Morgunblaðið - 12.09.1939, Page 6

Morgunblaðið - 12.09.1939, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. sept. 1939, Húsmæðraskólinn1 S' ð Laugum og Kristfana Pjetursdótllr að liggur við að manni bregði í brún, þegar komið er að Laugum í Reykjadal, að sjá stærð- armuninn á húsmæðraskólannm og alþýðuskólanum. Húsmæðraskólinn minnir nærri því á brúðuhús, svo lítill er hann. Á að skilja það svo, að þeir sem ljetu reisa þenná skóla, hafi álit- ið, að húsmæðrastarfið væri ekki meira virði en svo, að þessi by§g- ing nægði fyrir kenslu í þessum efnum ? EðaJ var það þetta gamla: Að spara þar sem síst skyídi ? For- stöðukonan, ungfrú Kristjana Pjetursdóttir, tók á móti okkur með alúðlegu brosi og sýndi okk- ur skólann. Það andar á móti manni hlý- leik, hreinleik og háttprýði, hvert herbergi er búið af hagleik og ófið listrænni fegurð. I dagstof- unni -eru húsgögnin einföld, smíð- uð af manni þar í sveitinni, en eftir fyrirsögn forstöðukonunnar. Útskoma munstrið á bekkjum, borðum og stólum er hið sama og á gömlum bekk í Reykjahlíð, þar sem afi hennar og langafi bjuggu. Setur það svip sinn á húsgögnin, þótt einfalt sje og fábreytt. Öll eru húsgögnin klædd ofnum dúk- um, unnum þar í skólanum. Tjöldin fyrir gluggunum eru líka ofin þar af námsmeyjunum og myndu sóma sjer vel í hvaða húsakyrinum sem væri. Ljósakrón- an í miðju lofti er úr trje, en með nýtískusniði, gerð eftir forsögu forstöðukonunnar. Blómin í stof- unni bera vott um hirðu og smekkvísi. Litasambönd _eru öll avo mjúk og þó hressandi, og svona er það hvar sem skygnst er um í skólanum. Augað dvelur við hvern hlut, hvert herbergi hefir sinn sjerstaka blæ og hver krók- ur og kimi er notaður sem best má verða. Á þann hátt verður litla brúðu- húsið hennar Kristjönu Pjeturs- dóttur að stóru fyrirmyndar heim- ili og hún sjálf fyrirmynd hinnar glöggu og góðu húsmóður. Það er ekki Þingeyjarsýsla ein, sem stendur í þakkarskuld við þessa frábæru konu, heldur alt landið. Á mörgum heimilum umhverfis skólann sjást áhrifin að vísu mest og best, en þau berast víðar. Jeg heyrði fyrir skömmu böfð orð eftir manni, sem var nýkom- inn heim úr ferðalagi urtr* Norð- urland. Hann var spurður að því, hvað hann hefði sjeð best í ferð- inni. „Mjer þótti merkileagst að sjá húsmæðraskólann á Laugum“, svaraði hann. Ætli það sje ekki svo um fleiri? Sjersýaklega er það íhugunarefni fyrir okkur hjerna í Reykjavík, sem enn vantar hús- mæðraskóla. Hvenær eignumst við skóla, sem mótar hin ungu húsmæðraefni höfuðstaðarins á líkan iiátt og húsmæðraskólinn á Laugum? Laufey Vilhjálrrsdóttir, EF LOFTUR GETIJR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HVER? Sfötug: Frú Jóhanna Norðfjorð TT^rú Jóhanna Norðfjörð er sjö- tug í dag. Frú Jóhanna er greind kona og prýðilega að sjer eftir því sem gerist um eldri kon- ur. Hún er ljettlynd og lífsglöð og því góður og velkominn gestur hvar, sem hana ber að garði. Hún er orðvör og umtalsfróm, en hefir þó ávalt nóg umræðuefni, því hugðarmál á hún mörg, þó ekki berist hún mikið á, en það málið, sem henni er kærast og á hennar hug allan, er bindindismálið. TJng gekk hún í Góðtemplararegluna, gerðist fjelagi stúkunnar Einíngin nr. 14. Hefir hún þar sýnt skyldu- rækni, sem henni er meðfædd, stundvís kemur hún á fundarstað, og sjiik er hún, ef hana vantar. Aldurinn ber frú Jóhanna vel. Sjóndepra hefir þó skert starfs- þrek hennar, en þar er henni ljett sporin, að hún nýtur nú fullrar umönnunar sonar síns, Þorsteins J. Sigurðssonar kaupm., og konu hans, frú Þórönnu Símonardóttur, sem eru henní það nú, sém hún var börnum sínum fyrr, í ellinni er það náðargjöf að njóta aðhlynningar og umönnun- ar barna sinna og það verðskuld- ar frú Jóhanna. Vinir frú Jóhönnu óska henni allra heilla í dag. Magnús V. Jóhannesson. Sjómannastofan hefir fengið meira húsrúm egar síldveiðar hætta fyr- ir Norðurlandi liggur fólksstraumurinn til Reykja- víkur. Hingað til bæjarins koma margir sjómenn og dvelja hjer lengri og skemri tíma. Sjó- mannastofan er fyrst og fremst fyrir þá, og vil jeg vekja eft- irtekt ferðamanna á því, að stofan hefir verið opin íyrir gesti í sumar og verður það framvegis. Um leið og Sjómannastofan býður sjómennina velkomna er ánægjulegt að geta þess að stof- an hefir nú meira húsrúm en áður og getur bæði tekið menn í fæði og sjeð um gistingu. Enn- fremur hefir stofan meir af bókum en áður, einkum erlend- um og fær auk margra blaða fi’á Norðui’löndum, ensk og þýsk blöð með hverju skipi frá útlöndum. Með því að koma á,Sjómanna- stofuna geta menn fylgst með því, sem er að gerast í heim- inum, bæði gegnum bækui’, út- varp og blöð, þar geta menn notið hvíldar og stytt atvinnu- leysis stundir við tafl og lestur góðra bóka. Þar er næði til brjefaskrifta, heitar og kaldar 'fveitingar. Karrupokar frá Magna Þrjár gerðir fyrirliggjandi. Einnig hlífðardúkar. Siglingar hlut- lausra þjóða FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. í Weymouth, Ramsgate, Kirkwall, Gi- braltar og Haifa. Skipum, sem ætla að sigla til óvinalands fetóra-Bretlarids eða hlutlausra hafna, sem hafa greið- an aðgang að óvinalandi, er alvarlega ráðlagt að leita að sjálfsdáðum til næstu eftirlitsstöðvar, til þess að láta rannsaka skjöl sín, svo og til þess þegar komist hefir veriö að raun um að þau hafi ékki meðferðis ófriðar- bannvöru sem ætluð er óvinum Stóra- Bretlands, ,að fá leiðarbrjef til þess að gera auðveldari þann hluta. ferðar þeirra, sem eftir er. Öll skip, sem ekki leita af sjálfdáðum til eftirlitsstöðvar, eiga á hættu að með þau verði farið þangað, ef ekki verður við komið viðunandi leit breskra herskipa á opnu hafi. Segist hreska ríkisstjómin munu gera sjer alt far um ,að flýta fyrir rannsókn skipa, einkum þeirra, sem af sjálfsdáðum leita til eftirlitsstöðva í því skyni, og munu skip geta stuðlað mjög að þessu með því, að hafa skjöl sín í góðu lagi og laus við tvíræðni og með því að hafa farmskrár o. s. frv. ritað á ensku máli. Einnig mun það ljetta fyrir að skip hafi meðferðis uppdrátt, er sýni hvar hinum einstöku hlutum farmsins er fyrir komið. Þá mun það ennfremur draga mjög úr töf, að farmskírteini eða staðfest end- urrit þeirra (sem ávalt skvldu vera um horð, í skipi), gefi fullnægjandi og sannar upplýsingar um sendanda og móttakanda hinna einstöku hluta farms ins. Yegna þess vafa, sem óhjákvæmi- lega er bundinn við vörur sem fram- seldar eru „eftir tilvísun“ (,,to order“) ættu skipaeigendur og skipaumboðs- menn hlutlausra l.anda sem vilja kom- ast hjá óþægindum, eklti að flytja vörur, sem þannig er varið, með skip- um sínum, er sigla til hlutlausra landa, sem liggja að, eða hafa greiðan að- gang að óvinalandi Stóra-Bretlands. Það kaþn vel að vera, að ekki verði hjá þvi komist eins ’ og nu er óstatt, ,að farmar verði teknir til flutnn ings og þeim afskipað fjarri höfn þeirri sem tilgreind er; en ef til þessa skyldi koma, þá ætti að tilgreina greini- lega landið eða löndin, sem eftir yali mætti afferma innan. Að því er viðkemur skipum, sem koma til breskra hafna, anriara en eftirlitsstöðva fyrir ófriðar-bannvöru, á venjulegri siglingaleið sinni, er til- kjmning um það gefin, að tollyfir-i völdin munu krefjast fullra skilríkja, áður en þau fá afgreiðslu, ekki ein- ungis að því er varðar vönir þær er það á ,að skipa á land, þar með vörur sem umhlaða á, heldur einnig að því er varðar vörur þær, sem eftir efu um borð. Komist verður hjá töf ef slík skip eru reiðubúin til þess að veita fullnægjandi og sannar skriflegár upplýsingar um allar slíkar vörur. — XJpplýsingamar ættu að fela í sjer eðli og magn sjerhvers hluta farmsins. nafn sendanda, móttakanda, og farm- flytjanda, upprunalandið, næsta ákvörð unarstað varanna og endanlegan á- kvörðuarstað þein-a. Forsætisráðunevtið, utanríkismáladeill, 10. september 1939. imiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiminiiiiiiHiiiimiiiiiiiiMniir [ úr f Falabúlfiiuii I ---------------- AUGAÐ hvílist T |J |C I | ! ir.eð gleraugum frá ! ■ • * L -« * ; Vörn Pólverja FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. I pólskri tilkynningu í dag eru Þjóðverjar sakaðir um, að útvarpa á sömu bylgjulengdum og útvarpsstöðvarnar í Varsjá og Vilna, og sje þetta freklegt brot á samþykt útvarpsráðstefn unnar í Genf. I tilkynningunni er því hald- ið fram, að Þjóðverjar útvarpi lygafregnum á öldulengdum fyr nefndra útvarpsstöðva, m. a. töku Varsjá, meðan útvarps- stöðin í Varsjá var enn í gangi og auðið að heyra til hennar víða, en nú sje svo komið, að það sje erfitt vegna truflana af völdum Þjóðverja. Ein af þessum falsfrjettastöðvum Þjóð- verja, segir í tilkynningunni, útvarpaði rómversk-kaþólskri messu, og hinn svokallaði klei’k- ur flutti ræðuna á bjagaðri pólsku. Vakti þetta hneyksli meðal pólsku þjóðarinnar, sem telur kirkju inni sýnda vang- helgun með slíku athæfi. MIKILL yiÐBÚNAÐUR Pólska yfirherstjórnin sagði á sunnudag, að Pólvarjar byggi sig undir langa vöm höfuðborg- arinnar. Samkvæmt sumum fregnum voru gerðar 15 loftárásir á Varsjá á sunnudag. Kynstrum af áróðursritum var dreift yfir borgina, til þess að hvetja borg- arbúa til þess að gefast upp, en áróðursritunum var safnað saman af almenningi og hlað- inn köstur úr á Pilsudskitorgi og tendrað bál mikið. Suðvestur af Varsjá standa yfir bardagar, á línunni Lodz Varsjá, og meðfram járnbraut- inni. Suður frá eru Pólverjar að skipuleggja nýja varnarlínu, til þess að taka á móti þýska nernum sem kemur að sunnan við Weichselfljót. Á sunnudagskvöld var út- varpað tilkynningu til þýsku bjóðarinnar, þar sem sagt var að hún yrði að skilja, að ekki sje við því að búast, að þýsku hersyeitirnar geti haldið hinum gífurlega hraða sínum áfram — en verði að treysta á það, ;em unnist hafi að undanförnu. SÍLDVEIÐISKÝRSLA FISKIFJELAGSINS. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. Rauna 908 1964. Mimimi og Ægir 1292 2878. Muninn Þráinn 67 2485. ÓÖinh og Ófeigur II 651 2545. Pálmi og -Sporöin' 532. Reynir og Víðir 1016 3390. Reynir og Örninn 289 888. Víðir og Villi 1063 1609. Björg og Mágni 284 2296. Bjöm og íslendingur 917. Hilmir og Þór 1559. Valþór og Ving- þór 126 1369. Mótorbátar 3 um nót: Auðbjörg, Björgvin, Frey 700. Einar Hjaltason, Kristinn, Frosti • 1914.. Gunnar Páls, Gullþór, Nói 1475 1153. Feéreysk veiðiskip: Boðasteinur 447 6711. Ekliptika 13 5966. Guide Me 394 846. Henry Free- man 780 1281. Industry 112 1289. Kristianna 60 883. Kyrjasteinur 138 9936. Mjoanes 143 5639. Nellie 797 2205. Signhild 326 3612. Tvay Systkin 572 3263. Vilhelmina 203 2436. IJanslct leiguskip: Greenland 503 3286. HAPPDRÆTTIÐ. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. 15975 16009 16140 16144 16266 16403 16417 16439 16793 16820 16840 06861 16893 16914 17005 17092 17163 17465 17487 17560 17579 17630 17642 17687 17796 17838 17840 17871 18051 18145 1825S 18444 18599 18676 18843 18866 18875 19041 19120 19191 19329 19410 19422 19489 19523 19607 19616 19874 19808 19883 20037 20260 20382 20383 20452 20502 20556 20563 20714 20745 20885 20953 21065 21246 212(50 21296 21319 21395 21427 21479 21481 21596 21700 21794 21954 21976 21983 22059 22116 22165 22207 22256 22261 22298 22351 22490 22535 22661 22765 22789 22885 22872 23118 23238 23261 23318 23399 23518 23583 23614 23666 23714 23825 23982 23998 24009 24082 24093 24104 24124 24287 24360 24467 24509 24536 24556 24571 24621 24692 24741 24805 24852 24967 (Birt án ábyrgðarþ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.