Morgunblaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 5
IFöstudagur 11. ágúst 1939. S - JtftorgtroMafóð = Útgef.: H.f. Árvakur, Raykjavtk. Ritstjórar: Jón Kjart&nuon oc Valtýr Stofteuon (kbyrróarauiQun). Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjórn, auglýsinrar or afrreiBsla: Austurotrratl 8. — Stml 1800. Áskriftargjald: kr. »,00 t aiAnutU. í lausasölu: 16 aura etntakiB — >i aura aet Lesbók. ÁRÁSIRNAR Á KRON Framsóknarblöðin berjast gegn kommúnistum. Þau tala illa um þá. Tíminn nefnir })á ýmsum vondum nöfnum, seg ir þá óalandi og óferjandi o. s. frv. Blaðið heitir á alla góða ís- lendinga að verja landið gegn ó- fögnuði kommúnismans. Blöð kommúnista vill Tíminn helst S)annfæra, bækur þeirra, kenn- ángar þeirra. Þetta er alt gott og blessað. Sumt af því, sem Tíminn skrif- .ar um þessa þjóðleysingja, er :að vísu með dálitlum móður- asýkisblæ. En hvað um það. Það sem blaðið segir um þessa sendimenn frá Moskva getur að jnestu leyti staðist. En þegar þeir Framsókn- .armenn eru beðnir um að láta vera samræmi í orðum þeirra og gerðum, þegar þeim er bent á, að lítt stoði að berjast gegn ikomm’ánistum á einum og öðr- ;um stað, meðan þeir eru studd- um stað, meðan þeim er veíttur stuðningur, sem áreiðan- áega veitir þeim meira brautar- •gengi, en sem því svarar er 'Tíminn vinnur á móti þeim öðr- aun þræði. Þá fer allur komm- únistaandróður Tímans út um iþúfur. ★ Á það hefir verið bent hjer a blaðinu, að kommúnistar hafi tekið alveg sjerstöku ástfóstri við Kaupfjelag Reykjavíkur og nágrennis. Blað þeirra, Þjóðvilj- inn skoðar verslunarfyrirtæki þetta sem fyrirtæki kommún- istaflokksins fyrst og fremst. Með aðstoð Framsóknarflokks- ins fær fjelag þetta hlunnindi. -.' Það fær innflutning, ,,sem hægt væri að ráðstafa öðruvísi“, eins og málgagn Framsóknarflokks- ins eitt sinn komst að orði. Tíminn reynir að breiða yfir það, að Kron sje „vopna- smiðja kommúnismans" hjer í landi. Grein um það efni birt- ist í blaði því í gær. Þar segir: „Kaupfjelag Reykjavíkur er ópólitískt fjelag“. Er hjer skringilega komist að orði. Hjer er verið að tala um Kaupfjelag Reykjavíkur og nágrennis, sem í daglegu tali er nefnt „Kron“. Það fjelag var soðið upp úr öðru fjelagi er hjet Kaupfje- lag Reykjavíkur, og Helgi Lár- usson stjórnaði. En hann flæmd- ist burt frá fyrirtækinu einmitt er kommúnistar og fylgismenn þeirra í Alþýðuflokknum sem þá voru, tóku að sjer forystuna í fjelaginu. En nóg um það. ★ Tíminn heldur því blákalt fram, að „Kron“ sje ópólitískt, og stuðningur við það fjelag komi starfsemi kommúnista • ekki við. En Tíminn heldur áfram og : segir: „1 þeim efnum hvílir það <(þ. e. Kron) á sama grundvelli og önnur kaupfjelög landsins“. Þetta eru óbreytt orð Tímans. Þá er að snúa sjer til al- mennings í landinu og spyrja: Halda menn því alment fram, að kaupfjelög þau, sem starfa innan vjebanda Sambands ís- lenskra samvinnufjelaga sjeu ópólitísk? Er það almenn skoð- un manna, að þessi kaupfjelög styðji á engan hátt einn stjórn- málaflokk öðrum fremur? Hafa menn þá trú, að Framsóknar- flokknum sem pólitískum flokki hafi enginn stuðningur verið að kaupfjelögum Sís? Sennilega eru það æðifáir Is- lendingar, sem, komnir eru til vits og ára, er hafa ekki fengið einhverja hugmynd um sam- starf kaupfjelaganna við Fram- sóknarflokkinn. ★ Tíminn heldur því fram í for- ystugrein í gær, að hjer sje sama máli að gegna, að Kron sje alveg ein „ópólitískt" eins og „önnur kaupfjelög landsins“. Þarf eiginlega að orðlengja um þetta frekar? Er ekki hægt að kalla þetta sæmilega glögga viðurkenningu frá hendi þeirra Tímamanna? Geta menn ekki, að fenginni þessari yfirlýsingu kaupfjelagablaðsins verið sæmi- lega öruggir í þeirri trú sinni, að „Kron“ sje ekki sá pólitíski sakleysisengill, sem þeir Fram- sóknarmenn vilja vera láta. ★ I sömu forystugrein Tímans er frá því sagt, að „vissir komm únistaforingjar hafi reynt að ná fjelaginu undir áhrifavald sitt, og gera það að pólitísku tæki fyrir flokk sinn“. Enn segir blaðið, að telja megi víst, að þetta „brölt komm únista hafi talsvert spilt fyrir fjelaginu“. Það er talsvert fróðlegt og dálítið skemtilegt að sjá, þegar Tíminn telur að slíkt „brölt“ innan kaupf jelagsins sje lík- legt til þess að spilla fyrir starfsemi þess. Ef þeir Framsóknarmenn hugleiddu niður í kjölinn þessi orð ritstjórans, þá myndu þeir máske komast að raun um, að .slík „spillingarstarfsemi“ póli- tískra foringja hafi átt sjer stað víðar en í þessu eina kaup- fjelagi, sem kommúnistarnir hafa einkum helgað sjer. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarn., Reykja- ness, Ölfuss og Flóapóstar. Þing- vellir. Þrastalundur. Hafnarfjörð- ur. Austanpóstur. Grímsness- og Biskupstungnapóstar. Akranes. Borgarnes. Stykkishólmspóstur. Norðanpóstur. Álftanespóstur. — Til Rvíkur: Mosfellssveitar, Kjal- arness, Reykjaness, Ölfuss og Flóa póstar. Þingvellir. Þrastalundur. Hafnarfj. Fljótshlíðarpóstur. Aust anpóstur. Akranes. Borgarnes. Álftanespóstur. Norðanp, Gunnar Thoroddsen: Sólmánuður á Aust- fjörðum Hjer byrjar ferðasaga Gunnars Thoroddsen um Austfirði, en þar var hann í mánaðartíma í sumar. Lagt af stað. OO júní, þrem dögum eftir að sólmánuður hófst, lagði jeg af stað í för um Austurland. Erindið var það,1 að hitta áhuga- og á- hrifamenn Sjálfstæðisflokks ins á Austfjörðum að máli, ræða við þá stjórnmálavið- horfið og starf og skipulag. flokksins, og halda fundi, I þar sem því yrði við komið. < För þessi hafði verið fyrir-J huguð um alllangt skeið, en eigi getað af henni orðið fyr en nú, vegna annara verkefna. Fýsti mig mjög að fara austur og ferðast um þenna fagra fjórðung. Aðeins einu sinni hafði jeg komið þar áður, og farið í nokkur kauptún- in, en ekkert farið sunnan Fá- skrúðsfjarðar nje heldur komið á Fljótsdalshjerað. Hið aldraða skip Súðin vár sá farkostur, er flutti mig austur. Fengum við hafstillur frábærar og sólarsýn lengst af leiðar. í Vestmannaeyjum var skömm við- staða, svo að ekki var þess kost- ur' að fara í land. Til Hornafjarð- ar komum við að næturþeli, og var þar óvenju stutt viðstaða, að- eins tvær klukkustundir. Var þetta daginn áður en kosning al- þingismannsins fór þar fram. Dimt var og drungalegt yfir Hornafirði, en ljetti til daginn eftir, þegar Austur-Skaftafells- sýsla hrökk iir hendi Framsókn- arflokksins. Til Djúpavogs var komið að morgni dags 24. júní, eftir hálfs annars sólarhrings siglingu, og er það með fljótustu ferðum. Á Djúpavogi stóð jeg við í tvo daga. Djúpivogur. Djúpivogur er í Geithellahreppi í Suður-Múlasýslu, og stendur yst við Berufjörð sunnanverðan. Skerst þar mjór vogur inn í land- ið, og dregur kauptúnið nafn af honum. Landslag er mjög sjer- kennilegt á Djúpavogi, klettar og hamraborgir, og mun flestum þykja þar fagurt um að litast. Minna staðhættir einna helst á Hafnarfjörð og Stykkishólm. Bú- landstindur, liið fegursta fjall, gnæfir tignarlega upp yfir bygð- ina, en húsin standa dreift hing- að og þangað milli hæðardraga. Ekki verður urn Djúpavog sagt eins og því miður um mörg kaup- tún á Austfjörðum, að þar sje alt atvinnulíf í kaldakoli, og lífsskil- yrði og afkoma fólks fari hrörn- andi. Er útvegur þaðan öllu meiri nú en verið hefii^á undanförnum árum, 10 bátar stunda þaðan veið ar, alt trillubátar, er fiska á hand- færi. Hefir í ár verið tiltölulega gott fiskiár, og miklu betra en mörg síðustu ár, sem verið hafa hin rýrustu aflaár. Flestir stunda einhvern land- ibúi’að ásamt sjósókninni, eiga leina kú og nolckrar kindur. Hefir það hjálpað stóriega undanfarin ár í aflabrestinum. Talsverð garð- rækt er og orðin á Djúpavogi. Erfitt er um heyafla á Djúpa- vogi handa búpeningi þeirra, því að landið er víða grýtt og klett- ótt. Hefir hey því verið fengið að sunnan úr Álftafirði og af Beru- fjarðarströnd. En nú er þar að verða veruleg breyting á, þar sem hafist hefir verið handa um hina myndarlegustu nýrækt rjett við kauptúnið. Er þar búið að ræsa fram mýrar, um 17 hektara, og verður það fagurt og rennisljett graslendi. Hefir verið unnið að framræslunni í atvinnubóta- vinnu. Það merkilega ný- mæli hefir þar verið upp tek- ið, að fjelagsgarði, sem er einn hektari að stærð, er skift í reiti milli manna og er unnið þar í þegnskylduvinnu, en allur arður fer til nýræktarinnar. Forgöngu fyrir þessari stórfeldu ræktun, sem verður mikil lyftistöng fyrir kauptúnið, hefir Ræktunarfjelag- ið haft, og er Ingólfur Gíslason læknir formaður þess. Tveir ungir embættismenn eru á Djúpavogi, læknirinn Ingólfur Gíslason frá Papey og sóknar- presturinn síra Pjetur T. Oddsson úr Bolungarvík, báðir hinir mestu áhugamenn um öll framfara- og menningarmál bygðarlagsins. — Unglingaskóli hefir verið starf- ræktur þar í tvo vetur undir öt- ulli stjórn síra Pjeturs Oddsson- ar. Starfaði hann seinni veturinn í tveim deildum og sóttu hann 25 unglingar. Síðastliðinn vetur var hann ekki starfræktur vegna ut- anfarar síra Pjeturs. Af hinu pólitíska ástandi er það m. a. að segja, að talsvert er af kommúnistum og jafnaðar- mönnum, en ekki kemur það þing- mönnunum að sök, því að þetta fólk kýs þá, enda er Eysteinn Jónsson þarna upprunninn og nýt- Ur þar persónufyigis sakir kunn- ingsskapar og vinfengis. í Papey. Papey, hinn nafnkunni sögu- staður, þar sem hinir írsku múnk- ar tóku sjer bólfestu á undan norrænum mönnum fyrir á annað þúsund árum, liggur austur af Djúpavogi, um klukkustundar siglingu. Hafði mig lengi fýst að komast til Papeyjar, bæði til þess að sjá þessa merku ey.ju, sem er austlægasta íslensk bygð, og til þess að hitta hinn merka bónda, Gísla í Papey, sem þar hefir bú- ið rausnarbúi í fjóra áratugi. Nú voru örlögin svo hlýleg í minn garð, að hið langþráða tækifæri barst injer fyr og betur en mig hafði órað fyrir. Jeg kom til Djúpavogs á laugardag, en dag- inn eftir hafði verið ákveðin messa í Papey, og þurfti því prestur ásamt fleira fólki þangað að fara. En í Papey er messað að jafnaði einu sinni á ári. Á sunnudagsmorgun var lagt af stað frá Djúpavogi á inótor- bát, og stýrði Ingólfur læknir bátnum. Gekk ferðin að óskum og vorum við komin út í Papey; eftir rúma klukkustundar sigl- ingu. Tók Gísli óðalsbóndi á móti okkur með rausn, og var dvalist um kyrt í eynni til kvölds. Slcömmu eftir landgöngu var gengið til kirkju. Messaði síra Pjetur og mæltist vel. Mintist hann m. a. þeirrar merkilegu kirkjuathafnar, er fram fór þenn- an dag, en það var vígsla hins nýja biskups yfir fslandi, herra Sigurgeirs Sigurðssonar, og fiutti blessunaróskir og fyrirbænir til handa honum og kirkjunni, fra þessum stað, þar sem hin fyrsta bæn stje til himins af íslenskri grund, eins og síra Pjetur komst fagurlega að, orði. Var athöfnin hin virðulegasta, þótt kirkjan. væri smá og hljóðfæri ekkert. Kirkjan í Papey mun vera minsta kirkja landsins, síðan Möðrudalskirkja söng sitt síðasta vers. Er hún 5x8 álnir að stærð. Enda verður ekki sagt, að stórr- ar kirkju sje þörf, því að kirkju- sókn á fólk aðeins frá einu heixn- ili. Ekki er kunnugt, hve lengi hef- ir verið kirkja samfelt í evani. En þegar Gísli lcom til Papeyjar um aldamót, var þar gömul kirkja og hrörleg, og ljet hann endur- bæta hana mjög og járnklæða. Þá er síra Pjetur hafði sungið messu, og kaffi drukkið, var geng- ið kringum eyna, undir leiðsögn þeirra feðga Gísla og Ingólfs læknis, og veittu þeir mikla fræðslu og upplýsingar um stað- hætti alla. Tók gangan um þrjéT klukkustundir. Var þar margt fagurt og meririfegt að sjá. og marga fróðlega hluti að heyra. M. a. eru þar fornminjar, tóftir, sem heita Papatættur. Margar smærri eyjar eru umhverfis Papey: Arn- arey, Flatey o. f 1., og eru þær hinar mestu gersemar, því að fuglalíf er þar mikið og frjósemi. Út í eyjarnar er ýmist farið á. báti eða í kláf. Mikil fuglamergð og fuglatekja er í Papey. Þar er lundi, ritur. svartfugl, kría og fýll, að ógleymd um æðarfuglinum. Var áður fyr mikið æðarvarp í eyjunum, en hefir farið stórum minkandi á síð- ari árum, eins og annarsstaðar á Austfjörðum. Er það mest kent rányrkju, og munu mikil brögð að því, að fuglaræningjar skjóti æðarfuglinn þar eins og víðar. Sláttur hafði byrjað daginn áð- ur, laugardaginn 24. júní, enda er altaf byrjað á laugardegi. Var FRAMH. 1 BJÖTTU SÍÐR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.