Morgunblaðið - 04.01.1940, Blaðsíða 3
íjiratudagur, 4. j anúar 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
! r
Vinnufriöur trvsður í
lanðinu út þetta ár
_____ \
Þingstörfum Kaupgjaldið lögfest með
Tokiðidag fullu samkomulagi ríkis-
stjórnar og stjórnarflokka
Kaup Dagsbrúnarmanna hækkar
fiá 1. janúar um 13 auta á klst.
SAMKOMULAG hefir náðst innan ríkisstjórnar-
innar og þeirra flokka, er að henni standa, um
lausn kaupgjaldsmálsins. Verður kaupið lög-
bundið út þetta ár og vinnufriður þar með trygður í land-
inu alt árið. Lög um þetta voru afgreidd frá Alþingi í nótt
er leið.
Aðalatriði samkomulagsins eru:
Kaupgjaldið breytist frá 1. janúar 1940 og síðan 1. apríl,
1. júlí og 1. október, miðað eftir á við meðal verðlag í nóv.—
des. 1939, jan.—mars, apríl—júní og júlí—sept. 1940. Fyrir
hvert stig, sem vísitalan hækkar frá grundvellinum jan.—mars
1939 (= 100), hækkar kaupgjaldið um 0.5% af kaupinu, ef
hækkun vísitölunnar nemur 5 stigum eða meira, en minna en 10
stigum; en fyrir hvert stig, sem vísitalan hækkar þar fram yfir,
hækkar kaupgjaldið þannig:
1. flokkur 0.8% af kaupi, sem nemur kr. 1.50 eða minna á klst.
2. flokkur 0.7 % af kaupi, sem nemur kr. 1.51—2.00 á klst.
3. flokkur 0.55% af kaupi, sem nemur kr. 2.01 eða meira á klst.
Kaupgjaldshækkunin skal þó aldrei nema minna samtals en:
I 1. flokki %% af kaupgjaldinu fyrilr hvert stig vísitölunn-
ar fram yfir 100, í 2. flokki %% og í 3. flokki i/> %.
Þessi kaupgjaldsákvæði ná til verkamanna, sjómanna, verk-
smiðjufólks og iðnaðarmanna, sem taka kaup samkvæmt
samningum milli stjettarf jelaga og vinnuveitenda eða kauptöxt-
um, sem stjettarfjelög hafa sett.og giltu fyrir gildistöku lag-
anna.
Um annað kaupgjald segir aðeins, að óheimilt sje að hækka
það meira en lögin heimila.
Burtu er felt ákvæði gengislaganna um verðlag á mjólk og
kindakjöti, en verðlag á þessum vörum. var háð sömu reglum og
kaupgjaldið. Hinsvegar standa áfram ákvæðin um húsaleigu í
Reykjavík.
Ráðgert er að störfum Al-
þingis verði lokið í dag, en
óvíst að þingslit geti farið fram
fyr en á morgun.
Næturfundir voru í báðum þing
deildum síðasfliðna nótt. Fyrst
var kaupgjaldsmálið rætt í Nd. og
stóð það fram yfir miðnætti, en
þá tók Ed. við og afgreiddi mál-
ið til fullnustu.
Er Nd. hafði lokið við kaup-
gjaldsmálið, tók hún önnur stór-
mál til meðferðar, sem biðu, svo
sem framfærslulögin, leifar „högg
ormsíns“ o. fl. Átti að Ijúka þess-
um málum í nótt.
Nýr viti
í Borgarfirði
Nýr viti hefir verið reistur á
Miðfjarðarskeri í utanverð-
um Borgarfirði. Er þetta blossa-
viti, sem sýnir einn hvítan, rauðan
og grænan blossa á 10 sek. fresti,
þannig: Ljós 1 sek. myrkur 9 sek.
Vitinn lýsir grænt f. s. 43° yfir
Flesjur, hvítt 43°—62° út fjörð-
inn, rautt 62°—113° yfir Þormóðs-
sker, grænt 113°—209° yfir Borg-
areyjar, hvítt 209°—211° inn
fjörðinn, rautt f. s. 211° yfir
Skarfaklett.
Hæð logans ýfir sjó er 15 m.
Ljósmagn 570 H K. Ljósmál 12
s.m. fyrir hvíta ljósið, 10 s.m. fyr-
ir rauða ljósið, og 8 s.m. fyrir
það græna.
Vitahúsið, sem stendur innarlega
á skerinu, er 6.5 m. hár hvítur
turn með lóðrjettum svörtum rönd
um. Hæð' vitans með ljóskeri er
9.5 m. Logtími 15. júlí til 1. júní.
Á Reykjanesi við fsafjarðar-
djúp hafa verið bygðar 2 vörður,
sem sýna leiðina. Efri varðan 2.5
m. há með þríhyrndu toppmerki,
en sii neðri 2.0 m. há með fer-
hyrndu spjaldi í toppi.
Vörðurnar verða málaðar hvít-
ar, sú efri með lárjettri rauðri
rönd, hin neðri með lóðrjettri
rauðri rönd. Vörðurnar standa á
vestanverðu nesinu, Reykjarfjarð-
ar megin, ca. 200 m. frá skóla-
húsinu. Efri varðan stendur 15 m.
frá sjó, en sú neðri 8 m. frá sjó,
ca. 50 m. frá bryggjunni. Bilið á
milli varðanna er 40 m. Ljósker-
um með hvítum ljósum verður
komið fyrir í vörðunum þegar
báta er von, eða um það er beðið.
Vörðurnar saman sýna leiðina inn’
að brvggju.
Landsmálafjelagið „Fram" í
Háfnarfirði heldur íund annáð
kvöld í Góðtemplarahúsinu. Rætt
verður um fjárhagsáfetlun Hafn-
arfjarðar fyrir 1940 og ýms önn-
ur mál.
Kaupgjaldsákvæði þessi, sem
voru lögfest á Alþingi, voru
flutt af fjárhagsnefnd neðri
deildar, fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar. Þau voru flutt sem
breytingartillögur við frumvarp
ríkisstjórnarinnar (bráðabirgða-
lögin) um gengisskráningu og
ráðstafanir í því sambandi.
GREINARGERÐ
FRAMSÓKNAR-
FLOKKSINS
Mál þetta kom til umræðu í
neðri deild í gær.
Eysteinn Jónsson viðskifta-
málaráðherra tók fyrstur til
máls og skýrði efni samkomu-
lagsins og þær breytingar, sem
það gerir á gildandi ákvæðum
gengislaganna. Hafði hann þar
einskonar framsögu f. h. ríkis-
stjórnarinnar.
Ráðherrann gat þess, að hið
breytta viðhorf, sem skapast
hefði eftir að gengislögin voru
afgreidd á síðastl, vori, hefðu
raskað svo grundvellinum, að
nýja skipan varð að gera. —
Stríðið hefði orsakað nýja ófyr-
l irsjáanlega verðhækkun í iand-
inu.
Æskilegast hefði verið, að
aðiljar hefðu sjálfir leyst þessi
mál, með frjálsu samkomulagi
og svo fljótt, að Alþingi hefði
þar ekki þurft að grípa inn í.
En við því var ekki að búast,
að þeir gætu samið svo tíman-
lega, að gengið hefði verið
að fullu frá samningum áður
en þingi lauk störfum. Þess-
vegna gat Alþingi ekki annað
en gripið inn í nú og þá um
leið gengið þannig frá málun-
um, að vinnufriður væri trygð-
ur alt árið. En því kvaðst ráð-
herrann vilja lýsa yfir f. h.
Framsóknarflokksins, ao hann
vænti þess fastlega, að frjálsir
samningar tækju við af lögun-
um.
Framsóknarflokkurinn hefði
helst kosið, að tekið hefði verið
inn í lögin ákvæði um, að kaup*
FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐU.
—Uppbót--------------------
á laun opinberra
starfsmanna
¥ sambandi við lausn kaup-
gjaldsmálsins á Alþingi,
sem skýrt er frá á örðum stað
í blaðinu, kom svohljóðandi
tillaga frá ríkisstjórninni:
„Ríkisstjórninni er heimilt
að ákveða í reglugerð verð-
lagsuppbót á laun embættis-
manna og annara starfsmanna
ríkisins, svo og ríkisstofnana“.
Jón Pálmason lagði til, að
við tillöguna bættist:
„Þó skal verðlagsuppbót
aðeins ná til þeirra starfs-
manna, sem hafa lægri laun
en 5000 kr. á ári, að með-
töldum greiðslum fyrir sjer-
stök verk, yfirvinnu og öðr-
um launabótum frá ríkinu
eða stofnunum þess. — Verð-
lagsuppbót sje aldrei hærri
en svo, að árslaun að henni
meðtalinni verði 5000 kr.“.
Viðaukatillaga Jóns Pálma-
sonar var feld við 2. umr. í
Nd., en tillaga stjórnarihnar
samþykt.
12% al tekju-
og etgnarskatti
til bæjar- og
sveitartjelaga
að varð samkonmlag innan
ríkisstjórnarinnar, að 12%
viðauki sá, sem innheimtur er af
tekju- og eignarskatti og hátekju-
! skatti, skuli renna til bæjar- eða
1 sýslusjóðs, þar sem skatturinn er
á lagður. ■■ ■
Óláfur Thors atvinnumálaráð-
herra flutti breytingarfillögu um
þetta við frv. um bráðabirgða-
tekjuöflun ríkissjóðs. og. er þá
uppfylt að nokkru skilyrði það, er
Sjálfstæðismenn settu í vor.
S4eð þessu er nokkuð rjettur
hlutur bæjar- og sýslufjelaga, þótt
betur hefði þurft.
3
Verfclýgsniálin
Dagskrártillaga
stjórnarinnar
samþykt
Efri deild samþykti í gær með
10:1 atkv. rökstudda dag-
skrártillögu þá í verldýðsmálun-
um, frá forsætisráðherra, sem get-
iti var hjer í blaðinu í gær.
En í dagskrártillögu þessari er
í öllum aðalatriðum undirstrikuð
sú stefna, sem Sjálfstæðismenn
hafa fylgt í þessum málum. Má nú
vænta þess, þar sem ríkisstjófnift
og önnur deild þingsins hafa Sagt
álit sitt á þessu máli, að ekki verði
langt að bíða viðunandi lausn
þessara mála. , .
Slysatryggingar lög-
regluþjóna og slökkvi-
liðsmanna
Lögreglustjóri skrifaði bæjar-
ráði brjef þann 28. f. m. og
sendi ráðinu tilboð frá Trygging-
arstofnun ríkisins um slysatrygg-
ingu á lögregluþjónum bæjarins1,
auk lögboðinnar skyldutrygging-
ar. —
Ennfremur barst bæjarráði brjet
frá Fjelagi slökkviliðsmanna tun
slysatryggingar slökkviliðsmanna.
Bæjarráð samþykti að fela hag-
fræðingi bæjarins, dr. Birni Björns
syni, að athuga þessi mál og segja
álit sitt um þau.
Aflahlutir ísfirð-
inga á haust-
vertíð
Urjettaritari Morgunblaðsins á
* ísafirði símar að aflahluti á
vjelbáta þar, sem byrjuðu veið-
ar í október, hafi um nýár numið
800 krónum á háseta.
Á einstaka bátum var aflahlut-
ur nokkuð hærri og komst hlutúr
jafnvel upp í 1000 krónur.
Á bátum Samvinnufjelagsins,
sem byrjuðu í nóvember, hefir
hlutur verið um 500 krónur.
Tíðarfar hefir verið gott við
Isafjarðardjúp undanfarið.
Siglingar við Dan-
mörku stöðvast
vegna ísa
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
C1 rosthörkur bafa verið allmikl-
' ar í Daumörku xtndaufarið
og hefir firði og voga víða lagt,
svo að siglingar hafa tepst þess-
vegna. Limafjörður er t. d. allagð-
ur ís og hafa ísbrjótar orðið að
brjóta skipum leið, en getu það
nú ekki lengur, og liafa siglingar
þar algerlega stöðvast.