Morgunblaðið - 30.08.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1939, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAi/IÐ Miðvikudagur 30. ágúst 1939 KVEMÞIOÐIM OQ EIEIMILIIÍ Ef sM skellur é - - ALLIR tala nú um stríð, og er það síst að undra, því að út- litið er hið ískyggilegasta. Islenska konan er að því leyti ibetur sett en stallsystur hennar í flestum öðrum löndum, að hún þarf ekki að óttast, að stríðið kalli á eiginmann hennar, sonu, xmnusta eða nánustu ástvini, til varnar fyrir föðurlandið. Engu að síður hlýtur það að hafa mörg og víðtæk áhrif á íslensku konuna, ef heimsstyrjöld skyldi hrjótast út. Það mýndi hitta hvert einasta heimili á landinu. Myndi þá reyna mjög á ráðdeild og fyrirhyggju húsmóðurinnar. Sumar húsmæður eru þannig settar, að þær hafa næg peningaráð og allsnægtir af ■öllu. Þær geta því birgt sig og ■sín heimili upp og látið þar við sitja. En óskandi væri, að engin húsmóðir notaði sjer þessa að- stöðu, því að hinar eru margfalt fleiri, sem verða að taka því sem nð höndum ber. Þær hafa engin peningaráð og geta því ekki birgt *ín heimili upp. En eitt er það, sem allar hús- mæður, hvar sem þær eru búsett- M á landinu, geta áorkað og unn- íð með því landi og þjóð meira gagn en nokkur annar, ef þær «ru einhuga og sámtaka. Þær geta stuðlað a.ð því, að á heimilunum sje notað sem allra mest af þeirri fæðu, sem til er í landinu sjálfu. Ef húsmæðurnar vildu vinna að jþessu með einbeitni og fyrir- hyggju, myndi það stórlega ljetta erfiðleikana, ef stríð skyldi brjót- ast út. Og það er alveg víst, að þær gætu unnið stórvirki á þessu sviði, ef viljinn er sterkur og þær vinna einhuga og samtaka. Við höfum verið svo hamingju- söm, að hafa haft hjer eitthvert það besta og yndislegasta sumar, sem þekst hefir. Móðir jörð gefur því meiri og betri uppskeru en venjulega. Alt þetta á húsmóðirin að geta notfært sjer í ríkum mæli, ef hún hugsar sín ráð í tíma og þreytir samkvæmt því. En til þess að eng- In húsmóðir þurfi að verða útund- ;an, væri athugandi, hvort húsmæð- rnr innan hverrar sveitar og kaup- .staðar ættu ekki að mynda með sjer einhvern fjelagsskap, fleiri •eða færri, þar sem þær í samein- Ingu reyndu að stuðla að því, að þjóðin gæti sem mest búið að sínu á erfiðleikatímum. & l Hinn sportlegi filthattur er altaf í tísku — heldur kollhærri, með breiðara barði en áður fyr. 7 • • ■ ’■ : * : •' : • I í * • '■ O/ Hattatískan i haust Samtal við frú Gunnlaugu Briem Hvað getið þjer sagt okkur um hattatískuna í haust?, spurðum vjer frú Gunnlaugu Briem, sem er nýkomin heim úr ferðalagi um Norðurlönd, Þýskaland og England. Sagðist henni svo frá: — Hattatíska haustsins hef- ir færst í skynsamari átt frá vor- og sumartískunni. Hattarn- ir eru nú ekki eins íburðarmikl- ir og áður. Þeir eru flestir frek- ar „sportlegir“ í sniði, dýpri í hnakkann en áður og sitja því vel. Nú er gerður meiri grein- armunur á daghatti og kVöld- hatti. Eru kvöldhattarnir minni og með meira skrauti. Svartur litur tíðkast meir en nokkru sinni áður. Brúnt er aftur að koma í tísku, en undanfarið hefir sá litur orðið að þoka fyr- ir dökkbláu. Annars eru nýir litir: Bordeaux, porto, milli- |l| blátt, fjólublátt, beige, vieux rose og grátt. Nýu hattarnir samsvara vel kröfum tímans og veðurfarsins; .Filthattur með skygni og mjög þeir eru hentugir, klæðilegir ogl háum fjöðrum. við allra hæfi. Langtum betri og bó ekki dýrari. Fæst aðeins í dósum og pökkum, en ekki í lausri vifft. Gefum 10% afslátt frá deginum í dag og alla næstu viku af Drengja og telpu peysum og sokkum mjög mikið úrval. Hlin. Laugaveg 10. Grænmetisrjettir Hjer eru nokkrir grænmetis- rjettir, sem auðvelt er að búa til: BLÓMKÁL og RÆKJUR. Blómkálið er soðið og búinn til þykkur jafningur úr smjöri, hveiti og mjólk. Niðursoðnar rækjur eru hitaðar upp, og þeim stráð yfir. Svolítið smjör sett út í sósuna og henni síðan helt yfir att saman. BLÓMKÁL OG RÆKJUR MEÐ MUSSELINSSÓSU. Þetta er fallegur rjettur á að líta. Stórt, soðið, kalt blómkálshöfuð er sett á mitt fat. Grænum salat- blöðum, með rækjum á, raðað í kring, og kaldri musselinssósu helt yfir. Musselinssósa: 300 gr. smjör, 3 eggjarauður, salt, pipar, 2 d. rjómi, iy2 matsk. edik, l1/^ matsk. vatn. Edikið og vatnið, kryddað salti og pipar, setjist yfir eld, í gler- uðum potti og látið sjóða. Pott- urinn settur ofan í annan pott méð sjóðandi vatni og eggjarauð- unum og 1 matsk. af vatni hrært rösklega út í. Þegar eggjarauð- tirnar hafa hlaupið saman eins og krem, er smjörið sett saman við smátt og smátt og þeytt vel í. Og að síðustu, áður en sósan er borin fram, er stífþeyttur rjóm- inn settur saman við. HEITUR RJETTUR ÚR SPÍNATI OG BLÓMKÁLI. 1 kg. af spínati er hreinsað, skolað og þurkað svolítið við hita. Safinn pressaður úr og spínatið skorið niður, ekki mjög smátt. Þá er það lagt í smurt eldfast mót, og soðið blómkál tekið í sundur í smágreinar og lagt yfir. Úr 40 gr. af smjöri, 40 gr. af hveiti og mjólk tða rjóma er bú- inn til þykkur jafningur, sem kryddaður er með salti, sykri og 2—3 matsk. af rifnum osti. Sós- unni helt yfir blómkálið og spín- atið og mótið síðan látið standa í heitum ofni í y klst. AMERÍSKT SELJURÓTAR- SALAT. Seljurót er skorin í mjóar ræm- ur og mayonnaise krydduð svo- litlu ediki, sinnepi og salti. Síðan er selleríið sett út í sósuna, ásamt harðsoðnum söxuðum eggjum. Salatið er framreitt þannig, að það er sett í hrúgu á kringlótt fat, en í kringum það er raðað niðurskornum tómat og soðnum kartöflusneiðum Ágætt með kaldri steik og sult- uðum gúrkum. Hjúkrunarkonan Hæðir, jöklar, hlíðar, sund, heilsa gestnm Norðurlanda_ Gefi ykkur gull í mund, góð og fögur morgunstuud. Klæðist skarti Garðarsgrund, geislar skreyta vog og sanda. Hæðir, jöklar, hlíðar, sund heilsa gestum Norðurlanda. ísland rís úr ægi blá, óskadísir landsins kalla: „Líknið þeim, er lífið þrá“, leiðarstjörnur himni frá vísa rjetta vegi á. Verndið þá, er sjúkir falla. Island rís úr ægi blá, óskadísir landsins kalla. Þið sem græðið þrautir, mein, þjóðin merki ykkar hefji. Vaxi saman grein við grein, göfgist, þroskist hver og ein. Hulin vætt í hverjum stein heillakrans af blómum vefji. Þið sem græðið þrautir, mein, þjóðin merki ykkar hefji. Sólveig Hvannberg. Nauösynlegt Fæst bæði í pökkum og baukum. Lanolin-púður á brúna og sólbrenda húð. Lanolin-skinfood.' Dagkrem í eðlilegum húðþt. MUNIÐ ------að hægt er að ná máln- ingu af höndunum með terpentinu og ávaxtablettum (eftir að hafa tínt ber og sultað) með sítrónu, eða sterku te. Úr ediki er líka gott að þvo hendurnar eftir vinnu í mold. A U G A Ð hvíliit með gleraugnm frá THIELE Nýar gúmmívöi Baðhettur, margar teg. Gúmmíbuxur, margar t< Gúmmíhanskar, margar Gúmmítúttur og Gúmmísnuð. L&ugaveg 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.