Morgunblaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIí)
Laugardagur 161 sept. 1939.
Japanar og Rússar semja frið
Verður Póllandi
skift í þrent?
Samkv. einkaskeyti og FÚ.
MERKUSTA heimsfregnin í dag er ekki frá
vígvöllum Evrópu, heldur sú, að fullyrt er,
að Japanar og Rússar hafi komið sjer
saman um að semja tafarlaust frið í ófriði þeim, sem þeir
haía háð í Mansjúríu — án þess þeir að vísu hafi nokk-
urhtíma sagt hvorir öðrum stríð á hendur.
; Öll vopnaviðskifti þeirra á milli hætta og friðsamlegt
samstarf upp tekið milli þessara fornu fjandmanna.
Er látið í veðri vaka, að upp úr þessu komi ekki-árás-
arísáttmáli í svipuðum anda og sáttmálinn sem Þjóðverj-
ahog Rússar gerðu sín á milli.
ÞJÓÐVERJAR OG RÚSSAR.
| Fundir standa enn yfir í Berlín milli herúaðarsjerfræðipp
Þj|ðverja og Rússa. En Rús^astjórn kallar herinn til vopna, 4'°
þar í landi eru nú 4 miljónir manna undir vopnum. Er talið nð
aliur herinn í vestanverðu Rúltóandi sje nú víghúinn.
Í Ummæli rússnesku blaðanna um ofbeldi og kúgun Pól-
velja er þeir beiti gagnvart Rússum og Ukrainemönnum í Pól-
lapdi svipar mjög til þeirra árásargreina, seíij birtust í þýskum
blÖðum áður en Þjóðverjar hófu herferð sína á hendur Pólverj-
um. — h
5 Frá Berlín berast þær fregnir, að þýsk blöð sjeu farin (að
tafe um, að Rússar ætli að ráðast inn yfir austanvert Pólland.
En ,,Daily Telegraph“ heldur því fram, að varlega sje því trú-
andi, því Rússar hugsi sjer aðeins að vera vel vopnaðir, og til
taks um það leyti, sem Pólverjar sjeu gersigraðir.
Þessi afstaða Rússa, ef sönn reyndist, vekur enga gleði í
Þýskalandi.____________________________________
■ | Spreng(urnar yfir Esb)erg |
ÓSKIR
ÞJÓÐVERJA
Fregn frá Þýskalandi um á-
fbrm Rússa hefir í dag verið
birt í New York. Fregnin styðst
ekki við opinberar heimildir,
en er talin túlka skoðanir Þjóð-
verja. Samkvæmt henni er tal-
ið, að Þjóðverjar og Rússar
muni mynda leppríki í Póllandi,
þannig, að Þýskaland og Sovjet
Rússland hafi ekki sameiginleg
landamæri, þrátt fyrir fyrir-
hugaða skiftingu Póllands.
GeR er ráð fyrir, að Pólverj-
ar haldi 1/3 eða jafnvel alt að
helmingi þess lands, sem þeir
nú hafa og að svæðið fyrir
sunnan Krakau verði áfram
pólskt.
Erlendir frjettaritarar í Ber-
lín skýra frá því, að almenn-
ingi í Þýskalandi sje gefið í
skyn, að Rússar muni fá í sinn
hlut austur og suðausturhluta
Póllands, þar sem Ukraníumenn
og Hvít-Rússar búa, fyrir sitt
góðviljaða hlutleysi, ef þeir þá
ekki taka þátt í stríðinu.
á sjónum
Breska flotamál^ráðuneytið
tiíkynnir í dag, á$ bresk
herskiþ hafi ráðist- á allmarga
kafbáta og eyðilagt þá. I til-
kynningunni segir: Eftirlitsskip
og tundurspillar b.regka flotan?
og flugvjelar hafa að undan-
förnu leitað að kafbátum óvina
þjóðanna á mjög stórum svæð-
um, Hefir tekist að finna all-,
marga og eyðileggja þá. Áhöfn-
unum hefir alt af verið bjarg-
að, þegar, unt var. (London FÚ)
ÓLÍKAR SKOÐANIR
UM HAFN-
BANNIÐ ó
í fregn frá Brússél er skýrt;
frá því, Sem þýsk blöð segja um:
hafnbann Breta. Er aðalléga
vitnáð í tvö þýsk blöð og koma
þár fram ólsíkar sköðanir. I:
öðtu blaðinu segir, að hafn-
bann Breta sje eins ómannúð-
legt og loftárásir Þjóðverja á:
óvíggirtar borgir, því að ' til-
gangurinn með hafnbanriinu sje
að svelta konur og born, én í
hinu blaðinu segir, að Þjóð-
verjar hafi enga ástæðu til að
óttast hafnbann Breta. (FÚ)
Bardagarnir
um Varsfá
London í gær. FÚ.
¥ þýskum herstjórnartilkynn-
ingum í dag er sagt frá
því, að þýskar hersveitir haldi
áfram tilraunum sínum að um-
lykja Varsjá og miði þeim vel
áfram. Þá er því haldið fram,
að austar sjeu þýskar hersveitir
komnar að Brest-Litovsk, sem
er um 100 enskar mílur aust-
ur af Varsjá. Á svæðinu suð-
austur af Varsjá segjast Þjóð-
yerjar hafa farið yfir veginn
nailli Lublin og Lemberg og
Pólverjar viðurkenna, að bar-
dagar standi yfir skamt frá
Lublin, ____
ÞJÓÐVERJAR
SEGJA:
Hringurinn um Varsjá þreng-
ást æ meir. Matvælaflutn. til
borgarinnar er í megnum ó-
lestri, og matvælaskortur er
orðinn þar svo mikill, að íbú-
arnir verða að leggja 'Sjer til
munns hunda og ketti. Mikill
uggur er ríkjandi meðal borg-1
arbúa. Mörg þúsund flótta-
; manna, sem komnir eru til
borgarinnar, hafa ekkert þak
yfir höfuðið og verða að láta
fyrir berast á strætum úti. —
Vonir þeirra um gagnsókn af
Pólverja hálfu hafa brugðist,
einkum vegna sóknar Þjóðverja
til Brest-Litovsk.
Breska útvarpið segir:
Frá Varsjá er símað að þar
sje alt með kyrrum kjörum.
Loftárásir Þjóðverja eru fáar
og þrátt fyrir allar fregnir Þjóð
verja, er pólski loftherinn enn
þá tij. Ómetanlega þýðingu
hefði það fyrir Pólverja, ef það
hjeldi áfram að rigna.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Italskar vinarkveðjur
til Daladiers og Frakka
Frá frjettaritara vorum:
Khöfn í gxr.
T tölsk blöð gera frammistöðu
*■ og sigra Frakka í styrjöld-
inni að umtalsefni síðustu daga.
Hrósa þeir Frökkum á hvert
reipi fyrir hreysti og hugprýði.
Blaðið „Lavoro Fascista",
birti grein um breytinguna á
stjórn Daladiers og gerir það
einkum að umtalsefni, að hann
skuli hafa tekið að sjer utan-
ríkismálin. Ség'ir blaðið, að
með því gefi hann til kynna, að
hernaður Frakka sje nátengd-
ur utanríkismálunum. Lýsir
blaðið því, hve mikil ábyrgð
hvíli á herðum þessá ’ eina
manns og óskar honum góðs:
gengis með sftt göfuga hlut-
verk, en það sje sýnilegu fastur
ásetningur hans, að Frakkar’
vinni fullan sigur i þessari við-:
ureign. . .ur-.- n
Fylgdarmað-
urinn dó
Breska útvarpið segir:
Tilkynt var í dag, að Ernst
Bahlz, einn af nánustu sam-
verkamönnum Hitlers, hafi lát-
ist í dag í Póllandi, þar sem
hann var með Hitler á eftirlits-
ferðalagl hans. l'íánari greinar-
gerð um fráfall hans hefir ekki
verið birt.
Mvndin sýuir húsið, sem verst varð nti á dögunum, þegar sprengj-
ununi 'vav' kastað yfir Esbjerg á Jótlandsstroud.. Eív>. spienlíjari léhti
á.húsi v hiexu.un,og,gereyðilagði: helming hú^sjwi,'ehtó ög mýndin sýnir
Frakkar vinna
Saarbrucken
sen n
Samkv. einkaskeyti og FÚ.
Breskt herlið og hergogn streyma nú yfir um til Frakk-
lands meira en nokkru sinni á fyrsta ári síðustu
styrjaldar.
Samtímis heldur sókn franska hersins áfram í Saar-
hjeraði.
kÞaiiy Telegraph“ heldur því fram, að eigi líði á
lÖngu uns Saarbrúcken falli í hendur Frakka, enda hafa
þeir nú umkringt borgina. En þegar borg þessi er unnin
getur franski herinn snúist með fullum þunga gegn öfl-
ugustu varnarvirkjum Siegfriedlínunnar.
Nú hafa franskar hersveitir náð framvígjum Siegfried-
línunnar. En takmarkið er, að gera fleiri mílna langan
fleyg inn í hin þýsku varnarvirki.
Frakkar hafa nú náð á sitt vald 500 fermílna svæði
af þýskri grund. En enginn þýskur hermaður hefir enn
stigið fæti sínum inn yfir landamæri Frakklands,
★
Fregnir frá Kaupmannahöfn segja, að frjettir frá
Þýskalandi bendi til þess að Þjóðverjar geri sjer ekki
Jengur von um skjótan frið. Þjóðverjar reyna nú að ljúka
styrjöldinní í Póllandi eins fljótt og auðið er til þess að
geta snúið sjer af öllum krafti að vesturvígstöðvunum,
þar sem þeir viðurkenna að þeir megi hafa sig a!Ia við.
★
Dagens Nyheter í Stokkhólmi birtir með feitu letri:
„Berlínarstjórnin verður að gera sjer það Ijóst. að hún
getur ekki aðskilið Frakka frá Bretum. Hún hefir gersam-
lea misskilið hugarfar Frakka“. Social Demokraten segir
að aðgerðirnar á vesturvígstöðvunum sjeu stór sigur fyrir
hernaðarvísindi Frakka.