Morgunblaðið - 22.09.1939, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. sept. 1939.
Tilkynning.
Járniðnaðarpróf verður haldið í okt. n.k. Þeir seni
óska að ganga undir það sæki umsóknarbrjef til
Ásgeirs Sigurðssonar
forstjóra í Landssmiðjunni.
Hið íslenska Fornritafjelag.
Nýtt bindi er komið út:
Vatnsdætasaga
Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar
þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonai.
EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út.
Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst
hjá bóksölum.
Aðalútsala:
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar
s %
Áwalt fyrirlfggtandi:
TÓMATAR AGÚRKUR
HVÍTKÁL - BLÓMKÁL
GULRÆTUR - RABARBARI
GULRÓFUR KARTÖFLUR
Eggert RristfáDSSon & €o. h.f.
m #
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI - - — ÞA hver?
Hraðferðir Sleindórs
til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga og
laugardaga.
Miðstöð og útvarp í bifreiðunum.
Afgreiðsla okkar á Akureyri er á B; reiða?töð Oddeyrar.
§teindór - ^sibií 1580.
MorgunblaOlð með morgunkaffinu
Fimtugur: Snæbjórn
Stefánsson, skipstjóri
Fæddur er hann í Reykjavík
22. sept. 1889. Sonur þeirra
alkunnu sæmdarhjóna Sesselju
Sigvaldadóttur ljósmóður og Stef-
áns Egilssonar múrara, sem störf
uðu hjer í Reykjavík alla þá tíð.
sem kraftar þeirra entust, hvort á
sínu sviði. Stefán dó í hárri elli
fyrir nokkrum árum, en Sesselja
dvelst hjá Sigvalda lækni í
Grindavík, syni sínum.
Ef segja ætti sögu Snæbjarn-
ar skipstjóra, þá yrði sú saga
saga sjávarútvegsins í Reykjavík
og þróunarsaga hans stig af stigi
frá byrjun skútutíðar til nútíma
togara. Sú saga verður ekki skráð
lijer, þótt þörf væri á því. Mikill
væri sá menningarauki, ef einhver,
sem upplifað hefir það tímabil,
lýsti því greinilega, svo menn
fengi hugmynd um, hvað þeir
menn hafa orðið að leggja á sig,
sem staðið hafa í því stríði.
Snæbjörn byrjaði sem barn að
stunda sjó, eins og svo margir
Reykjavíkurdrengir á hans aldri.
Tólf ára gamall rjeðist hann á
fremur lítinn kúttera frá Hafn-
arfirði, sem „Sigga“ hjet. Ekki
bar á öðru, en hann stæði við vað-
baujuna eins og þeir, sem eldri og
reyndari voru. Var spáð vel fyrir
drengnum og hann álitinn efni-
legur. Segja mætti það sem dæmi
um dugnaðinn, að soðfiskpokann
bar hann milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur heim til foreldranna
á vegleysum þeim, sem þá voru.
Stundaði hann skakið þar til hann
fór á stýrimannaskólann og út-
skrifaðist af honum aðeins 17 ára
gamall. Var það mjög fátítt, að
svo ungur maður tæki próf það-
an.
TJm þetta leyti er að verða breyt
ing á útveginum, því nú eru fyrstu
togararnir að koma. Nú hugsar
Snæbjörn að hætta við skúturnar
og komast á togara. Var hann svo
heppinn að kornast í skiprúm hjá
frænda sínum, brautryðjandanum
og dugnaðarforkinum Halldóri
Þorsteinssyni skipstjóra á „Jóni
forseta". Það segir sig sjálft,
hvert lán það er fyrir unglinga,
sem eru að byrja brautina, og eru
fullir eftirtektar og áhuga, að
komast í þjónustu slíks yfir-
manns, sem var á sinni tíð al-
harðduglegastur sjómaður á flot-
anum og sá maðurinn, er gaf það
eftirdæmi, sem hefir mótað ís-
lenska togarayfirmenn alt til þessa
dags. —
Snæbjörn undi sjer vel á „For-
setanum“, enda þótt oft hafi ver-
ið erfið vinnan, og man sá vel, er
þetta ritar, sem var samtímis Snæ-
birni á skipinu, að þó vinnan væri
hörð, bar aldrei á óánægju um
borð, heldur miklu fremur góður
skilningur á þörfum útgerðarinn-
ar hjá skipshöfninni, og því al-
menn ánægja yfir fengnum afla
og tilheyrandi erfiði.
Nú vildi Snæbjörn sjá meira.
19 ára fer hann til Englands og
hygst að sigla með Englending-
um, sem eins og allir vita voru
manna færastir í þann tíð að
Snæbjörn Stefánsson.
veiða með botnvörpu. Dvaldi hann
þar og kyntist aðferðum þeirra
Englendinga, þar til hann var 22
ára að hann rjeðist heim aftur
sem stýrimaður á íslenskan tog-
ara. Síðan hefir hann óslitið starf
að á togurum, og lengst af á tog-
urum h.f. Kveldúlfs.
En á meðan ófriðurinn gamli
geisaði, og ekki varð siglt vegna
kolaleysis og allskonar hafta, tók
hann það fyrir að sigla formaður
á ýmsum stærri mótorbátum, og
komst oft þar í krappan dans, að
sögn, í vetrarferðum fyrir Horn-
ströndum. Heill komst hann með
sína menn úr hildarleiknum. En
eftir að togararnir byrjuðu að
sigla til Englands á ný síðustu ó-
friðarárin, þegar hinn ótakmark-
aði kafbátahernaður gerði höfin
ótrygg, ljet Snæbjörn ekki standa
á sjer, en sigldi ótrauður allan
tímann til enda, og aldrei hlekt-
ist honum á. Nema ef kalla mætti
áfall, að hann var nærri dauður
úr spönsku veikinni út í Fleet-
wood haustið 1918. Eins og að
Jíkum lætur hefir margt drifið á
daga Snæbjarnar þessa löngu sjó-
mannsævi, og ætla má, að ekki sje
öllu lokið enn. Eitthvert háska-
legasta ástand var að hans sögn,
þegar Egill Skallagrímsson lá á
hliðinni í Halaveðrinu heilan sól-
arhring. í þessu ástandi og slíku
ofviðri mátti enginn sig hræra.
hvar sem menn voru' í skipinu, og
ekki annað sýnna en sykki þá og
þegar. Stóð þá Snæbjörn í brúnni
allan tímann, talaði kjark í menn
sína, sem ,með honum voru þar,
ljet fjúka hnittiyrði, eins og hon-
um er oft lagið á hverju sem geng
ur. En upp kom Egill og allir
með; sigldi hana síðan skipi sínu
í höfn, en talsvert hafði það bilað,
sem von var eftir hin hörðu faðm-
lög Ægis.
Snæbjörn hefir verið alla sína
skipstjórnartíð mjög aðgætinn og
varkár sjómaður, og svo einnig
veiðimaður, sem skildi til fulls,
hvern skaða menn gera útgerð
skipsins, ef illa er farið með veið-
arfæri. En því miður vill oft
bresta á, að það sje virt sem vert
er. —
Snæbjörn er maður hreinlynd-
ur og fer engar krókaleiðir. Læt-
ur hvern hafa sinn dóm hiklaust
í eyrun, en forðast alt baknag og
fyrirlítur það. Hann hefir mjög
verið misskilinn af þessum sökum
og fellur honum: þungt, þegar vin-
ir hans eiga í hlut.
Snæbjörn siglir nú sem skip-
stjóri á togara frá Grimsby, og er
ilt til þess að vita, að hann og
aðrir framúrskarandi menn skuli
neyðast til að sigla á útlendum
skipum, og veit jeg að engir óska
þess frekar en þeir, að útvegur-
inn íslenski rísi úr þeim rústum,
sem hann er í, svo þeir fái aft-
ur tækifæri að vdnna fyrir fóstur-
jörðina, enda þótt kaup skip-
stjóra sje miklum mun minna hjcr
á landi. —■
Snæbjörn er giftui Þórdísi
Andrjesdóttur, ágætri konu, ætt-
aðri úr Flatey á Breiðafirði. Þau
eiga einn uppkominn son, Aðal-
stein, sem| ætlar sjer að feta í fót-
spor föður síns.
Við óskum þjer, Snæbjörn, alls
góðs, kunningjar þínir og sam-
verkamenn, á þessum merkisdegi
þínum, og við vitum, að þú átt
eftir að afreka margt enn og
fögnum því, þegar friður kemst á
aftur, svo við allir getum tekið
til óspiltra mála á ný.
Sjómaður.
>00000000000000000
! Lærlð ensku I
X hjábreskumháskóla-kandidat. y
X BERT JACK. ?
<> Sími 3519. Sóleyjargötu 13. X
Y Heima daglega 1—3. 0
><><><^»<><><><><><><><><><><><><><>
><><><><><><><><><><><><><><><><><>
Xmmf--* a
HarOfiskur |
Rlklingur |
visin
6 Laugaveg 1. Sími 3555. o
Y Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. Y
<><>0<><><><>c><><><><><><><>0<><
o&fou/u
ÍBÚÐIR, stór&r og smáar og
einstök herbergi.
LEICkJENDUR, hvort sem ar
fjölikyldufólk eQa einhlaypa.
Bmáauglýsingar Morgunbl&Sæ-
ins ná altaf tilgangi sfnum.
I