Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 5
l»rlðjudagur 20. júní 1938. 3 ------- JfHorgnnMafcið === Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón KJartanwon ok Valtýr Stefánason (&byrg»aramt)uis). AuglÝsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiOsla: Austurstrætl *. — Stœl Áskriftargjald: kr. S,09 & aoAnuBi. 1 lausasðlu: 15 aura eintakiB — 26 aura neS Leebók. STARF KONUNNAR ÞAÐ eru nú liðin.24 ár síðan böl sjúkleikans". Betur verður íslenska konan fekk kosn- ekki mint á hlutverk sjóðsins. ingarrjett og kjörgengi til Al- ★ þingis. Með stjórnarskrárbroyt- Þegar við lítum yfir það, sem ingunni, sem staðfest var 19. íslenskar konur hafa afrekað á !.júní 1915 fengu konur þenna undanförnum 24 árum, síðan ujett, sem þær höfðu þá barist þær íyrst hófust handa um f jár- . fyrir ánim saman. Því er það, söfnun til Landsspítalans, verð- að 19. júní var lengi vel hátíð- ur manni ósjálfrátt á að spyrja: ilsdagur hjá íslensku konunni. Hvaða verkefni taka konurnar Ekki þó svo að skilja, að konan að sjer næst? sæti aðgerðalaus þenna dag og Þessi spurning er ekki sett fagnaði fengnum rjettindum. — fram vegna þess, að starfið, sem 1 stuttu, en fróðlegu erindi, erjkonurnar hafa með höndum nú ungfrú Inga Lára Lárusdóttir flntti í útvarpinu í gær (19. júní) lýsti hún hvað konurnar hefðu aðhafst þenna afmælis- dag á undanförnum árum. Fyrst beittu konurnar sjer fyrir allsherjar fjársöfnun til byggingu Landsspítalans. Þær . gerðu 19. júní að almennum fjársöfnunardegi í þessu skyni. Stofnuðu til .hátíðahalda þenna >dag og Ijetu allan ágóðann renna í spítalasjóðinn. Safnað- ist á þann hátt mikið fje, eink- um hjer í Eeykjavík. Eitt sinn komu t. d. rúmar 18 þús. kr. Jxm'hjer í bænum þenna, dag. Þessarl fjársöfnun hjeldu Tconurnar áfram í 15 ár, eða ;til 1980, en það ár var Lands- spítalinn kominn upp, vegleg- .asti spítalinn, sem landið á. — IÞeim góðu konum, sem höfðu tforgöngu þessa máls verður aldreí nógsamlega þakkað jþeirra mikla og óeigingjarna starf. En konurnar hafa ekki setið .auðum höndum, þótt lokið væri fjársöfnuninni til iLandsspítal- ans. Samtímis fjársöfnuninni stofnuðu þær Minningargjafa- sjóð Landsspítalans, sem var við : síðustu áramót um 250 þús. kr. auk sjersjóða í sambandi við aðalsjóðinn, að upphæð rúml. 32 þús. kr. 1 sjóðinn renna ein- ígöngu minningargjafir um látna menn. Sjúklingar, sem hafa erfiðar ástæður fá síðan styrk úr sjóðnum til dvalar á spítalanum. Nemur sú upphæð, ^em veitt hefir verið úr sjóðnum röskum 100 þús. krónum, eða um 12,500 kr. að meðaltali á ári. Þetta er ekki lítil hjálp til hinna sjúku og bágstöddu. Út hlutað er úr sjóðnum árlega : öllu því fje, sem inn hefir kom- ið í minningargjöfum næsta ár- ið á undan og helmingur vaxta : af höfuðstóli. „Líkn þeim, sem lifa“, er kjörorð Minningargjafasjóðsins, sagði ungfrú Inga Lára. Og hún sagði: „Hver sá, sem gerir sjer að reglu að votta fjær- eða nær- stöddum aðstandendum látins manns hluttekningu með minn ingagjöf til sjóðsins, veit, að á þann hátt verður hluttekning hans einnig hjálp einhverjum "þeim, sem berst við hið þunga Samtök íslenskra barnakennara * I (Minningargjafasjóðurinn o.fl.) sje lokið, heldur vegna hins, að við höfum reynslu af því, að hverju gdðu máli, sem konurnar beita sjer fyrir, er stýrt í ör~ ugga höfn, um leið og þær taka málið í sínar hendur. 1 þessu er starf konunnar ólíkt starfi karlmannanna. Þeir eru til með að fara stórt af stað, blása mál- ið út til að byrja með og skapa á þann hátt áhuga fyrir því. En hvað verður svo úr úthaldinu? Karlmennirnir svari því. En konan; hún heldur áfram sínu kyrláta starfi. Hún fer ekki af stað með neinum gauragangi og offorsi. Hún setur sjer mark- miðið í fjarlægð og vinnur svo með óþrjótandi elju, uns því er náð. Landsspítalinn verður um aldir hinn óbrotgjarni minnis- varði um þetta starf íslensku konunnar. ★ En hvað segja reykvískar konur um það, að þær taki sjer nú einhvern dag á árinu og byrji fjársöfnun til bæjarspítala? — Reykjavík er orðin það stór borg, að henni er það varla ýansalaust lengur, að eiga eng- an spítala. Bæjarfjelagið sjálft hefir hjer einnig mikilla hags-1 muna að gæta, vegna þeirra mörgu sjúklinga, sem það verð- ur að standa straum af á spít ölum. Það rekur að því, áður en mörg ár líða, að Reykjavík verður að eignast spítala. En ef að konurnar í Reykjavík vildu beita sjer fyrir málinu, með árlegri fjársöfnun, myndi þetta stórmál komast í örugga höfn. Þá væri fjárhagshlið málsins borgið. Þessari uppástungu er varpað hjer fram reykvískum konum til athugunar. Þær háfa áreið anlega hugsað þetta mál og verið getur, að þær hafi tekið einhverja ákvörðun í því, þótt Morgunblaðinu sje það ekki kunnugt. Eimskip. Gullfoss kom til Leitk í gær. Goðafoss er á leið til Ham- borgar frá Hull. Brúarfoss fór til Grimsby og Kaupmannahafnar gærkvöldi kl. 8. Dettifoss er í Reykjavík. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Austfjörð- um. Selfoss fór frá Yestmanna- eyjum í fyrradag, áleiðis til Ant- werpen. dag hefst kennaraþing hjer í bænum, sem helgað verður minningu þess að liðin eru 50 ár síðan kenn- arasamtök hófust hjer með stofnun Hins íslenska kenn- arafjelags. Þessi fjelagssamtök kennara hafa haldist óslitið síðan, en með þeim breytingum þó, að fyrst voru innan vjebauda f jelagsskaparins kennarar frá æðrí sem lægri skól- um landsins. En fyrir um 20 ár- um breyttist þetta og upp úr hinu almenna kennaraf jelagi var stofn- að Samband íslenskra barnakenn- ara. Björn M. Olsen, Páll Melsted, Pálmi Pálsson, Böðvar Boðvars- son, Geir T. Zoega, Bjorn Jensson, Jónas Jónasson, Olafur Rósin- krans, Hélgi Helgason, Eiríkur Briem, Sigurður Sigurðsson, Jón- as Helgason, Tómas Hallgrímssön, Sp. W. Patursson, Morten Hansen, Steingr. Johnsen, Jón Þórarinsson. Þessir menn undirrituðu fundar- gerð frá 16. febrúar 1889, þar sem ákveðið var að stofna kennarafje- lag. Nefnd var kosin á fundinum til þess að semja lög fyrir fjelagið, og voru þeir í nefndinni, skóla- kennari Björn M. Olsen, skóla- stjóri Jón Þórarinsson og dosent Þórhallur Bjarnarson. Frá lögunum vor þó ekki fylli- lega gengið fyrir en á ársfundi er haldinn var 3. júlí um sumarið. Þá var t. d. samþykt, samkvæmt tillögu frá Stefáni Stefánssyni á Möðruvöllum, að tilgangur fjelags- ins skyldi vera sá, að vinna að því að „koma sem bestu og haganlegustu skipulagi á alla kenslu og skóla í landinu, æðri sem lægri, og ef!a þekkingu ís- lenskra kennara og þjóðarinnar yfir höfuð að öllu því er lýtur að uppeldi og kenslu“. En Stefán mun hafa verið einn af helstu kvatamönnum að því að fjelagið var stofnað. ★ Samkvæmt lögum fjelagsins mátti veita mönnum inngöngu það á ársfundi, enda þótt þeir væru ekki kennarar. Er sýnilegt að stofnendurnir hafa litið svo á, að með því að fá til samstarfs við sig menn utan kennarastjettarinn- ar, myndi meiri líkur til að fjelag- ið yrði þess megnugt að vinna ætlunarverk sitt svo vel færi. A þessum fyrsta ársfundi voru þessir menn samþyktir sem fje- lagsmenn, þó ekki væru kennarar: Mættir voru auk þess á árs- fundinum 24 kennarar. Svo þeir hafa aðeins verið í meirihluta. Á fyrstu fundum fjelagsins er rætt um þau málefni, sem lengi síðar áttu að verða aðalviðfangs- efni þess. Þar kemur Björn M. Olsen fram með tillögur um breyt- ingar á stafsetningunni. En staf- setning og íslenskukensla hefir verið umræðuefni í þessum fje- lagsskap altaf við og við er óhætt að segja alt fram á þenna dag. í lögunum var ákveðið að efna 50 ára til tímarits um uppeldi og menta- mál og komst það til framkvæmda sem kunnugt er. En svo voru það alþýðufræðslu- lögin. Strax fyrstu vikurnar var nefnd starfandi í f jelaginu til þess að semja frumvarp til laga um alþýðufræðslu. Það var í þessu fjelagi sem unnið var fyrst og fremst að því máli, það var það- an; sem fræðslulögin eru runnin, þó baráttunni fyrir þeim væri ekki lokið fyrri en nokkru eftir alda- mót. ★ Hinn fyrsti ársfundur fjelags- ings, sem háldinn var fyrir 50 ár- um tók mörg mál til meðferðar og voru umræður langar og fjör- ugaf. Þar komu fram tillögur um, að fá breytt lögunum um próf í skrift og reikningi, sem prestar halda yfir börnum á fermingar- aldri. Skyldi gera það að skilýfði fyrir fermingu að börnin fengju einkunnina „vel“ í þessum fögum, þó átti vankunnátta þeirra ekki áð standa í vegi fyrir fermingunni nema tvö ár. Tillögur voru þar og ræddar um skilyrði sem skólum yrðu sett, til þess að þeir gætu fengið styrk úr landssjóði. Þorvaldur Thoroddsen bar fram áskörun til Alþingis um að sjá um að kennaraefni gæti fengið meiri mentun, en þeir þá áttu völ á, áður en þeir tækju barnakensluna að sjer. Þar kom fyrsta sporið að því að fjelagið beitti sjer fyrir stofnun kennaraskóla. Hjálmar Sigurðsson ber fram tillögu um að barnaskólar fengju að nokkru leyti greidd kenslu- áhöld sín úr landssjóði. í sambandi við fundinn hafði Fræðslulögin komust á, og ken»- araskólinn í svipuðu formi og hann er nú. En með því var líka mikil breyting fengin frá því sem áður var. ★ Fyrsti forseti fjelagsins var Björn M. Olsen. En skömmu síðar tók Jón Þórarin'sson við forseta- störfum og hjelt þeim um langt skeið, alt fram til þess að upp xtr þessu fjelagi rann núverandi sam- band barnakennara, en kennara- samtökin urðu ekki lengur eins víðtæk og áður að því leyti a5 þau næðu til allra kennara, hvar sem þeir störfuðu. Samb. ísl. barnakennara var stofnað 1921. Þá voru margir eða flestir af þeim áhugamönnum sera stofnuðu kennaraf jelagið 1889 horfnir af sjónarsviðinu. Sambandið hefir altaf haft öfl- uga og.vel vakandi starfsemi þessi 18 ár síðan það var stofnað, og haft afskifti af fjölmörgum mál- um er varða kennara og kenslu. Sambandið hefir m. a. haft á dagskrá sinni stafsetningarmálið og móðurmálskensluna, útgáfu skólabóka, heimavistarskóla í sveit um, ýms hagsmunamál kennaranna og margt er að velferð og uppeldi barnanna lýtur. heilbrigðiseftirlit, hreinlæti í skólum o. fl. Þessir hafa haft formensku sam- handsins á hendi: Bjarni Bjarnason, Helgi Hjörv- ar, Guðjón Guðjónsson, Arngrímur Kristjánsson, og nú er Sigurður Thorlaeius formaður þess. ★ Eitt af áhugamálum fjelagsins er nú, að fá enn aukið við undir- búning þann er kennarar fá, með því að gera burtfararpróf úr Kema- araskólanum að einskonar stúdents prófi og koma upp uppeldismála- eða kennaradeild við Háskólann Yfirleitt er fyrirkomulag fræðslu málanna altaf á dagskrá sam- bandsins. Morten Hansen komið upp sýn- ingu á kensluáhöldum, sem þóttil^'f hin fróðlegasta. f Önnur sýning var líka í sam-' bandi við fundinn. Þar voru sýnd- ir náttúrugripir þeir er íslenskir stúdentar höfðu safnað saman í Höfn árið 1887 og átti að verða og varð upphafið að Náttúrugripa- safninu. Stefán Stefánsson hreyfði því á þessum fundi, að kennara- fjelagið beitti sjer fyrir stofnun Náttúrugripasafns, og fjelags er ynni að náttúruvísindum. Var þessu vel tekið á fundinum, og Náttúrufræðifjelagið var síðan stofnað hjer í bænum skömmu síð ar, sem fyrsti sýnilegi ávöxturinn af samtökum kennarastjettarinnar. Hjer verður ekki hægt að rekja sögu þessara 50 ára fjelagssam- taka, enda er það gert í minning- arriti sem Samb. ísl. barnakenn- ara gefur út, og Gunnar M. Magn- úss kennari hefir skrifað. Fyrsti áfanginn í baráttu fje lagsins fyrir bættri alþýðumentun var nokkuð langur, 18 ár, þar til Ármenningar á Akranesi o Akranesi í gær. límufjelagið Ármann í Rvík kom skemtiferð til Akra- ness á sunnudag. í förinni tóku þátt hátt á annað hundrað manns. Svíþjóðarfarar Ármanns sýndu fimleika í samkomuhúsinu undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, bæði kvenna- og karlaflokkar, við á- gæta aðsókn og rnikla hrifni á- horfenda, enda tókust sýningarn- ar ágætlega. J. Frú Nanna Egilsdóttir syngur íslensk lög í ríkisútvarpið í Ham- borg miðvikudaginn 21. þ. m. kL 14.25 eftir ísl. tima. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.