Morgunblaðið - 04.01.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fíintndagur 4. januar 1940t Þessi mynd er tekin í bresku vir'ki „einhversstaðar á ströndum Bretlands“. Fallbyssan hefir verið máhið skjöldótt í þeim tilgangi að erfiðara sje að koma auga á hana. .<ifiiiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiiiiiitiii|iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiHiinimimrfert>mi(iiiiiiiiiiiiniiiiniiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiuiiiifiiiiiiiiir iimiiiiitmimmiNnMimiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiimr Breskt sfrandvarnarvirki Islenskur söngfugl með vængjahaf á heimsmælikvarða Eftirfarandi grein birtist nýlega í Kaupmannahafn- arblaðinu „Ekstrabladet“: ,aría Markan heitir hún þessi stjarna, sem á einu ári hefir stigið svo á festingu þeirri, er nefnist óperuhiminn — fögur, töfrandi íslensk kona með skapgerð og manngildi, er lýsir sjer í framkomu, augna- ráði og máli. hað er aðeins eitt ár Jiðið frá því, «r jeg fór síðast frá Islandi, segir María Markan og hve víða hefi jeg ekki verið á því ári og nú lítur út fyrir að jeg eigi að fara alla leið hinumegin á hnöttinn. Sjáið hjerna, eegir óperusöngkonan og rjettir oss símskeyti. Vjer lesum stutt og ljóst tilboð frá Astralíu um 18 vikna söngferðalag, lagt á stað frá Kanpmannahöfn í miðjum janúar. Launatilboðið er mjög ginnandi og þegar vjer sendum Maríu Markan spyrjandi augnatillit, kinkar hún sem svar. Já, jeg tek því, hver getur staðist elíkt? Ferðalagið, peningamir, skilmál- arnir, alt saman freistandi og þó að jeg hafi annað gott tilboð frá Cover.t Garden, þá hugsa jeg að Covent Gard- en verði ennþá til, þegar jeg kem aftur frá Ástralíu. Hinsvegar veit maður ekk- ert um hvernig verður með óperuna í Englandi meðan stríðið stendur. Uppgötvun Fritz Busch. Þjer voruð með Fritz Busch í vor í Crlyndeboume ? Já, hinn dásamlegri og ágæti meist- ari í tónlistinni hefri verið gæfu minn- ar smiður. Buseh hefir uppgötvað mig. Jeg söng hjer á Kgl. leikhúsinu í vetur greifaynjuna í Brúðkaupi Figaros, síð- ar söng jeg í útvarp hjer, og þar hlýt- nr Fritz Busch að hafa heyrt til mín, eða máske hefir hann sína föstu spæjara við öll útvarpstæki. En hvað sem því líður, þá gerði hinn mikli maður boð eftir mjer og jeg söng fyrir hann í 2 klst.; hann er djúpsær, en návist meist- arans, útaf fyrir sig, veitir innblástur. Að vinna með honum er dásamlegt. Og Buseh f jell söngur yðar vel í geð ? Greifaynju ofsókn. Já, hann rjeði mig, eða stakk upp á mjer í hlutverk greifaynjunnar í Brúðkaupi Figaros á Glyndebourne- ópemnni í Englandi, en ópera þessi stendur yfir aðeins 2 mánuði. Eritz Busch sagði mjer, að það væri ætíð erfiðast að skipa hlutverk þetta, og þessvegna væri því venjulega ráðstafað' síðast. Þetta er eiginlega ekki þakklátt hlutverk; jeg hefi aldrei verið sjerlega ánægð með það, en það hefir elt mig á röndum. Hvað eftir annað hefir það verið fengið mjer og nú liggur við að mjer sje farið að þykja vænt um það. Jeg lærði það í fyrstu á þýsku, svo varð jeg að æfa það á dönsku og nú vildi 'Glyndebourne hafa mig til að syhgja það á ítölsku. Þessi fyrirmyndar ópera krefst þess, að alt sje sungið á frummálinu. Textinn við þessa Mozart- ópem var upprunalega skrifaður á í- tölsku eins og „Casi fan Tutte“ og„Don Juan“. Buseh vildi ennfremur að jeg æfði hlutúerkið á ítölsku hjá tilteknuin kennara í Stokkhólmi og þá varð jeg að fara til Svíþjóðar. Ástralía eða Covent Garden. Og í Glyndeboume? Var jeg 2 dásamlega mánuði. Við höfðum þar mikla yinnu, en samvistirn- ar með þessum frægu listamönnum, sem allir sýndu sig að vera ljómandi mann- eskjur — frá Milano-óperunni, frá Metropolitanópemnni, Covent Garden, Bayeruth o. s. frv. — var viðburður. Þjer skuluð ekki halda að æfingar hætti að lokinni frumsýningunni á Brúðkaupi Eigaros. Dag eftir dag var æft til þess «ð gera alt fullkomnara, mállega, sönglega, leiklega. Figaro varð stórsigur, uppáhalds-ópera ieiktímabils- ins og lauk með því, að jeg var beðin að syngja hlutverk drotningar nætur- innar í Töfraflautunni eftir Mozart 1940, sem jeg óneitanlega mundi hafa longun til, en nú verður fyrst að sýna sig hvort Glyhdebourne getur yfirieitt starfað áfram ef stríðið heldur áfram. Það er náttúrlega einnig í sambandi við Glyndeboumeóperuna að jeg hafi fengið tilboð frá Covent Garden og nú þetta frá Ástralíu. Jeg get vel látið mjer sæma að fara til hinnar fjarlægu heimsálfu, því þar fæddist hin stóra Melba. Lotte Lehmann var þar á söng- för í íyrra. Kirstine Flagstad hefir verið þar og margir aðrir stórir — og þetta altsaman vegna þess að Fritz Busch veitti rödd minni eftirtekt og tók mig með til Glyndeboume. Og að þeirri för lokinni? Ritskoðunin og nóturnar. Jeg ætlaðí mjer til Kaupmannahafn- ar, því þar ér aðalbækistöð mín, en jeg liafði fengið tilboð frá Beiiínaiútvarp- inu. Jeg fór þessvegna til Berlínar og söng, meðan jeg beið þar hjá kennara mínum, Ella Sehmiicker, ásamt enskri vinkonu minni, en þegar ekkert varð úr þessum samningum, fórum við báðar til. I.ondon, og hjá þessari vinkonu minui' hefi jeg búið þangað til nú, fyrir viku! síðan. Nú hefi jeg nokkrar ráðningar hjer, einnig í útvarp, og ef til vill held jeg konsert, en hin ensku stjóm- arv'öld kyrsettu nóturnar mínar, stóra bunka, og hvað getur maður án nótn- anna? Á stríðstímum eiga allar nótur að ganga í gegnum ritskoðunina, en jeg vona í öllu falli, að ná þeim með mjer til Ástralíu. Hjer í minni kæru Khöfn ætla jeg nú að láta mjer líða vel um jólin og fram yfir áramótin. Til Islands get jeg ekki komist fyrst um sinn — það er of fjarlægt . Áttundi og síðasti sigurinn. Menn mun að líkindum þar heima gleðjast mjög yfir sigrum yðar? Já, það jeg verið viss um. Jeg var hið yngsta af 8 bamahóp; við syngjum öll. Það liðu mörg ár þannig, að jeg gat ekki fengði að heyra mín eigin rödd í þeim kór. Islendingar eiga yfir- ieitt hægra með að iáta tilfinningar sínar í ijósi í söng en í ræðu. Hvar sem aðeins þrír íslendingar eru samau komnir, fara þeir að syngja. Ef til vill á loftslagið eða tungan, sem liggur framarlega í munninum, eins og ítalsk- an, einhvem þátt í þroska sönggáf- unnar. En hvað sem því líður þá er mikið um góðar raddir á íslandi. — Sofandi nær enginn söngfrægð. Jeg hefi unnið baki brotnu í 10 ár, en þegar eftir þriggja ára nám byrjaði jeg að halda konserta, því að jeg varð að vinna mjer eitthvað inn. En nú finn jeg að jeg náigast markið, það er indæl tiifinning, Erna. Jón á Brúsastöðum: Þingvallavatn ¥ Morgunblaðirm 10. og 11. nóv. -*• birtust greinar eftir Guðmund Davíðsson umsjónarmann á Þing- völlum, um Þingvallavatn, lýsirig á því, um fiskategundir þess, og landslag og gróður umhverfis vatnið. Er það vel farið að vekja athygli á þessu gjöfula vatni og hvetja bændiir og aðra til þess að gefa því gaum að halda við fisk- stofni þess. Jeg hefi dvalist þrjátíu ár við vatnið og veitt athygli því, er að veiðiskap iýtur. Mjer virðist murtu veiðin fult svo mikil síðari árin sem fyrrum, en stórsilungsveiðin heldur minni. Ef dæma skal um það, hvort veiðin minki, virðist mjer góður mælikvarði, að athuga hversu mik- ið veiðist í sama netjakost nú og fyrrum. Eftir því, sem mjer er kunnugt, virðist engu minna veið- ast nú í álíka net en fyrr á ár- um. Sumir halda því einnig fram, aS murtan sje nú fulteins væn sem áður. En það getur stafað af hag- kvæmara. árferði og stendur einn- ig í sambaridi við möskvastærð, sem er mikilvægt atriði við veiði- skapinn. Jafnvel þótt það sje augljóst mái, að lifandi náttúran endurnýj- ast án afláts án mannanna að- stoðar að imeira eða minna ieyti, þá eru dæmin deginum ljósari rim það, bversu náttúruöflin eru einn- ig störvirk til eyðileggingar ung- viðinu. En mannshöndin getur víða komið í veg fyrir tjón og hnignnn, bæði í dýra- og jurta-ríkinu, og margfaldað og þróað lífsskiiyrði tegrindanna. Virðist mjer hofund- urínn gera of lítið úr síðara at- riðinu. Eftir stórrok á hanstin hefi jeg oft sjeð næstum hrannir af hrogn um með löndunum, þar sem þau hafa farið að forgörðum í miljóna- tali og víst svo að tuguim, miljóna skiftir. Hefir mjer runnið slík eyðilegging til rifja og hugsað með mjer, að mikill væri sljóleiki manna að reyna ekki að rjetta hjálparhönd til þess, að forða ein- hverjn af þessu frá tortímingu. Jeg tel því, að mikla nauðsyn beri til þess, að gerðar sjeu sem öflugastar ráðstafanir til þess að reisa skorður við þeim stórkost- legu vanhöldum, sem verða á hrognum og smáseiðum á hverju ári og virðist imjer það verða lielstu úrræðin að rækja öflugar klakstöðvar við vatnið, þar sem hrogn og seiði hafi öruggan griða- stað meðan hættan er mest. Og þessarar skoðunar eru allflestir hjer við vatnið, sem sannast af því, að nú eru ræktar tvær klak- stöðvar hjer. Vitanlega geta slík- ar tilraunir orðið fyrir skakka- föllum, einkanlega í byrjun. En með þolinmæði og seiglu má vænta mikils árangurs, og því meiri, sem reynsla og kunnátta fer vaxandi. Það er mjög miklum annmörk- um bundið að takmarka netja- fjölda á hverri jörð og annað hlið- stætt. Mundi það kosta meira eft- irlit, en við verður komið. En möskvastærð mætti ákveða með samþyktum og er það mikilvægt vegna veiðinnar og hægra að koma við eftirliti um hana. Hagkvæmt getur verið að friða einhverjar riðstöðvar í vatninn, og verður þá að velja til þess þá staði, þar sem skilyrði eru ör- nggust gegn yfirvofandi eyðilegg- ing af völdum náttúrunnar. En ekki dugir, að „friða“ öll þau svæði, þar sem hægt er að fá hrygnnr til klakhúsanna. Þá yrði klakstöðvarnar alveg dauðadæmd- ar. Klakfjelagið hefir fengið und- anþágu til veiða á ákveðnum stað fyrir Þingvallalandi þann tíma, sem silungurinn veiðist, til þess að afla hrogna til klakliússins. Finst mjer umsjónarmaðurinn ekki þurfa að amast við því sem skað- semdarstarfi. Því að mikill munnr virðist mjer á því, hvort leyfð er veiði á friðlýstu svæði til þess að afla hrogna til klaks, eða að veiða á sama svæði einungis til þess að fá í soðið. Vera má, að saka megi oss sveit- armenn um skaimmsýni og van- hyggju; — greinarhöfundur hefir verið einn af bændum víð vatnið nm nokurn tíma og átt kost á því að reka þessa drauga á dyr, með því að ganga á nndan öðrnm um það að veiða ekki í friðlýsta svæðinu, sem hann telur svo mik- ilvægt. — Þarf því varla um að sakast. Þó að margt fleira mætti segja í samhandi við þetta mál, þá læt jeg það hjá líða að sinni. Jón Guðmnndsson. MÁLÁFLUTNINGSSKRIFSTOFA Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Síraar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Skiftafundur í þrotabúi Sveinbjarnar Kristjáns- sonar hyggingarmeistara, Hverf- isgötu 39, verður haldinn í hæjar- þingsstofunni föstudaginn 5. janú- ar kl. 10 f. h. til þess að gera ráð- stafanir um eignir búsins. 2. janúar 1940. Lögmaðurinn í Reykjavík. af allra bestu gerð, fyrir bakara, lýsisbræðslu eða annað, einnig dagskiftimaskína fyrir bakara, til sölu. — Allar upplýsingar í síma 5239. Þorst. Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.