Morgunblaðið - 15.06.1939, Side 3
Fimtudagur 15. júní 1939.
3
BlaðamaSur frá Morgunblaðinu
hitti Mr. Hymus Jones að máli é
Hótel Borg í gær og spurði hann
um þessa nýju bofnvörpugerð.
— Fjelag mitt hefir síðastliðin
10—15 ár gert tilraunir með að
bæta veiðarfæri og ])á einkum
botnvörpur togara. Hefir fjelagið
haft til þessara rannsókna sjer-
stakt skip og valinkunna sjer-
fræðinga. Hafa rannsóknir þessar
gengið svo vel að við teljum nú
að okkur hafi tekist að biia til
fyrirmyndarvörpu.
Þessa vörpu höfum við nvi reynt
á frönskum togurum undanfarin
3—4 ár og hafa þær gefist mæta
vel. Aðalkostir vörpunnar eru
þeir, að fiskurinn heldur sjer bet-
ur í lienni heldur en gömlu vörp-
unni, vegna sjerstaks útbúnaðar.
Við auglýsum ekki með að meira
veiðist með okkar vörpu en venju-
legri vörpu, en við höldum því
hiklaust frain, að þeir sem nota
okkar vörpu, landi meiri og betri
fiski en hinir. Lítil liætta er á að
varpa þessi rifni í botni vegna
sjerstaks útbúnaðar. Þá hefir einn-
ig komið í Ijós, að togarar, sem
nota þessa nýju vörpu, eyða minna
af kolum en þeir sem nota gömlu
gerðina. Fleiri kosti hefir varpan,
sem jeg vona að íslensku togara-
skipstjórarnir sannfærist um er
þeir sjá hana og reyna. Með mjer
er enskur togaraskipstjóri, sem
liefir reynsru í meðferð þessarar
vörpu, og ætlar hann að vera með
í ferðinni.
Þannig fórust Mr. Hymus Jones
orð um þessa nýju vörpu.
Á reynsluferðinni með Venusi
verður veiðunum svo liagað, að
togað verður með tveimur vörp-
um, nýju vörpunni og vörpu af
venjulegri gerð.
Það er Fiskimálanefnd, sem fær
Venus til að farh í þessa ferð.
Engin síldveiði
Ekkert hefir orðið vart síldar
. ennþá fyrir norðan, þrátt
fyrir ágætis veðurlag nyrðra, und-
anfarna daga.
Er bygflingar-
tjelag alþýðu
I upplausn ?
Ofríki Hjeðins
Róstusamt ev í Bygging-
arfjelagi alþýðu, síðan
fjelagsmálaráðherrann gaf
út bráðabirgðalögin á dög-
unum.
Fjelagið þurfti að breyta sam-
þyktum sínum í samræmi bráða-
birgðalögin. Strax og það er gert,
stendur fjelaginu til boða lán til
nýrra verkamannabústaða, að upp-
liæð 650 þús. kr.
En Hjeðinn og kommúnistar
vilja ekki sleppa tökum á fje-
laginu. Fundur var haldinn í fje-
laginu á þriðjudagskvöld og
skyldi þar breyta, samþyktunum í
samræmi við bráðabirgðalögin. En
úr því varð tóm vitleysa. Komm-
únistar smöluðu á fundinn og
rjeðu þar öllu. ITjeðinn óð þarna
uppi og dró upp íir vasanum
plagg, er hann ljet komnránista
samþykkja. Þar eru sett ýms skil-
yrði fyrir því, að fjelagið breyti
sínum samþyktum, sem þýðir ekk-
ert annað en það, að fjelagið get-
ur ekki starfað samkvæmt lands-
lögum, meðan skilyrðin standa.
Með þessu tefur Hjeðinn fyrir
byggingu nýrra verkamannabú-
staða.
Á fundinum tilkynti fjelags-
málaráðherra brjeflega, að stjórn-
in befði skipað Gnðm. í. Guð-
mundsson formann Byggingarfje-
lagsins. Við þessum boðskap varð
Iíjeðinn svo reiður, að hapn vissi
varla sitt rjúkandi ráð. Ilann neit-
aði að yíkja fyrir Guðmundi og
|ljet nú kommúnista kjósa sjálfan
FRAMH. Á 8JÖTTU SÍÐU
MORGUNBLAÐIÐ
til R )m
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Franco ætlar aS fara í
opinbera heimsókn til
Rómaborgar í september
næstkomandi. Þetta hefir
verið opinberlega tilkynt í
Rómaborg.
ítölsk blöð fagna þessari
ákvörðun mjög og nota
tækifærið til þess að benda
á þann þátt, sem ítalir
hafi átt í því að sltapa binn
nýja Spán.
Fiskimálanefnd lætur
r •
reyna nyja vorpu
Enskur sjerfræðingur ng
margir togaraskipstjórar fara
ð veiðar með Venusi i nðtt
25 ðra
skðlabræður
Ikvöld fara flestir togaraskipstjórar í Reykjavík
og Hafnarfirði með b.v. Venusi til að reyna
nýja vörpu, sem komin er hingað til lands. Ef
varpa þessi talin hafa fjölda marga kosti, og ef húr. er
eihs góð og eigendur hennar vilja vera láta, má búast,
við að hún valdi algjörum straumhvörfum í sögu íslenskra
botnvörpuveiða.
Það er enskur maður. Mr. Hymus Jones, sem kemur hingað með
þessa nýju vörpu. Er hann hjer á vegum Fjelags íslenskra botnvörpu-
skipaeigenda og- er hann fulltrúi fyrir firmað V. D. Ltd. í London
sem frarnleiðir þessa nýju botnvörpugerð.
S.l. smmudag iiittust nokkrir skólabræður nr Stýrimannáskólau-
mn og mintust Jiess að ‘25 ár voru liðhi frá jiví að jieir útskrifuðust
úr skólanum. Flestir eru jieir skipstjórar irá. Fóru skólabræðurnir til
Þingvalla á snnnudaginn og skeiutu sjer )>ar. Þátttakenduf í jieirri
för eru á ínyjKliniii lijef að ofan, sem Loftur Guðnnindsson tók af
jieim áður en þeir lögðu npp í ferðalagjð.
Á myndinni eru (freairi riið talið f'rá vinstri) ; Jóhami Stefáns-
son, 1. stýrim. á b.v. Geir; Magnús Magnússon i'ramkv.stj. (sem var
kennari í skólanum) ; Páll Halldórsson, fyrv. skólastjóri; Theodór Frið-
riksson. bátsm. á Snorra goða; Ásgeir Jónassmi, skipstjóri á Selfossi;
Bergur Pálsson. skipstj.; Jónas Jóuasson. Aftarj röð; Jón Höguason,
skipstjóri; Pjet.ur Björnsson, skipstj. á Goðafossi; Aoalsteinn Pálsson,
skipstj. á Belgaum; Friðrik Olafsson, skipherra. skólastjóri Stýri-
mannaskólans; Magnús K.jæruested, skipstjóri á Slceljungi; Jón Ei-
ríksson, skipstjóri á Lagarfossi; Kolbeinn Signrðsson. skipstjóri á
Þórólfi; Pálmi Loftsson, t'orstjóri.
Alls voru Jieir 26. sem útskrifuðust úr skólanum vorið' 1914, og
eru 18 þeirru á lífi. Dánir ern: Friðrik Benónýsson, Sveinn Jónsson,
Guðmundur Kr. Guðinundsson, Byjólfur Grímsson, Einar Magnússon.
Benjamín Gíslason, Magnús Snorrason og Guðjón Þorsteinsson. —
Fjarverandi voru: Ásgeif Sigurðsson, skipstjóri á, Esju; Bjarni Jóns-
son. 1. stýrimaður á Gullfossi; Páll Hannesson, skipstjóri á Isafirði,
og Sigurður Gíslason, 1. stýrimaður á Dettifossi.
Gamall maður verður
tyrir mótóriijóli
og fótbrotnar
Það slys víldi til í fyrradag,
að gamall maður, sem er
aðkomumaður hjer í bænum, varð
fyrir irótorhjóli og fótbrotnaði.
Maðurinn heitir Finnbogi Kristó-
fersson og er frá Galtalæk í Rang-
árvallasýsln.
Slysið varð á Hringbrautinni hjá
Brávallagötu um fimmleytið. Finn
bogi var þar á gangi ásamt öðr-
um maimi. Komu á mót.i þeim
tveir menn á mótorhjóli og varð
Finnhogi fyrir hjólinu.
Maðurinn, sem stýrði hjólinu,
segir svo frá, að er hann hafi ver-
ið rjett kominn að mömiunum,
hafi gamli máðurimi alt í einu
gengið til hliðar fyrir hjólið og
ekkert svigrúm hafi verið til að
afstýra slysinu.
Maðurinn, sem var með Finn-
boga, segist aftur á móti ekki
hafa sjeð að Finnbogi liafi gengið
fyrir hjólið.
Finnhogi var fluttur á spítala
fyrst og þar gert að þeinbrotinu,
en síðan var hann fluttur lieim
til jiess fólks er hann býr hjá hjer
í bænum.
dr. Eiður $. Kvaran
látinn
Dr. phil. Eiður S. Kvaran,
lektor í norrænum fræðum
við háskólann í Greifswald í
Þýskalandi, andaðist á sjúkrahúsi
í Greifswald s.l. mánudag. Hafði
hann legið rúmfastur á auuað ár,
eða frá því hann kom til Þýska-
lands aftur eftir stutta kynnisför
hjer heima.
Eiður var sonur Sigurðar Kvar-
au læknis.
Franco fer
i
Frú Ottósson
greiöi 4000
krúna bætur
Atvinnubannið ísamn-
ingnum við írú Helgu
Siguíðsson
Hæstirjettur kvað í gær upp.
dóm í málinu: Jóhanna
Goldstein-Ottósson gegn Helgtt
Sigurðsson og gagnsök.
Máiavextir eru þeir, að með
samningi dags. í Berlín 16. ág.
1934 rjeði frú Helga Sigurðs-
son, eigandi verslunarinnar
,,Gullfoss“, þýska konu, Jó-
hönnu Goldstein (er síðar gift-
ist Hindrik Ottóssyni) til að
veita forstöðu saumastofu, er
hún starfrækti í sambandi við
verslunina.
í samningnum var m. a. svo
hljóðandi ákvæði: „Frú Uold-
stein sku-ldbindur sig til þess,
meðan dvöl hennar í Reykjavík
stendur yfir, að búa hvorki til
nje láta búa til föt á einstaklinga
(nema sjálfan sig), og til þess
að taka ekki að sjer aðra stöðu
í Reyk.javík“.
Hinn 4. ágúst 1935 gerðu að-
ilar með sjer nýjan samning.
Þar var ráðningartíminn 3 ár.
Jafnframt skuldbatt frú Gold-
stein sig til ekki að taka
starf frá öðrum eða vinna fyr-
ir utan verslunina á meðan jeg
dvel á íslandi“. Var fram tekið
að bannið næði til Reykjavíkur
og nágrennis og Hafnarfjarðar.
Hinn. 15. júlí 1938 sagði frú
Goldstein upp samningum við
frú Sigurðsson frá 15. sept. s. á„
en til þess tíma náði samning-
urinn. Reyndi frú Sigurðsson að
ná nýjum samningi við frú Gold
'stein, en það mistókst. Um þetta
leyti giftist frú Goldstein Hin-
rik Ottóssyni.
Hinn 1. okt. 1938 opnaði frú
Goldstein-Ottósson sína eigin
„tískusaumastofu fyrir dömur“ í
Kirk.juhvoli hjer i bænum. Var
þetta samskonar saumastofa og
frú Sigurðsson starfrækti, sem
taldi þetta brot á samningunum
frá 4. ág. 1935.
Frú Sigurðsson höfðaði því
mál gegn frú Goldstein-Ottós-
son og gerði þessar kröfur:
1) Að viðurkent verði með dómi
rjettarins, að stefndri sje óheimilt, að
viðlögðum 100,00 króna dagsektum, að
roka saumastofu hjer í Reykjavík og
nágrenni og í Hafnarfirði, eða vinna
við slíka stofnun á einn eða annan hátt.
2) Að stefnd verði dæmd til að
grciða sjer allt að kr. 6000.00 í skaða-
bætur fyrir samningsrof og fyrir það
tjón og þau óþægindi, er hún (stefn-
andi) hafi orðið fvrir við það, að
stefnd hafi tekið til sín á óleyfilegan
hátt og eyðilagt málbækur licitnar.
3) Að stefnd verði dæmd til ai
greiða sjer málskostnað að skaðlausu.
Frú Goldstein-Ottósson krafð
ist sýknu.
Með dómi undirrjettar (lög-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.