Morgunblaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. sept. 1939 Tilkyiiiting. Simanúmer í vörugeymslum vorum verða framvegis 1260 - 1263 (þau sömu og á skrifstofum vorum) H.f. Eimskipaíjelag íslands. Auglýsing um staðgreiðslu við kaup á kolum Vegna þeirra viðskiftaörðugleika, er stríðið hefir skapað, er nú þegar sjáanlegt, að ómögulegt verður að kaupa kol til landsins nema gegn staðgreiðslu bæði á farmi og flutningsgjaldi. Þetta hefir aftur þær afleiðingar, að vjer við ný kola- kaup verðum að hafa handbært svo mikið fje, sem oss er mögulegt. Af þeim ástæðum höfum vjer ákveðið að selja kol aðeins gegn staðgreiðslu, meðan örðugleikarnir eru þeir sömu og nú. Jafnframt því að tilkynna vorum fjölmörgu skilvísu viðskiftavinum þessa ákvörðun vora, þá viljum vjer full- vissa þá um, að| það er eingöngu nauðsyn vor, sem knýr oss til þess að láta eitt yfir alla ganga í þessu efni. Reykjavík, þann 12. sept. 1939. H.f. Kol & Salt. Kolaversl. Guðna Einarssonar & Einars. Kolasalan s.f. Kolaverslun Ólafs Ólafssonar. Kolaverslun Sigurðar Ólafssonar. Tilkvnning frá skomtunarskrifstofu ríkisins. Þau iðnfyrirtæki, sem þurfa á skömtunarvörum að halda til framleiðslu sinnar, í annað en hveitibrauð og rúgbrauð, og þurfa því leyfi skömtunarskrifstofu ríkis- ins til innkaupa á þeim, skulu senda skömtunarskrifstof- ?unni umsókn um það. Umsóknunum skal fylgja: 1. Skrá um birgðir af skömtunarvörum 16. sept. 1939. 2. Skýrsla um árlega notkun á skömtunarvörum þannig: a) Fyrirtæki er greiða framleiðslutoll af vörum sínum sendi vottorð tollstjóra eða tolleftirlits- » manns um notkunina samkvæmt framleiðslu- bókum. b) Önnur fyrirtæki sendi sundurliðaða skrá um framleiðslu sína, og efnisnotkun, og verða ef þess er krafist að leggja fram innkaupsreikn- inga því til sönnunar að rjett sje skýrt frá. Reykjavík, 15. sept. 1939. t •• LITLA BILSTOÐIH Er nokkuð stór Minningarorð um frú Á$u Halidórsdóttur dag- verður til moldar borin frú Ása Halldórsdóttir. Frú Ása var fædd 29. sept. 1904 að Setbergi í Grundarfirði, en fluttist 12 ára gömul til Rvíkur og ólst upp hjá frænku sinni frú Ásu Indriðadóttur. Árið 1933 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Elíasi Árnasyni yfirmatsvein. í Khöfn dvaldi Ása um 4 ára skeið og þó henni þætti gott að gista Danmörk, þá var með hana eins og fleiri að römm var sú taug, er dróg hana til föðurtúna. Ása þráði fjöllin heima, jöklana, fossana og heilnæma fjallaloftið Hún þráði að mega dvelja í faðmi ísl. náttúru, inn milli fjallanna, sem voru henni svo kær, en því miður takmarkaði heilsan henn- ar það svo mjög. Þessa þrá varðveitti hún til hinstu stund- ar og í sumar, nokkrum vikum áður en hún dó, dró þessi sterka og ólsökkvandi þrá hana til að dvelja nokkra daga úti i hinni frjálsu náttúru. Og þó að aðeins væri farið stutt, þá gat hún í litla tjaldinu sínu notið sólar og sumars og útsýnis, sem hún þráði svo mjög, hin marg- þættu litbrigði fjallahringsins, er sólin hneig í Ægi bláum. Við sem þektum frú Ásu eig- um erfitt með að trúa því, að hún sje horfin og að við fáum aldrei framar að heyra hennar þýða og hreimfagra málróm, hennar ljetta og glaða hlátur, sem hafði ósegjanlega sterk á- hrif til að vekja gleði hjá öðr- um. Lífsgleði frú Ásu var því aðdáunarlegri að hún um mörg ár varð að stríða við sjúkdóm þann, er nú hefir flutt hana yf-( ir landamærin. Jeg minnist þess ekki, að jeg kæmi svo á hennar fund að hún væri ekki glöð og bjartsýn, svo fremi að þjáning- arnar væru afbærilegar. Já, Ása gerði meira en taka undir gleði þeirra, er sóttu hana heim — hún var sú, er jafnan vakti gleðina og gaf henni gildi. Við, sem höfum átt því láni að fagna að kynnast Ásu, njóta lífsgleði hennar og bjartsýnis, verður söknuðurinn eðlilega sár, okkur verður tregt tungu að hræra og erfitt með að túlka tilfinningar okkar. En gott er að hugsa til þess að nú er hún laus við erfiði þjáninganna, sem svo lengi höfðu hnept starfsþrá hennar og afhafna-þörf eins og fugl í búri. Það er sagt að jafn- an leggist líkn með þraut. At- vikin höguðu því þannig nú, að eiginmaður hennar dvaldi í sum arleyfi sínu heima hjá henni nú, er hún lá banaleguna. Og þeir er til þekkja hljóta að dást að þeirri lipurð og fórnfýsi, er hann sýndi konu sinni í hví- vetna. Og jeg veit að honum verður ljúft að hugsa til þess hve mi'dð hann lagði í sölurnar til að Ijetta henni bjáningarnar. Ása, þó þú sjer horfin inn í hin ósýnilegu lönd, þá eru hin þráðlausu sambönd við vini þína ckki slitin. Þau flytja þjer ósk- iv okkar og þrár, þakklæti okk- ar fyrir minningarnar sem þú gafst okkur, minningar, sem tengdar eru við sól og yl — alt svo bjart og broshírt minnir mig á þig. Rud. Stríö og áfengi Eftir Pjetur Sigurðsson David Lloyd George stóð við stýrið á voldugasta heims- veldinu í ógurlegasta hildarleikn- um. Ilann ætti því að geta talað, eins og sá er vald hefir, um stríð og áfengi, og gef jeg honum því orðið sem snöggvast. Hann segir þetta: „Þessu viðvíkjandi get jeg tal- að samkvæmt nokkurri þekkingu og lífsreynslu, því í heimsstyrj- öldinni miklu tók jeg eftir því, að áfengisneyslan var banvænt eitur í hinni hörðu lífsbaráttu þjóðarinnar. Og í sannleika sagt, varð þetta að síðustu svo alvar- legt, að vjer áttum að velja um: Áfengið eða sigur. Aðeins með hinum sterkustu átökum, er gengu byltingu næst, og lagalegum höml- um á áfengissölunni, gátum vjer viðhaldið iðnaðar- og framleiðslu- þreki þjóðarinnar þannig, að nægði til þess að þola hin erfiðu ár og leiða þjóðina fram til sig- urs. Eitt af því, sem stríðstíma- löggjöf okkar orkaði, var það, að minka áfengisneyslu þjóðarinnar um1 helming". Þessi varð reynsla Englendinga þá og vafalaust hafa þeir ekki gleymt henni. En hvað eigum vjer nú — hjer á Islandi, að gera við áfengið? Stríðið er skollið á. Samt veit enginn hvað framundan er. Við erfiðleikum má búast, samt skyldi enginn æðrast. En í hættu hverri þarf vit og gætni. Gott er það, að nú situr þjóðstjórn að' völdum hjá oss. Hún hefir þegar látið til sín heyra: Beðið okkur að taka öllu rólega og mæta erfið- leikunum eins og menn, en til þess er best að menn hafi alla sansa sína óskerta og heila sinn og lík- ama í lagi, en það hafa ölvaðir menn ekki. Reglugerðir eru nú settar um verslun og ýmsar nauð- synjavörur og menn hvattir til að spara, því erfiðleikar muni verða á, að geta náð til landsins ýmsum nauðsynjum þjóðarinnar. Því þá ekki að spara all-verulega eða al- veg hið ónauðsynlegasta og skað- legasta — áfengið, og jafnvel tó- bakið. Svo margir hafa minst á j þetta við mig síðustu dagana, að jeg hefi fulla ástæðu til að ætla, að þetta muni verða krafa al- mennings til stjórnarvalda þjóð- arinnar. Almenningur mun krefj- ast þess, þegar tekið verður að takmarka aðgang hans að nauð- synjavörum, að ríkisstjórnin taki algerlega fyrir frekari innflutn- ing á áfengi og jafnvel tóbaki. Æsku landsins og þjóðinni í heild sinni mun ekki veita af öllu viti sínu, viljaþreki og lífsorku í fram- tíðarbaráttunni. Einn góður dreng- ur sagði við mig í morgun: „Jeg nota tóbak, en burt með það alt saman“. Hann var einmitt að hvetja mig til þess að ræða þetta mál í blöðunum. 011 blöð st j órnmálaflokkanna leggjast nú gegn áfenginu, stjórn- in sjálf er á móti því, kirkja, skól- ar, ýms f jelög og víðtæk sambönd í landinu, eru á móti því, vísindi og almenn þekking andmælir á- fengisneyslunni, og allir hinir bestu kraftar manna á meðal telja áfengið bæði óþarft og hið háska- legasta böl. Það er aðeins eitt, sem kynni að vaxa mönnum í aug- um, þegar um útrýmingu áfengis- ins er að ræða, það eru tekjur rík- issjóðs af sölunui. En þegar nú öllum lýð er Ijóst hvílíkt böl á- fengisneyslan er: Fjárhagslega, siðferðilega, heilsufarslega og alla vega. Getur það þá verið, að það sje ósk landsins barna, að ríkið annist ýmsar framkvæmdir með aðstoð þessara blóðpeninga? Jeg efa það stórlega, og að minsta kosti munu fáir hugsandi menn mögla, þótt nú væri gripið í taum- ana og inuflutningur á áfengi bannaður. Jeg hefi grun um, að ríkisstjórnin muni þegar hafa fengið áskorun þessu viðvíkjandi. Ef eitthvað á að spara, þá á sann- arlega að spara hið skaðlega fyrst. Ef stríðsþjóðirnar geta þolað tvö- faldaðar skattaálögur til þess að halda uppi hernaði, þá ættum við sannarlega að geta staðið undir ríkishúskapnum þótt við þvoum blóðpeninga áfengissölunnar af höndum okkar. Hætta og gáleysi á ekki vel sam- an. Stríðum fylgir hætta og erfið- leikar, áfenginu fylgir gáleysi og brjálæði. Stríð er hræðilegt, en stríð og áfengi er enn hræðilegra. Nú er tími til viturlegra ráðstaf- ana, og vonandi erum vjer hyggn- ir menn. Pjetur Sigurðsson. Jón Guðmundsson gestgjafi á Þingvöllum hefir beðið Morgun- bláðið að geta þess, að vegna erf- iðleika á mannflutningum, falli niður hlutavelta sú, sem átti að vera í Valhöll um helgina. Þeir munir, sem gefnir hafa verið, verða í varðveislu hjá J. G., þang- að til fært þykir að halda hluta- veltuna. MUNIÐ; Altaf er það best KALDHREINSAÐA ÞORSKALtSIÐ nr. 1 með A og D fjörefnum, hjá SIG. Þ. JÓNSSYNI Laugaveg 62. Sími 3858- EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-------ÞÁ HVER7 Hraðferðir Sleindórs til Akureyrar um Akranes eru alla, miðvikudaga og laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. ifgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. Sleindór - sfimi 1580. UPPHITAÐIR BÍLAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.