Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fímtudagur 3. ágúst 1939. Ilælta Bretar sa I I ningum við Japana? Mótmæli Bandaríkja- manna og Breta í Tokio Hernaðar- samvinna Breta og Pólverja Tvær breskar konur afklæddar í Kína Frá frjettaritara, vorum. Khöfn í gær. Sir Robert Craigie, sendiherra Breta í Japan, fór í gær í stjórnarráðið í Tokio og krafðist þess að áróðurinn gegn Bretum í Kína og Japan yrði stöðvaður, eða að öðrum kosti myndi verða örðugt að halda áfram samningunum um deiluna í Tientsin. Samtímis tilkynti sendiherra Bandaríkjanna í Tokio, japönsku stjórninni, að áróðurinn gegn Bretum væri orð- inn þess eðlis, að hjer virtist vera um áróður gegn hvít- um mönnum yfirleitt að ræða. Hann sagði, að þessi áróður væri farinn að koma niður á Bandaríkjamönnum og krafðist þess, að þetta yrði þegar í stað stöðvað. Loks hefir franska stjórnin tilkynt stjórn Japana, að hún hafi hagsmuna að gæta í sambandi við lausn deilunnar um kín- verska silfrið og gjaldmiðilsmálið. Kveðst franska stjórnin vænta þess, að sjer verði boðið að senda fulltrúa, ef þessi mál verða tekin til umræðu. í Japan hefir þessi sameiginlega framkoma Breta og Frakka og Bandaríkjanna vakið mikla gremju. Hermálaráðunautur bresku stjórnariíinar' Sir Édmund Ironside (léngst til vinstri), forsetii Póllands Mosciekl og Ryds-Smigly, yfirhershöfðingi Pólverja (t. h.). Myndin var tekin er Ironsidie var í Varsjá nýlega. Þjóðverjar egna til uppreisnar Ukrainumanna í Póllandi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Lögreglan í Póllandi hefir hafið ákafa baráttu gegn Ukrainemönnum í Póllandí, sem grun- aðir eru um að þiggja fje af Þjóðverjum til þess að örva til uppreisnar. Yfir 100 Ukrainemenn í Austur-Galizíu hafa verið teknir fastir. Talið er að foringi Ukrainemanna sje farinn til Berlín og að hann starfi í þýska útbreiðslumálaráðuneytinu. Mr. Chamberlain árjettaði það í breska þinginu í dag, að breska stjórnin hefði nána sam- vinnu við stjórnir Bandaríkj- anna og Frakklands, um alt það er lyti að Austur-Asíumálun- um. ANNAÐ TVEGGJA. Hann sagði, að með sam- kpmulagi því, sem tekist hefir miíli þeirra Sir Robert Craigie og Arita utanríkismálaráðherra um tilhögun samkomulagsum- leitananna og reglur, sem fara skyldi eftir og breska stjórnin hefir samþykt, hefðu Japanar tekið á sig ábyrgð á því, að reglu yrði haldið uppi í þeim landshlutum Kína, sem þeir hafa á valdi sínu. Framkoma þeirra þar benti því til annars af tvennu: — að þeir geti ekki haldið þar uppi reglu, eða þá að þeir haldi ekki samkomulagið, sem gert var. Churchill gegn Chamberlain London í gær F.Ú. r. Winston Churchill gekk í andstöðu við Mr. Cham- berlain í dag út af tillögu, sem forsætisráðherrann hafði borið fram um það, að þingfundum yrði frestað frá 4. ágúst til 3. okt. Forsætisráðherrann kvað engar upplýsingar fyrir hendi ,að svo stöddu, sem bentu til þess, að kveðja yrði þingið sam- an fyr en 3. október. Mr. Churchill studdi breyt- ingartillögu, sem, kom fram frá stjórnarandstæðingum þess efn- is, að þingið yrði kallað saman til fundar þ. 21. ágúst. Pólverjar telja, að Þjóðverj- um muni mistakast að vekja al- menna uppreisn í Ukrainu. Þeir halda því fram, að margir Ukrainumenn líti svo á, að Þjóðverjar hafi svikið sig, er þeir ljetu Ungverja frá Ruthen- iu (Karpato-Ukrainu). Danzig. London í gær F.Ú. Stjórnmálamenn í ýmsum höf- uðborgum álfúnuar gefa nánar gætur að mörgu, sem er að ger- ast í Danzig og varðar fjárhags- mál og viðskifta. Er það til dæmis skoðun margra þeirra, að krafa, sem frarn er kom in af hálfu nazista um það, að kallaðir verði heim pólsku toll- verðirnir á landuinæruni frjríkis- ins og Austur-Prusslarias, sje fram komin til þess að lejTa frjáls an innflutning á þýskum vörum til Danzig. I smjörlíkisverksmiðju í Dan- zig, sem selt hefir mest af fram- leiðslu sinni til Póllands, hefir því nær öllu pólsku starfsfólki verið sagt upp vinnu, og eru nú sömu reglur látnar gilda um útflutning á framleiðslunni til Póllands og annara landa. En áður var útflutningsgjald af því, sem selt var til Póllands, mun lægra. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss fór frá Kaupmannaliöfn í gær, áleiðis til Léith. Dettifoss er á leið til Gfjmsþy. Lagarfoss er á leið til Kauþmannahafnar, Selfoss er á leið til Vestmanna- eyja frá Irmingham. I svari sínu við kröfu Snv Roberts Craige í gær, sagði* 1 japanski forsætisráðherr- ann að andúðin gegn Bret- um væri mál, sem óvið- komandi væri samningun- um í Tokio. Hann sagði, að Japanar myndu ekki grípa' til gagnráðstafana nema að brotið yrði gegn friði og reglu. FIRGANGUR APANA. í fregn frá Peiping segir, að rír breskir og einn danskur úboði hafi og orðið að undir- á'ngast mjög stranga skoðun. 1 Kaifeng hafa tveir trúboð- nna, sem eru konur, orðið að ira úr öllum fötum, er þær nmu þangað á ferðalagi sínu. Mr. Churchill kvaðst telja, að það myndi hafa mikil áhrif, ef þingfundum yrði haldið áfram, meðan horfur eru jafnískyggi- legar og nú. Sir Archibald Sinclair, leið- togi frjálslyndra manna í stjórn arandstöðu sagði, að forðast bæri þá villu, sem gerð var í fyrra, er neðri málsstofan var kvödd saman til þess að taka skyndiákvörðun um það, hvort velja skyldi milli styrjaldar eða þess að beygja sig fyrir of- beldi. Kristniboðsfjelag kvenna, held- nr fund í dag, 3. ágúst kl. 8V2 síð degis í Betaníu. Ólafur Ólafsson talar. Alt kvenfólk velkomið. Pólverjar kaupa (yrir 8 milj. stpd. I Eng- landi: Bretar lána Ojárhagslegt samkomulag milli Bretlands og Póllands var Undiíritað í dag. Samkvæmt þyí er gert ráð fyr- ii', að Pólverjar fái frá Bretum 8 miljóna sterlingspunda lán, sem nota skal til kaupa á breskum iðnaðarvörum. (FÚ) Sama isfldar- leysið nyrðra Eski berast neinar síldarfregn- ir þrátt fyrir ágætt veður hyrðra. Síldarverksmiðjunum hef- ir ekki borist nein síld, og rek- netaveiði er einnig treg, vegna þess að logn hefir verið á miðun- um, og því engar driftar. Eitt sltip kom til Siglufjarðar í fyrrinótt með 300 tunnur, sem fóru í salt. Reknetaveiði nam 219 tn. Maður slasast. Kristján Dýrfjörð rafvirki við ríkisverksmiðjurnar hrapaði í gær morgun úr stiga og fótbrotnaði. ,Var hann samstundis fhittur’ á sj úkrahús. Tyrkir og Bretar B resk flotadeild kom í dag til Bosporus í oþinbera heimsókn til Tyrklands. . Nær aílur flotí Tyrkja sigldi til móts við flotadeildina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.