Morgunblaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 5
Xaugardagur 16. sept. 1939. Jftlorg*mbIaí>ið Útget.: H.í. Árvakur, Raykjavlk. Rltstjörar: Jftn Kjartanuon oc ValtjT Btaföi Auglýslncar: Árnl óla. Rltstjörn, aucl^sincar o( afcralftala: Auaturatnstl I. Áskrlftargrjald: kr. 1,00 & asknutJl. í lausasölu: 16 aura stntaklC — 16 aura assn Lsabök. n (AbyrcCanaaSua). HlaU M00. FYRSTI HÁLFI MÁNUÐURINN PÁ er liðinn fyrsti hálfi mán- uðurinn, sem stríðið hefir ;ætaðið. Það fer stöðugt harðn- íaUdi. Ógnirnar og skelfingarn- ar verða æ meiri. Og sú spá aetlar fyllilega að rætast, sem framsýnir menn sögðu fyrir iöng-u, að næsta stríð myndi -ekki eingöngu verða háð milli liermannanna á vígvellinum, Iheldur myndi friðsömum borg- nrum, körlum, konum og fcörnum eigi minni hætta búin *n hermönnunum sjálfum. Engar skýrslur hafa enn 'verið birtar yfir fallna og «ærða hermenn í stríðinu. Við vitum heldur ekki tölu þeirra friðsömu borgara, karla, kvenna tqg barna, sem fallið hafa og særst í loftárásum á varnar- lausar borgir ©g þorp. Ef ná- Tkvæmar tölur lægju fyrir um þetta í dag, er óvíst með öllu fivíuít itála binna föllnu og særðu hermanna yrði hærri en tala hinna friðsömu borgara,1 sem ffallið hafa og særst í loft- árásum á varnarlausa staði. ; 'Þannig er stríð nútímans. — I»að er ógnar- og skelfingar- stríð, sem enginn sjer fyrir í <dag, hvaða hörmungar færir yfir heiminn. ★ jÞegar *þýsk-rússneski vináttu- 'samningurinn var gerður, sögðu bæði enskir og franskir stjórn- málamenn, sem kunnir voru „;iínnnum“ í Moskva, að sam- itímis hafi verið gerður leyni- legur undirmáli, þar sem Rúss- iar iháfi lofað Hitler beinum rstuðningi í styrjöld við Pólland, .gegn því að fá vissan hluta afl ilandinu, þegar búið væri að ileggja það í auðn. Þessir kunn- rugu menn sögðu, að Rússar •myndu verða hlutlausir til að Hbyrja með, en grípa inn í styrj- iildina síðar með Þjóðverjum -og fá svo endurgjaldið, þegar ,að skiftunum kæmi. Ymislegt bendir til þess, að :spá þessara manna ætli að rætast. Síðustu dagana hafa blöð Rússa hafið svæsnar árás- ír á Pólverja, en blöðin eru sem kunnugt er, bergmál af því, sem einvaldsherrann í Moskva vill segja. Hafa rússnesku blöð- ín farið nákvæmlega eins að og þýsku blöðin, áður en inn- rás þýska hersins hófst. Þegar þessar árásir rússnesku blaðanna hófust, hafði mikill ber verið sendur til pólsku landamæranna. Telja nú hinir kunnugu menn, að ekki verði langt að bíða þess, að rússnéski herinn hefji innrás í Pólland og taki sinn skerf af landinu. Kommúnista-óvitarnir hjer, sem í öllu fylgja Moskva-línun- um, hafa ekki enn treyst sjer til að gefa skýringu á þessum ffyrirbrigðum, sem nú eru að gerast í Rússlandi. Þeir flytja þó daglega „einkaskeyti“, sem þeir fá gefins frá Moskva. En hætt er við, að friðarljóminn hverfi, sem kommarnir hafa verið að reyna að fljetta utan um Stalin, ef rússneski herinn skyldi eiga það eftir, að ráðast að baki Pólverjum. Og hvað yrði um þá miklu vernd og ör- yggið, sem kommúnistar sögðu smáríkin hafa hjá einvaldherr- anum í Moskva? * Stríðið hefir, það sem af er, aðallega hitt okkur íslendinga á þann hátt, að okkar sigling- ar hafa truflast. Enn er alt í óvissu um, hvemig okkar sigl-i Sngum verður hagað. Láðir ófriðaraðilarnir hafa lagt bann á ýmsar vörur, sem ætlaðar eru hinum aðiljanum. Okkar vörur heyra undir tak- markað bann hjá báðum, þann- ig, að hömlur verða lagðar á vörurnar, ef sýnt þykir, að þær verði. notaðar í þágu hersins. Bretar hafa ráðlagt skipum hlautlausra þjóða, að koma af sjálfsdáðuum til rannsóknar á vissum eftirlitsstöðvum, sem þeir hafa sett upp í þessu skyni. Þjóðverjar hafa hinsvegar svar- að því til, að þeir skoði það hlut leysisbrot, ef skip hlutlausra ríkja gefi sig fríviljuglega und- ir slíkt eftirlit hjá Bretum. Af þessu er augljóst, að margt vandamálið rís nú upp hjá hlutlausum ríkjum í sam- bandi við siglingar þeirra. Vitaskuld er það keppikefli allra hlutlausra ríkja, að geta haldið 'uppi viðskiftum við ó- friðarþjóðirnar. En það er hægra um að tala en fram- kvæma, þegar öflugustu stór- veldi heimsins eiga í ófriði. — Ekki síst verða viðskiftin erfið hjá ríkjum, sem eiga alt undir siglingum á hafinu. En svo er um okkur Islendinga. ★ í síðustu heimsstyrjöld gátu togarar okkar siglt með ísfisk til Englands. Nú er enn alt í óvissu um þetta. Að vísu hafa stjórnarvöld Breta felt úr gildi fisk-,,kvota“ okkar og leyft ó- takmarkaðan innflutning. En samtímis hafa þeir boðað há- marksverð á fiskinum, sem ekki hefir verið ákveðið enn hvað verður. Ef hámarksverðið verður lágt, verður ókleift fyrir ís- lenska togara að sigla til Eng |lands. Allur tilkostnaður út- gerðarinnar hækkar gífurlega Verða togarar því að fá hátt verð fyrir fiskinn, til þess að fá risið undir kostnaðinum. Við sjáum af öllu þessu, að enn er alt í óvissu um okkar siglingar. Það' er því hyggileg- ast að gera nú þegar ráð fyr- ir, að margskonar hömlur verði lagðar á okkar siglingar og gera ráðstafanir í sambandi við það. Loltvarna- og knatt- spyrnuæfingar í Duisburg Þetta er fyrsta greinin, sem Vivax skrifaði eftir að hann kom til Þýskalands með knattspyrnumönnunum. ------- Greinin var sett í póst í Duis- burg þann 22. ágúst, en kom ekki hingað fyr en með Brú- arfossi. Sýnir þetta best hver óregla hefir verið á póstsend- ingum frá Þýskalandi þessa dagana. — Vegna þess, að greinin sýnir hugsanaháttinn áður en stríðið braust út og er að því leyti fróðleg, þóttj rjett að birta hana þó hún hafi komið svona seint. O yrsta daginn, sem ís- lensku knattspyrnu- mennirnir voru í Þýskalandi, var þeim ráðlagt að fara ekki út úr gistihúsinu eftir kl. 8 að kvöldi, vegna þess að sama kvöld áttu að fara fram loftvarnaæfingar í borginni. Hvergi mátti sjást glæta. Það var þó ekki vegna þess að um- ferð væri bönnuð um borgina, að knattspyrnumönnunmn var sagt að vera heima, heldur vegna þess að móttökunefndin óttaðist að þeir myndu villast í borginni, e£ þeir hættu sjer út. Jeg held, að enginn hafi verið leiður y-fir þessu banni. Við höfðum verið 6 daga á leið- inni til Hamborgar og komum þangað seint á sunnudagskvöld. Plestir fóru í land í Hamborg um kvöldið til að skoða sig um og vildi því dragast hjá sumum að komast í rúmið, Klukkan 8 á mánudagsmorgun var farið að hugsa til ferðar. Áttum við að fara með járnbraut frá Hamborg til Duisburg við Rín, sem er ein af fjöldamörgum iðnaðarborgum í Ruhrhjeruðunum. Á Goðafossi leið öllum vel og löngu áður en komið var í höfn í Leith höfðu allir gleymt sjóveik- inni, sem lítilsháttar bafði gert vart við sig. Öll skipshöfnin á Goðafossi ljet sjer mjög ant um að öllum liði sem best og vildi alt fyrir okkur gera. Nú, en fyrsti dagur okkar und- ir handleiðslu þýskra knattspyrnu- málaforkólfa er dagur knatt- spyrnuæfinga og — loftvarnaæf- inga. N Eftir 6 stunda járnbrautarferð frá Hamborg komum, við til Duis- burg, þar sem okkur er tekið opn- um örmum. Hjer eigum við að bíða í 3 dagá, eða þangað til haldið verður til Trier, hinnar fornfrægu borgar við Luxemburg-landamærin. Okkur hefir verið fenginn sami- staður á gistihúsinu „Hotel Prinz- Regent“ í miðjum bænum. Flestir bna einir í herbergi og í mesta Ipgi tveir. Gistihúsið er fyrsta flokks, eins og alt, sem okkur hef- ir hingað til verið boðið upp á. Er við höfum þvegið okkur og skoðað híbýlin er tilbúið besta matborð. Að því loknu er tilkynt að mx getum við komið til æfinga Knattspjnrnuæfing draumur, sem verður horfinn -er 1 þrumuveðri. við vöknum í fyrramálið. Við eig- Duisburg er ekkert frábrugðin um eftir að vera hjer í 18 daga öðrum þýskum iðnaðarbæjum. Alt og getum á hverjum degi dáðst er þrifalegt og það svo að pilt- að búðargluggunum og vörum, sem arnir eru altaf að hafa orð á þessu við getum ekki tekið með okkur frábæra hreinlæti. heim. í þessari borg eru íbúarnir um Að lokum eitt dæmi um það, hálf miljón, mest iðnaðarfólk. hve menn venjast fljótt því ó- Æfingavöllurinn er utan við venjulega: Fyrst á meðan piltarn- borgina og ókum við þangað í ir fengu ávexti eins og þeir vildu, stórum almenningsbíl. má fuRyrða að fáir hafi ver- Eftir Vivax Það er hvorgi meira nje minna ið hraustir í maganum, en nú fær en heil íþróttahöll, sem við fáum til umráða. Er það einn af í- þróttaskólum þýska íþróttasam- bandsins. Höll þessi kostaði rúm- lega % miljón ríkismörk og er skóli og æfingastaður fyrir íþrótta menn, sem skara fram úr í Vest- ur-Þýskalaridi. Hjá íþróttahöllinni eru margir knattspyrnuvellir og stórt vatn (á stærð við Reykja- víkurtjörn), þar sem menn geta synt. Fritz Buchloh, sem ásamt Gísla Sigurb j örnssyni, fararst j óranum, og dr. Erbach, tók á móti okkur í Hamborg, stjórnar æfingunni. I kjallara hússins eru svefn- herbergi og böð og þar afklæð- ast knattspyrnumennirnir. Það hefir verið ákaflega heitt hjer í landi þessa dagana (26—30 gráður Celcius í skugga), stillur og sólskin, en nú tekur að rigna og rigningunni fylgja þrumur og eldingar, en piltarnir láta þann hávaða ekki á sig fá, því gleðin yfir að hafa komist á grasvöll og fá knetti til að æfa sig með er mikil. Þeir eru eins og kálfar, sem hleypt er á gras í fyrsta skifti að vori til. Að knattspyrnuæfingunni lok inni er farið í bað í tjörninni. Vatnið er volgt (álíka og í Sund- höllinni heima). Þegar þessum æf- ingum er lokið er orðið nokkuð áliðið dags. Klukkan 7 erum við heima á gistihúsinu og klukkan 8.15 á að snæða kvöldverð. Enn er þó bjart úti og flestir nota tækifærið til að skoða sig um í miðbænum. Ef þátttakendur þessarar farar gætu fengið allar óskir sínar upp- fyltar í öllu og tekið með sjer alt, sem þá langar í og sem þeir sjá búðargluggunum, væru það margir skipsfarmar af vörum, sem kæmu til íslands. Fyrst í stað keyptum við ýmis- legt smávegis, en nvi erum við hættir í bili, ekki beint vegna peningavandræða heldur meira vegna þess að eftir því sem við dveljum lengur sjánm við eitthvað nýtt, sem okkur langar meira í heldur en það sem við höfum áð- ur sjeð, og þessi dýrð er ekki maður sjer epli, peru, appeisínu, banan, eða hvað sem er, — svona rjett í hófi. Duisburg í myrkri. Þegar við komum á gistihúsið eftir æfingarnar tókum við eftir því, að fjöldi manns var að vinna við ljósakrónurnar, og sumir vom önnum kafnir við að líma svart- an pappír á allar gluggarúður að innan. 1 sjálfum borðsalnum var þó ljósadýrð eins og vant var. Það var litið farið að skyggja er ViS gengum til kvöldverðar, en er við höfðum snætt var aldimt út. Á gistihúsinu er stórt anddyri með hægindastólum. Umsjónar- maður gistihússins hefir stúku lít af fyrir sig í einu horninu. Tvær vængjahurðir eru í aðaldyrunum og voru rúðurnar í hurðunum þaktar með svörtu klæði. Okkur brá í brún er við komum fram í anddyrið úr borðsalnum, vegna þess hve skuggsýnt var. í loftinu hangir gríðarstór ljósakróna með 20 til 30 ljósaperum, nú var að- eins Ijós á einni perunni, sem lýsti upp anddyrið með daufiú bláu ljósi. Uti á götunni sást ekki glæta nema þegar bílar, hjólhestar, spor- vagnar eða önnur farartæki fóru fram hjá. Okuljósin voru smátýr- ur. Það var ekki fýsilegt að hætta sjer langt frá gistihúsinu, enda datt víst engum í hug að fara í langar rannsóknarferðir. Þar sem jeg var undanskilinn hvíldarreglum knattspyrnukepp- endanna ákvað jeg að fara dálítið um borgina til þess að kynnast loftvarnaæfingunum af eigin reynd, og fekk Gísla Sigurbjörns- son í för með mjer. Klukkan var farin að ganga 12 er við hjeldum iit í bæinn. Tölu- verð umferð var á götunum a£ gangandi fólki og allmikil bíla- umferð. Þetta myrkur minti mig einna helst á þegar krapið settist í Elliðaárstíflurnar hjerna á ár- unum, eða Sogslínan bilaði fyrst og öll Reykjavík var í myrkri, sá. var þó munurinn, að hvergi sáust FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.