Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAöIÐ Fimtudagur 3. ágúst 1939, Ur daglega lífinu Minningarorð um Eggert Briem frá Viðey Fyrir nokkrum doguin bii-tist hjer í blaðinu brjef frá manni einum, sem fann aS því, og það með rjettu, að spilt hefir verið merkilegum hraun- jkötlum hjer í négrenuinu, sem bera heitið Tröllaböm, með því að taka þaðan mikið af hraunhellum. Brjefritarinn ætlaðist til þess, að lögregl uvemd kæmi til, til þess. aS slík spellvirki yrði ekki gerð á furðu- smíðum náttúrunnar. Sjálfsagt er, að spoma af öllum mætti gegn því, að álík skemdarverk sem hann lýsir í brjefi sínu, eigi sjer stað. En ákaflega verður það erfítt að láta lögregluvernd ná til slíkra hluta. Það er oft erfitt fyrir lögregluna að haJda uppi eftirliti og reglu á því, sem nærtækara er, en gígir og hraunstrók- ar út um bygðir og fjöll. Ot Fyrst og fremst þarf að brýna það Ifyrir almetaningi, að Vara^t allar fckemdih og iröskun á merkilegum stöðum og náttúrusmíði. En til leiðbeiningar þarf svo að fá áhugasama og fróða menn til þess að ákveða hvaða staðir eða náttúrufurðu- verk era svo merkileg og sjerstæð, að friðhelg skuli vera. Ferðaf jelagið og iSTáttúrufræðif je- Jagið ætti að gangast fyrir slíkri at- hugun og blátt áfram merking frið- helgra staða, og yrði lögð við refsing ef friðuðum stöðum væri spilt. Svo gæti þá lögreglan komið til, þegar þessi friðun væri brotin, þó hætt sje við, að erfiðir yrðu eftir- málar út af slíkum brotum. Skilning- ur almennings á málinu er það eina sem dugar. * En út af þessu dettur mjer í hug raufin í skálarbarm Geysis, sem gerð var um árið, þegai' hverinn var end- urvakinn. Þá var um það talað, að þetta væri leiðinleg skemd é hvernujn. En síðan hefir minna verið um það talað. Lítið svo á, a,ð hin tignarlegu gos yfir- gnæfðu þessa skemd. En jeg get ekki ímyndað mjer ann- að en allir Geysisgestir hafi raun af því að sjá þessa glufu í skálarbarm- inn, a. m. k áður eu þeir sjá gosið. ★ Hjer um daginn sá jeg mynd í er- Jendu blaði af raufinní. Þeir lesendur hins erlenda blaðs sem hafa gert sjer grein fyrir því, hvað mvndin sýndi, Hafa ekki fengið háar hugmyndir um varðveislu náttúrusmíða hér á landi. Meðan i'aufin var ný, var um það talað að fylla í hana hverahrúðri að nvju. Þó á uppfyllingu þeix*ri verði vansmíði, sljettar Geysisvatnið, eða kísillinn úr því brátt vfir það. En frá- renslið úr hveraskálinni, sem gera þaif til að örfa gos og undirbúa gæti fengist gegnum pípu er lögð yrði neðst í raufina áður en uppfylling færi frain. Útrásin úr þeirri pípu yrði til lítilla lýta á hveraskálinni. Þegar fulltrúar Norrænu fjelaganna voru á dögunum é Þingvöllum, í boði Islandsdeildarinnar, rabbaði jeg stund- arkom við Mowinckel, fyrram forsæt- isráðherx-a Noregs. Þessi ágæti gestur vor sagði þá tvent, sem jeg tel rjett að komi fyrir almenningssjónir. Annað var um styttu Jóns Sigurös- sonar á Austurvelli. „Jeg þóttist það kunnur ykkar stjómmálasögu", sagði hr. Mbwinckel, .„að jeg gat getið mjer til af hverjum styttan væri. En jeg undraðist, er jeg fór að skoða stytt- una, að þar :skyldi hvergi að finna nafnið á þessum fræga stjómmála-. manni ykkar og ekkert, sem gefur til kynna, af hverjum styttan er. Jeg varð þess var, að útlendingar, sem komu að styttunni furðuðu sig á þessu“. Yæri ekki tími til kominn, að kynna forsetann fyrir ókunnum gestum, sem að garði koma? Hitt, sem hr. Mowinekel mintist á og taldi nauðsynlegt, að við gerðum breyt- ingu á hið fyrsta, var umferðin — vinstrihandar aksturinn. Hann kvaðst vita hvemig á því stæði, að við Is- lendingar hefðum tekið upp þá reglu, að víkja til vinstri, en ekki hægri. „Það var ekki vegna slysahættunnar", sagði hi*. Mowinckel, „heldur vegna hins, að ekki mátti hleypa beint í fangið á „söð- ulkvenmönnum“. Mowinekel vitnaði til ræðunna.r frægu, sem Hannes Hafstein flutti uin þetta á Alþingi. Morgun- blaðið birti í fyrra kafla úr þessari ræðu. „En þið verðið hið fyrsta, að breyta ykkar umferðareglum — víkja til hægri handar, í stað vinstri", sagði hr. Mo- winckel. „Jeg er þéss fullviss, að þið komist ekki hjá því, ,að breyta tll. En þá er best að gera það strax, áður en ykkur verður breytingin kostnaðar- söm. Eins og stendur er aðeins um venjubreytingu að ræða hjá ykkur; þessvegna eigið þið að breyta strax. Svíar, sem nú hafa -vistrihandar akst- ui', telja óhjákvæmilegt að breyta og taka upp hægrihandai'-akstur. En það kostar þá ógrynni fjár — sumir segja 12 milj. króna“. Þetta sagði hr. Mowinskel og það er áreiðanlega þess vert, að því sje fylstí gaumur gefinn. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort góðar undirtektir undir ræður manna sjeu ekki einskonar fundai'Iaun. Dómur er enn ekki fallinn í máli þýska togarans, sem „Oðinn“ tók í landhelgi á mánudaginn. Iíalda rjettarhöld áfram í dag. Skipstjóri neitar að hafa verið að veiðum í landhelgi. Til Vestmannaeyja verður að öllum líkindum Stokkseyrarferð á föstudaginn, ef leiði verður gott. Er það m.b. „Vonin“, sem ferð þessa fer og mun þá leggja frá Stokkseyri kl. 1 e h. á föstudag. Eiggert Briem frá Yiðey varð bráðkvaddur í Kallaðarnesi að morgni laugardaginn 29. fvrra mánaðar, svo sem frá hefir verið skýrt hjer í blaðintl. Jarðarför hans fer fram í dag. Eggert var fæddur 17. júlí 1879. Var hann sonur hjónanna Eiríks prófessors Briems og frú Guðrúnar dóttur Gísla læknis Hjálmarssonar, er lengi var hinn mesti höfðingi á Austurlandi, vin- ur mikill Jóns Sigurðssonar og einhver traustasta stoð hans í landsrjettindabaráttunni. Var því Eggert af ágætu óg rammíslensku bergi brotinn í báðar ættir, í karl- legg föðurættar af Finnboga lög- manni, en móðurættar beint af Langsætt. Eru þessar kynkvíslir svo kunnar, að óþarft er með öllu að rekja þær hjer. Eggert fór ungur í latínuskól- ann í Reykjavík og lauk þar prófi upp úr 4. bekk vorið 1897. Nam hann síðan búvísindi í Dan- imörku. Síðar keypti hann höfuð- bólið Viðey og rak þar stórbú um hríð. Setti hann þá skömmu síðar ina fyrstu mjólkurbúð í Reykjavík. Rjeðst hann þá brátt í miklar jarðræktarframkvæmdir í „Vatnsmýrinni", er hann tók á erfðafestu, ræsti þar fram og ræktaði víðáttumikil mýrafen og rak kúabú miklu stærra en hjer hafði áður þekst. Fluttist hann síðan búfei'lum til Reykjavíkur, en seldi jörðina. Vorið 1917 var hann kosinn formaður Búnaðarf jelags íslands og hafði það starf á hendi um tvö ár, en þessi ár voru in torveldustu sakir hríðvaxandi dýrtíðar. Tekj- ur fjelagsins stóðu að mestu í stað, en kostnaður óx með ódæm- um síðustu ár styrjaldarinnar, vegna verðfalls peninga. Varð og næsta Alþingi, 1919, að stórauka framlög til fjelagsins, eða nær því fjórfalda þau, er áður vóru, svo að haft yrði í fullu trje. Hafði Briem þá keypt Viðey aftur og settist þar að á ný. Árið 1917 var hann af hendi landbúnaðarins, ásamt Klemensi JónssyUi og Richard Thors, í nefnd þeirri, er send var til Lundúna til þess að semja um verslunarviðskifti vor við Breta Kunni hann að rnörgu vel skap- lyndi Breta og átti hann vafalaust fullkomlega sinn hlut að því, er fram gekk í samningum við þá, þótt þungt væri fyrir. Hann hafði imikinn hug á fjár- hagsmálum landsiris og reit í blöð- Hliig? ——MB—awtaaBi in um ýmisleg viðskiftamál. Hafði hann og löngum með höndum vrn- iskonar ránnsóknir á fornritum vorum og ritaði margt um þau efni. Fyrsta rit hans af því tagi er bók hans „Um Ilarald hár- fagra“. Var viðurkent af merk- um ritdómendum, að það væri fullkomið vísindarit, sem bæri Ijóst vitni um skarpa glöggskvgni og frumleik, og væri sannarlega þess vert, að hlotið hefði verð- laun úr sjóði Jóns Sigurðssonar. Þá hefir hann ritað merkilega rit- gerð um Kjalarnessþing ið forna og ananna best rökstutt, hvar ver- ið hafi ið forna Lögberg og fund- ið því alveg ákveðinn stað. Enn eru til eftir hann veigamiklar rit- gerðir óprentaðar um Vínlands- fund og Vínlandsferðir íslendinga og um þjóðveldislög vor. Bera öll þessi verk vitni um sjálfstæða vís- indalega rannsóknarhæfileika og vandvirkni, og flytja mörg inik- ilvæg rök, sem lítt eða ekki hefir áður verið gaumur gefinn. Ekki var Eggert síður sýnt um að koma öllu sem haglegast og snoturlegast fyrir, er að verkum 4aut, hvort sem var á sjó eða landi. Mátti segja um hann eins og kveðið er að orði um Snorra Sturluson, að hann „var hagur á alt það, er liann tók höndum til og hafði inar bestu forsagnir á öllu því er gera skyldi“. Hann var höfðingi í sjón og raun og inn gestrisnasti heim að sækja. Þótti erlendum gestum til- komumikið bóndabýli í Viðey að allri híbýlaprýði og rausn hús- bændanna. Eggert var tvíkvæntur. Fyrri kona hans vai^ Katrín dóttir Pjet- urs Thorsteinsons á Bíldudal. Eignuðust þau mörg gervileg börn, sem öll eru á lífi. Seinni konan er Halla dóttir Sigurðar sýslumanns Olafssonar í Kaldað- arnesi. Lifir hún mann sinn. Eggert var pniðmenni í fram- gongu allri og viðmóti og átti al- mennum vinsemdum að fagna. Benedikt Sveinsson. F'erðafjelag íslands biður þess getið, að pantaða farmiða að Síðu- ferðinni þarf að taka fyrir kl. 6 á föstudag og að Hvítárnesi, Kerl- ingarfjöllum og á Hveravella- ferðinni fyrir kl. 4 á föstudag á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5, Rvík. Verða annars seldir öðrum. Gistingu í sæluhúsunum fá aðeins þeir sem eru á vegum fjelagsins yfir helgina. 8 Minkar sjást í Hafnaifirði N ú eru minkarnir farnir aí£ verða ískyggilega marg- ir í Hafnarfirði, eftir því sem txðindamaður blaðsins skýrði frá í gær. Alls sáust þar með stuttit millibili átta dýr í gær. Voru tveir minkar að leika, sjer á uppfyllingunni fyrir neðan verslun Einars Þorgils- sonar. Þeir skutust niður £ holu í lækjarfarveginum þaÞ skamt frá, er að var komið. Rjett um sama leyti sáust 4 fyrir framan trjesmíðaverk- smiðjuna Dverg. Var talið aS þar hefði verið minkamóðir með 3 unga sína. En um líkt leyti sáust 2 mink-' ar vestur í hrauni fyrir vestam bæinn. Er útilokað að þarn#. hafi verið um missýningar aj5 ræða, eða að þarna hafi sami minkur sjest tvisvar. yóðabandaiagið * og störf þess a FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. hlutverki vaxnir verðum við að hafa meira fje til umráða en við höfum nú. Jeg vil vekja athygll yðar á því að þær fjárupp- hæðir sem þjóðirnar leyfa sjer að verja til þeirrar friðarstarfsemi sem alþjóðastofnunum er ætlað að inna af hendi, eru hverfandi litlar í samanburði við það sem hinar sömu þjóðir eyða til hervæðingar. Samanlagt verðgildi hinna opin- beru bygginga Þjóðabandalagsins,, Verkamálaskrifstofunnar, Alþjóða- dómstólsins í Hag og Landbúnað- arskrifstofunnar í Róm (Skrifstof- an í Róm er alþjóðleg upplýsinga- og ráðgjafastofnun um landbún- aðanmál er ckki hærra en byggingarverð eins nýtísku her- skips. Allir þeir fulltrúar sem tóku til rnáls um skýrslu forsetans (62 ræðum;enn) tóku í §ama streng sem "Winant og hjetu honum fylgi sínu í baráttunni. Bandaríki Ameríku eru meðlim- ur Verkamálasambandsins en ekki Þjóðabandalagsins, svo sem kunn- ugt er. En með því að senda Genf þenna glæsilega og reynda stjórn- málamann til forstöðu Verkamála- sambandsins og skrifstofunnar hefir Ameríka rjett friðarbarátt- unni í Genf sína styrku hönd tií hjálpar, og það er ekki þýðingar- laixst á þessum alvörutímum. J. ú. V. 'XW w í. s. I. Knattspyroumót Islands (meistaraflokkur) K. R. R. r Urslitaleikur K.R. — Valur klukkan 8,30 í kvöld. Altaf melrl spennlngur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.