Morgunblaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAt/IÐ Minníng Björns Kristjðnssonar FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. var tekinn þar við, þá byrjar að nokkru leyti nýr þáttur í æfi hins sístarfandi áhirgamanns, þar sem er málmleitin. Þegar hann fær á- huga fyrir að leita uppi verðmæt jarðefni í landinu, þá sest hann í fyrsta sinn á skólabekk á æf- inni. Það er suðnr í Þýskalandi. f á er hann kominn yfir fimtugt, Þar lærir hann efnafræði og efna- greiningar. Það má segja,. að enn hafi eldii . máimleit hans boríð mikinn hag- nýtan árangur. En áhngi hans á þeim málum og þekbrngarþorsti (r jafn virðingarverður fyrir það. Suínar eftir sumar leggur hann á sig líiijg, og erfið ferðalög, við leit- in.úa€ venðmætnm málmum. Hann ræðst að vísti ekki í það, að leita djúpt í jdrð. En hann leitar uppi mörg yerðmæt efni, og finnur maígt sem menn áður vissu ekk- trti'ýnp —; og kemur framtíðinni að hotum. ★ Þeir eru fáir uppistandandi, sem fremstir stóðu í framfaramálum þjóðarinnar um aklamótin. Manni sýnist sú kynslóð vera að hverfa alveg nú, þegar Björn Kristjáns- son er fallinn frá, mennirnir, sem risu upp iir mestu fátækt, sem áttu ekkert vegarnesti nema eld- heita framfaraþrá, þjóðhollustu og trúB á mátt sinn og megin. Þessi voru einkenni Björns er hann lagði út í lífsbaráttuna, Og hann óskaði þess heitt og innilega að þessi einkenni fengju sem lengst og bestí áð rfióta íslenska æsku. Það e? éf til vill hugarburður hrekin. En þegar jeg hugleiði hvað þaðjhafí.þó verið í fari hans, sem mesl hafi mótað hann, þá fínst mjer að það hafi verið listhneigð haná, á • sviði hljómlistarinnar. , " tj£ .V Hann komst að vísu aldrei langt á þeirri braut, borið saman við það sem nú gerist, en ótrúlega langt, sje litið á kringumstæður hans. En skyldi það ekki einmitt vera sá næmléiki til áhrifa, sem þar lýsit sjer, sú hneigð til samræmis og jjsamstillingar, sem þar er að verjri, er gerir athafnamanninn bjartsýnan, sterkan, sjálfbjarga, hvlls sem á dynur? jEþi hvort sem þetta er rjett eða ran'gt, þá er eitt víst, að með Birni Kristjánssyni hnígur til moldar maðjir. sem átti sinn sterka þátt í þfe, að móta athafnalíf vort og þjóplíf um það ley.ti, sem við vor- umáað verða sjálfbjarga, óvenju- legúr niaður, fvrir sakir atorku *»■ og hæfileika, sem hann fyrst, og fremst helgaði þjóð sinni og fram- faramáhrm hennar. V. St. ★ Björn Kristjánsson var fæddur 26. febrúar 1858 að Hreiðurborg jp í Sándvíkurhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Vernharðs- son og Þórunii Halldórsdóttir, og ólst hann upp hjá þeim til 6 ára aldurs. Þó fór hann til ömmu sinnar, Sigríðar í Garðbæ á Eyr- arbakka og dvaklist hjá henni til 14 ára aldurs. Síðan var hann 3 ár vinnumaður í Búrfellskoti í Gríflasnesi, fluttist þaðan að Eiði á Seltjarnarnesi og síðantil Reykja- víkur og lærði þar skóaraiðn hjá Jóhanni Árnasyni og fluttist með honum til ísafjarðar, en setti síð- ar upp eigin vinnustofu sjálfur. Síðan fór hann til Kaupmanna- hafnar og lærði þar söngfræði og organslátt og var árin 1881—1882 organleikari á Akureyri og söng- kennari, meðal annars við hús- mæðraskólann á Laugalandi. Árið 1883 fluttist hann alfarinn hingað til Reykjavíkur, og stofn- aði hjer 1888 verslun þá sem enn er rekin. Stjórnaði hann henni sjálfur í rúm 20 ár, en 1909 gerð- ist hann bankastjóri Landsbank- ans og gengdi þeirrí stöðu til 1918, að undan teknum þeim tíma, sem hann var ráðherra (1917). Árið 1885 gekk hann að eiga ekkjufrú Sigþrúði Guðmunds- dóttur frá Hól. Börn þeirra voru Jón kaupmaður hjer í bæ og Jóna Valgerður, sem var gift L. Fanöe skrifstofustjóra í Kaupmannahöfn, en er dáin fyrir 11 árum. Drengjamót Ármanns Drengjamót Ármanns hófst í gærkvöldi. Mótið hófst með 80 m. hlaupi. Fyrstur var Janus Eiríksson (I. K.) á 9.7 sek. (en hljóp í milliriðli á 9.5 sek.). Ann- ar var Sig. Finnsson (K. R.) á 9.7 sek. Þriðji var Guðm. Sigur- jónsson (Á.) á 9.9 sek. Þar næst var kúluvarp og vann það Sig. Finnsson. KaStaði hann 15.92 m. Annar var Gunnar Huse- by, kastaði 15.42 m. Þriðji var Anton Björnsson, kastaði 14.61 m. Allir úr K. R. Síðan var þrístökk og vann það Sig. FinnSson, stökk 12.66 metra. Anton Björnsson (K. R.) stökk 12.42 m. og Grímur Hvannberg (Á.) stökk 11.31 m Síðast var 400 m. hlaup og var fyrstur Janus Eiríksson á 58.8 sek. Þar næst Anton Björnsson á 58.9 sek. og þriðji'Sig. Finnsson á 59.4 sek. Mótið heldur áfram í kvöld. Jarðskjálftar á sunnudag og í gær Asunnudagskvöldið kom dálít- ill jarðskjálftakippur hjer í Reykjavík, en ekki var hann meiri en svo, að margir urðu hans alls ekki varir. Aftur á móti var hann miklu snarpari austan fjalls, eiríkum í Hveragerði og við Ölfusá, en þó mun hann ekki hafa valdið þar neinu tjóni. Hann fanst líka á Eyrarbakka, Stokkseyri, í Gríms- nesi og víðar. í fyrri nótt fundust við og við kippir í Hveragerði og einn nokk- uð snarpur um kl. 8 í gærmorgun. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Svanfríður Hjartardóttir og Pjet- ur Þ. J. Gunnarsson kaupmaður. Þau eru nú stödd á Yestfjörðum. Þriðjudagur 15. ágúst 1939- Samninpar Breta og Japana stranda / r?í v Japanskar æsingar gegn Bretum. Á kröfuspjöldunum stendur: „Knock down Britain'' sem þýðir: Komið Bretlandi á knje. Fulltrúar Japana hverfa til Tientsin Fulltrúar japanska hersins í Tientsin, er sendir voru á ráðstefnuna í Tokio, hjeldu aft- ur til Tientsin í morgun. Domei- frjettastofan segir, að þeir hafi farið, þar sem þeir hafi ekki sjeð neinar líkur fyrir því, að samkomulagsumleitanirnar yrði teknar upp aftur í bráð, þar sem lokafyrirskipanir til bresku fulltrúanna hafi enn ekki borist frá London. Japönsku fulltrú- arnir segja, að öll ágfeinings- atriði verði að leysa í einu. Andbresk fjelög hjeldu fuiid í Tientsin í gær og tóku ákvörð un um, að herða andróðurinn gegn Bretum. Helmingur jap- anskra borgara í Peiping tók þátt í áróðursfundi gegn Bret- um í gær . ,, ,, Alt fór fram tiltölulega frið- samlega í Shanghai í gær, én nú voru tvö ár liðin frá því að styrjöldin byrjaði þar. Japansk ir unglingar og nokkrir Kínverj-! ar og Hvít-Rússar fóru í kröfu göngu og báfu kröfuspjöld með áletrunum um að verjast gegn Chiang Kai-Shek. y Öll vágnaumferð hefir verið stoðvuð um brúna milli jap- ánska hverfisins og breska for- íjettindasvæðisins, vegna flóða. Mikið tjón varð á húsum am- erískrar trúboðsstöðvar í Chang chow í Suður-Kína í gær. Afstaða ]apana til Evrópu Japanska utanríkismálaráðu neytið er að ganga frá ákveð- inni stefnuskrá gagnvart Evr- ópu. Sagði Hiranuma forsætis- ráðherra í gær í viðtali við blaðamenn, ' að grundvöllur stefnuskrárinnar yrði samþykt ríkisstjórnarinnar í júní. Um, fund stjórnarinnar þá var engin opinber yfirlýsing gefin út, en það var sagt, að stjórnin hefði hafnað tillögu um algert hern- aðarbandalag við Þýskaland og Italíu, en hinsvegar veita þeim takmarkaðan stuðning. (FÚ). Eru nýjar leiðir færar? London í gær. FÚ. ir Robert Craigie, sendiherra Breta í Tokio talaði í dag við Kato ráðherra, aðalsamninga mann Japana. 'Ræddu þeir um hvort hægt væri að taka upp samkomulagsumleitanir á ný bráðlega. Hefir ekki verið kunn- gert, að hvaða piðurstöðu þeir komust. Aðalfulltrúi fulltrúa hermála- stjórnarinnar japönsku í Tient- sin, sagði í dag í viðtali við blaðamenn, áður en hann lagði af stað til Tientsin, að hann kynni vel að meta einlægan vilja Sir Roberts Craigie til þess að leiða til lykta deiluna í Tientsin, en harmaði það, að breska stjórn in gæti ekki látið sér skiljast, að nýtt viðhorf hefði skapast í Austur-Asíu. I dag er búist við, að haldinn verði fjölmennur fundur og kröfugöngur í Tientsin, til þess áð láta í ljós vanþóknun á stefnu Breta, og breskir hermenn eru á vérði í útjöðrum breska forrétt- indasvæðisins. Borgarráðið í Shanghai hefir ákveðið, að leyfa ekki neinum flóttamönum frá Evrópu að setj- ast að í alþjóðahverfinu. Frönsku yfirvöldin hafa tekið samskonar ákvörðun fyrir forrjettinda- svæði sitt og Japanir hafa bann- að, öllum flóttamönnum að setj- ast að á sínu svæði. Knattspyrnumennirnir fóru ut- an með Goðafossi í gærkvöldi. Ilafði mesti fjöldi fólks safnsat saman á hafnarbakkanum til þess að kveðja þá. Benedikt G. Waage, forseti 1. S. í., kvaddi þá með ræðu og ósltaði þeim allra heilla á ferðalaginu, en mannfjöldinn tók undir með ferföldu húrra- hrópi. Olafur Sigurðsson farar- stjóri þakkaði og síðan hrópuðu þeir fjelagar húrra fyrir Reykja- vík, og svo sungu þeir nokkur lög á meðan skipið skreið út höfn- ina. VeiHihorf* ur balna Gott veðnr og sild víða Siglufirði í gær. Um helgina hefir borist hingaS' talsvert af síld til söltunar, ert ekkert í bræðslu Á laugardaginn voru saltaðar 2611 tunnur, þar af' reknetjasíld 1274 tunnur. Á sunnur- daginn voru saltaðar 3614 tunnur, mestmegnis reknetjasíld. í dag hefir verið fremur góð rek- netjaveiði, og nokkur skip komu í ‘gærkvöldi og í morgun með herpi- nótarsíld. Talið er áð 120 skip stundi nú> reknetjaveiðar hjeðan. I dag liafa borist góðar síldar- frjettir af miðunum. Á mörgum: stöðmn hefir síld sjest og náðsú Veiðiveður er gott, logn og hæg- viðri. Djúpavík í gær. Síðast liðinn sólarhring hefar komið hjer á land 800 mál í bræðslu og saltaðar voru 582 tunn ur á sama tíma. Alls hefir þá verið saltað hjér £ 4730 tunnur. Síldin veiðist nú við Vatnsnes; og eru veiðihorfur sæmilégar. Veð>- ur er hjer gott, lygnt og milt. f Keflavík fell 7 ára drengur sem Ægir heitir, í sjóinn við svo- nefnda Grófarbryggju s.l. laug- ardag. Var hann ósyndur og sökk þegar. Gunnar Þorsteinsson, er var að vinna skamt þaðan, varpaði sjer þegar í sjóinn, náði drengn* um og gerði á honum lífgunar- tilraunir og lifnaði hann við eft- ir nokkra stund. (FÚ) Minningarrit Kvennaskólans á Blönduósi var gefið út í sumar í tilefni af 60 ára afmæli skóláns. Ritið er saga kvennaskólanna á Norðuriandi, yfir tímabilið frá 1879—1939. Bókin er prýdd fjölda mynda og byrjar með tveimur á- gætum kvæðum. Minningarritið fæst keypt hjá Jónínu Pjeturs- dóttur, Gimli, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.