Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 8
' 8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júní I93&. /nu2F nnv^lciu/riAjCi^pymJU Danski rithöfundurinn frægi, Jens Locher, var í sumar staddur á stóru gistihúsi í Juan ies Pius við Miðjarðarhafið. Dag nokkuru er hann var staddur í anddyri gistihússins og var að ræða við forstjóra gistihússins, kom eldri kona, sem einnig bjó á gistihúsinu og sagði við forstjór- ann: — Þjer verðið að hafa einhver ráð með. að fá mannin, sem býr í næsta herbergi við mig, til að hætta að leika á fiðlu sína. Það er ómögulegt að hlusta á þetta væl allan guðslangan daginn. Forstjórinn hneygði sig fyrir gesti sínum, en þegar hún var far- m sagði hann við Jens Locher: — Það er Fritz Kreisler, sem hýr í næsta herbergi við hennar herbergi. ★ — Þetta er tóm ímyndunar- veiki. Reynið að syngja við vinn- nna. > — Það get jeg ekki, herra lækn- ir. — — Hvers vegna? — Jeg er glerblásari. ★ St. Carls-brúin í Prag, sem bygð yar fyrir 300 árum, er að miklu leyti gerð úr eggjum. Byggiuga- meistararnir, sem bygðu brúna,j yoru þeirrar skoðunar, að það myndi styrkja brúna að blanda eggjum í byggingarefnið. Bændur i Prag-hjeraðinu urðu að leggja til »11 þau egg sem fóru í brúna. ★ Einu sinni er Rudolph Austur- yíkiskeisari var á ferðalagi úti 1 sveit gaf hann sig á tal við bónda og spurði hann hver munurinn væri á stríði og friði. Bóndinn Bvaraði: Á friðartímum fylgja synirnir feðrum sínum til grffar, én á ófriðartímuin fylgja feðurnir sonum sínum til grafar. ★ , A legsteini í kirkjugarði í Prag er eftirfarandi áletrun: Hjer hvíl- ir Joseph Schmidt. Hann fæddist í Austurríki, ól mestan aldur sinn í Tjekkóslóvakíu og ljest í Þýska- landi. Samt flutti hann aldrei frá fæðingarborg sinni, Prag. ★ Nýjasta „heimsmetið", sem sett hefir verið í Bandaríkjunum á Louis Kranz frá Monticello. Hann heíir á síðustu 10 árum verið hand- tekinn 109 sinnum grunaður um aférot. En ekki í eitt einasta skifti hefir lögreglunni tekist að sanna á hann það, sem hann var grun- aður um að hafa framið. ★ Maður einn í Gautaborg hefir farið þess á leit að hann fái að skifta um nafn. Hann var skírður Obadias, en hann segir að þetta nafn hafi alla æfi verið sjer til mestu leiðinda. Hann vill fá að heita Oluf. ★ Kvikmyndafjelögin í Holly- wood senda á næstunni á mark- aðinn mesta sæg af ævisögukvik- myndum merkra manna. í vænd- um eru t. d. kvikmyndir um líf Edisons, Nobel, Lawrence ofursta, Lincoln forseta, Niemöller o. m. fl. i ★ Jazzkóngurinn Duke Ellington tók upp á því, er hann var á ferða- lagi í Svíþjóð í vor, að selja eigin- handarundirskrift sína á 50 aura eintakið. Peningarnir sem komu inn fyrir þetta gengu til atvinnu- lausra sænskra hljómlistarmanna. ★ í London er búið að stofna klúbb fyrir ófríða menn, en illa gengur að fá menn í fjelagsskap- inn. Fjelagsstjórnin auglýsir stöð- ugt eftir meðlimum og skorar á ófríða menn að ganga í fjelagið. I auglýsingunum er því haldið fram að venjulega sjeu ófríðir menn gáfaðir. ★ Ein af kirkjunum í Moskva var nýlega opnuð aftur, eftir að hafa verið lokuð í mörg ár. Það er þýska Pjeturs Páls kirkjan. En nú er þar ekki lengur kirkja heldur kvikmyndahiis. ★ Sú breyting hefir verið gerð í Páfahöllinni síðan Píus XII. varð páfi, að búið er að setja upp fim- leikasal í höllinni, þar sem hinn heilagi faðir æfir leikfimi á liverj- um morgni. KAUPAKONA ÓSKAST á gott heimili austur í Fljóts- hlíð. Upplýsingar á Frakkastíg 24 B. KAUPAKONU VANTAR á gott heimili í Rangárvalla- sýslu. Einnig stúlku til hús- verka í K. Fjel. „Þór“, Rang- árvöllum. Upplýsingar á Njáls- götu 108. HÚSMÆÐUR! Hreingemingamennirnir Jón og Guðni, reynast ávalt best. Pantið í síma 4967 kl. 12—og eftir kl. 6. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. % Jtóaup&íiafteiv NÝ SMÁLÚÐA og margt fleira. Sími 4385. KAUPUM aluminium, blý og kopar hæsta verði. Flöskubúðin Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. GLÆNÝ ÝSA og stútungur í dag. Fiskbúðin Bergstaðastíg 49. Sími 5313. j EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR I sumarkjólar og blúsur í úrvali. Saumastofan Uppsölum, Aðal- stræti 18. — Sími 2744. NÝR LUNDI Fisksa^lan Björg. Sími 4402. MEÐALAGLÖS Fersólglös og Soyuglös, keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glös- in. Laugavegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR glös og bóndósir af flestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- valt hæsta verð. Sækjum til yð- ar að kostnaðarlausu. Sími 5333 Flöskuversl. Hafnarstræti 21. NOTIÐ ,PERO“, stór pakki aðeins 45 aura. Notið Venus HÚSGAGNAGLJÁA, afbragðs góður. Aðeins kr. 1,503' glasið. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. j DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, klæðskeri. Kirkju- hvoli. Sími 2796. ÞORSKALÝSI. Laugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeins 90 aura heilflask- an. Sent um allan bæ. — Sími 1616. LEGUBEKKIRNIR eru bestir á Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. VESTURBÆINGAR! Munið brauðbúðina á Fram- nesveg 38. Minningarspjöld BÓKASJÓÐS BLINDRA fáat hjá frú Maren Pjetursdótt- ur, Laugaveg 66, Blindraskól— anum, Ingólfsstræti 16, frk. Þóreyu Þorláksdóttur, Bók-- hlöðustíg 2, og Körfugerðinni^. Bankastræti 10. I.O.G.T. ST. VERÐANDI NR. 9: Fundur í kvöld kl. 8. Hag- nefndaratriði: br. Guðmundur- Einarsson og br. Hallgrímur- Jónsson. EIN STÓR STOFA OG ELDHÚS óskast 1. október, má vera íi kjallara. Tilboð merkt Vjel— stjóri, sendist til Morgunblaðs— ins. EGGERT GLAESSEN hwstarjettanHélaflvtamgsBaaður. Skrifstofa: Gddfeilowhúsið, Vonarstrœtí 10. (Butvugar um autordyr). CHAEUM O. BOOTH. ÚTLAGAR I AUSTRL „Smallwood er mesti myndarmaður, og Janice jafn- ar sig brátt“. „Eins og- nú er komið, gætum við sagt alla söguna eins og hún var og verið trúað. Jeg vona líka, að Conti «núist hngur, og jeg hefi beðið hana að senda mjer símskeyti til Hongkong“. >,Ramsgate?“ „Já“. „Ertu viss ni það?“ „Já!“ „Gerry, það er ómögulegt“. „Ekki eftir mínum útreikningi", svaraði O’Hare. Við Smallwood höfum rætt þetta lið fyrir lið og erum al- veg sammála. Það, sem við teljum, að hafi skeð, er þetta: Ramsgate stóð uppi á borðstokknum og var að skygnast nm eftir vjelbátnnm. En eins og þú manst yar svört þoka, og ennþá dimt úti. Þá skaut einn af Rermönnum Yangs á hann, og jeg hjelt, að hann hefði orðið fyrir skotinu, fallið í sjóinn og druknað, en sjálfur var jeg sleginn í rot rjett á eftir. En Rams- gate særðist hvorki nje druknaði. Hann datt niður í hátinn, sem var rjett fyrir neðan, og hefir ef til vill fallið í yfirlið. Þegar hann fjell fyrir borð, var hatt- urinn hans dreginn niðnr fyrir augu. Hann var þur, þegar við fundum hann í bátnum“. „En hvað varð af Ramsgatef' „Hann fór aftur um borð í skútuna“. Irene varð skelfd á svip. „Hvenær, jeg skil þfetta ekki — og hvers vegna?“ „Við byggjum út frá þeirri staðreynd, að við fund- uin hattinn hans í morgun. Líklega hefir Ramsgate rankað við sjer uiu dögun, tini Iíkt leyti og jeg. Hann hefir skilið, hvernig hanu hefir komist í bátinn, en ekki hvers vegna hann fjekk að vera þar í friði. Þá hefir hann farið að velta því fyrir sjer, hvernig hann kæmist burt. Setti hann vjelina I gang, mynda það heyr ast og hermenn Yangs komá og skjóta hann. Ef til vill hefir hann hugsað sjer að komast fcurt á sundi. En lengra hefir liann ekki verið kominn í heilabrotum sínum . v þegar hermenn Yangs skutu hvorn annan niður. Hann hefir ekki vítað, hvað á gekk, en hefir gægst yfir borðstokkinn, þegar hann heyrði, að jeg var að kalla til ykkar. Næsta hugsun hans hefir snúist um peninga Yangs. Og á meðan við vorum öll að stumra yfir Janice, eftir að jeg hafði brotið upp hurðina, hefir hann ldifrað um horð. farið inn í eldhúsið og fundið tösku SmalIwoods“. „Það hefði hann ekki gert, Gerry, ef hann hefði\ekki vitað------“ „Nei, einmitt, en við skulum geyma að tala um þá hlið málsins, þangað til á eftir. — Ramsgate fann tösk- una tæmda og eyðilagða. Nú var nm tvent að velja: Hann gat komið til okkar og heimtað, að fá sinn hluta af peningunum. Eða hann gat falið sig og sjeð hverju fram myndi vinda. Hann valdi síðari kostinn. Jeg hngsa, að hann hafi falið sig inst inni í eldarúminu, þar sem enginn gat sjeð hann, nema lýst yrði þangað inn. Hann heyrði bæði, þegar jeg talaði við þig og Conti. Vissi, að við hjeldum, að hann væri dauður. Hann ætlaði að láta okkur vera í þeirri trú. Hann heyrði líka, að aðeins við tvö vissurn, að peningarnir voru fundnir og jeg ætlaði að hirða þá. Nú hugsaði hann sjer gott til glóðarinnar. Hann ætlaði að láta gruninn falla á mig, þar sem jeg hafði peningana, síðan ætlaði hann að elta mig hvert sem jcg færi og lióta mjer að ljósta því upp, að jeg hefði drepið Mar- celles, ef jeg ljeti liann ekki fá sinu hlut. Þetta var einmitt hugmynd eftir hans höfði. En þá gerði; jeg: það eina, sem hann hafði alls ekki búist við: Jeg skil- aði peningunum aftur“. Irene hló lágt og innilega, og O ’Hare tók hana í faðin sinn. „Af hverju ertu að hlæja, Irene?“ „Jeg ætlaði hara að segja, að þú gerðir það, semi jeg hjóst við af þjer“. „Þetta er það besta, sem nokkur hefir sagt við mig.r á æfi minni“, hvíslaði O’Hare. „Jeg elska þig líka, Gerry“, sagði hún og strauk blíðlega yfir hár hans. Þú hefir verið jáfn dúglegur að vinna úr þessum þremur atriðum og fornminjafræð- ingur úr nokkrum beinum". OTIare fleygði sígarettunni sinni íyrir fcorð. „Að- stæður allar voru mjög hagkvæmar fyrir Ramsgate“, hjelt hann áfram. „En það var ráðiegast fyrir hann, að sýna sig ekki, svo að hann yrði ekki ákærður fyrir morðið á Marcelle.s. Hann ætlaði að vera nm 'hovð í „Liao-ping“ til sólseturs, höggva síðan göt í skips- skrokkinn og sigla burt í litla björgunarbátnum, seni' var um horð. Þá var sagan um Yang glevmd og grafin! Hann vetlaði að stefna á Tsungeyjuna, Sádeleyjarnar eða meginlandið, alt eftir því hvernig straumur var. Enginn myndi þekkja hann í dimmnnni, þó að hann mætti bátum. Hann gat falið sig um tíma og' síðan yfirgefið Austurlönd. Allir myndu telja hann dauð- ann, svo að hann þurfti ekkert að gera, nema breyta um nafn, þegja og nota peningana. — Þannig lítur málið út frá þessari hlið, en nú skulum við athuga þá hlið málsins, sem snýr að dauða Marcelles [“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.