Morgunblaðið - 04.01.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1940, Blaðsíða 8
 Fimtudagur 4. janúar IMOl LITLI PÍSLARVOTTURINN Blakeney var í tvær klukkku- stundir á flakki í Montmartre- hverfinu og þó einkum kringum Rue de la Croix Blanche, þar sem Axmand hafði áður búið. Hann |>orði að svo stöddu ekki að spyrj- ast fyrri í sjálfu húsinu, enda ihefði það ekki verið viturlegt. Hann hafði tekið eftir tveimur ná- ungum, sem klæddir voru tötrum eins og hann sjálfur. Þessir ná- nngar höfðu stöðugt verið á sveimi j>arna í nágrenninu á meðan Blak- eney var þar, og það var ekki nokkur minsti vafi á að þetta voru njósnarar sem settir höfðu verið k vörð. Ekki var Blakeney þó viss um hvort njósnarar höfðu verið settir til að gæta St. Just, eða livort þeir voru settir til höfuðs einhverjum öðrum.. Þegar klukkan á Tour des JDames-kirkjunni sló átta og Blak- eney var í þann veginn að fara í annan leiðangur, sá hann alt í •einu Armand koma eftir götunni. Armand leit hvorki til hægri nje vinstri. Hann gekk með höf- uðið niður í bringu og hendurnar inuuudir skikkju sinni. Er liann gekk fram hjá götuljóskeri sá Blakeney í andlit honum, það var fölt og tekið. I sömu mund varð honum litið í áttina til Blakeneys og hann sá inn í augu foringja síns, en aðeins í nokkrar sekúnd- ur, því hann var svo viti borinn að gefa ekki m.erki eða yfirleitt neitt, sem gæti bent til þess að hann þekti Blakeney. Njósnarar voru vitanlega á hælum lians. Blakeney hafði litið framan í hann ■og augnaráð piltsins minti einna helst á sært dýr. „Jeg hefði gaman að vita hvað þrjótarnir hafa gert við hann!“ muldraði Sir Percy. Armand hvarf inn í húsagarð- inn að húsi því sem íbúð hans var ?. Um leið sá Blakeney að spæjararnir tveir stungu sam- an nefjum og hvísluðust á lengi vel. Sá þriðji, sem augsýnilega hafði elt Armand, kom brátt til þeirra og gaf sig á tal við þá. Framhaldssaga 41 Blakeney hjelt nú í áttina til fyrverandi íbúðar sinnar, St. 'Ger- main l’Auxerrois. Ef til vill hafði Armand tekist að koma þangað einhverjum skilaboðum. En vitan- lega voru eins miklar líkur fyrir því, að njósnarar Herons væru komnir á hæla hans sjálfs Hífnn varð nú samt að taka þeirri áhættu. Fyrverandi íbúð Blakeneys var einasti staðurinn, sem Armand vissi að hann gat skilið eftir skilaboð til foringja síns. Vitanlega hafði pilturinn ekki getað vitað um það fyr en rjett í þessju, að Blakeney mundi koma aftur til Parísarborgar, en hann gat hafa vonast til þess, og í skjóli þeirrar vonar gat hann hafa reynt að koma fyrir skilaboðum. Með kæruleysislegu göngulagi rölti'Blakeney fast upp með hús- unum og gekk hægt í gegnum borgina. Hann horfði í allar áttir og reyndi að sjá í gegnum myrkr- ið. Loks kom hann í St. Germain l’Auxerrois og hann kom auga á húsið, sem hann hafði yfirgefið fyrir einum. 24 stundum. Blakeney gekk fyrst hringinn í kring um húsið og skimaði í allar áttir. Það var kolniðamyrkur, en að lokum þóttist hann fullviss um, að enginn njósnari væri í grend, að minsta kosti ekki þessa stund- ina. Armand hafði víst ekki skilið nein skilaboð eftir á þessum stað; en nú er hann vissi að foringi hans var í París myndi hann vafa- laust reyna, sem allra fyrst að ná sambandi við hann. Blakeney ákvað að hafa .nánari gætur á þessu húsi. Sir Percy leit- aði sjer skjóls í dyragættinni á húsi, einu í grend og hann undir- bjó sig undir langa og þreytandi bið. Rigningin náði fljótt að gegn- bleyta hina þunnu úlpu er hann var í. Það var liðið fast að miðnætti, er hann ákvað að hætta biðinni og f ara heim til sín og sofa, en klukk- an 7 næsta morgun var hann aft- ur á sama stað. Það var enn ekki búið að opna hliðið að húsagarðinum að hans eigin íbúð. Hann hallaði sjer upp áð hurðinni. Húfan á höfði hans var skökk og niðri í augum. Hann var óhreinn í andliti og fót- leggirnir voru berir og óhreinir. í munninum hafði hann stutta krítarpípu og hendurnar í vösun- um. Hann líktist atvinnulausum flæking. Ilann þurfti ekki lengi að bíða. Hliðið var brátt opnað. Húsvörð- urinn kom út með kúst í hendinni og byrjaði að sópa fyrir framan húsið. Fimm mínútum síðar kom drengur, klæddur í tötra, berhöfð- aður og berfættur. Hann hljóp við fót og það var eins og hann væri að athuga númerin á húsunum. Það var að byrja að birta og það var kalt í veðri eins og undan- farna daga. Blakeney horfði á drenginn, sem kom nær honum án þess að fótatak hans heyrðist. Þdg- ar drengurinn var alveg kominn að honum rjetti Blakeney úr sjer og tók pípuna út úr sjer. „Þú ert snemma á fótum, sonur sæll!“, sagði hann í höstugum róm;. „Já“, sagði drenghnokkinn. „Jeg á að fara með brjef í Rue St. Germain l’Auxerrois nr. 9. Það hlýtur að vera hjer nálægt“. 'TnuJ rruAquaJzjg^/riLL Ferðamaður kom að landamæra- bæ. Tollvörður bað um að fá að sjá vegabrjef hans. Ferðamað- nrinn hugsaði sjer að leika á toll- vörðinn og rjetti honum matseðil. Tollþjónninn horfði til skiftir á seðilinn og manninn, eins og hann yæri að bera eitthvað saman: — Hvítkálshöfuð — alveg rjett — uxatunga — viljið þjer gjöra svo vel og lofa mjer að sjá upp í yður — alveg hárrjett — þorsk- Röfuð — jú —- grísatær — mjög rjett — Bouef a la Mode — .jú, það mun einnig vera rjett. Góða ferð! ★ W\rír fjárkaupmenn ferðuðust saman á markað og gistu á aama gistihúsi. Áður en þeir fóru úr gistihúsinu um morguninn báðu þeir gestgjafann að geyma pen- ingaupphæð fyrir sig. Nokkru síðar kom einn þeirra aftur og bað um að fá peninga sína og fjelaga sinna. Þeir hefðu keypt fjárhóp saman, sagði hann, og þeir þyrftu að borga með pen- ingunum. Gestgjafinn trúði mann- inum og fjekk honum peningana. Maðurinn fór, en hvarf út í busk- ann og síðan hefir ekkert til hans spurst. Fjárkaupmennirnir tveir fóru í ttiál við gestgjafann og heimtuðu að hann greiddi þeim peningana og hann var dæmdur til að greiða þeim fjeð, því það hafði verið svo umsamið, að hann skyldi ekki greiða peningana nema að allir þrír væru viðstaddir. Er búið var að lesa upp dóm- inn sagði verjandi gestgjafans: — Peningarnir eru geymdir hjá mjer og jeg m.un greiða þá sam- kvæmt samkomulaginu undir eins og þið allir þrír mætið til að taka á móti þeim. Þannig vann gestgjafinn málið í raun og veru. Því hinir tveir fjárkaupmenn bíða enn eftir þriðja fjelaga sínum. ★ onizettí varð óvinnufær á unga aldri, en á meðan hann vann var hann afkastamað- ur með afbrigðum og til eru eftir hann margar óperur. Einu sinni var verið að ræða um tónskáldið Rossini í nærveru Donizettis og því haldið fram að Rossini hefði samið og skrifað „Rakarann frá Sevilla“ á 13 dögum, en þetta fanst flestum viðstöddum ómögu- legt. Er Donizetti var spurður um hans álit á þessu máli svaraði hann: — Jeg álít að þetta geti vel staðist. Rossini hefir altaf verið frekar seinn til allrar vinnu. D eo páfi XIII. var mjög vin- veittur listmálurum og sat oft fyrir hjá málurum, þó ekki væru þeir frægir. Einu sinni hafði málari einn lokið við að gera hræðilega illa gerða mynd af páfa og málarinn rjetti honum pensil og bað hann að skrifa nafn sitt á málverkið. ^ — Má jeg skrifa ritningargrein ? spurði páfi. — Já, yðar heilagleiki. Það myndi auka verðmæti myndarinn- ar um allan helming. Páfimr skrifaði með penslinum: Jóhannes 6. 20. vers. Leo XIII. Málarinn varð himinlifandi og flýtti sjer heim. með málverkið til þess að fletta upp í Nýja Testa- mentínu og sjá ritningargreinina. Þar stóð: „Óttist ekki! Það er jeg“. ★ Vinnustúlkan: Það er maður við eldhúsdyrnar að betla. Frúin: Gefið honum smurða brauðsneið. Vinnukonan: Hann segist hafa átt betri daga. Frúin; Látið og gaffal með. „Það er hjer. Þú getur aflient mjer brjefið“. „Nei, borgari!“, sagði pilturinn, sem varð óttasleginn. „Það er til eins af íbúunum í húsinu nr. 9. Jeg á að afhenda honum sjálfum brjefið“. Blakeney fanst ósjálfrátt að drengurinn hlyti að vera með skilaboð til hans frá Armand og það meira að segja skrifleg skila- boð, því drengurinn hafði tekið aðra hendina upp að brjósti sjer, eins og hann ætlaði að fullvissa sig um að eitthvað dýrmætt, er hann geymdi í barmi sínum, væri á vísum stað. „Jeg skal koma brjefinu til skila, sonur sæll“, sagði Blakeney höstulega. „Jeg þekki borgarann, sem kærir sig ábyggilega ekki um að húsvörðurinn sái brjefið“. „Jeg ætla ekki að afhenda dyra- verðinum brjefið", sagði drengr hnokkinn. „Jeg ætla sjálfur að afhenda manninum það“. „Hlustaðu nú á, litli kunningi“, sagði Blakeney. „Ef þú lætur mig fá brjefið skal jeg gefa þjer fimm franka' ‘. Blakeney var farinn að vor- kenna snáðanum, en Ijet hann þó halda, að hann væri ruddamenm. Hann kærði sig ekki utn. að hús- vörðurinn næði í brjefið, því vel gæti farið svo að húsvörðurinn reyndi að ná því af drengnum með hótunum eða valdi. Framh. PIANO- og HARMONIUM- kensla. Þórunn Elfar, Baldurs- götu 9. Sími 1556. STÚDENT vill kenna fyrir fæði. Uppl. í síma 4233 (Svavar) kl. 5*/2 —7. VENUS SKÖGLJÁI tnýkir leðrið og gljáir skóna af burða vel. VENUS-GÓLFGLJÁI ifburðagóður og fljótvirkur, — Ávalt í næstu búð. KRISTNIBOÐSF JELAG kvenna hefur fund í dag kl. 41/2 e. h. í Betaníu. Konur mætið Jtaujis&ajiuc HÆNSAFÓÐUR Kurlaður og heill mais. Þor- steinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Hringbraut 61, sími 2808.. HNOÐAÐUR MÖR Þorsteinsbúð. Hringbraut 61,. sími 2803, Grundarstíg 12* sími 3247. HANGIKJÖT til þrettándans fæst í fiskbúSS- inni á Nýlendugötu 14, eftir kL 3 í dag. Sími 4443. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jönsson, Vesturgötu 28.. Sími 8594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðntv Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkend® meðalalýsi, fyrir börn og full- orðna. Lýsið er svo gott, að þaH* inniheldur meira af A- og D- fjörefnum en lyfjaskráin ákveð- ur. Aðeins notaðar sterilar (dauðhreinsaðar) flöskur. — Hringið í síma 1616. Við send~ um um allan bæinn MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Sparif milliliðina og komið beint tll okkar ef þið viljið fá hæst* verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela^ glös og bóndósir. Flöskubúðiiv Bergstaðastræti 10. Sími 5396.. Sækjum. Opið allan daginn. Kaupum allskonar FLÖSKUR hæsta verði. Sækjum að' kostn- aðarlausu. Flöskubúðin, Háfnar^ stræti 21, 8Ími 5833. KOPAR KEYPTUR í Landsmiðjunni. K. F. U. M. Cand. theol. Ástráður Sigur- steindórsson talar á fundi í K. F.U.M. í kvöld kl. 81/2. Allir karlmenn velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN 1 kvöld kl. 81/4 opinber jóla- trjeshátíð. Veitingar. Lúðrafl. og strengjasveit spila. Aðg. 25 aura. Allir velkomnir. FILADELFÍA, Hverfisgötu 44. Samkoma i kvöld kl. 81/4- Jónas Jakobsson og Eric Ericson tala. Allir vel komnir! hann þá fá hníf — Ertu að hlægja að mjer? — Nei, herra kennari. — Að hverju ertu þá að hlægja? I. O. G. T. STÚKAN DRÖFN NR. 55. Fundur í kvöld kl. 81/4- Tek- ið á móti nýjum meðlimum. — Erindi: Ólafur Ólafsson kristni- boði. Fjelagar eru beðnir að hafa með sjer sálmabækur. Æt. SPARTA- DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi. FORNSALAN, Hverfisgötu 48 selur húsgögn o. fl. með tæki- færisverði. Kaupir lítið notaðs muni og fatnað. Sími 3309. HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1, 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pie.. kg. Sími 3448. FIÐURHREINSUN Við gufuhre.insun fiður úr' sængurfatnaði yðar samdægurs.. Fiðurhreinsun íslands, sími 4520 SNÍÐ OG MÁTA Dömukápur, dragtir, dag- kjóla, samkvæmiskjóla og alls< konar barnaföt. Saumastofan Laugaveg 12, uppi (inng. frá Bergstaðastræti). Símar 2264 og 5464. LÍTIL, SNOTUR ÍBÚÐ til leigu ódýrt í Eskihlíð C.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.