af að bera, til þess að kolaverð
ið hækki. Ef t. d. kolaverkfall
kæmi í Englandi, myndi verð
kolanna áreiðanlega hækka stór
Jega. Hitt vita allir, að ef stríð
skyldi brjótast út, mundi kola-
werðið fljótlega margfaldast.
★
Tilboð það, sem fyrir liggur
:frá danska firmanu Höjgaard
& Schultz er vitanlega ekki
«ins hagkvæmt og gera mætti
ráð fyrir að fáanlegt væri til
fyrirtækis, sem sýnir sig að vera
eins álitlegt og Hitaveitan er.
En við megum ekki gleyma því,
að tilboðið kemur á þeim tím-
um, sem allar Evrópuþjóðir eru
í óðaönn að búa sig undir stríð
og lán því ófáanleg, nema þau
sjeu á einn eða annan hátt
tengd stríðsundirbúningnum.
Við megum heldur ekki gleyma
‘því, að lánstraust okkar erlend-
is er nú lamað, eftir óreiðu und
janfarinna ára.
;Okkur finst það eðlilega hart,
•að ekki skuli vera hægt að fá
hagkvæmt lán til Hitaveitunn-
ar, fyrirtækis, sem er svo álit-
legt að dómi allra sjerfræðinga,
er um hafa fjallað, að það get-
ur greitt allan stofnkostnaðinn
,á 8 árum. En þetta sannar' okk-
ur hvers virði traustið er, og
hve afar áríðandi það er fyrir
okkar fjármagnssnauða land,
að brátt takist að endurheimta
lánstraustið erlendis.
★
Það þýðir ekki að sakast um
crðinn hlut. Allir hljóta að
verða sammáia um, að Hitaveit
an verði að komast í fram-
kvæmd og það nú þegar. Fá-
ist umbætur á tilboðinu, sem
fyrir liggur, er það vel. Fáist
þær ekki og ef trygður verði
friður í jEvrópu í náinni fram-
tíð, er mjög sennilegt, að við
getum innan fárra ára fengið
hagkvæmt, langt lán til fyrir-
tækisins og greitt þá upp
danska lánið.
Hitaveitan er svo stórt fjár-
hagsmál, að við höfum ekki ráð
á að slá framkvæmdum á frest,
síst nú, meðan stríðsblikan
grúfir yfir Evrópu.
Nágrannaþjóðir okkar á Norð
urlöndum hafa varið tugum og
hundruðum miljóna til kaupa
á matvælum og öðrum brýn-
ustu nauðsynjum, og eru það
birgðir, sem geyma á handa
fólkinu, ef ófriður skyldi brjót-
ast út. íslenska ríkið hefir ekk
ert fje handbært til slíkra
birgðasöfnunar. Það verður að
láta sjer nægja að greiða götu
einstaklinganna til vörukaupa,
en geta þeirra er einnig mjög
takmörkuð.
Sjeð frá þessu sjónarmiði er
Hitaveitan einhver besta stríðs-
ráðstöfunin, sem völ er á fyrir
Reykjavíkurbæ og reyndar alla
þjóðina. En hún hefir þann'
mikla kost, fram yfir aðrar
stríðsráðstafanir, að hún er var-.
anleg. Hún sparar þjóðinni í
íramtíðinni yfir miljón krónur
árlega í erlendum gjaldeyri.
IJitaveitan er því stór liður í
sjálfsbjargar- og sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar. En sú þjóð
er áreiðanlega best komin, sem
hefir möguleika til að búa sem
mest að sínu.
Bróðursonur Mon-
bergs druknaði
Niels Monberg verkfræðing-
ur og framkvæmdastjóri
— sá er bygði höfnina í Vest-
mannaeyjum — hefir símað
póst- og símamálastjóra, Guð-
mundi Hlíðdal, og óskað þess
getið, að sá Niels Monberg verk
fræðingur, sem druknaði af slys
förum í Færeyjum hafi verið
bróðursonur sinn og sonarsonur
Etatsráðs Monbergs, þess sem
bygði höfnina í Reykjavík á
stríðsárunum.
Bæjarstjórnarfundur verður
haldinn á morgun kl. 2 e. li. Átta
mál eru á dagskrá, þar á meðal
2. umræða um hitaveitumálið.
Þorlákshöfn
Hr. Sia'irt'ður Þorsteins-1
son (faðir sjera Árnai
fríkirkjuprests) hefir leyst
vel af hendi þarft verk með
því að rita endurminninRar
úr Þorlákshöfn. Bæði hann
or ísafoldarprentsmiðja eig'a
bakkir skilið fyrir að gefa
þær út, I. í fyrra og II. í ár,
báðar með mörgum vel völd-
'um og prýðilegum myndum.
Með þesskonar ritum og hjeraðs
sögum er hjer lagður drjúgur
skerfur til þjóðmenningarsÖgu og
æfikjara feðra vorra. Og Þorláks-
höfn 1. og II.. ev aðallega fiski
veiðaþátturinn, veigamesti kaflinn
í sögu þess staðar um þann tíma,
sem elstu menn ennþá muna, eða
70—80 ár. Hjer er því líka um
að ræða drjúgan kapítula úr
(væntanlegum?) söguþáttum Ár-
nessýslu — og jafnframt því úr
„Landnámi Ingólfs“.
Margir eru þeir, sem telja þjóð
vorri þarfara og æskulýðs lands-
ins hollara og nytsamlegra til að-'
vörunar og eftirhreytni, að vita
deili á og læra að gera sjer grein’
fyrir því, hvaða hættir liafa reynst
þjóð vorri liollir, og hverjir liættu-
legir.
★
Margir telja, að menningarsjóði
og- ríkissjóði væri skyldara fyr
og fremur að styrkja og hvetja til
útgáfu nytsamlegra innlendra
fræða og þjóðhátta — eigi síst
bjeraðasagna um landið alt —
en þýðingar útlendra sagna og
innlent skáldsagnarubb. Þar eð
sumt af því, sem liæst er liossað,
er þjóð vorri til lýta utan lands
og innan. Þesskonar bóbmentir
þurfa ekki stuðnig, á kostnað
þeirra manna, sem hafa ímigust á
þeim. Hinir eru nógu margir, sem
vilja lesa skáldsögur (hversu ó-
merkilegar, sem þær eru), og þeim
er skyldara að kosta þær, en hin-
um fáu, sem þjóðarreynslu og
þjóðnytjafræði verða að kosta á
| sínar spýtur. Menningarsjóði og
1 ríkissjóði her að glæða og styrkja
j þjóðholla lestrarfýsn æskulýðsins,
og vara hann við glapstigum.
Þorlákshöfn II., allra helst end-
urminningar Jóns hreppstjóra á
Hlíðarenda, sýna vel og sanna það.
að skyldurækni og trúrækni, sam-
fara ósjerhlífni og Kappi með for-
sjá, hafa mótað vora hestu menn.
Grundvallar þá eins og kletta í
hafinu, sem engin bára fær brotið,
og gert þá jafnframt að sífrjóum
Vitaðsgjafa fyrir þjóð vora, á
mörgum sviðum.
★
Endurminningar Jóns bónda eru
ágætar um alt, sem lýtur að sjó-
menskunni. En jeg sakna þar
bóndans og hans miklu húsýslu,
á hans stóra búi. Frá því er of
lítið sagt. — Vel hefði líka mátt
hafa fleiri fyrirsagnir og flokka
efnið nokkru nánar. — Eigi að
síður er það hverjum manni, ung-
um og öldruðum, liolt og liress-
andi, að lesa jafn ágætar endur-
minningar, sem í báðum kverunum
finnast um marga, ágætismenn.
■ Þótt jeg nefni þá ekki hjer, get
jeg ekki látið vera að minna að-
eins á — auk liöf. — stórmerka
bóndann „Jón í Höfninni" (I.),
og hinar hugljúfu endurminning-
ar um „Þuríði formann“, blessun
hennar, heilræði og bænir fyrir
Jóni á Illíaðrenda.
Vel man jeg hans góða heimili,
og liversu hann átti bæði margt
og fallegt sauðf je, þá er jeg bólu-
setti hjá honum, gegn bráðafári,
á þriðja hundrað fjár, haustið
1900.*)
Við endurminningar Jóns á
Hlíðarenda bætir höf. formanna-
vísum, framhaldi af sögu veiði-
stöðunnar og ýmsum athugasemd-
um. Þar á meðal nokkru úr Sókna-
lýsing Hálfdáns á Reykjum, frá
1703. Er það góð viðbót, það sem
þetta nær. En að vonum, í ekki
stærri bók, vantar enn mikið í
Sögu Þorlákshafnar, af því sem
til eru skrifleg skilríki fyrir, þó
slitrótt sjeu þau að vísu. Má þar
til nefna: Greinargerð fyrir því,
að Höfnin lijet Elliðahöfn, áður eu
liún hlaut Þorláks-nafnið. Ábúend-
ur má rekja þar um 3 aldir, eða
meira, og viðskifti sumra þeirra
#) Kyntist jeg á fyrstu bú-
skaparárum mínum mörgum fleiri
góðnm fjárbændum, því næstu ár-
in við aldamótin, bólusetti jeg
Srúml. 18000 fjár í 18 hreppum.
við Brynjólf biskup. Útgerð bisk-
ups þar, og útgerða alla stöku ár,
með tölu skipa og sjómanna. Til-
raun Lambertsens kaupm. á Eyr-
arbakka (1800), að veiða þorsk í
net í Þorlákshöfn. ,,Borgarana“ í
ILöfninni, nálægt þeim aldamótum,
,,spekúlanta“ og verslun þar. (Leið
rjetta þarf ártalið í „Þorláksh. I.“,
bls. 9. Höfnin þar var ekki lög-
gilt 1875, lieldur frá 20./7. 1878).
Þá eru og til uokkrar lieimilidir
um kirkjuna í Þorl.h. — m. a.
leyfði Gísli bisk, Oddsson, árið
1635, líkgröft þar í nauðsyn.
★
Skal jeg nú hvorki telja hjer
fleira, nje heldur hrella þá meira,
sem telja flestan fróðleilr þyrrinn
og leiðinlegan, ef hann er ekki
teygður og kryddaður með orða-
flúri, eða. ýktur og afbakaður að
þjóðsagnahætti. Vil jeg svo enda
þessi orð, með þessu ágæta erindi
Guðmundar Friðjónssonar:
Lýðurinn kýs hin ljettu spor:
lóuflug og kvakið.
En altaf sýnir afl og þor
arnarvængj atakið.
Og lesendur „Þorlákshafnar" vil
jeg fullvissa um það, að þeir geta
fundið þar bæði „lóukvak“ og enn
fremur „arnarvængjatak“.
37 366 ibúar
i Beykjavik
Ibúar í Reykjavík voru við manntalið 1938 37,366
— eða 1263 fleiri en við manntalið 1937. Þetta
er samkvæmt upplýsingum frá manntalsskrif-
stofu Reykjavíkur.
Aúkningin á árinu hefir samkvæmt því numið rúmlega
3.3%. —
Eins og fyr eru konur í talsvert miklum meirihluta. Kon-
ur voru við manntalið 1938 20117 á móti 17249 karlmönnum.
(í fyrra voru konurnar 19403, en karlmenn 16700).
Skift eftir götum kemur í ljós, að langflestir búa við Laug-
arveg, eða samtals 2332 manns. Næst koma: Hverfisgata með
1480 manns, Njálsgata með 1396 manns, Grettisgata með 1306,
Hringbraut með 1290 manns og Bergstaðastræti með 1208. Aðr-
ar götur hafa ekki yfir 1000 íbúa. (Vesturgata 913, Laufás-
vegur 890, Ásvallagata 805, Bergþórugata 710, Ránargata 683,
Framnesvegur 630 o. s. frv.).
Það er athyglisvert að í fyrra
var Grettisgata þriðja fjölmenn
asta gatan í bænum, á undan
Njálsgötu. En fólkinu við Njáls
götu hefir f jölgað um 93 manns,
en við Grettisgötu hefir því
fækkað um 5 manns. Fæstir
búa við Vallarstræti 2, Defen-
sorveg 2, Borgarveg 3, Mjóu-
mýrarveg 5 o. s. frv.
Yfirleitt eru karlmenn í minni
hluta við einstakar götur. Þó
eru undantekningar. Við Hörpu
götu bjuggu 124 kvenmenn
og jafnmargir karlmenn, við
Holtsgötu 126 af hvoru kyni,
við Framnesveg 316 karlmenn
og 314 kvenmenn, við Mímis-
veg 48 karlm. og 39 kvenmenn
Við aðalgöturnar í Miðbæn-
um eins og Austurstræti búa
45 manns, við Bankastræti 82
manns, Hafnarstræti 79 manns,
Aðalstræti 144 manns og Lækj-
argötu 92 manns.
Síðustu árin hefir mannfjölð
inn í Reykjavík verið sem hjer
segir:
1938 37 366
1937 36 103
1936 35 300
1935 34 231
1934 32 974
1930 28 304
1928 '25 217
1926 23 190
1920 17 679
Eftír Vigfús Guðmundsson