Morgunblaðið - 29.09.1939, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. sept. 1939,
MORGUNBLAÐIÐ
Annað kvöld
veröur klukk-
unni seinkað
aftur
Með reðlugerð, sem
dóms- og kirkju-
málaráðuneytið gaf út 28.
apríl í vor, var fyrirskipað
að flýta skyldi klukkunni
frá og með sunnudeginum
30. apríl um eina klukku-
stund, frá svonefndum ís-
lenskum meðaltíma.
Þessi breyting á tíma-
reikningum skyldi standa
til sunnudagsins 1. október,
en þá skyldi aftur seinka
klukkunni um eina klukku-
stund.
Seinkum klukkunnar
kemur tj.Af framkvæmdar
arinað kvöld, þannig, að
þegar okkar fljóta klukka
er 12, eigum við að seinka
henni um einn tíma, svo
að þá verður klukkan 11.
Útblutun mat
vælaseðla
hefst I dag
Uthlutun matvælaseðla í
Reykjavík fyrir október-
mánuð hefst kl. 9 f. h. í dag í út-
hlutunarskrifstofu bæjarins,
Tryggvagötu 28. Skrifstofan er
opin til kl. 7 e. h.
Fólk þarf að festa sjer í minni
eftirfarandi leiðbeiningar:
1. Ilafa með sjer stofna af mat-
vælaseðlunum fyrir september, á-
letraða nafni eiganda og heimil-
isfangi.
2. Tilkynna í afgreiðslusalnum
allar breytingar, sem orðið hafa
á heimilum eða heimilisföngum,
frá því að úthlutun fyrir septem-
ber fór fram, sem og þær breyt-
ingar, er verða nú nm mánaða-
mótin, og mönnum er þegar kunn-
ugt um.
Þá skal og vakin athygli á því,
að birgðir heimila af skömtunar-
vörum, sem taldar voru fram við
fyrstu ríthlutun, hafa nú verið
dregnar frá matvælaskamtinum,
og verður svo framvegis við
hverja tithlutun, þangað til þær
eru þrotnar.
Matvælaseðiar fyrir septemþer
falla úr gildi 5. okt.
Flugvjelin
komin til Englands
Breska upplýsingamálaráðuneytið tilkynti i gærkv., að
flugvjelin, sem nauðlenti á Raufarhöfn, væri komin til Eng-
lands.
YFIR RAUFARHÖFN Á HÁDEGI.
Laust eftir hádegi í gær spurðist til flugvjeíar yfir
Raufarhöfn.
I fregn þaðan segir, að flugvjel af Iíkri stærð og gerð og
sú er hvarf hjeðan í gærmorgun hafi flogið þar yfir kl. 12.35
Flugvjelin kom vestan með landi, flaug lágt og stefndi
hjeðan á Langanes utanvert.
Stórkostlegt
þiófnaðarmál
upplýst
r__e
4 nienn uppvisir
að 16 innbroium
Sigur Roosevelts
Utanríkismálanefnd öldunga
deildar Bandaríkjaþings
samþykti í gær tillögu Roose-
velts um afnám útflutnings-
bannsins á hergöngnum með 16
atkv. gegn 7 atkv.
Málið verður rætt í öldunga-
deildinni sjálfri á mánudaginn.
Breska tlug-
HIN BRESKA HERNAÐARFLUGYJEL, er
lenti á Raufarhöfn á þriðjudaginn var,
strauk þaðan á fimtudagsmorgun kl. 6.
Sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu, Júlíus Havsteen,
hafði sent símskeyti tij yfirmanns flugvjelarinnar, er vjeí-
in var lent á Raufarhöfn á þriðjudagskvöld, og mótm£elt
rjetti flugvjelarinnar til að lenda innan íslenskrar land-
helgi. Hafði éýslúmaður falið
umboðsmanni sínum, Einari
B. Jónssyni að birta flugforingjanum símskeytið.
Jafnframt var foringinn íátiiin undi'rrita yfirlýsiiigti á ensku
sem hljóðar svo í íslenskri þýðingu
„Jeg felst á að fara ekki frá Raufarhöfn nema að fengnu leyfi
íslensku ríkisstjórnarinnar eða timþoðsmantjs. hehþary.
FJugmenairnir fengu engar yistir, vatn eða bensín á Raufar
höfn og höfðust við í vjelinni, nema hvað þeir fórtní iand til að síma.
Binkennistala vjélarinnar :er ÍP 9630. Yfimaður hennar heit-
ir BarUeS.
Flugvjelin gat orðið fyrir
skemdum á Raufarhöfn, þegar
veður spiltist. Þess vegna varð
að koma henni þaðan Þessvegna
fór Agnar Kofoed Hansen á-
leiðis til Raufarhafnar á mið-
vikudag.
Flugmálaráðunautur
hittir flugstjórann.
Hann flaug til Kópaskers. •—
Þaðan varð að fara á hestbaki
til Raufarhafnar. Þangað kom
hann ekki fyrri en kl. 3—4 um
nóttina. Þó fór hami út í flug-
vjelina.
Þar hitti hann flugforingjann
og alla flugmennina. Þeir
hjeldu sig í flugvjelinni allan
tímann, sem flugvjelin var
þarna, nema hvað þeir snöggv-
ast skruppu í land er þeir komu
og eins aftur á miðvikudaginn.
Agnar Kofoed Hansen ráðg-
aðist við þá um flugferðina til
Reykjavíkur. Hann vildi leggja
af stað frá Raufarhöfn kl. 7 á
fimtudagsmorgni. Hann spurði
flugforingjann hvort bensín
væri nægilegt í vjelinni til þess
flugs, og kvað hinn breski liðs-
foringi svo vera. En hann baðst
undan því, að þurfa að leggja
af stað kl. 7, og bað Agnar
Kofoed Hansen að fresta brott-
ferðinni til kl. 8 að morgni.
Fjelst Agnar á það. Síðan fór
hann í land.
Því hefir verið fleygt manna
í milli að Agnar hafi átt að
gera þær ráðstafanir er hann
fór út í flugvjelina, að hindra
það, að hun gæti farið í Jang-
flug, með því að tæma úr henni
bensín, eða taka úr henni nauð-
synlega yjelahluta, sem ekki
væri hægt að komast af án við
flug. En með því hefði þessi
umboðsmaður íslensku stjórnar-
innar. gersamlega virt að vett-
ugi hið skriflega drengskapar-
heit hins breska liðsforingja,
um að fara ekki á brott í óleyfi
íslenskra stjórnarvalda. Sjer
hver maður, sem það athugar,
að slíkt hefði verið að væna
hinn breska liðsforingja um,
að hann hugðist á að virða að
vettugi heit sitt. En samkvæmt
gildandi alþjóðareglum er gert
ráð fyrir, að liðsforingjar og
inenn þeim undirgefnir fái í til-
fellum sem þessum, að fara
fei'ða sinna, að gefnu di’eng-
skaparheiti um að brjóta ekki
fyrirmæli frá stjórn viðkomandi
lands.
Flugvjelin hefur
sig til flugs.
Segir síðan ekki af flugmönn-
unum. iNema klukkan um, 6 á
fimtudagsmorgun urðu menn
þess varir úr landi, að báðir
hreyflar flugvjelarinnar tóku
til starfa, og að tveim mínútum
liðnum á að giska var flug-
vjelin komin í háaloft. Flaug
hún fyrst spottakorn til hafs,
og síðan í vesturátt.
★
Ríkisstjórn íslands hefir þégar
í stað sent fomleg mótmæli til
ríkisstjórnar Bretlands vegna þess
hlutleysisbrots, sem hjer hefir átt
sjer stað.
R
ANNSÓKNARLÖGREGLAN hefir undan-
farna daga unnið að því að upplýsa eitt stór-
feldasta þjófnaðarmál síðari ára hjer í bæ.
Hefir rannsóknarlögreglan þegar upplýst að minstaí
kosti 16 innbrot, sem framin hafa verið hjer í bæ á þessu
ári og næstliðnu ári.
Fjórir menn, sem allir hafa að einhverju leyti verið við þessa
þjófnaði riðnir, sitja nú í gæsluvarðhaldi. Hafa þeir allir játað á sig
jáílvérulégt af þjófhuðum, en þó hefir lögre'glan í höndum sönhúnai’-1'
gögn á hendnr þéim fyrir meiru en þeir þegar liafa játað. '■ : ‘ :
Tnnbrofsþjófarnir^ sem sitja í gæsluvarðhaldi, eru: ; " '
SigiMtnflur Eýrindsson verkam., Oðinsgötu 26, 25 ára að aldri,;
Sigúrjón Sigurðssón verkam., Bergstaðastræti 50 A, 44 ára. ■:■)
Skarphjeðinn Jónsson vörubílstj., Njálsgötu 29 B, 32 ára..
Jóhannes Hannesson vörubílstj., Skeggjagötu 19, 29 ára.1
Enginn þessara manna hefir áður orðjð,. uppvís að þjófnaði.
Með handtöku og játningnm
þessara fjögra manna hefir ra.nn-
sóknarlögreglan upplýst-, alla . þá
innbrotsþjófnaði, sem framdii’
hafa verið á þessu ári og ekki var
búið að upplýsa áður, og einnig
að mestu þau innbrot, sem ekki
var búið að upplýsa frá fyrra ári.
Verðmæti þýfisins, sem þegar
hefir fundist í fórum þessara
fjögra manna, nemur þúsundum
króna. Yon er á að meiri hluti
þýfisins náist, því þjófarnir hafa
lítið sem ekkert selt af þýfinu,
nema þá í smáskömtum til kunn-
ingja sinna.
Vöru„lagerinn“, sem var í
höndum rannsóknarlögreglunnar
í gæi’morgun, var geysistór og
ægði þar saman allskonar vöru-
tegundum. Fann lögreglan mikið
á heimilum mannanna, en sumt
geymdu þeir í skúrum, er þeir
áttu eða höfðu urnráð yfir.
Eigendur hinna stolnu vara
komu margir í gær á lögreglu-
stöðina til að sækja vörur sínar
og urðu flestir að fá híl undir
þær til að flytja þær á brott.
38 lyklar og
3 dirkarar.
Þessir innbrotsþjófar fóru
venjulega svo að við innbrot sín,
að þeir fóru inn um illa læsta
glugga og flest innbrotin eni
framin í verslunar- eða geymslu-
húsum, þar sem ekki er von
mannaferða að nóttu til. Einn
þjófanna hafði þó safnað að sjer
38 lyklum af mismuhandi g'erð
og þremur þjófalyklum (dirkur-
úm), einnig af mismunandi gerð.
Geymdi hann þetta í tösku, líkt
og heiðarlegir menn geyma verk-
færi sín. Hafði hann komist inn
á nokkrum stöðum með þessnm
lyklum.
Þjófarnir voru venjulega tvéir
eða þrír saman, en ennþá er rani
sókn ekki svo langt komið, að
nákvæmlega sje hægt að segja
sögu þessa innbrotsþjófafjelags.
Þó virðist, sem Sigmundur Ey-
vindsson hafi átt einna drýgstan
þátt í innbrotunum.
Þegar lögreglan
handtók þjófana.
Eins og áður er sagt fóru þjóf-
arnir mjög varlega með þýfið og
þessvegna fjell ekki grtumr á þá
eins fljótt og ella hefðj orðið. TJin
nókkurn tíma hefir þó rannsókn-
arlögreglan haft auga með Sig-
mundi Eyvindssyni og tvisvar hef
ir hann verið yfirheyrður, grun-
aður um þjófnað, en í hvorugt
skiftið fengust nægar sannanir á
sekt lians.
Nýlega var brotist irin í Skó-1
verslun Þórðar Pjeturssonar &
Co. í Bankastræti og stolið þar
xmi 30 pörum af skóm. Þótti lög-
reglunni líklegt, að Sigmundur
ætti einhvern þátt í þessu.
Þegar svo Sveinn Sæmundsson
yfirlögregluþjónn sá það einn dag
inn, að Sigmundur var kómirin á
nýja vatnsleðursskó, tók hann
Sigmund í yfirheyrslu. Neitaði
Sigmundur fyrst harðlega, en er
hann var spurður, hvar hann hefði
keypt skóna, er hann var á, hvað
þeir hefðu kostað o. s. frv„ gac
hann ekki gert fullá grein fyrir
því, og við rannsókn kom í ljós,
að skórnir voru xir verslun Þórð-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Norræn vöruskiftaráð-
stefna í Stokkhótmi
Fulltrúi Islands á vöruskifta-
ráðstefnu Norðurlanda, sem
haldin er í Stokkhólmi þessa
dagana, er Jón Krabbe.
Fulltrúar Dana á ráðstefn-
unni eru Einar Chon skrifstofu-
stjóri í Verslunarmálaráðuneyt-
inu og Vesterbisk skrifstofustj.
í utanríkismálaráðuneytinu. —>
(Skv. sendiherrafrjett.)