Morgunblaðið - 28.11.1939, Síða 4

Morgunblaðið - 28.11.1939, Síða 4
4 MORGUNBLA ÐIÐ Þriðjudagur 28. nóv. 1939. Þá eik í stormi hrynur háa, hamra }>ví beltin skýra frá. Bjarni Thorarensen. Miðdalsheimilið Gold Medal 11 veili í ÍO Ibs. sekkjum er fyrflrliggjandð. H. Benediktsson & Co. Síml 1228. Þóra Guðmundsdóttir og Lanolin-púður á brúna og sólbrenda húð. Lanolin-skinfood. Dagkrem í eðlilegum húðlit. TiJ jólanna 1939." verður vissara að kaupa í tíma. Við höfum nokkuð mikið úrval af hinu heimsfræga Schramberger Kunst-Keramik, handslípuðum Kristal og ótal tegundir af Barnaleikföng- um, Jólatrjám, Klemmum, Snjó og Skrauti, Kertum, Spil- um, Stjökum, Blysum, Kínverjum, Jólapokaörkum, Jóla- servíettum o. s. frv. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. [ dag verður jarðsungin frá dómkirkjunni hjer í Reykja- ylk frú Þóra Guðmundsdóttir frá Miðdal í Mosfellssveit. Hún Ijest á Landakotsspítala 20. þ. m. eft- ir þunga sjúkdómsraun. Hún hjet fullu nafni Magnea Þóra Margrjet. Er hún fædd í Miðdal 24. júní 1860, dóttir Guð- mundar Einarssonar, er þar hjó allan sinn búskap og var hrepp- stjóri Mosfellhrepps um fjörutíu ára skeið. Fyrri kona Guðmund- ar, móðir Þóru, var Guðhjörg Guðmundsdóttir Eiríkssonar í Miðdal. En hann bjó þar á und- an Guðmundi Einarssyni. Árið 1883 giftist Þóra Gísla Björnssyni frá Helgadal. Hann jvarð árið eftir umsjónarmaður 1 Latínuskólans í Reykjavík og gegndi því starfi í 6 ár. Bjuggu þau síðan á Laugarnesi, uns þau fluttust að Miðdal 1899. En heim- ili þeirra þar varð víðfrægt fyrir frábæra gestrisni og hverjum manni kunnugt um allan norður- hluta Árnessýslu. Miðdalur stendur efstur bæja hjer vestan Mosfellsheiðar, við veginn, sem lagður var um Selja- dalshrúnir nokkru fyrir aldamót- in. Eftir að sá vegur náði milli bygða, dró hann að sjer meiri um- ferð en nokkru sinni hafði áður verið um Mosfellsheiði. Þessa leið sóttu í kaupstað allir Þingvell- ingar, flestir Grafningsmenn, Laug dælir allir, Tungnamenn úr ofan- verðum Biskupstungum og nokkr- ir Grímsnesingar. Þar áð auki fóru Borgfirðingar þráfaldlega þessa leið, bæði með fjárrekstra á haust- in og í öðrum eríndum. Yfirgnæf- andi meirihluti allra þessara ferða menna gisti í Miðdal*) og mjög margir báðar leiðir. Menn komu þangað á suðurleið með þreyttar lestir og rekstra af heiðinni undir nott, og á heimleið kostuðu menn kapps um að ná þangað að kvöldi eða fyrri part nætur, til þess að geta haft daginn fyrir sjer yfir heiðina. Það var alvanalegt, að í Miðdal mættust hópar ferðamanna og stundum kom það fyrir, að þar voru 20—30 næturgestir með 40— 50 hesta. Svo viss þótti þar gest- koma að næturlagi, að bænum var *) Miðdal var tvíbýli. Á hinum helmingi jarðarinnar bjó Einar Guðmundsson hálfbróðir Þóru, og Valgerður kona hans. Þar var einnig gestrisni mikil. ÚJsför ■■ Dráttarvextir - Lögtök IVú’Uin mánaðamútin falla dráltarvextir á [síðasta hluta útsvara til bæjarsfúðs Reybjavíkur árið 1039. Lögtök verða gerð, án frekari aðvðrunar, fyrst og^fremst lijá þeim, sem cnn hafa ekkert greitt af útsvari ársins. Reykjavík, 27. núvember 1039. Borgarritarinn. Þóra Guðmundsdóttir. aldrei lokað, hvorki vetur nje sumar. Gestrisni var þannig háttað í Miðdal, að þar var eins og komið væri heim til sín. Áttu þar jafnt hlut að máli hvorttveggja hjón- anna og systkinin öll. Og það get jeg borið um af eigin raun, að ekki var ver að þeim búið, sem ólíklegastir voru til að gjalda fyr- ir sig. Eins og vænta má, komu menn misjafnlega til reika að Mið- dal: þreyttir, syf jaðir, liríðbarðir eða holdvotir. En það var eins og húsrúm væri þar óþrjótandi og hverskonar aðhlynning sjálfsögð handa mönnum og skepnum. Menn geta gert sjer í hugarlund, hvílíka feikna atorku og fórnfýsi þurfti til að leysa alt þetta starf af hendi, sem innanbæjar hlaut fyrst og fremst að mæða á húsfreyj- unni. — Að Miðdal var altaf gott að koma, en aldrei var þessi griða- staður ferðamanna jafn dýrmætur eins og í svaðilferðum á vetrum. Jeg man eftir einu ferðalagi Þing- vellinga veturinn 1913. Þeir voru fimm saman og komu að áliðnum degi að Miðdal á austurleið. Gerði þá, upprof nokkurt og ætluðu þeir að leggja á heiðina, því að þeir óttuðust að hún yrði með öllu ófær ef enn breyttist til hins verra. Gísli bóndi var allra manna veðurglöggastur. Lagði hann blátt bann við, að þeir færu, enda brast á hið mésta hríðarveður, sem stóð hátt á þriðja sólarhring. Aðra sögu hefi jeg heyrt um Tungna- menn. Þeir báru Gísla ráðum og lögðu á heiðina í forboði hans. Hann bjóst þá til fylgdar með þeim, og er þeir komu á efri Seljadalsbrúnir, sáu Tungnamenn fyrst hvað verða vildi. Var þar tekið ofan af hestum og slarkað með þá lausa heim að Miðdal, en ofsahríð gerði. — Þessi dæmi sýna með hvílíkri alúð og ábyrgðartil- finningu var af liendi leyst hið mikla hlutverk þessa heimilis, enda veit jeg ekki til, að neinum manni hléktist á, sem frá Miðdal fór yfir heiðina meðan Gísli hjó þar. Gísli Björnsson var tiginn mað- ur í allri gerð. ITann mun hafa látið um umsjónarstarfi Skólans vegna þess að laun hans hrukku ekki við rausn þeirra hjóha, því að borði þeirra voru fátækir skóla sveinar boðnir og velkomnir. Eins mun hafa farið í Miðdal: tekjur búsins og atföng bræðranna af sjó hrukku ekki fyrir tilkostnaði, þó að ekki sæi það á í neinu. Það fór alveg eftir geðþótta inanna o«r stundum getu, hvort þeir greiddti fyrir sig eða ekki, því að til engra lauua var ætlast. Þau brugðu búi 1918 og fluttust til Reykjavíkur. Miðdalshjónin voru að því leyti hamingjusöm, að þeim hlotnaðist að vinná imikið og veglegt verk fyrir samferðamennina, enda áttu þau marga trygðavini meðal þeirra. En ekki fóru þau heldur á mis við hinn dapra gest. Mistu þau tvíbura á fyrsta ári og síðar elsta soninn, Guðbjörn, er fórst með sviplegum hætti í Þingvalla- vatni, 35 ára gamall. Eftir að frú. Þóra misti mann sinn, hafa tv» börn þeirra dáið á besta aldri, Guðrún hjúkrunarkona og Árni, sem bjó hjer í nánd við Reykja- vík. Öll þessi áföll bar hún með óbifanlegu trúartrausti og hetju- skap til hinstu stundar. Hin síðustu ár stóð hún í skjóli Oskars sonar síns og tengdadóttur sinnar, frú Sigurðínu Einarsdótt- ur. Óskar er einn á lífi af bömum þeirra, ásamt fóstursyni, Axel Grímssyni. Er gott til þess að vita, að frú Þóra naut allrar þeirrar umhyggju og ástúðar, sem unt var að veita henni. Gamli Mosfellsheiðarvegurinn er nú lagður í auðn, en bærinn Miðdalur glóir enn í minningum. tveggja kynslóða, í allri sinni lát- lausu og þjóðlegu prýði. Jón Magnússon. Ftórsykur Grænar baunir þurkaðar og í dósum. vmn Laugaveg 1, Bími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. ÖOOOOOOOOOOOOOoOOO KOLASALAN S.I. Ingólfihvoli, 2. hœ5. Bímar 4514 og 1845. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVERTi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.