Morgunblaðið - 27.06.1939, Page 5
HÞriðjudagur 27. júní 1939.
í !
JjHorgtmMiiðtð
Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjfirar: Jön Kjartanaaon og Valtýr Stefánaaon (ábyraSarraaCur.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjörn, auglýsingar og afgretCala: Auaturatræti I. — Stnd 106«.
ÁskriftargrJald: kr. S,ðO á raánuCl.
í lausaaölu: 16 aura elntaklt) — 26 aura moB I>«sbök.
GISTIHÚS OG SAMKOMUSTASIR
Raddir hafa heyrst um það,
í sambandi við hið vænt
^anlega nýja skip Eimskipafje-
lagsins, sem vitanlega verður
’til þess að auka stórlega ferða-
mannastrauminn til landsins, að
fyrst yrði að koma lagi á gisti-
liúsin hjer í landinu og þegar
það væri búið, mætti fara að
örfa ferðamannastrauminn, en
:fyr ekki.
Enda þótt allir geti að sjálf-
:-sögðu verið sammála um það,
að mikið vanti á að okkar gisti-
hús sjeu í lagi, er hitt fjar-
•stæða, að við megum ekki örfa
tferðamannastrauminn til lands-i
ins, vegna vöntunar á góðum
gistihúsum. Gistihúsin hljóta að
Ikoma strax og þörfin kallar að,
þau væru vafalaust komin
sumstaðar, «f ekki væru lagð-
ar óeðlilegar hömlur á þessar
framkvæmdir hjer heima.
lEnlþegar við höfum búið þann
ijg í þaginn, að því er samgöng-i
urnar við útlönd snertir, að er-
Jendir ferðamenn eiga kost á
fferðum Ihingað með ágætum
skipum, þá verður ekki langt að
Mða þess, að ferðamanna-
rstraum/urinn kallar eftir gisti-
húsunum. Þá verða einnig
anögulefkarnir meiri til þess, að
iáta gistihúsin bera sig fjár-
Jhagslega.
Annars eru gistihúsin sjer-
ætakt vandamál, sem þarf að
leysast þannig, að við höfum
sóma af en ekki vanvirðu.
HTi8 þurfum að bæta stórlega
■gistihúsin á þeim stöðum, sem
íútlendingar koma mest á, eins
<og t. d. á Þingvöllum og við
<!eysi. Á báðum þessum stöðum
.eru ófullnægjandi gistihús. Og
-á Þingvöllum er sá stóri galli á,
að þar ægir nú öllu saman,
vegna þess að gistihúsið og sam-
komuhúsið er eitt og hið sama.
J>ví er það, að þegar samkomur
«ru á Þingvöllum, sem oft vilja
"verða nokkuð róstusamar, eins
•og gengur, þá er alt gistihúsið
undirlagt og hvergi frið þar að
hafa. Þetta kunna útlendingar
jafar illa við. Þeir vilja fá að
vera í friði á sínum dvalarstað.
Geysir er án efa sá staður
iiijer á landi, sem útlendingar
þrá mest að sjá. Fjöldi útlend-
inga kemur beinlínis hingað til
lands, til þess að sjá þetta furðu
verk náttúrunnar, Geysir. Við
■Geysi þarf að vera fullkomið
.-gistihús, með öllum nútíma þæg-
indum. Þar þarf einnig að vera
tfullkomin sundlaug og leik-
■vangur, golf- og tennisvellii*.
JOtlendingar vilja hafa slík þæg-
indi og það ætti að vera auðj
velt að koma þeim upp, án
:mjög mikils kostnaðar.
★
En fyrst við á annað borð
minnumst á gistihúsin, er ekki
íúr vegi að minna á annað í
sambandi við þau og samkomu-
staði yfirleitt.
Nú er það svo á flestum
gistihúsum og samkomustöðum,
að þar ríkir yfirleitt megnasta
óregla. Oft verða menn á slík-
um stöðum fyrir aðkasti frá
ölvuðum mönnum, án þess að
nokkur skifti sjer af. Útlend-
ingar telja þetta vott menning-
arskorts og vissulega er það
r j ett.
Yfirleitt verðum við að koma
meiri menningarbrag á okkar
gistihús og samkomustaði, en
verið hefir. Það verður að gera
þær kröfur til þeirra manna,
sem starfrækja gistihúsin, að
þeir hafi fyrir þeim menn, sem
kunna sitt verk og sjá um, að
þar ríki regla á öllum sviðum.
Víða er allmjög ábótavant um
þrifnað á gistihúsum, rúm eru
ekki góð og sóðaskapur ríkir á
stöðum, sem almenningur á að-
gang að. Þessu þarf að kippa
í lag.
★
Það, sem sagt var hjer að
framan á aðallega við um gisti-
húsin og samkomustaðina utan
Reykjavíkur. Hjer í bænum eru
til góð gistihús, en þó mun út-
lendingum finnast einkennileg-
ur menningarbragur á ýmsu í
höfuðstaðnum. Þeir eiga t. d.
bágt með að skilja það, að ekki
skuli vera hægt að fá glas af
víni nema á einu gistihúsanna
og það enda þótt allir viti, að
leynivínsala er hjer nálega í
hverri götu.
Þegar spurt er um ástæðuna
fyrir því, að aðeins eitt gisti-
húsið í bænum fær að selja og
yeita áfengi, verða svörin ekki
altaf hin sömu. Sumir gefa þá
skýringu, að þessi ráðstöfun
sje gerð til þess að styrkja þetta
gistihús, Hótel Borg, sem ríki
og bær standi í ábyrgð fyrir.
Aðrir gefa þá skýringu, að með
þessu sje verið að draga úr
drykkjuskapnum.
Fyrri skýringin er vafalaust
hin rjetta; hin síðari er fráleit.
Það er áreiðanlega miklu meira
drukkið hjer í bænum einmitt
fyrir það, að bannað er að veita
vín opinberlega nema á einum
stað. Þegar samkomur eru á
öðrum stöðum, koma menn með
áfengi með sjer í vasanum og
drekka þá oftast miklu ver.
Þegar svo vasa-forðinn þrýtur,
er leitað til leynivínsalanna,
sem aldrei þrjóta. Lögreglan
mun áreiðanlega geta sannað
það, að meira ber á ölvun
manna einmitt á þeim samkom-
um, sem engin vínsala er, held
ur en á samkomum á Hótel
Borg.
Sigurgeir Sigurðsson
vígður biskup
Frá athöfninni
á sunnudaginn
Silfurbrúðkaup eiga í dag frú
Sigurjóna Magnúsdóttir og Magn-
ús Jónasson frá Efri-Sílalæk í
Villingaholtshreppi, nú til heimil-
is á Reynimel 50.
Sunnudagurinn raiiA upp
bjartur og skínandi eins
og íslenskur miðsumarsdag-
ur getur fegurstur verið.
Þennan dag var mikið um
að vera víðsvegar í nágrenni
höf uðstaðarins; Hvanneyr-
ingamót, kommúnistamót að
Ferjukoti, Árnesingamót á
Þingvöllum m. m.
Það var því margt, sem dregið
gat að sjer athygli manna þennan
dag — þó ekki sje minst á veðrið
og sumardýrðina Þó var það
kirkjan, sem átti þennan dag, átti
athygli liöfuðstaðarins og þjóðar-
innar allrar, og liennar vegna
verður þessi dágur festur í annála
hinnar íslensku þjóðar, geymdur
í minningum kirkju vorrar. Það
var vígður nýr biskup, nýju nafni
bætt inn í röð ísienskra biskupa
*
Þeess mátti verða vart undan-
farið, að kirkjuleg tíðindi voru í
aðsigi. Prestarnir voru að safnast
til bæjarins undanfarandi daga
hvarvetna að af landinu. Líklega
hafa ekki strandferðaskip siglt
hjer í höfn síðustu dagana nje
bílar runnið ofau Laugaveginn ut-
an af landi, án þess að þar væri
einhver klerkur innbyrtur. Það
kom líka á dagiun, þegar alt var
heimt, að fleiri prestar voru sam-
an komnir hjer en nokkru sinni
fyr, og líklega hafa aldrei í sög-
unni jafnmargir kirkjunnar þjón-
ar verið á einum stað á íslandi,
eins og sunnúdaginn 25. júní 1939.
Kl. 91/2 á sunuudag fóru prest-.
ar að safnast saman í Alþingishús-
inu, til þess að skipa sjer í skrúð-
fylkingu. Voru allir liempuklædd-
ir. Síra Friðrik Hallgrímsson pró-
fastur hafði umsjón með ytra fyr-
irkomulagi vígsluathafnarinnar, og
skipaði liann mönuum niður í fylk-
inguna. Fyrir utan Alþingishúsið
og Dómkirkjuna tók þegar fólk
að safnast saman. Þegar klukkan
í Dómkirkjuturninum sló 10 lagði
fylkingin af stað. 80 hempuklædd-
ir prestar með biskupana þrjá og
biskupsefni í ofanverðri fylkingu,
og gegnu famulí fjTrir þeim, þeir
2 prestar, sem vngstir eru að
vígslu.
Fylkingin gekk inn um anddyri
kirkjunnar og inn eftir miðju gólfi
inn að kór, beygði síðan til hægri
og inn í skrúðhús. Kirkjan Var
fullskipuð og fram yfir það, hvert
sæti og hver þumlungur gólfsins
uppi og niðri. Viðstaddir voru m.
a. forsætisráðlierra og fulltriiar er-
lendra ríkja. .
★
Nú hófst guðsþjónustan. Síra
Halldór Kolbeins las bæn í kór-
dyrum og síðan var sunginn lof-
söngurinn „Ó, syng þínum drotni
Guðs safnaðarhjörð“. Á meðan
sungið var gengu fyrir altari síra
Garðar Þorsteinsson og síra Jón
prófastur Þorvarðarson og sungu
messuupphaf vígslumessunar. Þá
söng söfnuðurinn sálminn „Víst
ert þú, Jesú, kóngur klár“, en
síra Friðrik prófastur Hallgríms-
son steig í stól, lýsti vígslu og
las upp „vita“ (æfiágrip) biskups-
efnis. Þá söng söfnuður hinn fagra
lofsöng „Lofið Guð, ó, lýðir göfg-
ið hann“, Við upphaf hans gengu
farnuli, biskupa1' biskupsefni og
Sigurgeir Sigurðsson
prjedikunarstól, eftir vígsluna.
vígsluvottar, en þeir voru prófast-
arnir fjórir, síra Friðrik Hall-
grímsson, síra Jós'ep Jónsson, síra
Ólafur Magnússon og síra Þor-
steinn Briem, úr skrúðhúsi og inn
kór. Gengu vígsluveitandi, dr.
Jón Helgason, og vígslubiskupar
fyrir altari, en vígsluþegi og vígslu
vottar krupu við gráturnar. Hóf
nú Jón biskup upp liinn fornhelga
bænarsöng „Vení sancte spiritus“,
en söngflokkur svaraði. Að söngn-
um loknum flutti biskup ræðu til
biskupsefnis og hafði að texta
þessi orð: „En Guð vonarinnar
fylli yður öllum fögnuði og friði í
trúnni, svo að þjer sjeuð auðugir
að voninni í krapti heilags anda
(Róm. 15, 13). Vígsluvottar lásu
sinn ritninagrkaflann hver, en-
eftir lestri livers fyrir sig
voru sungin vers úr sálminum
númer 594v „Andinn Guðs lif-
andi af himnanna liæð“. Þá gaf
biskupsefni vígslaheit sitt og var
síðan vígður tii biskups með
handayfirlagningu vígsluveitanda
og vígsluvotta. Djúp og heilög
þögn ríkti í kirkjanni meðan þetta
fór fram, mettuð af liljóðum
bænum. Það fanst að hvert hjarta,
setn í kirkjunni sló, var með í
þessari athöfn, með honum, sem
við altarið kraup og yfir var
lagður hinn helgi vandi.
Nú var sunginn sálmurinn nr.
232 og gengu biskupar í skrúð-
hús ásamt vígsluvottum og af-
skrýddust. Þá steig hinn nývígði
biskup í stólinn og flutti prjedik-
un út af guðspjalli dagsins. Að
lokinni prjedikuu biskups fór fram
altarisganga. Þjónuðu þeir síra
Friðrik Hallgrímsson og síra Frið-
rik Friðriksson við liana. Þá voru
messulok og gengu prestar út úr
kirkju í skrúðgöngu.
★
Sunnudagurinn 25. júní var
bjartur og heiður, einhver feg-
ursti dagurinn, sem komið hefir á
þessu fagra vori, sem mun vera
eittlivert hið blíðasta, sem yfir ís-
land liefir komið. Bjartur og heið-
ur er og svipur hins nýja biskups,
sem meðtók heilaga vígslu þennan
dag, viðmót hans ljúft, lífsskoðun
hans mild og björt. Mun ekki alt
þetta stuðla að því, að vonir
manna verði öruggar um það, að
biskupsdómur hans verði bjartur,
að geislar falli af heiðum himni
yfir störf hans og vordögg frjóvgi
þau til farsældar fyrir börn þessa
lands? Það er vor í vændum fyrir
íslenska kristni. Öll þjóðin þráir
það vor og bíður eftir því. Hún
fagnar hinum nýja biskupi og bið-
ur þess, að hann verði í biskups-
dómi gróandans og vorsins maður.
Sb.
Skrúðganga prestanna til kirkju.