Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.1939, Blaðsíða 3
3 Fimtudagur 3. ágúst 1939. MORGUiN BLAÐIÐ Sænska skipið Drottingholm A 7. hundrað Norð- urlandabúa koma hingað á morgun * Utisamsöngur karlakórs K. F. U. M. annað kvöld Asjöunda hundrað Norðurlandabúar — aðallega Svíar — koma hingað í fyrramálið með sænska hafskipinu „Drottningholm“ og liafa hjer við~ dvöl þar til aðra nótt. Er þetta K. F. U. M. kórinn sænski, sem leigði skipið til íslandsferðarinnar, og fólk sem sleg- ist hefir í för með kórnum. Á vegum sjálfs kórsins eru þó ekki nema um 200 manns. Hinir notuðu tækifærið til þess að komast til íslands þegar ferðin bauðst. r 23 Vestur-Islending- ar sæmdir * Fálkaorðunni Thor Thors alþingismaður og frú hans, Ágústa Thors, ferðuðust um íslendingabygðir í Kan- ada snemma í júlímánuði. Var þeim alstaðar fagnað af Vestur-íslendingum og hjelt Thor Thors nokkra fyrirlestra um ísland. í ,,Lögbergi“ frá 13. júlí er sagt frá virðulegu kveðju- samsæti, sem Thor Thors og frú hans var haldið á Royal Alexandra hótelinu í Vinnipeg þann 5. júlí Segir svo í und- irfyrirsögn í blaðinu: „Drottningholm“ er eitt stærsta hafskip Svía, lítið eitt. stærra en norska skipið „Stav- angerfjord“, sem hjer var með . hjúkrunarkonurnar. Farþegarnir eru eins margir og rúmast í skipinu. MÓTTÖKUR K.F.U.M.-kórinn stígur á land stundarfjórðungi fyrir kl. 8 í fyrramálið. Fara fram mót- . tökur á bryggjunni. Karlakór Reykjavíkur syngur sænska þjóðscngínn „Du gamla, du fria“ og síra Bjarni Jönsson eða síra Friðrik Friðriksson flytur ávarp til gestanna. Farþegarnir á skipinu leggja síðan af stað austur að Gullfoss og Geysi og til Þingvalla. Er gert ráð fyrir, að kórinn fari til Þingvalla. Annað kvöld hefst samsöng- ur í Gamla Bíó. Eru aðgöngu- miðar að söngnum þegar upp-j seldir. Samsöngurinn verður í tveim þáttum og á milli þátta leikur SvenKarte einleik á fiðlu. Sven Karte er einn af snjöll- ustu yngri fiðluleikurum Svía. Hann hefir nýlega haldið hljóm leika í Budapest, Prag og Mil- ano, við ágætar móttökur. Að loknum samsöngnum leikur Karte í ríkisútvarpið. ÚTISÖNGUR. Áður en samsöngurinn hefst, flytur Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar stutt á- varp og Karlakór Reykjavíkur syngur „Hör os Svea“. Til þess að gefa fleiri bæj- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU ÖllþjöOin þarfaO læra að synda Fordœml sjö- lugra kvenna U imm konur lijer í Reykjavík hafa byrjað að læra sund eftir að þær komust yfir sjötugt, og þaraf ein sem byrjaði að læra sund er jhún var fullra 75 ára. Frá þessu er skýrt í ársskýrslu Slysavarnafjelags Islands 1938, sem nýlega er komin út. I skýrslunni segir m. a. svo: „Árið 1938 var eitt af stórslysa- árunuim hvað sjóinn snertir, og eitt af þeini mannfrekustu síðan Slysavarnafjelag Islands var stofn 'að. Aftur á móti var með minna móti af skipströndum við landið og það svo að segja eingöngu minni mótorskip. Það er svipað og áður, að alt of stór hópur af fólki drulcnar ár- lega lit af bryggjum, í ár og vötn o. s. frv., sem ber Arott um, hvað stór hluti þjóðarinnar er ósynd- ur ennþó. Alls druknuðu á árinu 46 manns. Þar af fórust 21 með tog- aranum Olafi, 5 menn fórust með vjelbátum og 4 af opnum bátum. Tveir menn fjellu útbyrðis af bát- um og druknuðu, 6 fjellu út af bryggjum og 6 druknuðu í ám eða vötnum. Fram vann Vlk- ing I skemtileg- um lelk 2:1 Valur getur unniö mótið fyrir Fram Næstsíðasti leikur íslandsmóts- ins í gær fór þannig, að Fram vann með 2 mörkum gegn 1. Leikurinn var drengilegur og skemtilegur, þó deyfðarstundir væru við og við. Jóhannes Berg- steinsson, sem dænvdi leikinn, á þakkir skildar fyrir starf sitt, sem hann leysti ágætlega af hendi. Áhugi var mikill. meðal almenn- ings fyrir leik þessum, sem sjá má af því, að um 4 þúsund manns horfðu á leikinn. Veður var ágætt. Fyrra hálfleik lauk með því að Víkingur hafði sett eitt mark og Fram ekkert, eu í seinni hálfleik skoruðu Framarar tvö mörk. Kappliðin voru bæði mjög jöfn og var í hálfleik ómögulegt að sjá hvernig leikar myndu fara. Bæði lið Ijeku ágætlega á köfl- um og sýndu mikinn skilning á knattspyrnunni. Hefir þeim báð- um farið mikið fram undir hand- leiðslu hinna þýsku kennara sinna. Framarar eiga til meiri liraða en Víkingar, en samspil Víkinga var oft öruggara og markVissara. Báðir fengu góð tækifæri, sem voru misnotuð. Mörkin. Fyrsta markið setti Þorsteinn Ólafsson, eftir laglegt samspil. Vilberg gaf til Þorsteins, sem skoraði. Framarar settu sitt fyrra mark er 11 mínútur voru af seinni hálf- leik. Jón Magg komst upp með knöttinn og spyrnti. Knötturinn lenti í stönginni og skall fram fyrir fætur Jóns Sig, sem var frír og notaði tækifærið og skor- aði. Á 22. mín. komst Högni Á- gústsson í færi cg skoraði. 2:1. Víkingar gerðu harða sóltn í seinni hálfleik og Brandur fór í sókn, en samt tókst þeim ekki að skora, þó oft niunaði mjóu. Þar með fór sigurvon þeirra í íslandsmótinu. Framarar sýndu nú eins og á leiknum móti Val, að þeir eiga ódrepandi óliuga og samheldni í liðinu, samfara flýti. Á því unnu þeir. Bestu menn þeirra voru sem fyr: Högni, Jón Magg og Sæm- undur. Einnig stóð markmaðurinn, Magnús Jónsson, sig ágætlega. Sumir myndu ef til vill kalla sumt af því sem hann gerði hepni. En til er knattspyrnumáltæki sem segir: Góður markmaður er altaf heppinn. Af Víkingum báru af Brand- ur, Haukur, sem nú er upp á sitt besta og Edwald, en skömm var að því, liverngi áhorfendur gerðu FRAMH. Á SJÖUNDU SÍ»U. Hlaupið úr Grænalóni athugað úr flugvjel Lónið er orðið þurt jCHugvjelin TF-SUX flaug í gær austur í Vatnajökul míeð Pálma Hannesson rektor, til að athuga Grænalón, sem hlaupin í Núpsvötnum stöfuðu frá. Flug- maður var Sigurður Jónsson. Flugmaðurinn fann mel skamt frá Grænalóni, þar sem sæmilegt var að lenda og dvöldu þeir Pálmi og Sigurður uni V-/2 klst. þar efra. Gerði Pálmi þar sínar athuganir. Grænalón er nú tómt og hlaupið í Núpsvötnum í rjen- un. Flugvjelin kom hingað kl. 1U/2 í gærkvöldi. Blaðamaður frá Morg unlbaðinu náði sem snöggvast tali af Sigurði Jónssyni flugmanni í gærkvöldi- og sagðist honum svo frá um ferðalagið: — Við flugum fyrst að Kirkju- bæjarklaustri og þaðan að Græna- lóni. Sveimuðum við þar vfir um stund, en lijeldum síðan til Horna- fjarðar, því þessi ferð var um leið vikulegt póstflug. Við komum við á Fagurhólsmýri og frá Höfn í Hornafirði var Laldið sömu leið til baka upp að Grænalóni, þar sem við lentum. Gengum við ca. 3 km. meðflram suðvesturkanti lónsins. Þarna gaf að líta hina furðu- legustu sjón og hafði jafnvel Bálmi Hannesson ekki sjeð aðra eins. Isinn var í hrönnum og gaf þar að líta hinar einkennilegustu ■myndnair. Var það engu líkara, en að skýjakljúfaborg hefði hrun- ið. Eftir því sem .Pálmi sagði Sig- urði hefir hlaupið komið úr suð- austurhorni Grænalóns og brot- ist framundan jöklinum í Súlu. Mátti enn sjá op á jöklinum, þar sem vatn streymdi fram. Er Pálmi Hannesson hafði gert sínar athuganir við Grænalón var haldið að Kirkjubæjarklaustri og síðan til Reykjavíkur. „Var þetta einn hinn íjölsótt- asti og virðulegasti m’annfagn- aður slíkrar tegundar er Vest- ur-íslendingar hafa stofnað tiL> Konungun íslands og ríkísstjórn1 sæma fjölda Vestur-Isjendinga heiðursmerki fálkaorðunnar. Thor alþingismaður ' afhendir sæmdarmerkin með aðstoð Grettis L. Jóhannssonar koh- súls Islendinga og Dana í Mani- ■ toba“. Blaðið segir ennfremur um samsæti þetta: „Um Thor alþingismann og frú hans má það með óskiftum rjetti segja, að þau kæmi, sæi og sigruðu; svo prúðmannleg var háttsemi þeirra í hvívetna, og svo kjarnríkar þær ræður, er alþingismaðurinn flutti, að fólk vort mun að hvorttveggja lengi búa, og hefir þá vel lánast um tilgang heimsóknarinnar. I formálsorðum að afhending heiðursmerkjanna ljet Thor aÞ ■þingismaður svo um mælt, að slík viðurkenning hefði í raun inni átt að hafa verið fyrir löngu veitt; en vegna dráttar- ins, sem á hefði orðið, stafaði að miklu leyti lengd listans, eða sú tala þeirra manna, er virðingarmerkjanna nú yrðu að- njótandi, þeir væri fyrir löngu maklegir slíkrar virðingar, hver um sig, þó hitt yrði jafnframt að verða tekið með í reikning- inn, að sæmdaraukinn væri helg aður Vestur-íslendingum í heild fyrir mörg og mikilvæg afrek þeirra í þágu Islands og íslenskra menningarsamtaka. Var ummælum ræðumanns fagnað með dynjandi lófa- klappi. — Varaforseti Þjóðræknisfje- lagsins, dr. Richard Beck, setti mót þetta með prýðilegum inn- gangsorðum og stýrði því til ‘enda af góðri háttlægni og skör- ungsskap. Síra Guðmundur Árnason mælti fyrir minni Islands; dr. B. J. Brandson fyrir minni Thor alþingismanns, er síra Valdi- mar J. Eylands mintist frú Ágústu Thors. Fyrir hönd þeirra, er virðing- armerkin af hálfu konungs og ríkisstjórnar hlutu, mælti síra K. K. Ólafsson, forseti lúterska kirkjufjelagsins. Óþarft er að taka það fram, að gnótt væri FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.