Morgunblaðið - 30.08.1939, Blaðsíða 6
,6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. ágúst 1939
Minningarorð um frú
Guðrúnu Ólafsdóttur
Hun andaðist í sjúkrahúsinu
í Siglufirði hinn 22. þ. m.
Frú Guðrún var fædd 27. nóv.
1893 að Litla-Skarði í Stafholts-
tungum. Foreldrar hennar voru
Ólafur Kjartansson bóndi þar
og kona hans þórunn Þórðar-
dóttir. Voru systkinin alls átta.
Eru sex þeirra á lífi og öll bú-
sett í Reykjavík.
Níu ára misti frú Guðrún föð-
ur sinn og fór þá í fóstur að Sól-
heimatungu til hjónanna Jónas-
ar Jónssonar og Kristínar Ólafs-
dóttur, er gengu henni í for-
eidra stað.
Haustið 1915 giftist hún Ósk-
ari Halldórssyni útgerðarmanni.
Varð þeim átta barna auðið og
eru sjö þeirra á lífi, hið elsta
jum tvítugt og yngsta 9 ára.
Frú Guðrún var fríðleikskona
mikil, prýðilega greind, glað-
lynd og skemtileg. Hún barst
lítið á, undi best á heimili sínu,
var trygg vinum sínum og kunni
best við sig í þeirra hópi.
Starf hennar var sem margra
annara húsfreyja á heimilinu,
enda kom á hennar herðar að
sjá um stjórn þess, þar sem
maður hennar var lengstum
bundinn við umsvifamiklar og
margbrotnar framkyæmdir og
ferðalög bæði utanlands og
innan.
Til Siglufjarðar fór hún nú í
sumar með manni sínum, enda
var það venja hennar að dvelj-
ast þar með honum um síld-
^veiðitímann. Engum mun hafa
til hugar komið er hún fór norð-
ur hress og glöð, að sú yrði hin
síðasta för hennar.
Frændur og vinir bera hana
til grafar í dag.
Allir, sem frú Guðrúnu þektu
munu það mæla, að hún hafi
verið góð kona. M. O.
Ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
til þess að tryggja áframhaldandi
aukna kartöflurækt, þótt aðflutn-
ingar til landsins yrðu erfiðleik-
ura bundnir.
Ríkisstjórniji vann að því á sín-
-um tíma, að innkaupum til sjálfr-
ar framleiðslunnar yrði hraðað fyr
ir suinarið, og upp tir mánaðamót
unum júli—ágúst átti hún viðræð
ur við innflytjendur slíkra vara
um að hraðað yrði innkaupum til
vetrarins.
Með bráðabirgðalögum og reglu
gerð, sem öðluðust gildi í dag,
hefir verið bánnaður útflutningur
vissra vörutegunda, nema með
sjerstöku leyfi stjórnar’innar. Enn
fremur er með þessum fyrírmæl-
um komið í veg fyrir að seld sjeu
út úr landinu kol og aðrar nauð-
synjavörur.
Ríkisstjórnin hefir undirbiiið
ráðstafanir til þess að skamtaðar
verði helstu nauðsynjavörur er-
lendar, ef til ófriðar kemur. Er
alt undir það búið, að slíkar ráð-
stafanir geti orðið framkvæmdar.
Þó mun það taka nokkurn tíma
að koma þeim að fullu í fram-
kvæmd, og hefir ríkisstjórnin því
tilbúnar ráðstafanir til bráða-
birgða, sem framkvæmdar yrðu
uns hinni endanlegu skömtun yrði
komið á.
Eru þessar skömtunartillögur
fyrst og fremst miðaðar við það,
að birgðir þær af erlendum vörum
í landinu, sem fyrir eru og flytj-
ast kunna til landsins, skiftist sem
jafnast milli manna. Þegar skömt-
unin hefst verður það nákvæmlega
athugað hversu miklar vörubirgð-
ir eru til, ekki aðeins í verslunum,
heldur einnig á heimilum manna,
og tillit tekið til þess við úthlut-
un skömtunarseðla, enda er því
hjer með sjerstaklega beint til
kaupfjelaga og kaupmanna að
varna því, að nokkur óeðlileg við-
skifti eigi sjer stað á meðan sú ó-
vissa ríkir, sem nú er.
Ríkisstjórnin telur sjerstaka á-
stæðu til þess að taka það fram
að lokum, að hún álítur ekkert
tilefni til þess að óttast skort nauð
synlegra matvæla þótt aðflutning-
ar kynnu að verða erfiðir á ófrið-
artímum, þótt hítt sje jafnframt
vitanlegt, að undir slíkum kring-
umstæðum yrðu menn að neita
sjer um margt, sem menn venju-
lega telja þarft.
Yæntir ríkisstjórnin þess, að
ráðstafanir þær, sem nauðsynleg-
ar kunna að þykja, mæti skilningi
og velvilja manna
Börnin í „Grænuborg“ ganga í
einfaldri röð inn að matarborðinu.
Sumarstarfsemi
Barnavinatjelagsins
FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU
sandkössum o. s. frv. Og auk
þess hafa þau skúra og tjöld,
þar sem þau geta leitað afdreps
ef veður er ekki nógu gott til
þess að þau geti verið úti. Þá
hefir og verið lögð áhersla á að
láta börnin fara í gönguferðir,
vera í sólbaði, og stundum hafa
þau fengið að vaða og synda í
sjónum.
Yfirleitt. er reynt að láta
börnin hafa sem mes t fyrir
stafni, þó sjeu þau frjáls, og
reynslan er sú, að þau hafa
haft mjög gott af dvöl sinni á
barnaheimilunum, bæði uppeld-
islega og heilsusamlega.
í sumar hafa börnin t. d.
þyngst að meðaltali á mánuði
um 600 gr.., en sum alt að 5
pundum á tveimur mánuðum.
Starfsdagur heimilanna byrj-
ar kl. 9 að morgni. Þá koma
börnin, og er þeim þá fyrst gefið
lýsi og hafragrautur að borða.
Kl. 12 á hádegi þorða þau mið-
degisverð og mjólk og brauð kl.
4. Áður en þau fara heim, kl. 6
að kvöldi er þeim öllum þvegið
og ræst upp eftir dagsins leik
og vinnu. En um miðjan dag eru
þau yngstu látin sofa og hvíla
sig.
¥
Fult gjald fyrir börnin á
mánuði er reiknað um 30 krón-
ur, en fæstir aðstandendur hafa
greitt fyrir börnin að öllu leyti.
Sumir greiða eitthvað eftir efn-
um og ástæðum, og aðrir ekki
neitt. En eftir því' sem Stein-
grímur Arason, form. „Sumar-
gjafar“ sagði frjettaritara Morg
unblaðsins, hafa aðstæður
mæðra sjaldan virst eins erfiðar
og nú í sumar, og urðu forráða-
menn heimilanna að neita
fjölda roörgum um dagvist fyrir
börn.
Frá því opinbera hafa heim-
ilin haft um 8000 kr. styrk í
ár, en að öðru leyti hvílir allur
kostnaður á Barnavinafjel. Sum-
argjöf.
★
Stjórn Sumargjafar skipa nú,
Steingr. Arason, form., Isak
Jónsson, gjaldkeri og Arngrím-
ur Kristjánsson, ritari. Með-
stjórnendur: Síra Árni Sigurðs-
son, Gísli Jónasson, yfirkennari,
Ragnhildur Pjetursdóttir og
Jarðdís Bjarnadóttir.
Barnastúkurnar Svava og Díana
ætla að fara í berjaferð austur í
Ölfus á sunnudaginn kemur, ef
veður leyfir.
Ræða Chamberlains
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
borgaranna — væri alt til ta*lrs,
hvað aem fyrir kynni að koma.
„Vjer Bretar erum seinir að
taka ákvarðanir, en vjer erum
líka seinir til að skifta um skoð-
un. Ilvort til styrjaldar dregur
eða ekki, er enn óvíst, en vjer von
um enn og vinnum að því, að frið-
ur haldist og fylgjum þeirri
stefnu, sem vjer höfum tekið“.
St j órnar andstæðing ar
sammála.
Arthur Greenwood, formælandi
verkamannaflokksins, sagði að
verkalýðurinn mundi ekki í neinu
láta neinn bilbug á sjer finna, og
halda fast við þá ákvörðun, að
vinna gegn ofbeldinu. Dyrnar til
samkomulags eru enn opnar, sagði
hann. Ef þær lokast, skulum vjer
vona að engill dauðans verði skil-
inn eftir utan þeirra.
Hann sagði ennfremur, að Pól-
land ætti ekki fyrir nokkurn mun
að fylgja í gröfina þeim löndum,
serrij þegar væru orðin herfang of-
beldisins, og ef ekki tækist að
koma í veg fyrir stríð, fjelli á-
byrgðin á einn mann — og einn
mann aðeins.
Sir Archibald Sinclair talaði
fyrir frjálslynda menn í stjórnar-
andstöðu, og sagði, að ábyrgðin
af styrjöld, ef til hennar kæmi,
hvíldi á ITitler einum.
Það er búist við að þingið verði
ekki kvatt saman fyr en næstkom-
andi þriðjudag. (FÚ)
MUSSOLINI ÓTTAST
STRÍÐ.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
upptæk í dag, vegna þess, að
þau lýstu útlitinu of ískyggi-
lega. „Popolo di Roma“ birti
á forsíðu stóra fyrirsögn: StríS?
Signor Attolico, sendiherra
ítala í Berlín var í morgun
skýrt frá efninu í svari Breta
við orðsendingu Hitlers. Sím-
aði hann það þegar í stað til
Mussolinis og skömmu síðar
símaði Mussolini til Hitlers, og
Ijet í ljós álit sitt á því.
Eins var það í kvöld, að strax
eftir að þýska stjórnin hafði af-
hent Sir Neville svart sitt, var
Signor Attolico skýrt frá efni
þess og símaði hann það þegar
í stað til Rómaborgar.
Menn hafa undrast það, hve
litlar stríðsráðstafanir hafa ver-
ið gerðar fram til þessa í Róma-
borg. En í gærkvöldi fór að
verða vart fyrstu loftvarnaráð-
stafana í borginni og í kvöld
,er borgin í myrkri vegna loft-
varnaæfinga.
í dag var veitingahúsum í
landinu bannað að framreiða
nema einn rjett af kjöti eða
fiski.
75 ára:
Einar Ingjaldsson
Bakka
Einar er borinn- og barnfæddur
Akurnesingur, og hefir alið
þar allan aldur sinn.
Hann var afburða duglegur mað
ur. Sjómaður frá 13 ára aldri.
Varð formaður nokkuð innan við
tvítugt, happasæll og harðvítúg-
ur og gerði það með mikilli prýði
alt fram að sjötugu, er hann hætti
að stunda sjóiun.
Einar var mjög góður stjórnari
á opnum skipum. Fórst honuni
líka vel iir hendi formenska á.
ínótorbátum eftir að þeir komu tii
sögunnar.
Einar keypti ásamt þremur öðr-
um fyrsta mótorbátinn sem kom-
til Akraness 1906 (lítill opinn bát-
ur). Hann gerði og áður tilraun
til ásamt öðrum manni að hafa
skútuútgerð á Akrnaesi. Áttu þeir
kúttarann Harld i 4 ár og gerðu
hann út frá Akranesi.
Einar hefir oft fengið „ágjöf“
bæði í sjósókn sinui og í lífinu yf-
irleitt. En hann hefir altaf stjórn
að skipi sínu vel. Erfiðleikarnir
stælt hann og aukið honum ás-
megin. Enda hefir ’ hann aldreí
volað framan í aðra út af erfið-
leikum sínum, heldur miklu frem-
ur vanið menn af þessháttar.
Akurnesingar hafa gert Einar
að heiðursborgara sínum. Er hann
sá fyrsti, sem hlotnast sá heiður.
Um leið og Akurnesingar óska
honum til heilla og hamingju á
þessum tímamótum, þaltka þeir
honum fyrir mikið og vel unnið
starf í þágu bygðarlagsins og óska
þess, að honum. meg’i hlotnast frið-
sælt æfikvöld eftir langa útivisfe
á úfnum sæ. Ó. B. B._
Áttræðisafmæli
Guðbjartur Guðbrandsson frá;
Fjallaskaga í Dýrafirði
verður áttræður í dag. Hann hefir
dvalist hjer í bænum um 25 ára
skeið og er mörgum að góðu kunn-
ur, sjerstaklega þeim, sem taka í
nefið, því að hann hefir skorið
manna mest og best tóbak' og haft
af því atvinnu í ellinni.
Hann er sífelt ljettur í lund,
kátur og glaðmáll við hvern sem
hann talar. Vitnar hann þá oft í
ljóð og bögur, því að hann kann
einhver ósköp af allskonar skáld-
skap, og hefir yndi af honum, og
þó eínkura hnyttunm og skemti-
legum lausavísum. Það má til
sanns vegar færa um: hann, að
andinn lifir óbeygður, þótt höfuðið
verði lotið og hárið þynnlsfe og:
gráni.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
á Austurvelli í kvöld kl. 8^/2, ef
veður leyfir.
Umbúðakassar
tll notkunar á ferðalögum og
í heimahúsum.
Reykjavfkur flpótek
H júkrunardeildin.
Kjoitunnur
Útvegum kjöttunnur, heilar og hálfar.
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
m..... -.... -......... *