Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtndagur 3. ágúst 1939. iÞað, sem skeð liefir .... Kernogan hertogi hefir flúið til Eng- lands frá Nantes eftir að stjómarbylt- ingin brýst út í Frakklandi. Hann vill gifta dóttur sína, Yvonne, Martin Rog- ■et, bankastjóra frá Brest, sem Iofar að flytja þau til Hollands og hjálpa for- ingjum konungssinna. Yvonne hefir þó gifst Anthony lávarði, og faðir henn- ■ar kemur að heimsækja brúðhjónin, þykist hafa fyrirgefið Yvonne og fær hana til þess að fylgja sjer heim. A leiðinni mæta þau Martin-Roget. Kem- ur þá í Ijós, að hann er í raun og veru Pierre Adet frá Nantes og hatar hertogann fyrir að hafa látið hengja föður hans saklausan fyrir fjórum ár um. Hann fer með þau til Nantes, þar •sem grimdarseggurinn Carrier er ein- Táður og ætlar með hjálp hans að koma fram hefndum á hertoganum og dóttur ihans. Martin-Roget stóð á fætur og rjetti úr sjer. Hann átti mjög erf- ítt með að dylja fyrirlitningu sína á þessu andstygðar lítilmenni, en hann neyddist til þess að sýna honum smjaðurslega undirgefni. „Þjer skuluð fá 10 þúsund franka, Carrier borgari“, sagði hann. „Það er aleiga mín nú, það «ina, sem jeg á eftir af þeim 25 þ>úsund frönkum, sem jeg hefi sparað saman síðustu fjögur árin. Þjer hafið þegar fengið fimm þús- und franka frá mjer, og þjer skul- uð fá tíu þúsund í viðbót. Jeg sje •ekki eftir peningunum. Jeg myndi fúslega gefa yður tíu ár af lífi Þjer getið byrjað að fylgjast með i dag mínu, ef þjer kærðuð yður um það, fyrir hjálp yðar í þessu máli, sem hefir meiri þýðingu fyrir mig en sjálft lífið“. Carrier hló og ypti öxlum. Hon- um fanst Martin-Roget mesta flón. „Jæja, þá er þetta útkljáð mál, borgari", sagði hann. „En munið, að jeg hefi aðvarað yður, og í raun og veru tel jeg skipin mín hentugri fyrir s.vona fólk en ráða- gerðir yðar“. „Jeg þakka yður fyrir hjálpina, Martin-Roget borgari“, sagði hann, og bætti síðan við í spurn- arróm: „Þjer sögðuð í kvöldf' „Já. Marat-sveitin brýst inn í „Dauðu rottuna“ í kvöld, undir forystu Fleury, og jeg gef skipun um að taka fasta alla, sem þar eru, karlmenn, konur og börn. Ef þjer sjáið um, að hertoginn og dóttir hans verði þar — þá verða þau rekin til París með hinum“. „Það er löngu búið að hringja í miðdegisverðinn“, sagði Lalouet þurrlega. „Súpan verður ísköld, og matsveinninn, hvítglóandi af vonsku“. „Það er rjett, Lalouet", sagði Carrier og hallaði sjer makinda- lega aftur í stóliium. „Við höfum Hin ágœta framhalds§aga AKURLILJAN og rænda brúðurin RAUÐA J eytt alt of miklum tíma í þetta ! hyski, sem, ætti fyrir löngu að liggja á botni Loir. Heimsókninni er lokið“, bætti hann við í lítil- látum róm. Chauvelin stóð á fætur og sneri sjer út að dyrunum. Hann hafði ekki mælt orð frá vör- um síðasta hálftímann, og enginn gat vitað, hvort hann hafði fylgst með samtalinu eða ekki. En nú, þegar Lalouet var að loka dyrun- um á salnum, datt honum alt í einu eitthvað í hug og sagði í skipunarróm: „Bíðið augnablik, borgari!“ „Hvað er nú?“, spurði ungi maðurinn í ósvífnum róm og fyr- irlitningarsvipur færðist í augu hans, hann virti fyrir sjer hinn fyrverandi harðstjóra. „Það er viðvíkjandi hertogadótt urinn“, hjelt Chauvelin áfram. „Hana verður að flytja í veitinga- húsið, áður en dimmir. Það er ekki ósennilegt, að einhver dular- full öfl sjeu að verki hennar vegna ....“ „Dularfull öfl?!“, tók ungi mað- urinn fram í fyrir honum. „Hvers- konar öfl ættu það að vera?“ „Æ, við vitum, að aðalsmenn- irnir eiga áhrifamikla vini. Og það er ekki örugt að flytja stúlkuna á milli húsa, þegar dimt er orðið. Hún verður ekki fús að fara, kall- ar kannske á hjálp og dregur fram þessi huldu öfl. Jeg legg til, að ein Marat-deildin fylgi henni í „Dauðu rottuna“ . . . .“ Lalouet ypti öxlum. „Það verðið þið sjálfir að sjá um“, sagði hann stuttur í spuna. „Ekki satt, Carrier?“, bætti hann við og leit um öxl á Carrier, sem kinkaði kolli til samþykkis. Martin-Roget ætlaði að fara að segja eitthvað, en Carrier, sem fjekk nú eitt af sínum venjulegu reiðiköstum, stöðvaði hann og hrópaði: „Nei, nei, nú er nóg komið! Lalouet borgari hefir rjett fyrir sjer. Jeg hefi þegar gert nóg fyrir yður. Og viljið þjer koma stúlkunni í „Dauðu rottuna", verðið þjer að sjá fyrir því sjálf- ur. Er hún ekki í næsta húsi? Jeg vil engin afskifti hafa af því og læt ekki hermenn mína í það. Skiljið þjer ekki, að jeg er um- kringdur af njósnurum? Það væri laglegt, ef þeir ákærðu mig fyrir að flytja aðalsmenn með valdi í illræmd hús og taka þá fasta þar sem afbrotainenn! Burt með yður! Jeg er búinn að fá nóg af þessu! En verði þetta hyski yðar í „Dauðu rottunni“ í nótt. verður það hand- tekið með hinu hyskinu. Meira hefi jeg ekki um þetta að tala. Þjer verðið að sjá um það, sem eftir er. Lalouét! Lokið hurðinni!“ Og án þess að leyfa Martin- Roget eða Chauvelin að andmæla, lokaði Lalouét hurðinni rjett vi5 nefið á þeim. egar þeir voru komnir út blót- að Martin-Roget duglega. „Að hugsa sjer, að við skulum vera í klónum á þessari skepnu!“, sagði hann. „Og þurfum aðstoð hans, til þess að koma fyrirætlunum okkar í framkvæmd“, bætti -Chauvelra við og andvarpaði. Framh. Hátíð verslunarmanna fjölbreyttari en nokkru sinni. 1. Ferð til Veslmannaeyja: Lagt af stað föstudagskvöld þ. 4. þ. m. með e.s. Gullfossi og komið heim með e.s. Lyru á mánudag eða e. s. Brúar- fcssi á þriðjudag. Fargjald með Eimskipafjelagsskipunum kr. 7.00 hvora leið, en með e.s. Lyru kr. 10.00. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum hefst á laugardag. Tjaldstæði í Herjólfsdal (ókeypis), ennfremur er sjeð fyrir góðu, upphituðu húsnæði til þess að liggja í yfir helg- ina. Svefnpokar eða teppi þurfa þátttakendur þó að hafa meðferðis. 2. Ferð í Borgarfjðrð: Lagt af stað með e.s. Laxfoss á laugardag þ. 5. þ. m. kl, 3, og eru ferðfr til baka á sunnudag og mánudag. Á laugardagskvöld verður dansleikur í samkomuhúsinu í Borgarnesi og á sunnudag skemtun við Þverárrjett. Fargjald með e.s. Laxfoss kr. 11.00 báðar leiðir. 3, Ferð i Þjérsárdal: Lagt af stað kl. 3 á laugardag frá Bifreiðastöð Steindórs og ekið í Þjórsárdal. — Á sunnudag verður það mark- verðasta í dalnum skoðað og ekið um Brúarhlöð að Gull- fossi og Geysi. Á mánudaginn verður ekið um Grafning til Reykjavíkur. Fargjald kr. 22.00. — Viðleguútbúnaður nauðsynlegur. Farseðlar áð öllum þessum ferðum eru eingöngu seldir á skrifstofu Verslunarmannafjelags Reykjavíkur, herb. 16—17 í Mjólkurfjelagshúsinu. Sími 5293. Þáttaka í ölluin þessum ferðum er nú þegar orðiti mjög inikil og cru þeir, sem ekki þcgar hafa tryggt sjer ffarseðla ámtntir að gera það, sem fyrst. Dagskrá skemtunarinnar að Eiði verður auglýst á morgun. Á morgnn er sfðasti endurnýjunardagur. Hlunið eftir að endurnýja ðður en þjer farið úr bænum. Happdrættið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.