Morgunblaðið - 30.08.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.08.1939, Blaðsíða 5
Miðvlkudagur 30. ágúst 1939 5 = $Horflu»Ma$ið = Otgef.: H.f. Arvakur, R«vkl«vlk. Ritstjðrar: Jðn Elartanaaoa oc Valttr Bt«f*naaon (ákTTfHnuíw). Auglýsinger: Árnl ÓU. Rltstjðrn, euslýalnamr or efrralOaie: Aoatnratnetl S. — Slnl MM. Áskriftarkleld: kr. t,00 á aaknnOl. í lausaaölu: 15 anra alntaklö — SS anra aaaO Laabðk. ÞJÓÐNÝTINGAR-KAPPHLAUPIÐ SÍLDIN er dutlungafull. Hún gefur vísindamönnum langt nef og skeytir engu spádómum þeirra og fullyrðingum. Hún fylgir engum lögmálum, sem við þekkjum. Ef til vill væri rjettara að orða þetta þannig: Hún fylgir sínum eigin lögmál- um, sem við þekkjum ekki og botnum ekkert í. Hitt vitum við íslendingar, að þegar vel gengur getur síldin verið sá fjársjóður fyrir okkar iand, áð við getum orðið auð- ug þjóð áður en við vitum af Kunnugir hafa reiknað út, hvað .tniklu nemur það útflutnings- verðmæti, sem síldin getur gefið á einni viku, með þeim skipa- stól og verksmiðjum, sem við höfum nú yfir að ráða. Þeir hafa komist að þeirri niður- ^stöðu, að það aflamagn, sem verksmiðjurnar geta brætt einni viku, að viðbættu því, sem þrær geta geymt og skipaflot inn ;haft í sjer, geti, ef vel veið ist í byrjun hrotu, gefið a. m. k. 7 miljón króna útflutnings- verðmæti, með verðlagi því, sem nú er á afurðunum. Og er þá ■ allri saltsíld slept. Það svarar til einnar miljónar króna út- :flutningsverðmætis á dag! Skyldi no.kkur þjóð í víðri veröld, með sama fólksfjölda ■ og við íslendingar, geta sýnt sama? Vissuleg ekki. Tölur þær, sem nefndar voru hjer að framan sýna, hve geysi miklir möguleikar eru tengdir rVið þenna tiltölulega unga at- vinnuveg okkar íslendinga. En hitt ætti okkur að vera fullljóst, . að það er óvarlegt og óhyggi- legt, að byggja alla afkomu þjóðarbúskaparins á þessum at- vinnuvegi einum. Síldin er dutl- ungafull og óútreiknanleg. Þau . ár geta komið og hafa komið, sem síldin hefir alls ekki sýnt ; sig og veiðin því gersamlega brugðist. Síldveiðin er því áhættusamur ;Ætvinnuvegur, sem þjóðarbúskap urinn má ekki byggja á ein- göngu. Að vísu hefir mjög verið dregið úr áhættunni með bygg- ingu verksmiðjanna. En bregð- ist síldin alveg, eitt eða fleiri ár, myndi það að sjálfsögðu verða mikið áfall fyrir verk- smið j urnar. Vegna fátæktar þjóðarinnar og skorts á fjármagni í landinu, hefir ríkið hin síðari ár orðið að hafa forystuna í byggingu síldarverksmiðja. Um þetta hef- ir aldrei staðið neinn ágrein- ingur miilli stjórnmálaflokk- anna. Þeir hafa allir verið sam- mála um, að eina leiðin til þess að koma upp nægilegum verk- smiðjum í landinu væri sú, að ríkið kæmi verksmiðjunum upp. Um hitt stóð .ágreiningur á .sínum tíma, hvaða fyrirkomulag skyldi hafa á rekstri þeirra verksmiðja, sem ríkið kæmi upp. Sjálfstæðismenn vildu, að útvegsmenn og sjómenn hefðu rekstur verksmiðjanna með höndum. En þáverandi stjórn- arflokkar vildu hafa ríkis rekstur á verksmiðjunum.Þeirra stefna sigraði, þótt síðar hafi verið dregið úr áhættu ríkisins af rekstrinum. * Sjálfstæðismenn eru enn sem fyr sömu skoðunar um það, að heppilegast myndi vera, allra hluta vegna, að rekstur síldar- verksmiðjanna væri í höndum einstaklinga. Af því leiðir líka það, að það getur aldrei verið stefnumál Sjálfstæðisflokksins, að farið verði nú að færa út kvíarnar hvað þjóðnuýtinu þessa atvinnugreinar snertir, þannig, að í viðbót við ríkisreksturinn komi einnig víðtækur bæjar- rekstur á síldarverksmiðjum, eins og nú er stefnt að með miklu offorsi og ofurkappi. Fyrir ríkið sjálft er þessi þjóð nýtingarstefna enn háskalegri en hin fyrri, sakir þess, að ríkið hefir hjer enga hlutdeild í rekstrinum, en á því hlýtur skellurinn að lenda, beint og óbeint, ef illa gengur. Allir eru sammála um það, að auka beri afköst síldarverk- smiðjanna. Og þar sem það er að lögum lagt á vald ríkisstjórn- arinnar, að segja til um það, hvar aukningin skuli vera, ber ríkisstjórninni í úrskurði sínum að fara eingöngu eftir því, hvar þörfin er mest aðkallandi. Sjómenn, útvegsmenn og yf- irleitt allir, sem skyn bera á þessi mál, eru á einu máli um, að þörfin fyrir aukningu verk- smiðju sje mest aðkallandi á Raufarhöfn. Reynslan í sumar hefir einnig skorið svo afdrátt-1 arlaust úr um þetta, að hjer ætti enginn ágreiningur að geta komist að. Nú vinnur ríkisstjórnin að því af fullum krafti, að fá reista stóra og fullkomna verksmiðju á Raufarhöfn fyrir næsta sumar. Ættu allir að stuðla að því, að þetta gæti orðið. Og víst er, að sjómenn og útvegsmenn myndu alment og einhuga fagna slíkri verksmiðju. Pað voru konungssinnar, íhaldssamir Iýðveldis-" sinnar, „traditionalistar“ og fasistar sem studdu byltingu Francos hershöfðingja. Og hver þessara flokka hafði sína skoðun á því hvernig stjórna bæri ríkinu. Fyrir tveimur árum neyddi Franco foringja þessara flokka til þess að hverfa frá sjerskoðunum þeirra og sameinast í einn flokk,_ „Falange Espanola Tradicional- ista“. Primo Rivera yngri hafði upphaflega stofnað fasistaflokk- inn spánska og urðu hinar 26 greinar hans stefnuskrá nýja sam- einingarflokksins. Að vísu hafði Franco slegið ýmsa varnagla við róttækum fasisma, en þó var það bersýnilegt, að margir íhaldsmenn voru miður ánægðir með stefnu- skrána. Eitt dæmið um kurr þann sem var meðal íhaldsmanna var það, er Fal Conde, fremsti maður- inn, í flokki „traditionalista“ neit- aði að vinna eið þann, sem kraf- ist var af meðliinuun æðsta ráðs- ins. Hann neitaði því þá og neitar því enn. einingur sigur- vegaranna Konungssinnar og fascistar á Spáni sem menn hafa búist við lengi, muni hafa í för með sjer, að í stjórnina komi konungssinnar, sem hafa sterkari gömul tengsl við gömlu samherjana en nýju 'böndin við stjórnarsamsteypuna eru. Vitanlega verður það vafa- samt hvort áhrif þeirra geta ráðið úrslitum. Það virðist svo, sem á- kvörðuninni um, hvort Spánn eigi að verða konungsríki á ný, hafi verið frestað um óákveðinn tíma. En sumir vilja telja það, sem fram vindur merki þess, að Franeo haldi konungssinnum og hernum til baka með vilja, til þess að hafa þá til taks ómengaða, ef tilraunin anlega hráefni,"*vjelar og fleira áríðandi. Og fyrst nú hafa Franeo og ráðgjafar hans orðið að koma á matvælaskömtun. Eignir erlend- is eru hverfandi og útflutnings- magn landsins hefir rjenað stórmn eftir þriggja ára látlausa eyðilegg- ingu. Iðnaðurinn hefir dregist aft- ur úr. Þegar Franco hershöfðingi fór að athuga þetta mál komst hann að þeirri algengu ályktun að ráð- ið væri að hefta allan ónauðsya- legan innflutning og styrkja út- flutningsframleiðsluna á alla lund. Landið verður að flytja inn ýms hráefni, einkum bómull, silki og með samfylkinguna skyldi renna fúll til að fullnægja þörfum íðn- Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssv., Kjalarness, Reykjan., Kjósar, 'Ölfuss og Flóapóstar. Þing vellir. Þrastalundur. Hafnarfjörð- ur. Þvkkvabæjarpóstur. Akranes. Borgarnes. Norðanpóstur. — Til Rvíkur: Mosfellssveitar, Kjalarn., Kjósar, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar. Þingvellir. Laugar- vatn. Þrastalundur. Hafnarfjörð- ur. Austanpóstur. Borgarn. Akra- nes. Norðanpóstur. Barðastrandar póstur. Snæfellsnespóstur. Stykk- ishólmspóstur. TSað sem gerst hefir síðan hefir sannað, að það var ekki að ástæðulausu að Fal Conde óttaðist um framtíð íhaldsstefnunnár a Spáni: Konungssinnunum hefir smám saman verið bolað burt úr áhrifastöðunum kringum Franco. Til dæmis hefir kenslumálaráð- herraembættið vei-ið tekið af don Pedro Sainz Rodriguez, sem var sterkasti maður konungssinnanna og hann gerður a,ð sendiherra í Buenos Ayres. Sá sem mestu ræð- ur um þessa breytingu er mágur Francos, don Ramon Serrano Suner. Hann er einskonar skifta- ráðandi í stjórnmálabúi Primo de Rivera og heldur mörgum taug- um í hendi sinni. Það hefir yfirleitt komið á dag- inn að þeir menn höfðu rjett fyr- ir sjer sem spáðu, að Spánn mundi hallast á sveif fasismans ef Franco sigraði. Konungdæmi og kirkja e.ru hyrningarsteinarnir undir stjórnmálastefnu konungssinna og „traditionalista“. En fasistastefnu- skráin minnist aðeins örfáum orð- um á kirkjuna og alls ekki á kon- unginn. Þegar Franco hjelt stefnu- ræðu sína í sumar mintist hann á hvorugt, og það er váfalaust, að það var af ásettu ráði gert. Hann ljet duga að leggja áherslu á, að nú mundi verða hafist handa um að gera áðurnefnd 26 atriði að kjarnanum í hinni nýju stjórnar- skrá Spánar. Það þurfti ekki að efast lengur. ★ onungssinnar hafa samt ekki mist alla von. Þeir menn sem stjórna Spáni í dag standa andspænis ýmsum viðfangsefnum, og það er alls ekki óhugsandi að breytingar verði á ráðandi stjórn- málastefnu. Navarra er háborg K „traditionalismans‘ ‘og það er ekki langt síðan að þess var krafist þaðan, að Gimenez Caballero, kunnur stjórnarleiðtogi, tæki aft- ur ummæli sem hann( hafði notað og Navarramenn töldu móðgandi við sig. Það er líka öiugsandi, að sú mannabreyting í stjórninni, út í sandinn. Þessar mismunandi skoðanir snerta einnig afstöðu Spánar til annara þjóða. íhaldsmenn segja, að gjörbreytingastefna samfylk- ingarinnar spönsku sje ekki ann- að en innflutt skran frá vinum hennar á Spáni og Þýskalandi. Kaþólska á Spáni langar lítið til að lenda í sömu fordæmingunni og trúbræður þeirra í Þýskalandi, fyrir trygga stoð þeirra við Fran- co .En hann hefir oftar en einu sinni látið uppi, að skoðanir hans á alþjóðamálum falla ekki saman við skoðanir páfastólsins. Á öðrum þræði eru margir Spánverjar þeirrar skoðunar, að það sem landið þurfi mest nú sje friður og endurreisn atvinnulífsins. Þeir menn vilja því helst losa uln þau tengsl, sem binda Spánverja þeim ríkjum, sem leggja mesta áhersl- una á yfirgang og vígbúnað. ★ ■Fxessa álits verður maður var hjá áhrifaríkum minnihluta, en meirihlutinn, sem er enn á- hrifameiri, stefnir í gagnstæða átt. Það er eins og þessir menn hafi slitnað úr sambandi við staðreynd- ir hversdagslífsins og hlusti ekki á annað en heilræði frá Róm og Berlín. Þeir fara ekki í launkofa með hve mikilli skuld Spánverjar standi í við Þýskaland og Ítalíu, og þegar Serrano Suner kom við nýlega í Gibraltar, á leið til Ítalíu, var hann hávær um það, að dagar niðurlægingarinnar væru taldir. Það þyrfti _ ekki að taka mikið mark á því ef ekki stæði svo á, að Franco sjálfur undirskrifar slík ummæli. Það er ekki langt síðan hann hvatti Spánverja til þess, að verjast öllum „umkring- ingarklækjum" sem hin „dulbúnu lýðræðislönd“ væru að reyna að koma í kring. ★ ík stefna lýsti sjer í ræðu Francos um fjárhagsmálin. Spönsku þjóðernissinnunum er loks nú farið að verða ljóst. að þeir verða að borga stríðið stofnananna og bæta úr atvinnu- leysinu. En vegna þess að Franeo ræður einn öllu er það auðvelt mál að skera annan innflutning niður, ef þjóðin fæst til að neita sjer um hann. En hinsvegar er hætta á, að þjóðin fari að þreyt- ast á þeim kreppuráðstöfunum, sem hún hefir orðið að búa við vegna stríðsins. Erfiðara mun reynast að fá út- flutningshjólið til að snúast. Fran- vill auðsjáanlega hafa sem L Og byltinguna. Landið vantar tilfinn- co minst mök við „dulbúnu lýðræðis- ríkin“, en það er erfitt að sjá, að hann geti fengið gjaldeyri anh- arsstaðar en hjá þeim. (Eftir grein í „The Times“). Umferðarvika I næstu viku Umferðarvikan, sem haldin var í fyrravor, í fyrsta skifti, og hlaut miklar vinsæld- ir, verður haldin aftur á þessu hausti og hefst næstkomandi sunnudag. Forráðamenn vikunnar hafa tjáð blaðinu, að álitið hafi verið heppilegra að hafa vikuna ekki ávalt á sama tíma árs, og verð- ur hún því að þessu sinni haldin að hausti til, m. a. með tilliti til þess, að þá verða skólarnir byrjaðir og einnig með hliðsjón af því, að áhersla verður á það lögð í þessari umferðarviku, að gæta þess að ljósaútbúnaður reiðhjóla sje í góðu lagi og að þess sje gætt að tendra ljósin á rjettum tíma, en á þessu hef- ir oft viljað verða misbrestur. Ýms önnur atriði hafa verið undirbúin vegna vikunnar, svo sem útvarpserindi, sýningar, máluð skilti o. fl. Aukið lög- reglulið mun leiðbeina almenn- ingi í umferðarreglunum á göt- um úti. Þá mun ,,Rafskinna“ fletta um 40 síðum, skreyttum nýjum umferðarmyndum, teikn- uðum af Tryggva Magnússyní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.