Morgunblaðið - 05.01.1940, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 5. janúar 1940.
Bóndabær á Kyrjálaeiðinu, þar sem Finnar verjast nú hetjulega
innrás Rússa.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimr
I Leikhúsið i
Efnilegur nýr
leikari
egar menn ræða leikhúsmálin
í þessum bæ, þá kveður það
oft við, að altaf sjáist sömu and-
litin hjer á leiksviðinu, að leik-
Jiúsið vanhagi um nýja menn og
ungar konur til að fylla í skörðin
fyrir*, þá eldri. Menn aðgæta ekki,
að leikarar spretta ekki upp úr
jÖrðunni, og hjer í fámenninu má
það þykja gott, ef sæmilegt leik-
araefni kemur fram á sjónarsviðið
•— segjum annað hvort ár, piltur
ieða stúlka.
Hjer í bæ er samt ein stofnun,
sem lagt hefir leiksviðinu til alveg
ótrúlega mörg leikaraefni, og nokk
ur þeirra hafa lialdið trygð við
leiksviðið og eru nú með leikurum
í fremstu röð. Hjer er átt við
Mentaskólann og hina árlegu
skólaleiki hans. Frá skólanum hafa
komið auk annara, sem leikið hafa
skemri eða lengri tíma með góð-
um árangri, Gestur Pálsson, Þor-
steinn Ö. Stephensen og Lárus
Pálsson, sem nú er leikari í Kaup-
naannahöfn. Og nú síðast kemur
cinnig frá skólaleik Mentaskólans
Ævar R. Kvaran.
Ævar R. Kvaran ljek í fyrsta
skifti í skólaleiknum Hinrik og'
Pemilla, eftir Ilolberg, ve.turinn
1935. Árið eftir Ijek hann enn
með skólasystkinum sínum Alma-
viva greifa í Rakaranum í Sevilla,
cftir Beaumarckhais.
Það var strax tekið eftir hinum
unga manni og honum var falið
vandasamt hlutverk í sjónleik,
sem Leikfjelag Reykjavíkur sýndi
í hitteðfyrra. Það var hlutverk að-
stoðarprestsins í „Skírn, sém segir
sex“, eftir O. Braaten. í fyrra
ljek hann aðeins eitt hlutverk,
húskarl í sjónleiknum „Fróðá“,
«n í vetur hefir hann haft með
höndum tvö hlutverk, sem fyrst
fyrir alvöru reyna á hæfileika
lians. Það eru hlutverkin Jóhann
■bamakennrai í „Á heimleið" og
dr. Watson í „Sherlock Holmes“.
í. rauninni sætir það furðu, hve
Ævar Kvaran sem Jóhann barna
kennari í „Á heimleið“.
vel jafn ungur maður og Ævar
er skilar þessum hlutverkum. I
hinu fyrra sýnir hann ungan
kennara, nokkuð hæðinn og
sjálfbirgingslegan, en ætíð prúð-
mannlegan, svo hann heldur samúð
áhorfenda. í hinu síðara er hon-
um bundiun sá vandi á herðar, að
leika á móti Bjarna Björnssyni.
Einnig þar er leikur hans öfga-
laus og með rjettum skilningi á
hlutverkinu.
Ungum leikurum er nauðsynlegt
að fá góð hlutverk til að æfa á
kraftana. Klassiskir gamanleikir
eru einkar vel til þess fallnir, en
í einum þeirra, „Erasmus Montan-
us“ eftir Holberg, virðist aðalhlut
verkið vera tilvalið fyrir hæfileika
Ævars og alla leiksviðsframkomu.
L. S.
5 mínútna
krossgáta 6
Lárjett.
1. skríða. 6. kaðall. 8. vafi. 10.
skammstöfun. 11. farartæki. 12.
hnoðri. 13. þvertrje. 14. ágóða. 16.
afglapa.
Lóðrjett.
2. aktygi. 3. ljósop. 4. værð. 5.
sljettir. 7. gjöld. 9. dýr. 10. grein-
ir. 14. hey. 15. gelt.
Gjöf JÓns Pálssonar
og konu hans tií
stofnunar drykkju-
mannahælis
Hve dapurt.og víðfeðmt er
drykkjumannsböl,
með drepandi, nagandi friðleysis-
kvöl,
því fórn þess á bara eingöngu völ
á eyðileggingu og dauða, —
svo fremi að alls engin finnist ráð,
er fullnægi þörfum í lengd og bráð;
;og gjörvöll er æfi hans glötun háð
í grimmum örlögum nauða!
Hann drekkur af því að ást og þrá
fá eigi heilbrigðu takmarki að ná;
hann veruleikanum flýja vill frá
í faðm hinna glitrandi veiga;
hann velur huggandi helstefnuleið,
í huganum áfengið magnar seið,
í hjartanu sorgin í hamförum reið
í hryllingu dauðann vill teyga!
Hann drekkur af því hans erfða-
mein
er áfengislöngun í sannleika hrein,
hún fylgir sem vofa vitskert og ein
og villir hvert spor, sem hann
stígur.
Án lækningar formyrkvast fram-
tíðarsól,
því fjöldi hans líka, til dauða kól,
sjálf ástin veitir hjer ekkert skjól,
um örlög fram dauður hann hnígur!
Öll mannkynsins von er á vísind-
um treyst,
öll vandamál heimsins þau ein geta
leyst;
allt gagnlegt og fagurt og gott
verður reist
á grundvelli þekkingarinnar.
Sje drykkjumannshæli það hjálp-
ræði í neyð,
sem hjörtu flest vona, er opnuð ný
leið
til frelsunar þeim, sem að fatast
lífsskeið
án framkvæmda mannúðarinnar.
Jón Pálsson og frú hafa hafið það
starf,
er hlýtur verðandi kynslóð í arf,
svo einblína framvegis alls ekki
þarf
á innantómt fjas og ræður;
því gjöf þeirra hjóna er grundvöll-
ur sá,
er góðir og framsýnir menn
byggja á;
þeim ógæfusömu ber aðstoð að fá,
því allt er mannkynið bræður.
Sá minnisvarði ei mótaður er
úr málmi, sem blasir nú; við oss
hjer;
hann litfagrammannúðarljóma ber,
sem lýsir á framtíðarárum.
Öldruðu hjónin sinn auð nota vel
því ei lionum grandar rotnun nje
hel.
Þau líta í anda yfir lífsins hvel, —
þau Ijett hafa böli og tárum!
J. B.
Islensk
fyndni
íslensk fyndni. (Tímarit).
VII. hefti. 150 skopsagnir
(með myndum). Safnað og
skráð hefir Gunnar Sig-
urðsson frá Selalæk. Bóka-
verslun Þorsteins M. Jóns-
sonar. Akureyri 1939.
ndanfarin ár hefir íslensk
fyndni verið föst jólabók,
sem ekki hefir brugðist fremur en
jólakertin og blessað jólahangi-
kjötið. Hefir hvert þetta um sig
sína ákveðnu náttúru og sitt á-
kveðna gagn, fyndnin íyrir skamm
degisþreytta sál, eu hitt fyrir
börnin og magann. Að vísu má
segja, að bæta megi upp íslenska
fyndni með öðrum bókum á líkan
hátt og hangikjötið með öðrum
mat, en þó ekki til fulls, vegna
þess að ekkert jafnast að öllu á
við hana eða getur komið í stað-
inn fyrir hana. Islensk fyndni er
bók alveg iit af fyrir sig, ólík
öllum öðrum bókum og sjerstök í
eðli sínu. Hún er ekki þannig, að
menn kasti henni frá sjer fyrir
fult og alt, þegar búið er að lesa
hana, og láti sjer á sama standa,
hvað um hana verður. Þvert á móti
er hún í þeim flokknum, sem rnenn
geyma vandlega og grípa til aftur
og aftur sjer til hressingar og á-
nægjta. Ilún er meðal þeirra bóka,
sem geymast, en gleymast þó ekki.
Jeg liefi getið um flest heftin
af Islenskri fyndni hjer í blaðinu,
jafnóðum og þau hafa komið út,
og hefi því litlu við að bæta það,
sem jeg hefi áður sagt um þetta
safn Gunnars Sigurðssonar. Það
er í heild sinni besta heimildin og
raunar næstum hin eina um vissan
þátt íslenskrar skapgerðar, eða
andlegs hæfileika, sem vírðist fult
svo frjór og fjölbreyttur og al-
ment er talið. Að minsta kosti er
svo að sjá sem ekki sje nein þurð
á orðin sögum Gunnars ennþá.
Hið nýútkomna, sjöundi hefti,
virðist mjög áþekt hinum fyrri,
sögurnar svipaðar að gæðum og
fjölbreytni þeirra engu minni en
fyr. Gaman væri að tilfæra hjer
nokkur sýnishorn úr heftinu, en
því verður að sleppa.
Guðni Jónsson.
Þórhallur Þorgilsson: Bylt-
ingin á Spáni. Rvík 1939.
ram til síðastliðins vors sner-
ust erlendar frjettir í blöð-
um og átvarpi, bæði hjer á landi
og erlendis, að mjög miklu leyti
um spænsku innanlandsstyrjöld-
ina, sem endaði með sigri Francos
hershöfðingja og þess hluta þjóð-
arinnar, sem fylgdi honum að
málum. — Allan tímann, sem
styrjÖld þessi stóð, voru skoðanir
manna auðvitað mjög skiftar um
hana. Voru þær mjög mótaðar af
skoðun þeirra á þjóðfjelagsmái-
um yfirleitt, en sjaldnar grund-
vállaðar á þekkingu og kunnleik
á málefnum Spánverja.
Með ritinu Byltingin á Spáni
hefir verulega verið bætt úr þeirri
vanþekkingu, sem gætt hefir með
íslendingum á aðdragana og
gangi styrjaldarinnar. Hefir höf-
undur dregið saman stórmikinn
fróðleik um það efni í riti þessu.
— Fyrst lýsir hann í fáum drátt-
um stjórnmálaástandi Spánar frá
því snemma á 19. öld og fram til
þess, er Primo de Rivera gerðist
einvaldur 1923. En meginhluti bók
arinnar fjallar um tímabilið frá
því, er hann kom til valda, og þar
til er innanlandsstyrjöldinni lauk
snemma á þessu ári.
Af bókinni virðist mega draga
þá ályktun, að byltingin hafi ver-
ið óhjákvæmileg vegna ríkjandi
glundroða og óstjórnar. Einnig-
bendir margt, sem sagt er frá f
bókinni, og saga Spánar yfirleitt
til þess, að þjóðareðli og menning-
arástand Spánverja sje með þeiín
hætti, að þeim hæfi naumast ann-
að stjórnarfar en einræði í ein-
hverri mynd.
Af heimildaskránni er auðsætt,
að höfundur hefir aflað sjer gagna
úr mörgum áttum. Frásögnin er
skýr og víða mjög skemtileg. En
ef litið er á bókina frá sagnfræði-
legu sjónarmiði, má telja, að sam-
úð höfundar með öðrum styrjald-
araðiljanum komi óþarflega ber-
lega fram.
Snorri.