Morgunblaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 6
M 0 R GU NBLAÐIÐ
Laugardagur 16. sept. 1939,
>$_________ •_____gr
Loftvarnaæfingar
í Duisburg
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
iíertaljós. -—Öðru hvoru rak mað-
ar sig á mamt, og við og við týnd-
íim TÍð Oísli hvor öðmm. Einu
sínni gekk jeg spölkorn með
manni, sem jeg hjelt að væri föru-
nantur minn, en þegar jeg ávarp-
aði hann á íslensku, spurði hann
mioj a þýsku, hvort jeg væri sjóð-
andi Titlans!
Á eínu götuhorni stóðu tveir
piltatr Tið sígarettusjálfsala og
kreiktu á eldspýtu til að lýsa upp
sjálfsalaun, en þeir fengu ekki að
halda þeim leik lengi áfram, því
út úr myrkrinu var hrópað með
þrumuraust hvað þetta ætti að
þýða og áður en varði stóð hjá
þeim lögregluþjónn með vasaljós,
er ga£ frá sjer bláleitan geisla.
Lögregluþjónninn sagði piltununi
duglega til syndajina og hvarf
með þá út í myrkrið. Ekki veit
jég um endalok þessa máls, en
sagt Tar mjer að piltar þessir
myudu fá háa sekt. Sektir fyrir
Brot á loftTarnareglugerðunum
geta komist upp í 5000 Rm., nema
meiri hegxting liggi TÍð.
I þeirri götu, sem við gengum
eftir, eru nokkur kvikmyndahús.
Þar voru alstaðar sýningar, eins
og ekkert hefði í skorist. Á veit-
ingahúsum var fjöldi manns, og
var ekkí á neinum að sjá að neitt
óvanalegt væri á ferðum.
Við Gísii settumst inn á, skemti-
stað, þar sem dansað var, og ýms
skemtiatriði voru á boðstólum.
Nærri hyer stóll var setinn, og
þegar trúður köm fram á )eik-
sviðið, sagði skrítlur og fór að
munnhöggvast við gestina, skalf
salurinn af hlátri.
Almenningur fór augsýnilega
sínu fram, þótt horgiu væri í
myrkri, nema hvað stiéfti* ljósa-
dýrð, það þorði enginn að leyfa
sjér.
Á l'eíðinni heim í gistihúsið
Keyrðum við Þórdunur miklar úr
lofti og er. við iitum upp sáum
við flugvjelar á sveimi yfir borg-
inni.
Heima á gistihúsinu voru allir
kiv^ljtspyröuinennirnir komnir í
svefn. nema einn, sem stóð á gang-
inum fyrir utaJi herbergið sitt á
náttfötuiium, er jeg gekk fram
hjá- Hann spurði mig hvort jeg
hefðí yérið úti að horfa á elds-
voðann.
;
-ý~ Hvaða eldsvoða?, sagði jeg
i — Hefixðu ekki sjeð það ? í*að
logar allur himininn!
Jeg for með honum inn í her-
hergið hans eg við tókum glugga-
tjaldið dálftið til hliðar. Jú, það
l)ar ekki á öðru. í austri, langt í
öurtu, að því er virtist, gaf að
líta Ijjóshaf mikið. Seinna fengum
við að vita, að þetta eldhaf staf-
aði frá stálhræðsluofnum Krupps.
Þaimig verður þá um að lítast
í þýskum borgum, ef ófriður brýst
út, var jég að hugsa um áður en
jeg festi svefn, nema að flugvjel-
aruar, sem við sáum, verða óvina-
flugvjelar og þögnin og myrkrið
yerður rofið af loftsprengjuin,
Sem tæta T rústir risabyggingar og
innan um þann djöfuílega gaura-
gang, sem stafar frá sprengingun-
unt, mun hlandast angistarvein
særðra eg deyjandi kvenna og
barna, seíii ekkert hafa til saka
unnið. Eitthvað á þessa leið geri
jeg ráð fyrir að flestir okkar hafi
hugsað.
Samningur Rússa
og Þjóðverja,
Þegar við fórum frá Englandi á
dögunum var mikið rætt um
stríðshættu,—eti síðan við komum
hingað hefir ekki verið á það
minst, enda lítill tími til að hugsa
um annað en hinar ágætu mót-
tökur.
Hjer að framan hefi jeg af á-
settu ráði ekki rætt neitt um
stjórnmálaviðhorfið, enda hefir
ekki verið á stjórnmál minst í
ferðinni, en frjettii’nar, sem morg-
unblöðin birtu í morgun, ura samn-
inga Þjóðverja og Rússa, hafa
haft svo mikil áhrif á alt og alla,
að ekki verður komist hjá því að
minnast lítilsháttar á það.
I gærkvöldi átti jeg tal við einn
Þjóðverjanna, sem taka á móti
okkur, og hann trúði rnjer fyi’ir
því, að ástandið í alþjóðamálun-
um væri afar alvarlegt og ófriður
gæti brotist íit þá og þegar. Hann
bað mig þó að minnast ekki einu
orði á þetta við knattspyrnúmenn-
ina, til þess að hræða þá ekki, en
vel gæti farið svo, að við yrðum
að fara heim strax aftur og það
með litlum fyrirvara.
★
Jeg skal ekki bera á móti því,
að jeg var áhyggjufullur og það
var eins og myrkrið í borginni
undirstrikaði að ásfæða væri til
að. óttast.
Jeg vaknaði t morgun við að
bankað var á dyrnar hjá mjer.
Jeg opnaði letilega og henti mjev
undir sæng aftur. Inn til mín kom
Þjóðverjinn, sem jeg var að segja
frá, og hann var alvarlegur :í
svipinn.
,,Jæja“, sagði hann, „hefirðu
hevrt frjettirnar? Það er komið
stríð og þið verðið að fara heint
strax í dag“.
Jeg hefi aldrei á ævinni verið
fljótari fram úr rúmi, en er jég
hej’rði þessar frjettir.
Ktjnniiigi minn brosti, og bað
mig vera rólegan, því hann færði
mjer góðar frjettir. Síðaú sagði
hann frá samningum Þjóðverja og
Rússa. Það er ekki hægt að segja
að neitt hafi borið þess vintni hjer
í landi undanfarið að stríð væri í
vændum, að míusta kost'i ekki á
yfirborðinu, en þó hefir maður
tekið eftir því í dag, að eitthvað
sjerstakt hefir gerst. sem glatf
hefir alla. Vivax.
Fiutningaskipin Katla og Var-
ild fóru hjeðan í fyrradag með
fisk til Portugal.
Hörmulegt slys í Selkirk. Seint
að kvöldi þess 7. ágíist s.l. vildi
sá hörmulegi atburður til, að ung
ur íslenskur maður. Ilerbert Sig-
urjón Maxon að nafni, 24 ára
gamall, varð fvrir járnbrautarlest
rjett vestan við Selkirk-bæ og
beið samstundis bana. — Jarðar-
förin fór fram frá útfararstofu
Gilbarts, í Selkirk þ. 9. ágúst. Sr.
Jóhann Bjarnason jarðsöng. Hinn
ungi, vellátni maður lætur eftiv
sig aldraðá móðnr, lióþ" sý'stkina
|og unga konu, er hann hafði
kvænst fvrir tveim árum. (Lögb )
Loftvarnir í Höfn
fyrir 25 miljónir
Kalundborg í gær. FÍJ
inir nýju ráðherrar í ráðu-
neyti Staunings liafa nú
verið útnefndir. Dómsmálaráð-
herra hefir verið skipaður Un-
mack Lai’sen, lögreglust.jóri í
Lemvig, en samgöngumálaráð-
herra Axel Sörensen borgarstj.
í Horsens.
Þýskur torpedobátur stöðv-
aði í clag danskt gufuskip á
leið til Bornholm.
Allar flugferðir yfir Jótland
hafa verið bannaðar fyrir
sunnan Horsens og Ringköbing.
Á laugardag og sunnudag
verða stórkostlegar loftvarna-
æfingar haldnar í Kaupm.höfn.
Er talið að loftvarnaráðstafanir
Khafnar muni kosta 25 milj.
króna og er talið líklegt að lagt
verði á sjerstakt útsvar til þess
að standast herkostnaðinn.
í Danmörku er það tilkynt í
dag, til mikils hugarljettis fyr-
ir tóbaksmenn, að í landinu
sjeu til eins árs forði af óunnu
tóbaki. FÚ.
Sambandslaganefndin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
mörku, sem tekið var upp á fund
um nefndarinnar í Reykjavík í
fyrra. íslenski nefndarhlntinn hef-
ir nú fyrir sitt leyti vísað málinu
til frekari aðgerða, samninga og
úrsjjlita JUjá ríkisstjórnum , . sam-
bandslandanna, þannig að sjer-
staklega íslenska ríkisstjórnin
beiti sjer fyrir framgangi þess
eftir meðal annars beinum póli-
tískum samningaleiðum, vitanlega
án nokkurs afsals á rjetti íslend-
inga. En danski hlutinn vildi fela
hinni svokölluðu „ÁrnarMagnús-
sonar-nefnd“ að afgera að minsta
kosti einhvern. part (málsins, sem
frá okkar sjónarmiði náði ekki
nokkurri átt. — TTm þetta mál alr
mun jeg væntanlega ræða síðar p"
við annao tækifæri.
Eins og áður tóku Danir hið
bgsta á nióti íslensku nefndar-
mönnunum, buðw þeim m. a. til
einkar skemtilegrar ferðar til
Borgundarhólins; fórum við um
alt þetta merkilega eyland, þáð-
nm þar hinn besta beina og vorurn
leystir út með gjöfum.
Það stpð til, segir Gísli Sveins-
son að lokum, að formenn nefnd-
ariunar, dr. Krag og jeg, flyttum
ræður í danska útvarpið mn nefnd
arstörfin, en það var látið niður
falla ypgua 'stríðsástandsins, er þá
var á skollið, því að flest viðliorf
í slíkum efnum breyttust á samri
stund. Til dæmis sottum við 'tveir.
Stefán Jóhann og jeg norrænt
þing, er hófst í Khöfn síðustu
dagana, um hættuvaritir, og Magu-
ús Jónssou sótti prestafund í
HróarskeJdu, en báðum þessum
samkundum var slitið í miðjum
klíðum og gestir og þátttakendur
hurfn hið bráðasta heim á leið.
Skuggi hins mikla o'g ægilega ó-
friðar hefir nú færst vfir öll lönd
álfunnár; einnig þau sem hlutlans
ern og vilja sitja hjá, og veit hú
enginn, hverju fram viudur á
næstu tímum.
Pólland
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Borgarstjórinn í Varsjá hefir
birt ávarp og beðið borgarana
að gerast sjálfboðaliðar og
hjálpa til við vörn borgarinnar.
Fimm mínútum eftir að hann
flutti ávarpið í útvarpinu,
höfðu mörg þúsund manna hóp-
ast saman og boðið sig fram.
Borgararnir segjast ætla að
verjast með hermönnunum,
hverjar svo sem afleiðingarnar
ve’ V.
Suðvesturhluti landsins er
enn í höndum Pólverja. Belg-
ískur frjettaritari segir, að
nokkur hluti hersins á þessum
svæði hafi komist til Varsjá,
og hafi honum verið tekið með
miklum fögnuði af borgarbú-
um, sem því næst hafi þegar
horfið aftur til varnarvirkjanna
til þess að taka áfram þátt í
vörn borgarinnar. Frjettaritari
þessi segir, að hver einasta gata
í Varsjá beri nú einhver merki
hinna tíðu loftárása að undan-
förnu.
í suðausturhluta landsins
virðist höfuðmark Þjóðverja
vera Lemberg. Skriðdrekasveit-
ir og hersveitir í brynvörðum
bifreiðum hafa gert ítrekaðar
tilraunir til þess að komast til
borgarinnar, en Pólverjum
hefir tekíst að hrekja þær til
baka.
Kveðja til Maríu
ísleifsdóttur
í Bjarnaborg
Dáin 10. ágúst 1939.
Um eyðimerkur örlaganna
ævi þinnar lágu spor,
fangbrögð lífsins, fekstu kanna,
frostið greip þitt æsku vor;
í váleik sorgar, viltra hranna,
viðnáms sýndir jafnan þor.
Orlynd bæði og einráð þóttir,
almennings ei þræddir leið;
fornhetjunnar frumstæð dóttir,
frélsisþráin jók þjer neyð;
J einveruna orku sóttir
er þitt hjarta sárast Ieið.
I dulspekinnar dýrðarhöllum
dvaldi oft þín mikla sál;
sannleik fólst í sögnumt snjöllum,
sat jeg við það andans bál;
þar frá gömlum goðastöllum
guði fluttir bænamál.
Yfir tímans ógn og æði,
andi þinn sjer lvfti hátt;
guðs þú sagna geymdir fræði,
gildi lífsins fanst þar hrátt.
og þess fögru frelsis gæði
fyrir drottins kærleiksmátt.
Helgan trúareld þú áttir,
í eilífðina vildir sjá,
livað þjer leyfðist, hvað þú máttir,
Kristur veit, en þín var spá,
að allir lifðu um síðir sáttir,
sólarlöndum drottins á.
Dauðinn okkar frestar fundum,
farðu sæl í Ijósið bjart;
alt sem leiðstu á lífsins stundum.
ljúfur drottinn veit hvað margt,
verði greipt hans gæskÚ mundum,
gimsteinn í þitt brúðkaupsskart.
Sveinborg Ármannsdóttir.
Samtal við
Jóhann Hafstein
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
skifta ríkjanna, því að endanlega
var gengið að samningsborðinu og
„hnúturinn“ leystur í trausti þess
grundvallar-lögmáls, sem hlýtur
altaf að vera frumskilyrði allra
friðsamlegra viðskifta einstakl-
inga og þjóða, að gefin loforð beri
að efna.
En svo liðu tímar fram til mars
mánaðar 1939 — hálfs árs tími.
Þá alt í einu „klofnuðu björgin!“
Á tæpum 2 sólarhringum hvarf
hið sjálfstæða ríki, Tjekkósló-
vakía, af landabrjefinu. Þýska-
land hafði ekki látið sjer nægja
Iitla fingurinn.
Auðvitað sveik Hitler engin lof-
orð, segja Þjóðverjar. Öll loforð
um afskiftaleysi af Tjekkum eru
vitanlega gefin með þeim forsend-
um, að Tjekkar hegði sjer eins og
menn gaguvart þýska ríkinu. En
ef að smáríki eins og Tjekkósló-
vakía beitir allri sinni pólitík í
það hoi’f að verða til tjóns d(g
veikja þýska ríkið, þá neyðist
Þýskaland til þess sjálfsagða úr-
ræðis, að gera það óskaðlegt. Inn-
limun Tjekkóslóvakíu kom Eng-
lendingum aftur á mó'ti fyrir sjón
ir í því ljósi, að þeim fanst hún
helber sönnun þess, að loforð og
samningar Hitlers væru ekki þess
virði sem pappírínn, sem þeir væru
skráðir á. Og Chamberlain spurðii
„Hvaða traust er hægt að hyggja
á nokkrum fullyrðingum, sem
koma frá sömu heimildumf*
Það getur legið milli hlnta,
hverjir hafa rjett eða rangt.
Hverju megin sökiú er skiftir
okkur minna máli. Aðalatriðið er
þetta: Með undirokun Tjekkósló'-
vakíu fellur grunnurinn undan:
frumskilyrðum allrar friðarvið-
leitni milli stórvelda álfunnar, sem
felst í gagnkvæmu trausti milli
aðila og góðri trú. —
Þegar svo er komið virðist flot-
ið að feigðarósi. Þégar Danzig-
deilan hófst höfðu menn enn vonir
um frið, en enga végi til friðar.
Það er ekki nema ráðgáta þegar
fuglinn flýgnr fjaðralaus.
Hinn 3. september skall aldan
júir. Enn eru stórveldi Evrópvi
byrjuð að berjast. Það sem valdiS
hefir mestum ugg og kvíða í til-
hugsun manna undanfarið ár er
nú orðin geigvænleg staðreynd..
Hvað stendur það lengi? Hversu
mikla eyðileggingu og fár Jelnr
það í skauti sínu ? Menn spvrja
og reyna að spá — en enginn
veit. Helþrungin óvissa hylur
framtíð Evrópu.
Guðmundur Kamban rithöfund-
ur hefir lokið við að semja nýtt
leikrit op' hefir það þegar verið
tekið upp til leiks á konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn.
Leikritið heitir á dönsku „De tus-
ind Mil“. Leikritið gerist í einni
af höfuðborgum Norðurlandanna.
í Lögbergi frá 17. ágúst síðastl.
er skýrt frá því, að látinn sje í
Home Street 545, Winnipeg, Mrs.
Jóhanna Sveinsson, 87 ái’a að
aldri. — Þá er og látinn þar vestra
Tryggvi Henricksson að Garfield
Street, Winnipeg, 74 ára gamall,
og frú Soffía Thorsteinsson, í
Detroit, Mich., kona Matthíasar
Thorsteinsson þar í borg, mæt
kona og vinsæl.