Morgunblaðið - 09.09.1939, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.09.1939, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. sept. 1939. Minningarorð um frú Sigurlaugu Pálsdóttur Idag verður jarðsungin frú Sigurlaug Pálsdóttir, síðari ikona Ásmundar kennara Gests sonar. Hún andaðist í Lands- spítalanum 2. þ. m. eftir 5 daga Jegu þar, en hafði áður legið TÚmföst heima í 3 mánuði. Sig- urlaug var fædd að Heiði í Mýr <Jal 9. apríl 1896, og voru for- eldrar hennar Páll bóndi Ólafs son (umboðsmanns á Höfða- brekku, Pálssonar prófasts 1 Hörgsdal) og kona hans Guð- rún Brynjólfsdóttir, bónda á Heiði, og var Sigurlaug elst ibarna þeirra. Guðrún ljest fyr- ir 20 árum (1919), en Páll er •enn á lífi, kominn hátt á átt- ræðisaldur. Er hann nú hjer síaddur til þess að fylgja dótt- ur sinni til grafar; hann er far- inn að kannast við þau, þungu sporin á eftir ástvinum sínum, þó að lund hans haldist enn þá ljúf og ljett. Sigurlaug giftist 15. júlí 1933 eftirlifanda manni sínum, Ás- rnundi kennara Gestssyni, er þá .átti heima á Laugavegi 2, og bjuggu þau þar lengst af, en fluttust síðar vestur á Seltjarn- arnes, og var síðasta heimili •þeirra í Breiðablikum í Sel- tjarnarnesshreppi. Þelm varð tveggja barna auðið, er heita iPáll Gestur (5 ára) og Guðrún ■Gerður (3 ára), yndisleg börn. Um frú Sigurlaugu má það með sanni segja, að hún var búin fjjeím bestu kostum, er góða eiginkonu og móður mega prýða. Hún ljet ekki mikið yf- Sigurlaug Pálsdóttir. ir sjer, en öllum vildi hún gott gera og allra mein bæta, og það vita þeir best, sem til þektu, að hvarvetna kom hún fram til góðs, og um alla híbýla- prýði var hún manni sínum svo samhent sem best mátti vera. Hún var skynsöm kona og á- gætlega að sjer til munns og handa, og svo þrekmikil var hún, að aldrei heyrðist til henn ar æðruorð, þótt dauðinn biði hennar svo að segja í hverju spori hin síðustu árin. Fyrir 2 árum tók hún brjóstmein, er ekki varð við ráðið, þótt lækn- inga væri leitað bæði hjer á landi og erlendis; en hún taldi ekki harmatölur sínar, heldur talaði hún kjark í alla, er um- gengust hana, og dayjandi var hún ástvinum sínum hin sama glæsilega fyrirmyndin, sem hún jafnan hafði verið. Vinur. Færeyjaför K.R.- inganna Samtal við fararstjórann CI æreyjafarar K. R. úr 2. * flokki komu heim með m.s. Dronning Alexandrine síðast. Láta þeir hið besta yfir förinni,' og var alstaðar tek- ið með mestu gestrisni, eftir því sem fararstjóri þeirra, Hersteinn Pálsson, sagði í viðtali við Morgunblaðið. Poul Nielasen lögþingsmaður tók á móti knattspyrnumönnunum, er þeir komu til Thorshavn og bauð þá velkomna og síðan var þeim skift niður á heimilin, þar sem þeir áttu að búa. Alls voru í för- inni 17 manns, 14 knattspyrnu- menn, fararstjórinn og þjálfarinn, Sig. Halldórsson, og kona hans. K. R.-ingarnir keptu eins og vit- að er 5 leiki, 3 í Thorshavn, 1 í Klakksvik og 1 í Trangisvaag. Var fyrsti leikurinn sá eini, sem keþt var eingöngu við 2. flokks lið, annars voru kapplið Færeyja blönduð mönnum úr 1. og 2. fl. — U.m knattspyrnumennina er það að ségja, sagði Hersteinn, — að þeir færeysku voru fljótari að hlaupa, þar sem þeir voru vanir völlúnum, þó að þeir væri< slæmir, — erfiðir og blautir, eftir rign- ingar — og úthaldsbetri. En ís- lendingarnir höfðu yfirburði, hvað meðferð knattarins og leik snertir. Fyrsta leikinn, í Thorshavn, unnu íslendingar með 3 -.0. En næsta leik, í Klakksvik, biðu þeir ósigur með 2:0, enda var völlur- inn mjög slæmur, ýmist stórgrýtt möl eða tún. Þó hefðu K. R.-ing- arnir án efa staðið sig betur, 'ef þeir hefðu verið betur sofnir og óþreyttir eftir ferðina. Þriðji leik- urinn var háður eftir að komið var til Thorshavu aftur. Sá leikur endaði með algerum sigri K. R,- inga, 9:2. Þá voru þeir farnir að venjast vellinum. Fjórði leikurinn, við 1. flokk Færeyinga, endaði með 1:3. Fimti og síðasta leikur- inn, í Trangisvaag, var einna sögu- legastur. Lengdi dómarinn þann leik um 4 mínútur, þegar íslend- ingar höfðu 1:0, og ljet ekki hætta, fyr en Færeyingar liöfðu einnig skorað mark. Út af þessu varð nokkur senna, segir Hersteinn, en alt endaði þó í sátt og samlyndi áður en yfir iauk. Áður en við forum frá Færeyj- um, vorum við leystir úr með gjöf- um. Flokknum var, eftír kveðju- sámsæti í Thobshavn, afhent af forseta I. S. F. bikar og smásmíði af vopnum, sem notuð eru við grindadráp, skutnll, hnífur, spjót og haki. En til minningar um ísland gáf- um við forseta í. S. F, og stjórn H. B., sem bauð K. R.-ingunum, K. R.-merkið og litla íslenska fána. í Thorshavn skildum við og eftir knött, sem allir knattspyrnumemi- irnir rituðu nöfn sín á. — Þið fenguð grindadráps- „vopn‘ ‘ — en sáuð þið grindadráp ? — Ónei, það var það eina, sfem var leiðiníegt í Færeyjum, að fá ekki að sjá grindadráp. En við fengum uppbót: Yið lærðum fær- eyska þjóðdansa og dönsuðum þá sumir af lífi og sál. ! Grand Hotel Kobenhavo rjett hjá aSSal jámbrautar- stöðinni gegnt Frelsis- styttunni. Öll herbergi með síma og baði. Sanngjamt verð. Margar íslenskar fjölskyldur dveljast þar. Minkar (Lahrador) fyrsta. flokks til sölu. Upplýsingar hjá Marinó Jakobssyni, Laugaveg 35, kl. 12—2 i dag. Þórir Bergsson hefir birt eftir sig nokkrar sögur á uncl- anförnum árum í íslenskum tímaritum. Hafa sögur þess- ar vakið mikla athygli, enda er hann alveg tvímælalaust einn af okkar bestu rithöfundum, og margar af þeim sög- um, er hjer birtast, listaverk. Tvær nýar bækur: Þórir Bergsson: Sógur. Helga Sigurðardóttir: 160 fiskrjettir Fást i bókaversl- unum. Bókaverslun Isaíoldarprent- smiðju. Sími 4527. Helga Sigurðardóttir hefir áður gefið út nokkrar bæk- ur og samið fjölda greina til leiðbeiningar húsmæðrum. Má þar nefna: „Lærið að matbúa“, „Bökun í heimahús- um“, „150 jurtarjettir“ o. fl. Helga hefir mörg undan- farin ár kent matreiðslu í skólum og á námskeiðum og hefir því ágæta þekkingu á þessum málum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.