Morgunblaðið - 09.07.1939, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. júlí 1939.
3
MORGUNBLAÐIÐ
Mikil síldvelðl á Þlslilfirði.
ar fvltust í
TF-ORN leiðbeinir
skipum um síldar-
ú • *
tortur
Ný ganga: síldin horafiri
Mikil síld er nú á austurhluta síldarsvæðisins
og hafa mörg skip fengið þar ágætan afla
Síldarþrærnar á Raufarhöfn hafa fylst á
tveimur dögum. Þangað bárust í fyrradag 6000 mál og í
gær um 7000 mál.
Öll þessi síld hafði veiðst austan til í Þistilfirði. Út af
Haganesvík var einnig góð veiði í fyrrakvold. Flugvjelin
T.F.-Örn sá þarna síld í flugleiðangri sínum og gerði
skipum aðvart .
Skipin voru að streyma til Raufarhafnar í gær með full-
fermi, en vegna þess að þrær voru fullar, voru skipin beðin að
koma til Siglufjarðar. Eitt skipið, Rifsnes, fekk slagsíðu, er það
kom út fyrir höfnina á Raufarhöfn, því að kvika var í'sjó; misti
það eitthvað af síldinni. Varð það að snúa aftur til Raufar-
hafnar.
NÝ SÍLDAR-
GANGA
AUar líkur benda til þess, að-
hjer sje um nýja síldargöngu
að ræða, sem komin sje upp að
landinu, a.ustan til á.síldarsvæð-
inu.
í víðtajij sem frjettaritari
Morgbl. á Siglufirði átti við
Arna Friðriksson fiskifræðing
í g.ær, sagði þann m. a.:
— Sú síld, sem veiðst hefir
undanfarið hefir verið óvenju
stór og feit. En sildin, sem
veiðst hefir síðustu dagana, er
mikið minni og megri; fitu-
22% í síldinni, sem áður veidd-
mágnið 16—17%, en var 21—
ist. Jeg tel því víst, sagði Árni,
að hjer^sje ný síldarganga á
ferðinni, og mætti vænta góðr-
ar veiði af henni, ef veiðiveður
hjeldist.
ÁTAN
Um átuna sagði fiskifræðing-
ufirin, að sú breyting hefði orð-
Íð á heririi að hún sje nú mest
a' Grimseyjafsundi og þaðan
austur að Sljettu. Átan á þessu
ávæði ér nú fjórum sinnum
meiri eri venjulegt meðaltal og
á öllu síldarsvæðinu er átan
tæplega nál. þrem sinnum meiri
en á sama tíma í fyrra.
Átan er að heita má hrein
rauðáta. Eru þetta góðar frjett-
ir, sem gefa mönnum góðar von-
ir um síldveiðarnar.
GOTT VEIÐIVEÐUR
í gær var ágætt veiðiveður á
Skagafirði og Grímseyjarsundi.
Voru þar fjöldi skipa að veið-
um og hafa þau aflað vel. —
Einkum fyrir utan Haganesvík.
Til Siglufjarðar komu í gær
með síld eftirtöld skip: Valur
M. B. með 200 mál, Freyja 100,
.Jón Þorláksson 150, Vestri 150,
Garðar 200 mál.
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði hafa nú alls tekið á
móti um 12000 miálum, verk-
smiðjan á Húsavík um 700 og
Á §ama tíma í fyrra var afl-
á Raufarhöfn um 13000 málum.
inn: Síldarverksmiðjurnar á
Siglufirði 39,452 mál og á Rauf-
arhöfn 1539.
HJALTEYRI
Til Hjalteyrar komu í gper lv.
Jökull með 1000 mál og hafði
skipið rifið nótina í stóru kasti;
Arínbjörn hersir með 800,
Skallagrímur með full fermi,
ca. 2000 mál og Belgaum Var<
á leið inn. Alls voru komin 11
þúsund mál á land á Hjalteyri
í gær, á móti 19,300 í fyrra.
Þess ber þó að gæta, að eftir
að þessi frjett var send í gær,
komu skip inn með síld.
DJÚPAVÍK
Þangað hefir engin síld kom-
ið ennþá, að undanskildum þeim
30Þ málum, sem lagðar voru
þar á land á dögumam. Frjest
hafði í gær frá skipunum, sem
leggja síld á land í Djúpavík;.
þau vbru þá búiri að fá slatta
í sig.
SEYÐISFJÖRÐUR
Þangað komu þessi skip í
fyrradag ,og gær: Síldin og
Bára frá Fáskrúðsfirði 300 mál,
Sleipnir Nf. 400, Kyrjasteinur
1300 mál. Öll síldin veiddist
fyrir austan Langanes. ,
Valsmenn. Vegna íþróttasýnirig-
ar Ármanns á mánudag, flyst æf-
ingin til hjá Meistaraflokki og 1.
fl., og verður á Valsvellinum kl.
7 stundvíslega.
Ármanns sýna
annafi kvðld
N
Urvalsfimleikaflökkur Ár-
manns," kvem- og karl-
flokkur fer utan n, k. fimtudag til
þess að taka þátt í Lingmótinu í
Stokkhólmi. Koma þangað þúsund-
ir leikfimimanna og kvenna frá
rúmlega 30 þjóðum.
Reykvíkingum gefst kostur á að
sjá Stokkhólmsfara Ármanns á
Iþróttavellinum annað kvöld.
Þar sýna flokkarnir leikfimi
úndir stjórn hins ötula kennara
síns jóns Þorstsinssonar.
Kvenflokkur Ármanns gat sjer
hinn besta orðsír í Noregi í fyrra
og allir Islendingar vænta þess,
að íslensku úrvalsflokkarnir, sem
koma fram, sem fultrúar íslands
á Lingmóti standi sig svo vel, að
til sóma verði fyrir land og þjóð'
Að leikfimissýningum loknum,
annað kvöld, hefst boðhlaup kring
um Reykjavík (7 km.). Þátttak-
endur verða 30, 15 frá Ármanni
og 15 frá ,K.R. Hlaupið hefst á
Íþróttavellinum og endar þar.
Meðan lilaupið fer fram, verð-
ur sýnd íslensk glíma á Iþrótta-
.vellinum.
Kept verður um útskorinn bikar
eftir Ríkarð Jónsson, gefin af
Alþýðublaðinu.
Sýningarnar liefjast á Iþrótta-
vellinum kl, 8,30, en klukkan 8
ganga Stokkhólmsfararnir frá
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssbnar
suður á völl með Lúðrasveitina•
„Svanur“ í broddi fylkingar.
Vivax.
Hátt á fjórða hundrað
Ameríkumenn
f bænum
kemtiferðaskipið Franconia
■ kom hingað í gærdag frá
New York með 352 farþega. Skip
ið fer hjeðan í kvöld á miðnætti
til Ilamerfest í Noregi.
í kvöld kl. 8 syngur karfakór-
inn „Fóstbræður“ um bprð fyrir
farþegana, Á meðan skipið stend-
ur hjer við, fara farþpgar í ferða-
lag til Þingvalla, Hafnarfjarðar
og um nágrenuið. en fáir eða engir
fara að Gullfossi ,pg. Geysi.
Ferðafjelagið ,,Hekla“ tekur á
móti farþegunum og sjer um þá,
en umboðsmaður skipsins er Geir
H. Zoega.
Franconia hefir oft komið hing-
að áður; í fyrsta skifti 1924.
Frá New York sýninpnni
Vilhjálmur Stefánsson og Thor Thors fyrir framan víkingaskipið
í aðalsal íslensku sýningadejldarinnar í New York. Myndin var tekin
17. júní síðastliðinn, daginn, sem helgaður var íslendingum á heims-
sýningunni. f ræðu, sem Thor Thors flutti við þetta tækifæri, sagði
hann m. a. (skv. New York Herald Tribune): „120 þúsund manna þjóð
sem býr jafn fjarri miðstöðvum heimsins, þar sem sagan gerist og ör-
lög eru ákveðin, getur ekki haft áhrif á lífstefnu annara þjóða. Við
mælumst aðeins til verndar allra annara þjóða, svo að við getum feng-
ið að lifa í friði og haldið áfram að vera frjálsir menn í okkar eigin
frjálsa og óháða landi. „Við erum óhræddir. Við treystum á vini okkar
og eigum enga óvini“.
Færeyingar
sýna þjóðdansa
I kvðld
j-<' æreyingarnir keppa þriðja
og síðasta kappleik sinn
hjer í kvöld. Keppa þeir við K.
R. En í sambandi við leikinn
verða sýndir færeyskir þjóð-
dansar og úrvalsflokkur kvenna
úr K. R., sem mestan og best-
an orðstír gat sjer í Danmörku
sýnir leikfimi.
Marga mun fýsá að sjá Fær-
eyingana dansa þjóðdansa sína,
sem eru margra- alda gamlir, en
hafa haldist við lýði á eyjunum
fram á þenna dag. Færeying-
arnir syngja og dansa. Það ér
nýjung, sem menn munu ekki
setja sig úr færi að sjá.
Frægð og frámi kvenflokks
K. R., fíaug um alt land, er þær
komu heim úr Danmerkur för
sinni, og Erl. Pjetursson sagði
í rseðu, sem hann hjelt í fyrra-
kvöld, að er hann hefði verið í
Danmörku fyrir skömmu, hafi
menn enn verið að ræða um
leikni stúlknanria íslensku.
Fyrir framan mig liggur stór
bunki af úrklippum úr dönskum
og sænskum blöðum, þar sem
getið er um stúlkurnar. Þar eru
yfirskriftir eins og þessar: ,,ís-
lensku stúlkurnar vöktu stór-
n.ikla hrifningu". Sömu sögu er
að segja um sænsk blöð: Eitt
danskt blað ,,B. T.“ segir t. d.:
„Hjer er ekki rúm til að fara
út í smáatriði, en fyrst og
fremst verður að geta þess, að
hin sjerstæða leikfimi ísl.
stúlknanna hreif áhorfendur“.
Vivax.
Reykvíkingar
setja svip sinn
á Eskifjörð
Frá ferðalagi
Lúðrasveitarinnar
Frá frjettaritara vorum.
Eskifirði í gær.
eykvíkingar hafa í dag sett
svip sinn á þorpið. Klukk-
an 91/2 í morgun komu tveir stór-
ir bílar með ferðafólk Ferðafje-
lagsins.
Yar þar glaðvær hópur Reyk-
víkinga, sem dvakli hjer stutta
stund, en þó nógu lengi til að
hrífa hugi Eskfirðinga upþ úr á-
hyggjum dagsins. (Þessir bílar
fóru lijeðan austur til að sækja
rúmlega 30 þátttakendur í hring-
'ferð F. L).
LÚÐRASVEITIN.
Klukkau 10 kom Sviðin, en frá
slripinu barst glymjandi horna-
músik frá Lúðrasveit Reykjavík-
ur, sem var með skipinu.
Ljek lúðrasveitin á meðan skip-
ið sigldi inn spegilsljettan fjörð-
inn. Á bryggjunni ]jek lúðrasveit-
in einnig nokkur lög og streymdi
fólk til bryggjunnar úr öllum átt-
um.
Munu flest hús þorpsins hafa
verið mannlaus meðan Lúðrasveit-
in ljek.
Lúðrasveit Eskifjarðar Ijek
Söngkveðju og önnur lög við
Barnaskólann og L. R. ljek þar 10
lög, og eftir hvert lag ljetu Esk-
firðingar hrifningu sína í ljósi
með dynjandi lófaklappi.
Oddviti þákkaði lúðrasveitinni
komuna og að ræðunni Iokinni
hrópuðu þorpsbúar nífalt húrra
fyrir lúðrasveitinni. Þá bauð Lúðra
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.