Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. júní 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 K. R. gerði jafntetli við breska liðið 1:1 Bestu menn- Irnir 11. C. Yfirburðir I. C. í hraða og leikni með knöttinn FYRSTI kappleikur Islington Corinthians hjer á Iandi fór fram í gær á móti K. R. Lauk leikn- um með jafntefli, 1:1. Yoru bæði mörkin sett seinast í seinni hálfleik og K. R.-ingar settu sitt mark er aðeins var eftir ein mínúta af seinni hálfleik. Bretarnir settu fyrra markið. Gerði það miðfram- herji þeirra, J. Friday. Ljek hann með knöttinn inn í mark. Þorsteinu Binarsson setti mark Islendinganna. Varð það úr þvögu. Birgir var búinn að leika upp með knöttinn, en markvörður náði í hann, misti svo aftur og þá náði Þorsteinn knettinum og skaut í mark. Lið I. C. er varla eins sterkt og margir höfðu búist við, en þeir eiga eflaust eftir að sýna betri leik heldur en í gærkvöldi. Hefir það jafnan verið svo um ei’lend lið, að fyrsti leikurinn hefir verið þeim erfiður vegna vallarins. Þrír af bestu mönnum í liði I. C. í gærkvöldi: \V. Wittaker, mið- framvörður, fyrirliði á vellinum. C. Longmann. markvörður og A. Abbot, hægri útframherji. Því miður vantar mynd af Friday, þeim er setti mai’kið. í liðinu eru margir ágætir knattspyrnumenn eins og t- d. markvörðurinn, Longmann, mið framvörðurinn W. Whittaker, sem er fyrirliði á vellinum. — í framlínunni voru bestir hægri útframherji, W. Abbot, hægri framherji L. Bradbury og mið- f^amherjir.n J. Friday. Bakverðirnir eru varla eins sterkir hlutfallslega eins og hin- ir leikmennirnir. Það sem Bretarnir hafa fram yfir íslendingana er hraðinn og knattar meðferðin, en í sam- leik virðast þeir ekki vera neitt Sjerlegir og var það ekki nema einn smákafli í leiknum, sem þeir sýndu skemtilegt samspil. Margir þeirra eru ágætir „driblarar“ og á grasvelli myndu þeir vafalaust sýna ýms „trick“, sem ekki njóta sín á malarvelli. K. R.-ingar ljeku prýðilega vel framan af fyrri hálfleik og leikur þeirra fyrstu 30 mín. var með því besta, sem þeir hafa sýnt í vor. Með K. R. ljek Grímar Jónsson úr Val, sem hægri bak- vörður í stað Sigurjóns, sem ekki er í bænum. Bjargaði hann oft vel, sjerstaklega í fyrri hálf- leik. Björgvin Schram ljek prýði- lega að venju, en hann á ekki I ví að venjast að knötturinn sje tekinh eins oft af honum eins og í gær. Hans Kragh var með albestu mönnum í liðinu. Er hann í ágætri æfingu nú og spil- ar altaf af viti og fyrirhyggju. Anton markv. stóð sig ágætlega. Dró heldur af K. R.-ingum, er á leið leikinn og sást að þeir höfðu ekki eins gott úthald og þeir bresku. í fyrri liálfleik hefðu K. R,- ingar áttu að fá eitt mark yfir, en annárs má segja að úrslit leiks- .ins hafi verið sanngjörn. Guðjón Einarsson var dómari og dæmdi vel. , Veður var hið ákjósanlegasta á leiknum fyrir áhorfendur, _ en nokkuð mun só! hafa háið leik- FRAMH, Á SJÖTTU SÍÐU. Þátttaka Islands i alþjöðaversl- unarráðinu ¥ slendingar taka nú í fyrsta sinn þátt í þingi Alþjóða-1 verslunarráðsins, sem að þessu sinni verður haldið í Kaupm.- höfn. Fulltrúar íslands á þinginu verða Magnús Kjaran stórkaupm., Haraldur Árnason kaupm. og dr. Oddur Guðjóns- son skrifstofustjóri í V. í. Magnús og Oddur tóku sjer far með Df, Alexandrine í gær- kvöldi, en Haraldur er staddur erlendis. Þetta er 10. þing alþjóða- verslunarráðsins. Verslunarráð íslands gerðist meðlimur í al- 'þjóðaráðinu í fyrra. Áður hafði Island verið eina landið í Ev- rópu, sem ekki var meðlimur þess. Alþj óðaversl una rráðið (Inter- national Chamber of Com- merce) var stofhað árið 1919. 51 þjóð eru þátttakandi í ráð- inu. Tiigangur ráðsins er að; greiða yfivleitt fyrir milliiíkja- verslun. Á þinginu, sern haldið verður í Khöfn, ér gert ráð fyrir að sitji 1200—1500' manns. Eru það forvígismcnn á sviði verslunai - 'íiálahna frá hverri hinna 51 þjóða. Þingið stendur yfir frá 26. júní til 1. júlí. Hvern dag verða umræðufundir, þar sem tekin verða fyrir alþjóðaverslunar- mál, innanríkisverslunarmál, verslunar- og framleiðslumál o. fl. Fyrir kynningu Islands í verslunarheiminum hefir þátt- taka V. I. í þessu þingi mikla þýðingu. Síðasta þing alþjóðaverslun- arráðsins var haldið í Berlín, og þótti það gefast ágætlega og hafa mikla þýðingu. Allir ánægð- ir í bænda- c •• • • fonnni Bændaför Snæfellinga og Dala- manna hefir gengið að ósk- mn. Veður hefir verið ágætt all- an tímann og förin hin ánægju- legasta í alla staði. A laugardagsmorgun var lagt af stað frá Reykliolti í Borgarfirði og haldið suður á Kjalarnes, fyr- ir Hvalfjörð. Þegar komið var að Brynjudalsá voru þar fyrir 20—• 30 bændur af Kjalarnesi, til þess að taka á móti ferðafólkinu. Var haldið til Brúarlands og sest þar að kaffidrykkju í boði búnaðar- fjelagsins. Síðan voru stórbýlin Reykir, Korpúlfsstaðir og Blika- staðir skoðuð. Þá var lialdið til Þingvalla og fylgdu þaugað hændur af Kjal- arnesi og úr Mosfellssveit. Um kvöldið flutti Sigurður Nordal prófessor érindi og lýsti sögu- staðmnn fyrir ferðafólkinu. Á Þingvöllum voru mættir til inóts við aðkommnenu þrír stjórnend- ur Búnáðarsambands Suðurlands, þeir Guðnmndur Þorbjarnarson, Hofi, Guðjón Jónsson í Ási og Dagur Brvnjólfsson. Þéir fylgd- ust með förinni austur. Á sunnudagsmorgun var lagt frá Þingvöllum og ekið niður Grafning. Staðuæmst var við Ljósafoss og virkjunin skoðuð. Þar veitti bæjarstjórn Reykjavík ur. Fjöldi fólks úr nærsveitum var mætt við Sogsstöðiua. Var nú haldið að Geysi, eu ekki vildi hann sýna citt af ,síuum fal- legu g°®um- Búnaðáríjelag Bisk- upstungna veitti kaffi. Ekki vanst tími til að fara til Gullfoss og var nú haldið að Laugarvatni eg snæddur kvöldverður lijá Búnað- arsambandi Súðnrlands. I gær var svo' haldið austur í Fljótshlíð. Staðnæmst á Sámstöð- um. Síðan farið að Múlakoti og þar snæddur miðdegisverður að þoði Búnaðarfjeiags íslands. Síð- an var farið lengra inn í Illíð- ina, áður en ha’ldið var heimleið- is. A heimleiðinni var staðnæmst á Þjórsártúni og þar voru Rang- æingar kvaddir. Síðan var Mjólk- urbú Flóamahna skoðað. Kaup- fjelag Árnesinga bauð kvöldverð í Þi'astalundi. 16 ferðamanna- sklp tll Reykja- vlkur I sumar Sextán ferðamannaskip koma hingað í sumar, og er fyrsta skipið væntanlegt þann 24. þessa mánaðajr. Skip þetta heitir Straf- enden og kemur liingað með ferða- menn frá London. Annars koma flest skipin frá New York, eða 6. Hin skipin koma frá Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og Sví- þjóð. Ferðamannaskipin koma sem hjer segii’: 27. júní Strafenden frá New York. 2. júlí (ókunnugt nm nafn) frá New York. 5. júlí Rotterdain frá New York. 7. júlí Columbus frá New York. . 7. júlí Kungsholm frá New York. 9. júlí Franeonia frá New York. 12. júlí Oslofjord frá New York. 12. júlí Arandorra Star frá London. 15. júlí General von Steuben.frá Bremen. 19. jiilí Atlantis frá London. 20. júlí Milwaukee frá Hamborg. 30. júlí De Grasse frá Le Ilavre. 31. júlí. St. Louis frá Hamhorg. 4. ág. Drottn'ingholm frá Gauta borg. 12. ág. General von Steuben frá Bremen. 16. ágúst Arandorra Star frá London. Flest skipin standa hjer aðeins við einn dag. Um 1400 manns berklaskoðað ð Austurlandi Viðtal við Sigurð Sigurðsson, yfir- berklalækni Mikil háíiðhhðld barnakei nara um næsm helgi Mikil hátíðahöld fara fram um næstu helgi í tilefni af 50 ára afmæli stjettasamtaka skólakennara. Voru blaðamenn boðaðir á fund stjórnar Simbands ísl. barnakennara í gær, þar sem var skýrt frá hvernig hátíðahöld- unum verður hagað. Fulltrúafundur Sambands ísl. barnakennara hófst í gærkvöldi. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍDU Sæbjörg kom til Akureyrar á sunnudagskvöld úr Aust- f jarðaleiðangrinum með SigurS Sigurðsson berklayfirlækni. Sæbjörg lagði af stáð hjeðan laugardaginn fyrir hvítasunnu. Með skipinu var, sem fyr segir, Sigurður Sigurðsson berklayfir- læknir, en hann fór för þessa til þess að rannsaka útbreiðslu berk'.aveikinnar á Austfjörðum. Með förinni var einnig Guð- mundur Thoroddsen prófessor,. sem var í sumarleyfi. Frjettaritari frá Morgunblað- inu, sem staddur er á Akureyrf hitti Sigurð Sigurðsson og fjekk hjá honum eftirfarandi upplýs- ingar »m ferðina: Tilgangur fararinnar var sá, segir Sigurður, að rannsaka út- breiðslu berklaveikinnar. Voru röntgenskoðaðir þeir menil, ,er einhverntíma hafa liaft berklaveitói og til náðist, einnig fólk, sem dvalið hefir með þeim og börn, sem voru jákvæð við berkla- prófun. Á Austurlandi hefir farið fram víðtæk berklaraim- sókn á börnum. Fleiri voru og rannsakaðir, einkum fólk, er hjeraðslæknar óskuðu að gerð yrði rannsókn á. — Var víða komið við? — Á öllum höfnum frá Horna firði að Kópaskeri, alls 25 við- komustaðir. Á þessum stöðum var gerð berklaskoðun á um 1400 manns. 1 sumum læknis- hjeruðum voru rannsakaðir 22 —23 /í, af öllum íbúum hjer- aðsins. — Hvernig var rannsóknun- um hagað? — Við urðum að taka alja um borð og notuðum í'afmagn frá skipinu við röntgenskoðún-. ina. Þetta gekk prýðilega, enda var Þórarinn Björnsson skip- herra og skipsmenn hans jafn- an boðnir og búnir til aðstoðar.’ — Hver var svo árangurinn1? — Um hann get jeg ekki sagt »á þi'ssu stigi; þarf fyrst að vinna úr skýrslunnm. En ferðin öll gekk að óskum. Vorum sjer- staklega hepnir með veður og ekki skygði það á ferðalagið, að hafa Guðrnund prófessor Thor- oddsen með. Hann hjelt altaf’ appi „humorinu“ og hann dró stærsta fiskinn, sem kom um borð. . , ÞÝSKAR FLOTA- ÆFINGAR. Um eitt hundrað þýsk her-t skip halda nú flotaæfingart undan suður Noregi. Norskir fiskimenn mótmælajt þessu og telja að herskipin eyðileggi net þeirra. Þeir halda því fram að þýskar hernaðar- flugvjelar hafi sjest innan við landhelgislínu Noregs. (FÚ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.