Morgunblaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. ágúst 1939. Hermdarverkum linnir ekki í Englandi Ráðstefna öxulríkjanna vekur ugg um alla álfuna London í gær. FÚ. Idag var sprengdur í loft upp kofi á óbygðri lóð nálægt Coventry og leiddi rannsókn í ljós, að þar höfðu verið geymd- ar sprengiefnabirgðir, sem talið er, að írskir hermdarverkamenn hafi átt. Fleira hefir gerst, sem sýnir, að hermdarverkamenn eru enn ekki af baki dottnir. Verkamenn í Glasgow fundu í dag um 200 dýnamitpatrónur á brúarstöpli. 1 Dublin fór húsrannsókn fram í , mörgum húsum, þar sem tal- ið er að írskir hermdarverka- menn hafi bækistöðvar sínar. Þrír menn voru handteknir. Hús- rannsóknir voru gerðar sam- kvæmt nýjum lögum, sem sett voru fyrir skömmu til aukins ör- yggis almennings. Leiðtogi írska lýðveldishersins, Eussell, sem nú er í Chicago, sagði í ræðu, sem hann flutti þar í gær, að flokkurinn mundi halda áfram að baka Englendingum eins mikil vandræði og þeim væri framast unt, en þeir mundu ekki gera neinar tilraunir til þess að úthella blóði, meðan írlendingar í enskum fangelsum væri ekki teknir af lífi. Sir Samuel Hoare, innanríkis- málaráðherra, sagði í dag, að út- búnar hefði verið 5 nýjar brott- vísunarfyrirskipanir og bann við lahdgönguleyfi eins manns. Alls hefði nú 79 Irar verið gerðir land rækir, og 7 bannað með úrskurði að fá landgönguleyfi í Bretlandi. Slysfarir í lofti og á láði Fjórtán menn biðu bana í fyrra dag, þegar ein af flugvjelum Pan- Ameriean Airways hrapaði til jarðar við Rio de Janeiro í Suður- Ameríku. Flugvjelin var að koma frá Miami á Florida. — Þeir sem fórust, voru farþegar og áhöfri. Engar fregnir hafa enn borist um afdrif tveggja amerískra flug- manna, sem lögðu á stað frá Nova Scotia á föstudag, og búist var við til Irlands á laugardag. Fimtán menn biðu bana, en 25 meiddust alvarlega, er járnbraut- 'arlest hljóp af sporinu nálægt járnbrautarstöð nokkurri í suð- vesturhluta Búmeníu á sunnudag- inn. Straumlínu-hraðlest á leið til Chicago fór út af sporinu á supnudag. Hún var á leið yfir stórbrú. Fremstu vagnarnir hröp- uðu niður í gil úr 30 feta Iræð. Sextán menn biðu bana, en þrjá- tíu öieiddust. Menn óttast, að fleiri liafi iarist, en þegar er kunnugt. Grunur hefir kviknað um, að skemdarverk sje orsök slyss þessa. (FÚ) „A einni nóttu getur Danzig sameinast Þýskalandi“ „Taugastríðið“ magnast Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. RÁÐSTEFNU ÖXULRÍKJANNA lauk í gær. Höfðu þar verið rædd öll helstu vandainál Ev- rópu, þau sem nú eru á döfinni, og önnur vandamál utan Norðurálfu. Ciano greifi er farinn heim til Ítalíu. Fór hann loft- leiðina. Er það nú opinberlega tilkynt um þessa ráðstefnu, að þar hafi verið fullkomin eining um alt og árangurinn eft- ir því. , , , Ekki var neitt fastákveðið um það hvenær ætti áð reyna að innlima Danzig í Þýskaland, en annars er öllum< ákvörðunum ráðstefnunnar haldið leyndum. í Reuter-frjettaskeyti segir, að ráðstefnan hafi vakið alþjóða ugg og ótal getgátur og flugufregnir hafi komið á loft. Hinar verstu fregnir herma það, að Hitler ætli að halda ræðu á morgun og jafnframt verði þýski herinn lát- inn hefja styrjöld. En seinustu fregnir herma, að miðlun- artillögur Mussolinis hafi orðið ofan á. Fregn frá London hermir, að það sje varla hægt að búast við því, að Þjóðverjar rjúki í stríð nú þegar, en þeir muni ætla sjer að herða „taugastríðið" að miklum mun. Þýsku blöðin halda því fram, að Pólland hafi fyrirgert öllum rjetti til þess að vera sjálfstætt, alveg eins og Tjekkó- slóvakía í fyrra. „Essener NationaIzeitung“ segir: Pólland er nú, alveg eins og 1762, skömm fyrir menningu heimsins, því að það gerir tilraun til þess að koma á stað Evrópu- styrjöld. „Frankfurter Zeitung“ spáir Póllandi því, að það verði bráðlega afmáð með öllu, ef ófriður brýst út. ítölsku blöðin segja, að Pólland sje með framferði sínu að fremja tilraun til sjálfsmorðs, því að það verði áreið- anlega limað sundur eins og Tjekkóslóvakía, ef það haldi áfram þeirri stefnu, sem það nú hefir. Ýmsir Þjóðverjar gera ráð fyrir því, að „taugastríð- inu“ verði haldið áfram mánuðum saman, í þeirri von, að Bretland muni á síðustu stundu fremur kjósa, að Danzig sameinist Þýskalandi, heldur en að hleypa á stað Evrópu- styrjöld, sjerstaklega ef samningaumleitanirnar við Rússa fara út um þúfur. Um hitt eru menn sammála, að Þýskaland verði að grípa til hernaðarframkvæmda, ef „taugastríðið“ skyldi mishepnast, en það verði þó varla fyr en í vor. Aðrir halda því fram, að skriðan sje komin á stað og úrslitastundin nálgist. Það geti meir en verið, að Danzig verði sameinuð Þýskalandi á einni nóttu og alveg óvænt. Og „Hamburger Fremdenblatt‘‘ segir að Þjóðverjar muni tæplega hika lengi Aftur á móti getur Lundúnablaðið „Times“ þess til, að Þýskaland sje að belgja sig út af Danzigmálinu til þess að draga athygli frá ágengnis-fyrirætlunum, sem stefna í alt aðra átt. Nýasta aðferðin í „taugastríðinu" er sú, að þýsk blöð halda því fram, að pólskir bankaseðlar verði brátt verðlausir. Hefir þetta órð- ið til þess, að ótti hefir gripið menn, og hefir víða verið reynt að fá málmpeninga í stað Seðla, og hefir það valdið miklum vandræðum. L'Ý, './s,y & Dr. Burchardt og nazistaforingi í Danzig Burchardt ræðir við Hitler að hefir verið staðfest í London, að Þjóðabanda- lagsfultrúinn fyrir Danzig, Burch ardt, hafi heimsótt Hitler í Berchtesgaden í lok' síðustu viku. • Ilann er sagður hafa heimsótt Hitler í þeim tilgangi að vinna að samkomulagslausn í Danzig- málinu, og einnig er talið, að aðrir meðlimir Danzig-nefndar Þjóðabandalagsins hafi vitað um þetta erindi hans, en þeir eru pólskir og sænskir. Þá er sagt, að Hitler hafi lagt fyrir Þjóðabandalagsfulltrúann tillögur Þýskalands um lausn málsins, en ekkert hefir frjest nánar um þessar tillögur. Þýsk blöð minnast ekki á heim sókn Þjóðabandalagsfulltrúans til Hitlers. (FÚ). Hin brennandi spurning ýsk og ítölsk blöð í dag birta ekkert, sem gefur frekara í skyn en áður var kunn ugt, hvað Ciano greifa og von Ribbentrop fór í milli. Hið þýska málgagn „Diplomat ischer Korrespondenz" segir — og það virðist í stuttu máli skoð- un ítölsku og þýsku blaðanna — að Danzig sje sem stendur mesta vandamál álfunnar — það sje ekki lengur staðbundin deila. — Það er „brennandi spurning" segir blaðið, sem verður að fá svar við. Blaðið neitar því, að Ciano greifi og von Ribbentrop hafi rætt Austur-Evrópumálin meira en Danzig-málið. (FÚ). Fregn frá París í gær lierm- ii, að allmargir póstmenn í Dan- zig hafi verið Iiandtpkúir. fyrir að bera út , bækling, þar sem ráðist var á Förster, leiðtoga nazista, og nazistiska stefnú yfirleitt. (FÚ). Daladier og Bonnet voru viðbúnir Þegar þeir sátu á viðræðufundi sínum Ciano greifi og von Itibb- entrop, fóru þeir ekki af skrif- stofum sínum, Daladier forsætis- ráðherra og Boníiet utánríkismála ráðherra. Daladier var í suinar- leyfi á siglingaferðalagi k Mið- jarðarhafi og flaug til Parísar. (FÚ). Gr það Rúmenia sém „Times“ á við? Pólsk blöð skýra frá því, að nokkurs ótta gæti í Rúmeníu um, að Þýskaland muni reyna að knýja Rúmena til þess að vei'ða við kröfum IJngverja. í frjett frá Berlín segir, að þeg- ar Chaky, utanríkismálaráðherra Ungverjalands, var í Berlín ný- lega, hafi verið lagt fyrir hann uppkast að samningi, sem var fjárhags- og viðskiftalegs) eðlis, og þess óskað, að Ungverjaland gerð- ist aðili að honum. Hefir verið gefið í skyn, að Þjóðverjar áformi nánari samvinnu við Ungverja, og ætli að styðja kröfur þeirra um, að Rúmenar skili þeim Transyl- vaníu. (FÚ) Helgi Hermann kosinn forseti norrænu iðn- skólaráðsstefnunnar Norræna iðnskólaráðstefnan var sett í Ilelsingfors í fyrradág af Cajander forsætisráð- herra. Ilelgi Hermaun Eiríksson, forseti Landssambands iðnaðar- manna, var kosinn forseti ráð- stefnunnar. Bár hann kveðju frá Isíandi til ráðstéfnuiinar og að ræðu hans lokinni var íslenski pjóosöngurinn leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.