Morgunblaðið - 04.01.1940, Blaðsíða 7
Fimtudagur 4. janúar 1940.
7
Skúli Bergmann
Benediktsson
$
Fæddur 30. september 1917.
Dáinn á Siglufirði 7. sept. 1939.
Ort í nafni foreldra og systkina.
í*á vorsólin g-eislaði’ um hauður og
liaf
í heiðríkju söngfuglinn vængina
þandi.
Og bylgjunriar heillandi tárhreina
traf
það töfrandi seiddi hvern farmann
frá landi.
Við kvöddum þig glaðan, er sjó-
mannasveit.
sigldi með djörfung á fjarlægu
miðin.
Þá foreldra bæn steig í himininn
heit
um heimkomu sæla þá vertíð var
liðin.
'Og heimkomu þína við þráðum í
haust
■og þá var hver vikan og dagurinn
talinn,
-«r sviplega ómaði örlaga raust,
að ástríkur sonur sje fallinn í val-
inn.
Nú foreldrar harma hinn saklausa
son
■'Og systkinatárin nú gliYa á hvörm-
urn,
þau ala í brjósti þá yndælu von,
-aftur þig mega sjer vefja í örmum.
iÞín bai’nslega sál var svo göfug og
góð,
sá gimsteinn er foreldra dýrasti
sjóður,
þinn fallegi svipur og framkoman
hljóð,
hin fegursta minning um soninn og
bróður.
Þú varst okkar gleði í gæfu og
þraut,
sú gleði var huggun á erfiðum
stundum.
En vonin um fegurstu framtíðar-
braut,
«r fölnuð,, og lokið er ástvina-
fundum.
Ó! Drottinn, sem græðir hin svíð-
andi sár,
vor sonur er falinn þjer guðlegi
kraftur.
Það harmljettir verður um ókomin
ár,
«elskaði vinur að finna þig aftur.
G. Á.
HEIÐRAÐIR.
London í gær. FÚ.
Skipstjórinn og bátsmaður-
‘inn á „Athenia", fyrsta skipinu
sem þýskur kafbátur sökti á
yfirstandandi styrjöld, hafa
■verið heiðraðir fyrir framúrskar
aridi dugnað og björgunarafrek,
•er „Athenia" var að sökkva.
M 0 R
BLÁÐIÐ
Finnlandssöfnunin
nú kr. 97.792
Um áramótin var söfnunin til
Finnlands orðin sem hjer
segir:
Ágóði af merkjasölu
og skemtunum þ. 10.
des í Rvík og 'víðar kr. 10.741.42
Gjafir í Rvík — 18.187.29
Gjafir utan Rvíkur — 54.785.04
Söfnun á Akureyri —- 6.300.00
Gjafir alþingism. — 4.065.00
Samtals kr. 94.079.75
En síðan urn áramót hafa kom-
ið inn kr. 3.712.50. Svo alls nem-
ur fjárhæð söfnunarinnar kr.
97.792.25.
Auk peninga hafa verið sendir
30 pakkar af ullarfatnaði, peysum,
sokkum, vetlingum, og nokkrir
skartgripir, hringar og silfurhólk-
ar.
Nokkrar fjölskyldur hafa boðist
til að taka finsk börn í fóstur, ef
börn yrðu send frá Finnlandi
hingað.
Breskur svarti
listi
DagbóÞt
I. O.O.F.5= 121148V2 =
Veðurútht í Reykjavík í dag:
Stinningskaldi á S. Rigning með
köflum.
Veðrið í gær (miðv.d. kl. 5):
Yfirleitt hæg S-átt hjer á landi og
þíðviðri. Hiti er 5—7 st. suðvest-
an lands og 2—6 st. nyrðra. Rign-
ing sunnan lánds, en víðast úr-
komulaust norðan lands og austan.
Næturlæknir er í nótt Kristján
Grímsson, Hverfisgötu 35. Sími
2845.
Næturvörður er í- Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Trúlofun. Á gamlárskvöld opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Ás-
gerður Ágústa Pjetursdóttir frá
Stykkishólmi og Vilhjálmur Guð-
mundsson verslm., Bergþórugötu
57.
Trúlofun. Á gamlárskvöld opin-
beruðu trúlofun sína í Hafnarfirði
ungfrú Ingileif Þórarinsdóttir,
Öldugötu 4 og Guðni Tómasson
klæðskeranemi, Austurgötu 10.
Hjónaband. Gefin voru saman í
hjónaband í Kaupmannahöfn 24.
nóv. s.l., ungfrú Helga S. Jóhann-
. esdóttir verslunarmær og Jón St.
Arnórsson stórkaupm. Heimili
þeirra er nú: Viale Certosa 16,
Milano, Italia.
Útvegsbankinn hefir skrifað
bæjarráði og farið þess á leit, að
bannað yerði að hafa pylsuvagna
á gangstjettinui við bankann, —
Bæjarráð hefir ekki tekið neina
afstöðu til málsins að svo stöddu.
hefjast aftur í öllum flokkum í
dag.
Norrænafjelagsdeild var stofn-
uð á ísafirði á gamlársdag s.l. með
20 fjelögum. Formaður deildar-
innar var kosinn Jónas Tómasson
bóksali og meðstjórnendur þeir
Sigurður Dahlmann, Björn Jóns-
son, Haukur Helgason og Guð-
mundur frá Mosdal.
Til Finnlandssöfnunarinnar afh.
Morgunbl.: Á. J. 5 kr. Kr. Jens.
5 kr. B. T. 3 kr. E. S. 2 kr. Áheit
5 kr. H. H. 5 kr. 6 C. 2 kr. 5 C.
1 kr. X 10 kr. Ónefndur (í brjefi)
5 kr. Stella 2.50. Ónefnd 5 kr. E.
E. 10 kr. J. M. 5 kr. Bella 45 kr.
S. S. 2 kr. N. N. 30 kr. Sjúkling-
ur á Vífilsstöðum 2 kr. G. E. 2 kr.
Þrjú systkini 5 kr.
Til Vetrarhjálparinnar afhent
Mbl.: Fundið fje 1 ltr. Stella 2.50.
Gengið í gær:
Sterlingspund 25.73
100 Doliarar
— Ríkismörk f 200.76
— Franskir frankar 14.78 ,
— Belg. .109.87
— Sv. fr. Á-; * 146.28
— Finsk mörk - 13.27
— Gyllini 347.40
— Sænskar kr. 155.28
— Norskar krónur 148.23
— Danskar krónar 125.78
Útvarpið í dag : *
20.15 Erindi: Skákföyin tU Argen-
tínu (Baldur Möller stnd. jur.).
20.40 Einleikur á eelló (Þórhallur
Árnason): Sónata í G-dúr, eftir
Hándel.
21.35 Illjómplötur; Backhaus lejfc-
ur á píanó.
21.50 Frjettir.
Landsmálafjelagið Fram, Hafnarfirði.
Fundur
í Góðtemplarahúsinu annað kvöld (föstudag) kl. 8y2. —; Fuudarcfni;:
1. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir 1940.
2. Ymis mál. ,
Allir Sjálfstæðismenn velkomnir. STJÓRNIN.
Atiglýsing um smásöluverfl.
Pýska útvarpið skýrir frá því
að nú um áramótin hafi
Bretar útbúið svartan lista, sem
á eru 89 verslunarfjelög í hlut-(
lausum löndum, sem grunuð eru
um að standa í viðskiftasam-
bandi við Þýskaland.
Segir þýska útvarpið, að
Bretar hafi ekki getað gefið
hinum hlutlausu þjóðum bresk-
ari nýársgjöf en þessa. FÚ.
Kveðjur frá Kristjáni
konungi
Kristján konungur X. flutti
ræðu í nýársveislu og vjek
þá nokkrum þakkarorðum að
Dönum og Islendingum vestan-
hafs fyrir hinar ástúðlegu við-
tökur er krónprinshjónin hefðu
hlotið vestan hafs.
Konungur hefir og sent skeyti
til forseta Finnlands þar sem
þess var beðið, að guð mætti
varðveita, Finnland.
Svipuð skeyti hafa konungar
Noregs og Svíþjóðar sent.
STERN HERSHÖFÐINGI.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
var vanur hernaði í vetrarhörk-
um, var honum fengin yfirstjórn
hersins, sem nú berst á finsku
landamærunum.
Þetta er í annað skiftið, sem
„hreinsað er til“ hjá yfirstjórn
rússneska hersins á Leningrad-
hernaðarsvæði.
Fyrverandi yfirhershöfðingi
hersins, yfirmaður setuliðsins í
Leningrad var skotinn fyrir
nokkru, rjett áður en Stern tók
við af honum.
Strætisvagnar Reykjavíkur h.f.
sögðu upp samningum við bæinn
frá áramótum um flutning á lög-
regluþjónum o. fl.
Sýningin í K. F. U. M. húsinu
verður opin í kvöld kl. 7—10.
Margt fásjeðra muna frá Kína.
Verðlaunamyndagáta.n. Það er
orðinn fastur siður að hafa verð-
launamyndagátu í Jóla-Lesbók-
inni. Fjölda margir stytta sjer
stundir einhverntíma um, jólin við
að leysa gátuna. Hún var með
auðveldara móti í ár. En nokkrir
menn hafa gert fyrirspurn til
blaðsins útaf benni, vegna þess,
að í prentuninni hefir komið fram
galli í myndamótinu, komið ofur-
lítill blettur eða punkLir neðan
við margföldunarmerkið í efstu
línu gátunnar, sem þar á alls ekki
að vera, og má því ekki taka til-
lit til þessa í ráðningunni.
Jólatrjesfagnaður. Eins og að
undanförnu hafa kristniboðsfjelög
in í Reykjavík jólatrjesfagnað
fyrir gamalt fólk stftmudaginn 7.
jan. kl. 3 e. h. Fjelagsfólk vitji
aðgöngumiða í Betaníu eftir há-
degi á morgun (föstudag) fyrir
það fólk, sem það ætlar að bjóða.
Ármenningar. íþróttaæfingar
Aðalfundur
fjelagsins verður haldinn föstu-
daginn 12. þ. m. í Oddfellowhús-
inu (uppi) og hefst kl. 9 e. h.
stundvíslega.
Dagskrá samkvæmt lögum fje-
lagsins.
Fj elagar f j ölmennið.
STJÓRNIN.
Reykfóbak:
Bills Best í Va lbs. blikkdósum Kr 8.40 dóslb
do. Í.Vs — — — 2.20 -
Model í 1 — — — 15.00 —
do. í lVa OZ. — — 1.45 —
Prins Albert í V* lbs. - — 6.65 —
do. í Vs — — — 1.95 —
do. í Vio — Ijereftspokum — 1.00 pok„
Ci^ar ettur:
May Blosson 20 stk. pökkum Kr. 1.90 pakklnn
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja alt að
3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölu-
staðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
Hjer með tilkynnist, að jarðarför móðnr minnar og tengda-
móðnr
HALLDÓRU SIGURÐARDÓTTUR,
Nýabæ, Garðahverfi, er ákveðin laugardaginn 6. þ. m&w. kl.
1.15 e. hád.
Jóhanna Jóhannsdóttir. Ámi Magnússon.
Jarðarför bróður míns
GÍSLA JÓNSSONAR frá Álafossi
fer fram frá fríkirkjunni föstudaginn 5. janúar og hefst með
bæn á heimili mínu, Hverfisgötu 68, kl. iy2.
Jarðað verðnr í Fossvogi.
. Jón Jönsso n.