Morgunblaðið - 08.10.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1939, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. október 1939. Rússar hafa í hótunum við Finna Finnar kveðja varalið til vopna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. OPINBER TILKYNNING hefir verið gefin út í Helsingfors (Finnlandi), þar sem það er staðfest, að Rússar hafi farið fram á að finska stjórnin sendi samningamann til Moskva til samn- inga um stjórnmál og viðskiftamál. t hinni opinberu tilkynningu segir, að stjórnmálalegir og viðskfftaíegir samningar hafi farið fram milli Finna og Rússa undanfarið og að þeim hafi miðað vel áfram. 1 áframhaldi af þeim, hafi Rússar farið fram á að Finnar sendu sjerstakan samningamann til Moskva. Finska stjórnin segist hafa það til yfirvegunar, hvernig snúast skuli við þessari ósk. í fregn frá Rómaborg seg- ir, aS útvarpið í Moskva hafi í gær skýrt frá því, að rússneska stjómin hefði farið fram á að Finnar sendu utanríkismálaráð- herra sinn til samninga við hana og að finska stjómin hefði neitað. Rússneska stjómin áskilur sjer nú — þannig lauk frásögn Moskvaútvarpsins — rjett til að gera þær ráðstafan- ir, sem nauðsynlegar kunna að þykja. í Rómaborgarfregninni segir, að Finnar hafi fallist á að senda viðskiftasamningamann til Móskva — en ekki stjórn- málamann. I frjett frá Stokkhólmi segir, áð finska stjórnin hafi kvatt varalið til vopna til þess að vera við öllu búin. Talið er, að Rússar ætli að krefjá.st þess af Finnum að fá þrjár finskar eyjar sem bæki- stöðvar fyrir flugvjelar . sínar; í stað þess ætla þeir að styðja kröfu Finna um að þeir fái að gera varnarvirki á Álandseyj- um. Fram til þessa hefir strandað á Rússum að stórveldin gæfu samþykki sitt til að Álandseyjar yrðu viggirtar. EISTLENDINGAR OG ROSSAR. Fregn frá Stokkhólmi hermir að Rússar sjeu að herða á kröfum sínum gagnvart Eistlendingum fram yfir það, sem ákveð- ið er íeistlensk-rússneska samningnum, sem undir- skrifaður var fyrir rúmlega viku. Þeir krefjast þess nú m. a. að fá alger yfirráð á eyjunum Dago og Ösle. Þeir hafa auk þess krafist að fá íbúðarhúsa (,,villu“) hverfið við Laulas- maaflóann, svo að hermenn þeiiTa geti tekið sjer þar bú- stað. Hitler framkvæmir.. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hitler er þegar byrjaður að framkvæma stefnu sína, sem hann setti fram í ræðu sinni í gær, um það, að leysa þjóða- brota-vandamálin í Austur- Evrópu með íbúaskiftum. Sendiherra Þjóðverja í Riga fór í dag á fund lett- neska utanríkismálaráðherr- ans og fór þess á leit, að lettneska stjórnin aðstoðaði . stjórnina í Berlín við það, að flytja þýska menn, búsetta í Lettlandi, til Þýskalands. Eistlendingar reyna að rísa gegn þessum kröfum Samningum Rússa við Lit- haua verður að líkindum Iokið í kvöld. Talið er að þessir samn- ingar verði að því leyti frábrugðnir lettnesk-rússnesku og eistlensk-rússnesku samning- unum að Lithauar fái nokkurn hluta af Vilna-hjeraðinu í Nforð ur-Póllandi og gefi í stað þess Rússum land, sem þeir geta not- að sem flugvjelabækistöð. Lett- ar og Eistlendingar leigja Rú-s- um landið sem þeir hafa orðið að láta af hendi undir flug- v.ielabækistöðvar þeirra. Auk þess er búist við að Rúss- ar bjóðist til að víggirða landa- mæri Lithauens og Þýskalands. Blöðin í Stokkhólmi vekja athygli á því, að flugvjelabæki- stöðvarnar, sem Rússar hafa fengið í Eystrasaltsríkjunum gjörbreyti hernaðaraðstöðu Norðurlanda. Rússar nái nú með sprengjuflugvjelum sínum alla leið til Sjálands í Dan- mörku, til Suður-Svíþjóðar og til Eystrasaltsstrandar Þýska- lands. „Síðustu 24 klst. hafa ekki breytt áliti manna: Friðartillögur Hitlers eru óaðgengilegar Biöur Roosevelt um vopnahlje? Mussolini flytur ræðu: Minnist ekki á stríðið Nýjasta myndin af Hitler. Alt rólegt á Balkanskaga Frá fyjettaritara vorum. Khöfn í gær. Balkanskaginn er nú að verða friðsaralega horn- ið í Evrópu. i Rúmenar og Ungverjar hafa komið sjer saman um að senda heim nokkuð af herliði því, sem kallað hafði verið til vopna undanfarna mánuði. Landamæralið }>eirra á ungversk rúínensku landamærunúni, verðuj; ekki fjölmennara en venjulegt er á friðartímum. , , Er talið að samkomulag þetta liafi orðið fvrir tijstpðlaiv Júgó-. slafa. , - ,i Samkvæmt fregn frá Moskva lýkur samningum Tyrkja og Rússa sennilega í kvöld. Talið er að Rússar lofi að virða ,,status quo‘‘ á Balkanskaga, 'gegn' því að Tyrk- ir banni Bretúm og Frökkúm sígl- ingar um Dardanellásund. Sjóorusta Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Dýskar flugvjelar rjeðust á tvo breska tundurduflabáta í Norðursjónum síðdegis í dag, að því er breska flotamálaráðuneytið skýrir frá. Skothríð flugvjelanna var svar- að úr loftvarnabyssum bátanna. Viðureigninni lauk án þess að nokkurt tjón yrði hjá hvorugum. eða friðartillögurnar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ÞAÐ er enn barist um friðinn. Þjóðverjar hafa ekki gefið upp vonina um að hægt sje að knýja Breta og Frakka til þess að semja frið. Markmið þeirra er að sameina hlut-* lausu ríkin til þess að leggjast á sveif með friðartillög- um Hitlers. ROOSEVELT NEITAR Sú fregn komst á loft í dag —< sögð vera runnin und- an rif jum nazista — að Roosevelt forseti ætlaði að sker- ast í leikinn og fara fram á að vopnahlje yrði samið. Þetta hefir ekki fengist staðfest í Bandaríkjunum. Cordell Hul,l sagði í dag, að Bandaríkjastjórn hefðu engin tilmæli borist frá Þýskalandi um að taka að sjer málamiðlun. Sjálfur er Roosevelt í sumarheimili sínu í Hyde Park. Blaðamenn, sem spurðu hvort það væri rjett, að hann ætlaði að skerast í leikinn, fengu það eina svar hjá að- stoðarmanni hans, að Roosevelt hefði ekkert við þá að segja. Þeir spurðu þá hvort skilja bæri þetta svar sem neitun frá Roosevelt við spumingu þeirra og aðstoðar- maðurinn svaraði: Þið getið lagt þann skilning í það, sem þið viljið. ---- OG MUSSOLINI? Þótt ýmsir telji enn að Mussolini ætli að skerast í leikinn, þá gerði hann sjálfur ekkert til þess að ýta undir þá von, er hann flutti ræðu yfir fasistaforingjum frá Sardiniu í Róma- borg í dag. Hann mintist í þessari ræðu hvorki á stríðið nje friðartillögurnar. ítölsk blöð hafa þó yf- irleitt tekið friðartillögunum mjög vel, Það er líka athygl- isvert að í Ítalíu er því haldið fram, á sama hátt og í Þýska- landi, að tillögunum hafi yfir- leitt verið vel tekið í heiminum — nema í Englandi og Frakk- landi. Og jafnvel í þessum löndum hafi þeim ekki verið teki'ö illa, þar sem. stjórnir þeirra hafi ákveðið að taka þær til rækilegrar yfirvegunar. Sum ítölsk blöð segja, að friðartil- iögur Hitlers sjeu mjög. svipaðar til-> lögum, sem Mussolini hafi oft verið með á prjónunum. ,,NEI“. í London er viðhorfið í kvöld dregið saman í eina setningu : Síð- ustu 24 klukkustundir hafa í engu breytt skoðun manna um það, að friðartillögur Hitlers sjeu óhæfar sem samningagrundvöllur. Ensk og frönsk blöð og blöðin í sam- veldislöndunum eru sammála um að ekki sje hægt að svara þeim nema með: NEI. Franska blaðið „Joumal de I)ebat“ segir, að ef Hitler hefði gert sjer von um að geta gert út af við Breta og Frakka með einu höggi, þá hefði hann gert það. En hann sje farinn aö ótt-< as-t langvarandi styrjöld. „Intransigeant“ segir að Hitler vilji halda áfram ,að leggja undir sig heim- Þjóðverjar að undirbúa sókn? Ijondyn'í gær. FÚ. ¥ tilkynningu frönsku hermála- * stjórnarinnar í dag segir, að býskar hersveitir hafi gert ítrek- aðar tilraunir til þess að ráðast ihn yfir frönsku landamærin á svæðinu milli Saarbrúcken og Rín- ar. Tólf sinnum gerðu Þjóðverjar áhlaup í þessu skyni í gærkvöldi. Frakkar svöruðu með fallbyssu- og vjelbyssuskothríð og var öllum áhlaupunum hrundið. Frakkar ætla að Þjóðverjar sjeu, með áhlaupumi þessum, að þreifa fyrir sjer til þess að komast, að hvar Frakkar eru veikastir fyrir, með það fyrir augum að hefja þar sókn. KOMMÚNISTAR 1 FRAKKLANDI 66 London í gær. FÚ. kömmúnstiskar bæjarstjórn- ir voru leystar upp í ná- grenni Parísarborgar í dag, og þær 377, Sém þá eru eftir í Fraklc- landi, verða leystar upp í dag og næstu daga. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐIJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.