Morgunblaðið - 17.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Saiumdagiir 17. sept. 1939. Þátttaka Rússa í stvrjölöinni Vináttusáttmáli við Japana getur dregist Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AFSTAÐA Rússa í styrjöldinni og spádómar um fyrirætlanir þeirra er það, sem mesta athygli vekur nú. í fregn frá Moskva er það gefið í skyn, að það hafi verið Þjóðverjar, sem komu því til leiðar að friður komst á milli Japana og Rússa í Mansjúríu. Japanar segja um það mál, að ekki sje þar með sagt. að þeir geri með sjer vináttusamning, eins og Þjóðverjar og Rússar. Um ekkert slíkt geti verið að ræða fyrst um sinn. Því þeir þurfi að jafna mörg mál sín á milli, Japan- ar og Rússar, áður eh fullkomin sætt sje komin á milli þeirra. FRJÁLSARI HENDUR! { M. a. þurfi að ræða um hjálp Rússa, er þeir láta Kín- verjum í tje. Verði Japanar að fá trygging fyrir því, að hún sje úr sögunni, og þeir Japanar, fái óáreittir af Rúss- uín í alla staði að hafa frjálsar hendur í Kína. Er alment álitið, að friður sá, sem kominn er á milli Rússa og Japana, geri Japönum það mögulegt að láta til skarar skríða í Kína meira en nokkru sinni áður. En um leið gerir þessi friðarsáttmáli Rússum auðveld- ara fyrir að gera það sem'þá lystir heima fyrir í Evrópu. Samkomulagið í Mansjúríu vekur ugg meðal Banda- ríkjamanna. Er búist við því, að sá atburður flýti heldur fyrir því, að Bandaríkjamenn nemi úr gildi bannið um hertækjaútflutning til ófriðarþjóðanna. Flotastjórnin í Noregi tilkynti í dag, að skipaútgerð- armenn í Finnlandi gerðu ráð fyrir því, að eigi líði á löngu, uns Rússar væru komnir í styrjöldina til styrktar Þjóð- verjum. FYRIRHUGUÐ SKIFTING PÓLLANDS. Daily Telegraph skýrir frá bollaleggingum Þjóðv. hvernig þeir ætli sjer að fara með Pólland, að unnum sigri. Hefir blaðið fregn sína frá einum fulltrúa Stalinstjórnarinnar. Að Rússar þeir, sem verið hafa innan landamæra Póllands verði látnir óska eftir því, að komast undir Moskvastjórnina. Er það álit sumra kunnugra manna, að Rússar grípi til vopna, til þess að sjá um að þessum óskum verði fullnægt. En að Rússar hugsi sjer ekki að taka þátt í styrjöldinni að öðru leyti. Talið er líklegt, að Hitler ætli sjer að afhenda Rússum Hvít-Rússa-hjeruð Póllands. En óljósara er hvað hann ætlar sjer með Ukrainisku hjeruðin. Getur verið að meiningin sje að láta þau hjeruð vera sjállfstæð, a. m. k. að nafninu til. Að öðru leyti verði farið þannig með Pólland: Þjóðverjar taki vesturhluta landsins. Lithauen fái Vilnahjeraðið. En mið- hluti landsins verði sjálfstætt ríki, undir vernd Þjóðverja. Á þann hátt komast þeir hjá því, Þjóðverjar og Rússar, að hafa sameig- inleg' lándamæri. Bardagarnir i Póllandi Hvað sem þessum bollalegg- ingum líður, þá er eitt víst, að enn er barist í Póllandi. Fregn- irnar um það, hvernig þeim þardögum reiðir af, eru enn sem fyr ósamhljóða. Varsjá er ekki fallin enn. En hringurinn þrengist um borgina. Segir í Berlínarfrjett, að hersveitir Þjóðverja nálgist borgina að austanverðu. Fyrir norðan og sunnan borgina er einnig barist af grimd. Borgarbúar í Varsjá eru nú farnir að taka því með meiri ró, að Þjóðverjar gera loftárás- ir á borgina. Menn ganga út frá því sem gefnu, að loftárás- irnar verði daglegir viðburðir framvegis. TiL marks um ró- semi og stillingu fólksins, er þess getið, að unt sje að halda góðri reglu á allri umferð á götum borgarinnar, þrátt fyrir loftárásirnar. Á ÖÐRUM VÍGVÖLLUM PÓLLANDS I þýsku tilkynningunni segir, STILLLING VARSJÁ-MANNA I Lundúnafregn segir: FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(mmmHiiiiiiiliililiiiiiiiilii„lilMiliiHimMintmMnt!inmmliliiiiiliiiiiii|lii<liilimiiim!i. Allstaðar mvrkur iMargvíslegar ráðstafanir eru gerðar í stórborgum ófriðarþjóðannfi til varnar loftárásúm óviuauna. Ein ráðstöfunin er sú, að g’æta þess vandlega... að hvergi sj’áist ljósglæta á nóttunni, því að jiá' eiga óvina- jflugvjelarnar erfiðara með að finna borgirnar. Myndin sýnir hjúkis Unarkonur á sjúkrahúsi í. London. Þær byrgja á Javerjþ. k.yöldi; g:lugg> ana með undirdýnum, svo hvergi sjest ljósglígta utan, fyá,. Gagnárás Þjóðverja hrundið í Saarhjeraði Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. FRJETTARITARI frá Reuter á vesturvígstoðv- unum segir, að gagnsókn sú, er Þjoðverjar hafi tekið upp í Saarhjeraði, hafi algerlega mistek- ist. Var hún gerð í því skyni að koma í veg fyrir, að franski herinn gæti húið um sig í sínum nýju vígstöðvum. Gagnsókn þessi Þjóðverja var tekin upp með svo miklu forsi, að auðsjeð var að þýsku berstjórninni var full alvara, og alveg Ijóst, að hjer er mikið í húfi fyrir þýska herinn. En þeim mun eftirtektarverkara er það, að Þjóðverjum skyldi ekkert verða ágengt í árás þessari. Frakkar hafa nvi búið sjer örugg vígi á austurbakka Saar- fljótsins. Eiga sjálfir að sækja hergögnin Londort í gær. FÚ. amkv. áreiðanlegum heim- ildum í Washington er tal- ið, að þjóðþingið ameríska, er það kemur saman á aukafund 21. sept., taki nokkuð aðra stefnu að því er hlutleysislögin snertir, en á síðasta þingsetu- tímabili. Tilkynningar Þjóð- verja og Breta um ófriðarbann- vörur eru svo víðtækar, að.það getur bakað amerískum sk'ipum erfiðleika hver svo sem farmur þeirra er. Ef bannið gegn útflutningi hergagna yrði afntimið, er ekki ólíklegt, að þjóðþingið krefjist þess, að kaupendurnir greiði fyrir hergögnin í reiðu fje og sæki þau sjálfir í sínum eigin skipum. Ef þetta yrði, ofan á yrði að sjálfsögðu best aðstaða þeirra þjóða, sém hafa sterk- asta aðstöðu á siglingaleiðun- um. Þátttaka U. S. A. vitfirring - ségir Lindbergh London í gær. FÚ. harles A. Lindbergh flug- kappi flutti útvarpsræðu í Bandaríkjurrum, í gærkvöldi og studdi eindregið einangrunar- stefnumennina, sem vilja fyrir hvern mun, að Bandaríkin sitji hjá í styrjöldinni. ,,Vjer verðum annað tveggja“, sagði Lindbergh, ,,að hafa eng- in afskifti af deilumálum Ev- rópu, eða vera þátttakendur í þeim að staðaldri. Ef vjer berj- umst fyrir lýðræðið eríendis, getur farið svo, að vjer glötum því heima fyrir“. Lindbergh sagði, að það væri vitfirring, að senda Bandaríkja- menn til þess að láta drepa þá á vígvöllum Evrópu. Japanar treysta sterlingsgenginu London í gær. FÚ. apanskir bankar líta björt- um augum á framtíð ster- lingspund3, og spá því að puhd ið muni brátt ná sjer í New York og komast í sitt eðlilega gengi. Þeir álíta það fljótfærni að binda hina japönsku niynt við dollar, og telja óhætt að láta hana fylgja sterlingspundi. Hjónaband. í gær foru gefin samau í hjónáband ungfrú Sigríð- ur Nikulásdóttir, Túngötu <30 og Sigurjón Auðunsson frá Yest- mannaeyjum. London í gær. FÚ. í hálf-opinberu yfifliti Hav- as frjettastofunnar, um viður- eign Frakka og Þjóðverja á vesturvígstöðvunum segir, að nýr þáttur sje hafinn, þáttur stöðugra vopnaviðskifta, og hvarvetna sje barist á þýskri grund. Heriiaðarsjerfræðingar eru þeirrar skoðunar, að Frakkar hefðu fyrir nokkru getað skýrt frá því, að þeir væru búnir að ‘taka Saarbrúcken, en að franska herstjórnin hafi beðio með slíka tilkynningu þangað tiJ franski herinn hafði einangr- að borgina svo, að engin. leið væri til að stöðva úrslitaáhlaup hans. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. 2000 sandpokar m Hróarskeldudómkiikju Kalundborg í gær. FÚ. 000 sandpokar hafa nú ver- ið fluttir til Hróarskeldu- dómkirkju og er ákveðið að nota,þá til varnar kirkjunni, ef til árásar kæmi þar í nánd. GengisfalliÖ á sterlings- pundinu hefir orðið þess vald- andi að verð á dönsku fleski tii útflutnings hefir fallið um 16—20 aur. kg. Fimtug var í gær frú Sigríður Hel ga cíöttir, Yer ka m a nn a skýlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.