Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. sept. 1939. Frá Varsjá: Eyðilegging styrjaldarinnar Að ofan: Loftmynd tekin yf- ir Varsjá. Stóra byggingin á miðri myndinni er söngleika- húsið, sem sagt er að skotið hafi verið í rúst. Til hægri: Hús í Varsjá, eða öllu heldur það, sem eftir er af t>ví, eftir loftárás Þjóðverja. Dansleikur til styrktar bjorgonarmálunum Kvennadeild Slysavarnafjelags fslands hjer í bæ hefir á- kveðið að gangast fyrir dansleik í Oddfellowhúsinu í kvöld, og rennur væntanlegur ágóði allur til starfsemi deildarinnar. Kvennadeild Slysavarnafjelags- íns hefir iagt sinn drjúga þátt til hjörgunarmálanna á undanförnum árum, sem kunnugt er, og m. a. lagt fram allmikið fje í björgun- .arskútusjóðinn. Kom það fram í ræðum og riti er „Sæbjörg" kom hingað til lands, að sjómenn telja sig standa í þakklætisskuld við Kvennadeildina. Það er ekki nema eðlilegt að konurnar, sem vita af eiginmönn mm og sonum sínum á hafinu reyni að leggja fram sinn skerf til að auka á öryggi sjómanna, enda hefir sýnt sig að þær liggja ekki á liði sínu í því efni. En það er svo, að lítið verður komist áfram nema með fje og til þess að starfsemi Kvennadeild ar Slysavarnafjelagsins geti borið sem mestan árangur er meðal ann- ars reynt að afla fjár með dans- leikjum. Bæði sjómenn, sem í landi eru, og aðrir ættu því að hafa tvöfalda ánægju af því að sækja dansleiki -deildarinnar. I rjedirnar: Landr)ettftr9 Skeftðarfettir, ftllí^arr jettir. Bifrciðastöðin Geysir Símar: 1633, 1210. Hraðferðir Steindórs MUNIÐ: Altaf er það best K ALDHREIN S AÐ A ÞORSKALÝSIÐ nr. 1 með A og D fjörefnum, hjá SIG. Þ. JÓNSSYNI Xaugaveg 62. Sími 3858- til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga og laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. Steftndór - simft 1580. Má ekki nota heita vatnið frá þvottalaug- unum betur en gert er? Pvottalaugarnar gefa 15 lítra á sek. af 83° heitu vatni. Koinið til bæjarins er það um 80° C. A veturna mun vatninu skíft þannig: 2 I. fara til Sundlauganna, j/á 1. fer til Laugarnesskólans, 2 1. fara til Landspítalans, 10^ 1. f-r til Austurbæjarbarnaskólans og ýmsra húsa þar í grend. Frá þeim fer svo vatnið ca. 50 stiga heitt til Snndhallarinnar. Flestir telja Sundhöllina óþarflega heita og ætti því ekkert að saka, þólt vatn- ið kæmi til hennar dálítið kaldara, t. d. 40 eða 42 stiga heitt. Ef það reyndist of kalt, þegar kaldast er, mætti bjarga sjer með því að stytta sundtímann og skifta sjaldnar um vatn. Frá upphitun Landspítalans kemur vatnið einnig 50 stiga heitt. Nokkur hluti þess er notaður inn- anhúss í böð, uppþvotta og hand- laugar, en afgangurinn fer til þvottahússins, sem þar er notaður aðeins að litlu leyti. Mætti nú ekki, fyrst stríð er skollið á, nota þetta 50 stiga heita vatn betur en gert er? Fyrir 15 árum síðan hitaði jeg upp 3 bóndabæi norður í Eyjafirði með 45—50 stiga heitu lauga- vatni, og veit jeg ekki annað, en íbúarnir bafi haft nægan hita síð- an. Það mun vera komið til tals að hita Kennaraskólann með afrensli Landspítalans og er sannarlega tími til kominn. En má ekki hita upp fleiri hús með því? Landspít- alavatnið nemur 172.800 1. á sól- arhring. Ef gert er ráð fyrir að 40.000 1. (eða 400 tunnur) þurfi til baða og handlauga og 32.800 til þvottahússius, eru 100.000 1. eftir. Sje hitinn úr þeim notaður niður í 38°, eða um ca. 10 stig, fást 1 milj. hitaeiningar á sólar- hring. En það jafngildir sem næst 200 kg. kola, með því að ætla að 5000 h.e. náist úr hverju kg. Annað vatn til bæjarins, 10^1. á sek., er ca. 900.000 1. á sólar- ing. Ef úr því er notað 8° meiral eða niður í 42°, áður en það ferl til Sundhallarinnar, fást 7.200.000 hitaeiningar á sólarhring og jafn- gildir það 1400 kg. kola. Ef Sundlaugunum væri svo lok- að þegar kaldast er og vatnið tek- ið til húsahitunar, fengist til við- bótar 2 1. á sek., sama sem 172.800 I. á sólarhring af 80° heitu vatni. Notað niður í 40° fengist 6.912,- 000 hitaeiningar á sólarhring. En það jafngildir einnig 1400 kg. kola. Alls ætti þannig að fást hiti, sem jafngilti 3000 kg. kola á sól- arhring eða ca. 90 tonnum á ínán- uði. Með 60 kr. verði eru það 5400 kr. mánaðarlega. En hver veit hvað kolatonnið kostar næ'stu mánuði? Og er ekki þörf fyrir þann gjald- eyri, sem fer fyrir nokkur hundr- uð kolatonn, til annars? Jeg bið þá, er þetta lesa, að at- huga það Vel, að allar tölur eru miðaðar við kaldasta tíma árs, þegar vatnið fer ca. 50° heitt út úr húsunum. Aðra tíma árs, þegar það fer heitara út, má vitanlega ná þeim mun meira hitamagni. Minnist þess, að í síðasta heims- stríði fór kolatonnið upp í 300 kr. hjer í Reykjavík. Sveinbjöm Jóusson byggingameistari. Bindindisvika Pingstúka Reykjavíkur hefir beitt sjer fyrir að koma af stað bindindismálaviku, sem hefst 5. október n.k. Auk Góðtemplara- reglunnar hafa þessi fjeíög og sambönd heitið þátttöku sinni: íþróttasamband íslands, Samband Ungmennafjelaganna, Kennara- samband íslands, Skátar, Slysa- varnafjelag íslands, Samband bindindisfjelaga í skólum, Banda- lag kvenna og verkalýðsfjelögiu fjögur: Dagsbrún, Framsókn, Iðja og Sjómannafjelag Reykjavíkur. Segja má og, að kirkja landsms sje einn þátttakandi, því biskup- inn verður einn þeirra manna, sem ávörp flytja fyrsta kvöld vikunn- ar og talar þar sem fulltrúi og æðsti maður kirkju landsins. Einn- ig er þess ósltað, að prestarnir í Reykjavík helgi ræðu sína að ein- hverju eða öllu leyti suuaudag vikunnar. Bindindismálavikan verður op» uð í fríkirkjunni, og flytja þar stuttar ræður eða ávörp þessir: Fjármálaráðherra, biskapinn, fræðslumálastjóri og þjóðkunnur maður úr læknastjett landsius, Dr. Helgi Tómasson, sem einnig er skátahöfðingi á íslandi. Karlakór Reykjavíkur syngur, en Páll ís- ólfsson leikur á orgelið. Þessu verður útvarpað. Áfengismála- ráðunautur opnar samkomuaa. Nefnd sú, sem annast hefir all- an undirbúning, hefir leitað til hinna bestu söngkrafta bæjarins — karlakóranna, einsöngvara og leikara og hafa þessir kraftar góðfúslega heitið liðveislu sinni. Góð skemtiatriði verða því öll kvöldin, auk þess sem margir ræðumenn koma fram frá hinum ýmsu fjelögum. Samkvæmt því sem almenningur nú hugsar og talar um áfengismál þjóðarinnar, þarf ekki að efa að hann mun sinna þessari bindindismálavikn hið besta. Fyrir hönd nefndarinnar. Pjetur Sigurðsson. MÁLAFLUTNINGSSKRIFSTOFA Pjetur Magnússon. Einar B. OnRmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutimi kl. 10—12 og 1—9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.