Morgunblaðið - 09.07.1939, Blaðsíða 6
MORGUNBLAf/IÐ
Sunnudagur 9. julí 1939,
Stjórn EimskipsÁ
leiðrjettir rang-
hermi Tímans
Frá stjórn Eimskipafje
lags íslands hefir Morgun
blaðinu borist eftirfarandi:
Hinn 5. þ. m. sendum vjer
ritstjóra Tímans hjer
bænum svohljóðandi leiðrjett
ingu:
„I blaði yðar, sem út kom í
gær, er sagt, að það sje ósatt,
áð Skúli Guðmundsson, fyrv. at
vinnumálaráðherra hafi lofað
stu'ðningí við farþega- og farm-
flutningaskip. það, sem fjelag
vort hefír samið nú um smíði
á og að sá stuðningur, sem
fyrv. ríkisstjórn hjet Eimskipa-
fjelaginu, hafi ekki verið mið-
aður við byggingu þessa skips.
Þetta er ekki rjett.
Eftir að vjer höfðum 1 síðastl.
septembermánuði snúið oss til
ríkisstjórnarinnar um stuðning
til framkvæmdar mlálsins og 4.
okt síðastl. átt tal við Skúla
Gg^mundsson, þáverandi at-
vinnumáiaráð., skrifaði hann
fjelagi voru brjef, dags. 15. s.
m., þar sem hann í viðbót við
rekstursáætlun, er vjer höfðum
áður sent honum, meðal annars
óskaði eftir að fá lýsingu á hinu
fyrirhugaða skipi, nákvæmari
en þá, sem hann hafði áður
fengið, m. a. í fyrgreindu við-
tali, Vjer rituðum ráðherranum
þá brjef, dags 17. s. m., þar
sem skipinu var lýst nákvæm-
lega, þar á meðal þess getið, að
lengd skipsins ætti að verða 320
fet og hraði í reynsluför lTVá
sjómíla. Hjer var því um sama
skipið að ræða, sem vjer nú
höfum samið um, að verði smíð-
að handa fjelagi voru.' +— Með
brjefi, dags. 3. nóv. f. á., lofaði
i svo fyrv. atvinnumálaráðherra,
Skúli Guðmundsson, fjelagi
,yoru að ráðuneytið ákyldii
leggja til við Alþingi að fjelag-
<4nu yrði veittur sjerstakur
styrkur úr ríkissjóði „vegna
þessara skipakaupa“, að upp-
"hæð 150 þús. kr. á ári um 10
f:ára skeið, með hlutfallslegri
lækkun gagnvart lækkun áætl-
.aðs reksturshaWa, ’ef viðunandi
^lausn fengist á gjaldeyrishlið
málsins.
Fyrst eftir að vjer höfðúm
fengið þetta loforð ráðherrans
ákvað fjelagsstjórnin að leita
íítilboða um smíði skipsins, og
sendum vjer síðan fleÆum blöð-
um landsins tilkynningu, dags.
25. nóv. s.l., um hve langt þetta
mál væri þá komið. Var í þeirri
tilkynningu lýsing á skipinu,
þar sem m. a. er tilgreind stærð
skipsins (320- fet) og hraði
(17V-2 míla), en jafnframt skýrt
• frá því að ríkisstjórnin hefði
lofað stuðningi sínum á Alþingi
viðvíkjandi styrk til skipsins.
Lýsing sú á skipinu, sem tjeð
tilkynning til blaðanna hafði
inni að halda er í samræmi við
hið umsamda skip. Var tilkynn-
ingin birt í blöðunum, meðal
annars í blaði yðar, sem út kom
29. nóv. síðastl., án þess að
nokkur athugasemd kæmi úr
nokkurri átt um það að loforð
ríkisstjórnarinnar um stuðning
til útvegunar skips væri ekki
miðað við það skip, sem lýst var
í nefndri tilkynningu vorri til
blaðanna. 'i |
*
Að því er snertir vjefenging
þá, sem k'emur fram í blaði yð-
ar í gær viðvíkjandi reksturs-
áætlun framkvæmdastjóra fje
lagsins fyrir umrætt 265 feta
farmskip, skal þess getið að á
ætlun þessi hefir verið lögð ti
umsagnar fyrir sama manninn
sem fyrv. ríkisstjórn leitaði á-
iits hjá í síðastl. október um
reksturáætlun 320 feta farþega
og farmskipsins, er vjer þá
lögðum fyrir ríkisstjórnina. —
Niðurstaða þess manns hefir
orðið sú, að þar sem fram-
kvæmdástjóri vor áætlaði að ár-
legur reksturshalli á 265 feta
farmskipinu mundi verða 285
þús. kr., án þess að ríkissjóðsgj.
væru talin með útgjöldum, þá
áætlaði umræddur maður rekst
urshallann á sama grundvelli
um 230 þús. kr. Mismunurinn lá
aðallega í því áð hann áætlaði
vátryggingargjöld lægri,
þessu munpði.
Vjer leyfum oss að beiðast
þess, að þjer birtið léiðr'jettingu
þessa í næsta blaði ýðár“
★
Með því að ,,Tíminn“ hefir
ekki birt leiðrjettingu þessa,
viljum vjer biðja yður að birta
þetta brjef í heiðruðu ’i bl'aði
yðar.
Virðingarfylst,
H.F. Eimskiþafjelag íslands,
Eggert Claessen, form.
Jón Ásbjörnssop, ritari.
tta daga ferð
FerDafjelags
Islands
Lagt á stað á laugardags-
morgun 15. júlí kl. 8 árd.
Ekið fyrir Hvalfjarðarbotn um
Borgarfjörð (Hvítárbrú, Lax-
foss og Hreðavatn) norður
Holtavörðuheiði um Hnúk í
Vatnsdal (eða í suðurleið) og
tíl Blönduóss og gist þar.
Daginn eftir verður haldið
í Skagafjör^inn að Sauðárkrók
og heim að Hólum í Hjaltadal.
Þriðja daginn verður farið úr1
Skagafirðinum um Öxnadals-
heiði til Ákureyrar og áfram
noður Vaðlaheiði, um Vagla-
skóg, Goðafoss og að Laugum
og gist þar. Fjórða deginum
verður varið við Mý ;atn, gengið
í Dim'muborgir, á bátum út
Slútnes í Reykjahlíð og víðar
en um kvöldið ekið til Húsavxk-
ur og gist þar. Fimta daginn
verður farið um Reykjaheiði
og Kelduhverfi áleiðis til 4.s-
byrgis og Dettifoss og til baka
til Húsavíkur og gist þar. Sjötta
daginn farið frá Húsavík til Ak-
ureyrar og komið til Akureýrar
fyrir hádegi. Deginum varið til
að skoða höfuðstað Norðurlands
pg líka ef tími vinst til að
,aka inn að Grunnd og sjá Eyja
fjarðardalinn. Sjöunda daginn
verður farið frá Akureyri heim
á leið að Reykjum í Hrútafirði
Sem g"ist þar á skólasetrinu, Átt-
únda daginn ekið suður Holta-
vötðuheíði 1 úpp Reykholtsdal,
komið við í Reykholti og Húsa-
fellsskóg, þá suður Kaldádl og
úm Þingvöll til Reykjavíkur.
Fólki er ráðlegt að hafa með
sjer sundskýlur, því að víða eru
sundlaugar. l,< v,
Áskriftalisti liggur frammi á
skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs,
Túngötu 5, Reykjavík, en fyrir
kl. 6 á fimtudag 13. þ. m. þurfa
allir að véra 'búnir að taka far
miða. '
SAMTAL VIÐ
JOANNES PATURSSON;
■/> : 'j
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
Færeyjum, ög eykst altáf þegai'
styrjaldarjegt ;er. Á stríð.sárunum
1914—1918 jókst hún all-ipjkiðíj j
Joannes Patursson er nú áð
seinja bók um stjornarhætti í Ftér
eyjum frá því I fornöld. Hann
sagði mjer í gær, að það sem sjer
tæki einnav sárast, va;,ri hve Fa^r-
eyingar víssu sjálfir lítið í siujíi
eigin sögu. Það væri Hklegá eiris-
dæmi í heiminuín, að í skólumj í
Færeyjum væri ekki lesin Færeyja
saga, heldur saga Danmerkur
fyrir dönsk skólabörn. Bók sín
ætti að vísu ekki að ráða bót á
þessu, því að hún væri ekki skóla-
hók, heldur væri hún stjórnmála-
rit.
En mjer' og vafalaust mörgum
öðrum, sém lesa þessí uinmæli
kóngsbóndans í Kirkjubæ, munu
vera þau nokkur huggun við því,
hve fáfróðir. vjer erum í sögu
Færeyja.
LÚÖRASVÉIT RVÍKUR
A ESKIFIRÐI
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
sveit .gskifjarðar , ,upp, á hress-
ingti og er því .var lokið, I'ylgdi
maorifjöldinn. L. Rt fij skips.
Frá; ' skipsfjöt iþakkaði ;■ farar-
stjóri ófnóttökurimr,: iog: i gnri::'t,«ajr,
hrópað nífalt húrra • pg skifst á
árnaðaróskum meðári Súðin lagoi
J!rá landi.
Dágúrihn er Eskfirðingum
greýmanlegur .
o-
Morgunblaðinu hefir borist „The
American Seandinavian Review“.
Flytur það greinar og myndir um
Nörðurlandasýningarnar á heims-
sýningunni, frásagnir af heimsókn
danska og'riorska krónprinsins til
Ameríku, frjettir frá Norður-
Norðurlöndum, þ. á m. yfirlýs-
inguna sem ísl. ríkisstjórnin birti
í sambandi við umsókn Þjóðverja
um að fá hjer leyfi til að hafa
flugvjelabækistöð í sumar, bóka-
freguir o. fl.
borsteinn Jónsson
járnsmiður 75 ára
í dag
Einn af mætustu borgurum
bæjarins, Þorsteinn Jóns-
son járnsmiður á Vesturgötu 33,
er 75 ára í dag. Þorsteinn er
Reykvíkingur í húð og hár.
Fæddur að Seli við Reykjavík.
Hann hóf járnsmíði hjer í
bænum árið 1890, en þá iðn
lærði hann hjá Gísla Finnssyni.
Um sama leyti kvæntist Þor-
steinn Guðrúnu Bjarnadóttur
frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi,
hinni ágætustu konu, bæði að
fríðleik og atgjörfi.
Þau hjón hafa átt 6 born
sem öll eru hin mannvænlegustu
og nýtustu borgarar.
Þorstein þekkja ailir, og þó
einkum eldri Reykvíkingar. •—
Hann hefir verið og er sómi
sinnar stjettar. Hinn ötuli stavf's
maður, sem með dugnaði vann
sig upp úr engum efnum upp í
ail-sæmilegar álnir.
Þorsteinn er gleðimaður
vinahóp. Hafði söngrödd góða
og lærði að leika á harmonium
og fiðlu án tilsagnar annara.
Hann var um tíma einn af at-
kvæðamestu mönnum í sönglífi
bæjarins.
Margir munu í dag senda
þessum aldraða höfðingja hug-
Ijúfar árnaðaróskir um farsæld
á ókömnum árum.
Minning frú Rósu
Sigurðardóttur
Agætis kvikmynd
í Nýja Bió
T-v að er venja kvikinyndáhúsaíiria að
A^geyma bésfú kvikmyndimar yfir
sumartímann meðan fólk er með færra
móti í bænum og þéssvegiiá er það oft,
sém áðeins miðlungs myndir eru á boð-
stolúm 'á sumx'ih. Undantekningar eru
þó frá þéssu óg nýlega var sýnd h.jer
í' bænum stórmerk kvikmynd ,,Heim-
þrá“, 'þár' sem Z&vah Leáridér ljek aðal
hlutverkið. Nú er önnur stórmerk kvik
riiy'nd á ferðinni, nefnist hún „Slíkt
tekúr’enginn með sjer“. Hefir mynd
þessi hlotið mikið lof erlendis og verið
sýnd svó vikurii óg jafnvel mánuðum
skiftir í stórbörguin heimsins.
Höf. kvíkmyhdárinnar er snillingur-
inn Frank Caprá, Sem' gerði kvikmynd-
irnar „Hórfin sjónarmið“. „Heiðurs-
maður heimsækir borgina“, „Lady för
a Day“ o. fl. merkar kvikmyndir.
En Capra hefir líka haft efrii til að
vinna úr, því margir frægir leikarar
fara með hlutverkin í' kvikmýndinni;
J'éaa Arthur,' James Stewart, Liönel
Bárrymoré, Eduard Arnold, Ann Mill-
ér, Mischa Auér Og fleiri þektir leik-
arar.
Til dremis um hve myndin hla.ut
góða dóma eriendist eru blaðaummæli
eins og þessi: „Verk meistara“, „I
stuttu máli mynd, sem allir verða að
s,já“..
Farsóttir og manndauSi í Rvík
vikuria 28. maí—3. júrií (í svigum
tölur næstu vikn á uhdan) ; Háls-
bólga 54 (75). Kvefsótt 76 (97).
Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 4 (8).
Inflúensa 0 (5). Kveflungnabólga
(0). Taksótt 0 (1). Hlaupabóla
(0). Heimakoma 1 (0). Manns-
át 5 (4). — Landlæknisskrifstof-
an. (FB.).
IFv ann 21. mai síðastliðinn and-
aðist á Reyðarfirði ein af
merkiskonum þorpsins, frú Rósa
Sigurðardóttir.
Hún var fædd í Vopnafirði 6.
nóv. 1898. Árið 1923 giftist hún
eftirlifandi manni sínum, Magn-
úsi Guðmundssyni verslunar-
manni. Þau hjón eignuðúst 9 börn,
en þar af eru 8 á lífi, hvert öðrn
efnilegra, bæði að andlegri og lík-
amlegri atgervi.
Frú Rósa var fríð kona -sýnum.
Hún var glaðlynd og hreinlynd,
en þrekmikil. Það lætur að líkum,
að átta harna föður hafi stund-
um veist erfitt að sjá heimilim®
fyrir fullum þörfmu þess, hversu
mjög sem hann reyndi,1 að láta
slíkt ekki koma fyrir. Eu þær
stundir heyrði þó euginn móður-
ina kvarta. Þegar honum fjell þaö
þungt, ef slíkt kom fyrir, varð
maður þess fremur var, að hún.
ljetfi af honúm áhyggjunum, af
næmuiú Akilningi méð glöðu við-
mótinu Og herinar hlýja brosi. Hið
mikla þrek frú Rósu, samfara
gjörhygli hennar, vakandi auga
og ást hennar á manni og börn-
um, var einS ög sólargeislinn, sem
skilur eftir líf og mátt hvarvetna
þar séití liairii fellur á.
Gestrishi heímilisiij&í í'er ' yið
brugðið. Þi'átt .fyrir einsbaka um-
hyggju . frú Rósu |yrir börnum
sínum og heimili, gaf hýn sjer
ávalt tíma til að síiiria gestrim
sínum, hvernig sem á stóð, og það
svo vel, að koman á heimilið varð
gestinum minnisstæð. Hún eignað-
ist líka marga vini og heiiriilið alt-
Hjálpfýsi hennar er einnig orð-
lögð. Hvarvetna þar, sem hún gat
orðið að liði, var hún til taks,
jafnvel. enda þótt lijálp hennar
kostaði hana meira en hún gat
verið án, þá sltyldi hjálpin látin
í tje '.
Það hefir syrt að á þessu heim-
ili við hið snögga fráfall., ástríkr-
ar og góðrar móður og eiginkonu.
Mikill söknuður og þung sorg fyll
ir þar. hvern hug. Sökimðuriim
hefir einnig snortið vini fjölskyld
unnar. En fögur endurminning
um mikilhæfa og góða móður og
konu græðir þessi sár — og tím-
inn. E. Bj.
Hjúskapur. t gær voru gefirt
saman í hjónaband af síra Helga
Konráðssyni Anna Pjetursdóttir,
Pjeturssonar kaupmánns frá Ak-
ureyri, gjaldkeri við atvinnu-
deild Háskólans og stud. med.
Kristján Jónasson, Ki’istjánsson-
ar læknis.