Morgunblaðið - 08.10.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1939, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. október 1939. MORGUNBLAÐIÐ I ■ IMUIUIMIIIIIIIIIIIIIIIirUIIIIIIIIIIIII | Saumastofa. j | Er byrjuð aftur að sauma, | I og' tek eins og áður dömu- | | kjóla, kápur og dragtir. Tek | 1 einnig að mjer að sníða. 1 Unnur Jónatansdóttir, | Túngötu 2. (Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lll iliill l(illllllMlllni oooooooooooooooooo Saumaslofa. Hefi opnað saumastofu i Laugavegi 18 A uppi. ---- Sauma allskonar kvenfatn- að. Sníð og þræði saman, ef óskað er. Kenni að sníða og taka mál. GÓA GUÐLAUGS. >00000000000000000 ! Nokkur hús ! t X t v X hefi jeg til sölu enn, ef sam- !*! Í ið er strax. X X - X 2 Ólafur Þorgrímsson % •j; lögfræðingur, | Austurstræti 14. Sími 5332. *j‘ t y t t niiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiHi Ný Brauðabúð Qagbók | □ Edda 593910107 — Fjár- bagsf. Atkv. I.O.O. F. 3 = 1211098 = XX Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri. Úrkomulaust. Veðrið (laugardagskvöld kl. 6): Austanlands er SÁ-átt, en vind- staða annars breytileg. Suðaustan- lands hefir rignt í dag, vestan til á N-landi og á Vestfjörðum. A Kirkjubæjarklaustri rigndi mikið, 39 mm., annars fremur lítið. Hiti er 6—10 st. á S- og V-landi, en 7—12 st. á N- og A-landi. Helgidagslæknir er í dag Kjart- an Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Sími 2614. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs ' Apóteki. Bifreiðastöð Steindórs annast> næturakstur næstu nótt. Sími 1580. Barnaguðsþjónusta verður í bænahúsinu í gamla kirkjugarðin- um kl. 10% f. h. í dag. Silfurbrúðkaup eiga 10. þ. m. frú Valgerður Erlendsdóttir og Jóel Fr. Ingvarsson skósmiður, Strandgötu 21, Hafnarfirði. Fimtugur verður á morgun Jó- hannes Narfason, Hellisgötu 7, Hafnarfirði. Sæmundur Stefánsson, Laugar- nesspítala, er áttræður á morgnn. Silfurbrúðkaup áttu þann 3. þ. m. frú Ellen E. Jósefsson og Jón Þ. Jósefsson vjelstjóri, Lindargötu 43 B. hefir verið opnuð á Bergþórugötu 2. 'iiiiiiiiiiiiniiimmimiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitmiii Safnaðaifundur verður í Dómkirkjunni í kvöld kl. 8y2. FUNDAREFNI: 1. Ákvörðun tekin um leg- kaup í kirkjugörðum Reykjavíkur. 2. Páll ísólfsson organleikari flytur erindi um kirkju- tónlistarmótið í Kaup- mannahöfn í sumar. 3. Önnur mál. SÓKNARNEFNDIN. Fingrarím. Undirritaður veitir kenslu í fingrarími. Kenslugjald verður kr. 20.00, og er þar í innifalið náms- kver. Þeir, sem vilja taka þátt í þessu námi, eru beðnir að skrifa nöfn sín á lista sem liggja frammi í eftirtöldum bókaverslunum: Bóka- verslun ísafoldarprentsmiðju, Austurstræti 8, Bókaverslun Heimskringlu, Laugaveg 38, Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18 og Valdimar Long, Hafnarfirði. Allar nánari upplýsingar verða gefnar væntanlegum, nemendum laugardaginn 21. október n.k. á Hverfisgötu 74, uppi. Sigurþór Runólfsson, Álafossi. E'F LOFTUR GETUR ÞAU EKKI — - ÞÁ HVER’’ Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband í gær af síra Jóni Auð- uns ungfrú Elín Davíðsson og Pjetur Karl Andrjesson. Heimili þeirra er á Sólvangi í Ilafnarfirði. Hjónaefni. Trúlofun sína opin- beruðu í gær ungfrú Unnur (Her- i mannsdóttir, Lokastíg 16, og Hans Guðnason frá Eyjum í Kjós. Safnaðarfundur verður í kvöld kl. 8% í Dómkirkjunni. f Kirkjuhvoli hefir ungfrú Jó- hanna Ingimundardóttir nýlega opnað snyrtistofu. Ungfrú Jó- 1 hanna hefir lært í Kaupmanna- höfn hjá frú Jordan og sótt fyr- irlestra hjá dr. Meyer. Hún hefir kynt sjer andliís- og handsnyrt- j ingu, fótaaðgerðir, nudd, böð, , ljósalækningar o. fl. og mun leysa I af hendi hverskonar aðgerðir í þeim greinum. Sölubörn, sem ætla að selja merki Sambands íslenskra berkla- sjúklinga og rit Sambandsins „Berklavörn“, eru beðin að koma í skrifstofu Rauða kross Tslands í Mjólkurfjelagshúsinu kl. 10 f. h. í dag. Að gefnu tilefni skal þess getið, að engir sjúklingar verða við afgreiðslu merkjanna. Versl. Blóm & Ávextir, sem er nú í eigu Mjólkurfjelags Reykja- víkur, hefir aukið húsrúm sitt og endurbætt á ýmsa vegu. Skraut- legum speglumi h.efir verið komið fyrir í búðinni og í sýningarglugg- unum, og endurvarpa þeir fagur- lega blómaskrúðinu og leirmun- unum, sem einnig eru til sölu í miklu úrvali. Alt, sem er í búð- inni, er íslenskt. Ágæta hlutaveltu heldur Knatt- spyrnufjelag Reykjavíkur í íshús- inu við Slökkvistöðina í dag kl. 4% síðd. Meðal ágætra drátta má nefna: Rafsuðueldavjel og raflögn frá Versluninni Ljósafoss. Farseð- ill til Kaupmannahafnar. Matar- forði. 600 krónur í peningum., Far fram og til baka á skíðavikuna á ísafirði, og mikið af allskonar nauðsynjavöru og fatnaði. Munu bæjarbúar áreiðanlega fjölmenna á hlutaveltuna, og styrkja þar með eitt besta óskabarn bæjar- fjelagsins. E. Ellen Kid dansmær ætlar að halda svonefnda kóreógrafiska sýningu í Iðnó n.k. þriðjudag kl. 9. Carl Billich leikur undir dans- inum og verða það eingöngu lög eftir klassiska höfunda eins og t. d. Brahms, Schumann, Sibelius, Flotow o. fl. Berklayöm, rit Sambands ísl. berklasjúklinga, kemur út í dag og verður selt á götum bæjarins. í ritinu er ávarp frá S. I. B. S. Útrýming berklanna og margar greinar um málefni og starf sam- bandsins. Sigurður Magnússon skrifar um Heilsuhælið á Vífils- stöðum og tildrög þess, Andrjes Straumland um S. í. B. S. og starfsemi þess. Helgi Ingyarsson: Um krónugjaldið og efnahags- skýrslurnar. Jónas Þorbergsson: Þar mættast allir og Göfugasti stríðsfáninn. Óskar Einarsson um Fastari tök. Eiríkur Magnússon: íslenskur hermaður. Oddur Ólafs- son: Tuberculoisis C-vitamin. Markús Helgason: Höndin á plóg- inn. Jón Rafnsson: Stríð. Jónas Sveinsson: Þeir, sem erfiðast eiga. Ólafur Björnsson: Allir eitt. Jón- as Kristjánsson; Baráttan við berklaveikina. Vilhjálmur Jóns- son: „Enn er ei nema hálfsótt hof“. í dag verða líka seld merki til ágóða fyrir starfsemi Sambands íslenskra berklasjúldinga. Sem flestir ættu að kaupa merkin og ritið og leggja með því sinn skerf til baráttunnar gegn „hvíta dauð- anum“ á Islandi. Deanna Durbin í „Æskudagar“ er „drauúiur“, myndi Reykjavík- urstúlkan segja. Og það væri ekki ofmælt. Hún leikur telpu vel, unga stúlku ennþá betur, en syngur þó allra best. Og í þessari mynd, sem sýnd er í Nýja Bíó í kvöld, verð- ur „Dinna“ svo ástfangin, að hiin gleymir leiksystkinum sínum, jafn- öldrunum, en úr því vandamáli rætist á viðunandi hátt. Melvyn Dóuglas leikur hetju drauma henn- ár, en jjackie Cooper besta vin hennar. Farþegar með Gullfossi til út- landa: Biígir Einarsson og frú, frú Ásta Einarsson, Gerda Niel- sen, Björn Ólafsson stórkaupm., Riehard Thors framkvstj., Helgi P. Briém og frú, Soffía Þorsteins- dóttir, dr, Reiitef, Jón Árnason framkvstj.,. Magnús Sigurðsson bankastjóri, Jóh. Þ. Jósefsson al- þm., Haraldur Guðmundsson al- þm,, A. Grisch. Grímur Magnússon læknir, Stefán Bjarnason, Geir Tómasson, Broddi Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson, Börge Peter- seú, SÖfen Jénsen Olsen, Ámi Gíslason, Máfgrjet Sigurðardóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Elín Lassen, Rise Lassen. IJtvarpið í dag': 11.5R—13.00 Iládegisútvarp. 17.00 Messa í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 20.20 Hljómplötur: Lög eftir Couperin. 20.30 Gaman])áttur: Jón úr Kot- inu og síra Sigvarður hittast eftir rjettirnar. 20.55 Útvarpshljómsveitin leikur: Syrpá af ehskum alþýðulöguin. Einsöngur: Ungfrú Kristín Ein- arsdóttir. Árni Thorsteinsson: Þar sem há- ir hólar. II. Rung: Móðurmálið. Sigfús Einarsson: Ein sit jeg úti á steini. Emil Thoroddsen; Vöggukvæði. 21.30 Kvæði kvoldsins. 21.50 Frjettir. Ellew Kid: Kóreó'grafisk sýning . í Iðnó þriðjudaginn 10. okt. kl. 9 e. h. Músík eftir Schumann, Brahms, Sibelius, Flotow o. fl. Við hljóðfærið: CARL BILLICH. Aðeins einu sinni! Aðgöngumiðar á kr. 1.50, 2.50 og 3.00 í Iðnó, sunnudag og mánudag kl. 4—7, þriðjudag frá kl. 1. HEFI OPNAÐ Teiknistofu j ■' / \l\ J"' Sími MARARGÖTU 5. 4477 Teikna miðstöðvar og umbætur á hita- kerfum. Gef ráð um kolasparnað. önnur verkfræðisstörf. GÍSLI[HALLDORSSON verkfræðingur. Allskonar snyrling. (Manicure — Pedicure — Andlitssnyrting — Fótsnyrting) í Hárgreiðslustofunni í Kirkjuhvoli. Sjerstakur tími fyrir karlmenn: mánud., þriðjud., mið- vikud. kl. 6—8. amr Tf| Jéhanna Ingkmundardétlir sjerfræðingur. — Sími 5194. Blómlaukar eru komnir, margar tegundir. Einnig rabarbar- hnausar, ný amerísk tegund, sem gefur mikla uppskeru. Joh. Schrðder, Sími 4881. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU. Jarðarför móður okkar og tengdamóður GUÐFINNU SÆMUNDSDÓTTUR fer fram þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 1% frá heimili hennar, Urðarstíg 7 A. Börn og tengdabörm Innilegt þkklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningn við andlát og jarðarför föðnr og tengdaföður okkar JÓNS JÓNSSONAR. Guðlaug Jónsdóttir. Ingólfur Einarsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför PÁLS SIGURÐSSONAR, frá Þykkvabæ. Fyrir hönd aðstandenda. Gissur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.