Morgunblaðið - 29.09.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1939, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. sept. 1939. ItlorgmíblaSið = Crtgef.: H.f. Árvakur, Réykjavfk. Ritstíðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmaSur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiBsla: Au-sturstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBi. í lausasölu: 15 aura eintakiB — 25 aura meB Lesbðk. BRESKA FLUGVJELIN 8 Hvernig rú§sne§kir hermenn innlima Pólland „þegjandi og hljóðalaus(“ undir bolsjevismann í grein, sem Halldór Kiljan Laxness skrifar í kommúnistablaðið, segir hann: „Jeg skil ekki almennilega hvernig bolsjevikar ættu að sjá nokkur hneyksli í því, að 15 miljónir manna eru þegjandi og hljóðalaust innlimaðir undir bolsjevismann“. "»* Kiljan hefir lært af Hitler. Hitler gat ekki skilið, að það vekti hneysli að hann innlim- aði Austurríki eða Bæheim og Mæri, ,,án þess að úthella svo mikið sem einum blóðdropa". 70 smálesta skriðdrekar Frakka brjóta leiðina................. Siegfriedlínau veikust. Svæðinu á|jafn gagnslausar gaguvart þeim, PAÐ eru okkur í|slendingum mikil og sár vonbrigði, að ;yfirmaður breskrar hernaðar- flugvjelar, sem varð að nauð- lenda norður á Raufarhöfn á ■dögunum, skyldi hafa orðið til að brjóta hlutleysi landsins, tneð því, að hverfa á brott aft- ur, eftir að hafa gefið yfirvöld- um landsins drengskaparheit um, að hann myndi ekkert fara nema með leyfi íslenskra stjórn arvalda. Við íslendingar erum vopn- laus þjóð. Við höfum engan her og engan flota. Við höfum lýst yfir ævarandi hlutleysi, og byggjum alla okkar tilveru á því, að hinar stóru og voldugu þjóðir virði hlutleysi okkar og láti okkur ekki á neinn hátt .gjalda þess, að við höfum ekki vopnaðan her til þess að gæta hlutleysisins. Við vitum það mjög vel, Is- lendingar, að við erum ekki á neinn hátt við því búnir að verja hlutleysi okkar, ef á það «r ráðist af stórveldum þeim, sem nú berast á banaspjótum. En engu að síður höfum við Jþóttst öruggari en jafnvel nokk- air þjóð önnur í heiminum, ör- vggari um það, að okkar hlut- Seysi væri engin hætta búin, svö 3engi sem við gættum þess jsjálfir út í æsar, að varðveita hlutleysið á drengilegan hátt. Þessa öruggu von höfum við hygt sumpart á legu okkar iands hjer norður við heim- skaut og langt frá sjálfum hildarleiknum. En aðallega höf- um við þó Jbygt okkar von á tdrengskap þeirra stórvelda, sem nú eigast við. Við höfum trúað })Ví og treyst, að „litla vopn- lausa þjóðin“ hjer norður á hala veraldar ætti öruggasta verad í smæð sinni og vináttu við allar þær þjóðir, sem við jhöfum haft einhver kynni af. Okkar eina úrræði nú er, að jmótmæla því sem gerst hefir ^og það hefir þegar verið gert. Við vonum, að mótmælin verði tekin til greina, og þess gætt -vandlega hjer eftir, að slíkt hlutleysisbrot komi ekki fyrir •aftur. ★ Sumir menn hjer hafa furð- ,-að sig á því, að þýskur kafbát- ur skyldi á dögunum hafa mátt koma inn á Reykjavíkurhöfn, án þess að vera kyrsettur, en bresk hernaðarflugvjel, sem nauðlenti á Raufarhöfn, hafi .strax verið kyrsett. Þetta stafar af því, að í okk- ar hlutleysisákvæðum (sem eru hin sömu á öllum Norðurlönd- um) eru önnur ákvæði um kaf- báta ófriðarríkis en hernaðar- flugvjelar. Aðalreglan er sú, (sbr. 2 gr. hlutleysisákvæðanna), að kaf- bátar ófriðarríkja mega ekki jfara um íslenska landhelgi. En sú undantekning er gerð frá að- alreglunni, að kafbátur má koma inn í íslenska landhelgi og hafnir, ef hann hefir orðið fyrir sjótjóni eða flýr undan ofviðri, en hverfa verður hann brott jafnskjótt, eftir að orsök- in til hingað komu hans er burtu fallin. Og vitanlega má kafbátur enga viðgerð fá hjer eða efni til viðgerðar. Hann má heldur ekki fá hjer eldsneyti eða neitt annað. Að vísu stóð ekki þannig á um þýska kafbátinn á dögun- um, að hann kæmi hingað vegna sjótjóns eða ofviðris, heldur kom hann með sjúkan mann, sem þurfti meðhöndlan á sjúkrahúsi. En það er sam- eiginlegt álit allra Norðurlanda, sem standa að hlutleysisákvæð- unum, að kafbátur ófriðarríkis megi leyta hafna með sjúk- an mann, enda verði maðurinn í gæslu meðan stríðið stendur yfir. Fyrst hlutlaust ríki leyfir kafbát að koma inn vegna sjó- tjóns á skipi, væri fráleitt að banna hitt, að taka á móti sjúk- um manni, sem nauðsynlega þyrfti lækningar og hjúkrunar. ★ Ákvæðin um hernaðarflug- vjelar ófriðarríkja eru strang- ari: Þar segir svo, sbr. 8. gr.: „Herloftför ófriðaraðilja, að frátöldum sjúkraloftförum, og loftförum, sem flutt eru á her- skipum, mega ekki koma inn á íslenskt forráðasvið, nema öðru vísi sje mælt fyrir um einstök svæði þess samkvæmt almenn- um grundvallarreglum þjóðar- rjettar. — Loftför, sem herskip ófriðarríkis hefir meðferðis, mega ekki fara af skipinu með- an það er í íslenskri landhelgi“. Samkvæmt þessu er hernað- arflugvjelum (nema sjúkraflug- vjelum) fortakslaust bannað að fljúga yfir íslenska landhelgi eða landið. Af þessu leiðir, að hernaðarflugvjel, sem hjer verður að nauðlenda af ein- hverri ástæðu, á að kyrsetjast og vera í haldi uns stríðinu er lokið. ★ Það er ekki rjettmætt að á- saka íslensk stjórnarvöld eða íslenska embættismenn út af atburðinum á Raufarhöfn. Við treystum á drengskap hins er- lenda flugforingja. Og við verðum aldrei svo voldug þjóð, Islendingar, að við getum beitt öðrum vopnum í viðskiftum við stórveldin, sem eiga í ófriði, en drengskap þeirra og virðingu fyrir hlutleysi okkar. Smokkveiði er enn töluverð í! Hafnarfirði. í fyrradag voru tald- ir 50 bátar á firðinum, sem voru við smokkfiskveiðar. Nokkuð hef- ir dregið úr hug manna við veið- ina, að öll íshús eru orðin full og því erfitt að koma aflanum í peninga. Um hálfsmánaðar skeið hefir verið „tíðindalaust af vest- urvígstöðvunum' ‘. Það er að segja, hvorugur herj- anna hefir sótt fram neitt að ráði. En dag og nótt hefir einhvers- staðar á vígstöðvunum staðið „fallbyssu-einvígi“. Loftorusvur hafa verið háðar og flugvjelar skotnar niður frá báð- um aðilum. Franskur frjettaritari skýrði frá því í gær, að loftorusta hefði verið háð milli 9 þýskra orustuflugvjela og 5 franskra. Frakkarnir sendu fjórar þýskar flugvjelar til jarðar: Sjálfir hjeldu þt.r þremur, mistu tvær. Síðar var háð orusta milli þriggja franskra flugvjela og fimm þýskra. Ein frönsk og þrjár þýskar voru þegar í stað skotnav niður. Hinar fjórar, tvær og tvær hjeldu loftbardögunum áfram. Endirinn varð sá að ein komst heim heilu og höldnu af hvoru liði. Árangurinn úr tveimur loftor- ustum: Fjórar franskar og átta þýskar flugvjelar skotnar til jarð- ar (skv. frönskum heimildum). Svo virðist, sem Frakkar sjeu stöðugt að búa um sig á svæðinu, sem þeir náðu á sitt vald hjá Saar fyrstu daga styrjald- arinnar. Svæði þetta er upp og ofan talið vera 500—800 ferkíló- metrar. t iegfriedlínan er hjer 7—10 km. hiíii í landi. Iljer er enginn eðli- legur varnargarður eins og áin Rín, sunnar á fransk-þýsku landa- mærunum. En franska herstjórnin virðist auk þess líta svo á, að hjer sje milli hennar og frönsku landa- mæranna hefir hún náð á sitt vald með því að tefla fram skrið- drekum, sem eru 70 smálestir að þyngd. Breskur stnðsfrjettaritari lýsir sókn Frakka á þessa leið: „Sjötíu smálesta franskir skrið- drekar, sem vaða áfram eins og risaskrímsli frá forsögutímunum, hafa komið þýsku yfirherstjórn- inni á óvart, á sarna hátt og þeg- ar fyrstu bresku skriðdrekarnir komu frarn á vígvöllinn árið 1916 og vöktu skelfingu meðal þýsku herfylkjanna. Það var leyndarmál, að þessir skriðdrekar væru til. Jafnvel breska herforingjaráðinu var ó- kunnugt um þá, þar til fyrir skömmu. Það var álitið óhugsanJegt að hægt væri að gera nothæfa skrið- dreka sem væru fjórum sinnum stærri en skriðdrekarnir sem voru notaðir í ófriðnum mikla; því var heldur ekki trúað, að hægt væri að setja á skriðdreka byssur á stærð við fallbyssur okkar — eins og hjer hefir verið gert. Frakkar eiga sókn sína i svæðinu fvá Mosel til Vogesfjalla að þakka þessari nýju gerð skrið- dreka. Þeir hafa verið smíðaðir í laumi, klæddir sjerstakri stálteg- und. Skriðdrekabyssur og rifflar, jafnvel jarðsprengjur, hafa reynst eins og riffilkúlurnar og sprengj- urnar reyndust gagnvart venju- legum skriðdrekum árið 1916. Þeir eru eins og bresku 40 þús. smálesta orustuskipin Nelson og Hood samanborið við Ijettvopnuð beitiskip, í hlutfalli við skriðdreka þá, sem herforingjaráðum álfunn- ar var kunnugt um fvrir mán- uði eða þar um bil. Skriðdrekarnir hafa brotist yfœ vjelbyssufylgsni Þjóðverja á svæð- inu milli frönsku og þýsku varn- arvirkjanna. Maginot og Sieg- fried. Frá því var skýrt í hernað- artilkynningu Frakka 11. septem- ber, að vjelbyssurnar í *þessum fylgsnum væru í sambandi við rafmagn og að þeim væri stjórn- að úr 4 km. fjarlægð. Þjóðverjar höfðu treyst því að vjelbyssuhreiður þessj myndu geta stráfelt fótgöngulið, sem sækt* fram í skjóli fallbvssukúlnagarðs eða sliriðdreka. En hinir nýju skriðdrekar reyndust geta eyðilagt þessi vjelbyssufylgsni, með því blátt áfram að mala þau undir sjer“ SÆKJA FRAM. rakkar segjast hafa sótt fram fyrir austan Mosel-fljót í gær og tekið marga fanga. Fregnir frá Luxembourg herma, að frá því klukkan 3 í gær hafi stöðugt heyrst mikil skothríð fri vígstöðvunum. (FÚ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.