Morgunblaðið - 15.06.1939, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 15. júní 1939,
Bretar tefja á stofn upplýiingaráðuneyfi
Stórorðar árásir
Þjóðverja
á Breta
„Bretar taka upp aftur
rvtingspólitíkina“
j Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Isambandi við lausafregn sem komist hefir á loft
um það að breska stjórnin ætli að stofna út-
breiðslumálaráðuneyti, svipað og ráðuneyti dr.
Göbbels í Þýskalandi, hafa þýsk blöð hafið stórorðar og
gífuryrtar árásir á Breta, t : •
Bretar kalla hið nýja ráðuneyti, sem ráðgert er að stofna,
„upplýsingaráðuneyti" (Ministry of Information). Búist er við,
að Perth lávarði verði falið að veita því forstöðu.
Perth lávarður hefir verið sendiherra Breta í Rómaborg
og gerði m. a. bresk-ítalska samninginn fyrir hönd Breta. Hann
var áður framkvæmdastjóri* Þjóðabandalagsihs (hjet Sir Eric
Drummond áður en hann var aðlaður).
Þjóðverjar og Danir undir-
skrifa öryggissáttmála
Myndin er tekin þegar Herluf Zahle, sendiherra Dana í Berlín (t. h.), og von Ribbentrop, sendiherra
Þjóðverja, undirskrifuðu dansk-þýska öryggissáttmálann í Berlín.
Þýsk blöð virðast óttast, að
aðalstarf hins nýja ráðherra
verði að reyna að koma bresk-
um upplýsingum til almennings
í Þýskalandi. Fyrirsagnir blað-
anna eru eitthvað í þessum dúr:
• „Bretar taka upp aftur rýtings-
' pólitíkina“, „Óvinurinn North-
, rCliff rís upp aftur“ CNorthcliff
var á stríðsárunum — oft með
rjettu — sakaður um að hafa
rekið áróður gegn Þjóðverjum
með lognum fregnum. Hann var
ritstjóri „Daily Mail“, „rihe
Times“ o. fl. blaða).
Eitt blaðið segir: „Bretar eru
um það bil að hefja glæpsam-
legan áróður í því augnamiði,
að skapa sundrung milli þýsku
þjóðarinnar og foringja henn-
ar. En Þjóðverjar eru ómóttæki-
legir fyrir lygasýklum Breta“.
Annað blað talar um „breska
ósvífm“, „saurugan tvískinnung
Breta“ o. fl. o. fl.
Þjóðverjar boða, að þeir muni
grípa til gagnráðstafana.
Bretar sæta Hka miklu að-
kasti fyrir fregnir, sem
bresk blöð hafa flutt und-
anfarna daga um herflutn-
inga Þjóðverja í Slóvakíu,
við landamæri Póllands.
Blöðin segja að þessar
fregnir sjeu úr lausu lofti
gripnar og til þess ætlaðar,
að hafa áhrif á samninga
Rússa og Breta.
Blöðin leggja áherslu á, að
lygafregnir þessar, sem þau
kalla, sjeu undan breskum
rótum runnar. Þau segja, að
frönsk og hollensk blöð hafi
birt fregnirnar, en tekið það
skýrt fram, að þau hefði fregn-
ir sínar frá London. „Það er því
auðvelt að komast fyrir rætur
þessarar lygasmiðju“ segja
blöðin. En þau segja að það hafi
verið kunnugt um langt skeið,
að Þjóðverjar væru að gera
varnarvirki á austur-landamær-
um sínum.
« ^ 3L sþ-'í. «;;■
Þýskar njósnír
i Englandi
og Selgfu
London í gær E.Ú.
Breska stjórnin hefir fárið
fram á við þýsku stjórn- j
ina, að hún kalli heim ræðis-
mann sinn í Liverpool.
Maður a%* nafni Kelly, var
fundinn sekur um að selja Þjóð-
verjum hernaðarleyndarmál, og
hafði hann komist í kynni við
þá, er kaupin gerðUr.fýtif tniUi-
göngu ræðismannsins. Cham-
berlain sagði í. neðri málstof-
unni í dag, að stjórnin hefði
komist að þeirri niðurstöðu, að
ræðismaðurinn hefði verið við
málið riðinn, og því óskað eftir,
að hann væri kvaddur heim.
ÞÝSKAR NJÓSNIR
í BELGÍU.
Einn af þingmönnum full-
trúadeildar belgiska þjóðþings-
ins gerði að umtalsefni á þingi
í gær nazistiskan undirróður í
Belgíu og væri meðal annars
njósnað um flóttamenn frá
Þýskalandi, sem fengið hefði
aðáetursleyfi í Belgíu.
Forsætisráðherrann sagði, að
athugun færi fram að því er
snerti öll þau njósnamál, sem
á döfinni væri, en það væri enn
ekki sannað mál, að njósnir
hefði farið fram. Hann kvað
Belgíu ekki mundu þola neina
pólitíska íhlutun erlendis frá.
Átökin í Tientsin
ogrun, sem
Japanar hafa sýnt
r
i
Frá frjeitaritara voruni.
" Khöfn í gær.
'E ERLIÐ, Breta' og Frakka hefir tekið sjer
. sfoðu í víggirðingum í alþjóðahverfinu í
Tientsin.
. Handan vjo alþjóðahverfið hafa Japanar aukið sitt herlið
og éru'ailir hermannaskálar þar fullskipaðir. Gaddavírsgirðing-
ar hafa verið gerðar umhverfis bresku og frönsku hverfin.
Mr Butler aðstoðar utanríkismálaráðherra Breta, sagði í
breska þinginu í dag, að Halifax lávarður biði eftir skýrslu um
það, sem gerst hefði í Tientsin. Hvað gert yrði færi eftir því,
hvað Japanar hefðust að.
„Daily Telegraph“ kallar aðfarir Japana í Tientsin svæsn-
ustu ógnun, sem þeir hafi nokkurntíman sýnt Bretum í Kína.
Húnvetningaf jelagið efnir til
skemtiferðar norður á Blönduós á
afmælishátíð Kvennaskólans. Farið
verður frá Bifreiðastöð Steindórs
kl. 5 síðd. á morgun. Fjelagið á-
minnir menn um að mæta stund-
víslega.
Áður en jjapanar ákváðu, ,að
loka sjerrjettindasvæðum Breta
og Frakka, höfðu Bretar stung-
ið upp á, að skipuð yrði þriggja
manna nefnd, til þess að kveða
upp úrskurð um framsal kín-
versku mannanna fjögra, sem
deilan í Tientsin spanst út af.
Samkvæmt tillögu Breta skyldi
nefndin vera skipuð einum
breskum mapni, einum japönsk-
um og ameríska ræðismannin-
um í Tientsin, sem odd^manni.
Japanar höfnuðu þessari t i 1 -
lögu. i
Aðalatriðið!
London í gær F.Ú.
Japanir segja nú, að krafan
um að Bretar framselji kín-
versku hermdarverkamennina
sje ekki mikilvæg b agur. 'Er
talið, að fyrir Jspöru: vaki, að
ná viðskiftum c v,ödnm í Ti-
entsin algerloga í sínar hendur.
Krefjast þeir þess af Bretum,
að þeir aðhafist ekkert, sem sje
hnekkir stefnu Japana gaga
vart Kína.
Forsætisráðherra Japana, her
mála- og utanríkismálaráð-
herrann, hafa á fundi í dag á-
kveðið að fylgja fastara fram
stefnu Japana, að því er for-
rjettindasvæðin snertir, en þau
sjeu miðstöðvar undirróðurs
gegn Japönum.
Þjóðverjar vilja
að smáríkin segi
sig úr Þjóða-
bandaiagieu
Frá frjettariiara vorum.
Khöfn. í gær.
Berliner Börsen Zeitung“
gefur í skyn í dag að til
mála geti komið að Þjóðverjar
krefjist þess, að hlutlaus ríki
segi sig úr Þjóðabandalaginu.
Þessi ríki eru Holland, Belgía,
Eystrasaltsríkin og Norðurlönd.
Blaðið segir, að sú spurning
Lljóti að vakna í sambandi við
einangrunarpólitík Breta,
hvort hlutleysi þjóða, sem ekki
eru í bandalagi við neina aðra
eða aðrar þjóðir geti samrýmst
þátttöku þeirra í Þjóðabanda-
laginu.
,,Börsen-Zeitung“ heldur því
fram, að samningar Breta og
Rússa stefni í þá átt, að safna
öllum þjóðabandalagsríkjunum
í eina fylkingu gegn Þjóðverj-
um.
ÍSL. KNATTSPYRNU-
MENNIRNIR í KHÖFN
Khöfn í gær F.Ú.
Hátíðahöld í tilefni af 50
ára afmæli knattspyrnu
sambandsins danska byrja á
morgun í „Idrætsparken“ í
Kaupmannahöfn. Gestir á minn-i
ingarhátíðinni eru forseti í
þróttasambands fslands, B. G.
Waage og 20 manna flokkur úr
Knattspyrnuf jelaginu Fram
Reykjavík.
Morðið í Klatlno
Tjekknesk kona í þorpinu
Kladno hefir verið hand-
tekin, g;runuð um hlutdeild í
morðinu á þýska lögregluem-
bættismanninum á dögunum.
Áformað hafði verið að jarð-
setja í dag tjekkneska lög-
regluembættismanninn í Nahcod
sem Þjóðverji drap, en jarðar-
förinni var frestað, vegna þess,
að yfirvöldin óttuðust æsingar
meðal Tjekka og alvarlegt upp-
þot. (F.Ú.).