Morgunblaðið - 05.01.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Murmanskbrautin rofin á 200 km. svæði Hetjudáð finska skíðakóngsins Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Iítölskum frégnum segir í dag, að Finnum hafi undanfarið tekist að eyðileggja Murmansk— Leningrad járnbrautina á mörgum stöðum á 200 km. löngu svæði. í skeyti frá Stokkhólmi segir, að það hafi verið skíða- mannakönnunarsveit finska skíðakonungsins Niemis, sem unnið hefir aðallega að því að eyðileggja járnbrautina. í Róm er álitið, að ekki geti verið um að ræða nema örskamman tíma, þar til Finnar nái Petsamo aftur úr höndum Rússa, þar sem rússnesku hersveitirnar haldi áfram að hörfa undan og geti ekki fengið neinn liðsauka, á meðan Murmansk-brautin er ófær. Ástandinu á vígstöðvunum í Finnlandi yfirleitt, lýsa ítalskar fregnir á þá leið, að Rússar sjeu á undanhaldið á fimm víg- stöðvum. HUGDIRFSKA FINNA. I hernaðartilkynningu Finna í kvöld segir, að lítið hafi verið um bardaga á Kirjálaeiðinu í gær, nema hvað skothríðin úr fallbyssunum hafi haldið áfram, og könnunarsveitir verið á ferð- inni frá báðum aðiljum. (Hernaðartilkynningar Finna eru að því leyti öðruvísi en tilkynningar frá vesturvígstöðvunum, að þær skýra frá atburðum, sem gerðust daginn áður, en ekki frá því, sem gerist samdægurs). Finsku könnunarsveitimar á Kirjálaeiðinu, sýna frá- bæra hugdirfsku og fara þær oft langt að baki rússnesku víglínunni. Þannig skýrir Reuter frá því, að finskur Ijðs- foringi og tveir hermenn hafi verið að koma heim úr könnunarferð að baki rússnesku víglínunum og hittu þeir þá rússneska sveit með 9 mönnum. Hófst skothríð og hröktu Finnamir Rússana á flótta. Skömmu síðar hittu hittu Finnarnir sjö rússneska hermenn og feldu þrjá þeirra, en hröktu hina á flótta. Á hermönnunum sem drepnir voru, fundust mikilvægir uppdrættir um liðsskipun hjá Rússum. Orusiur stóðu í gær hjá Su- omisalvi og Salla, að því er egir í hernaðartilkynningu Áiima í kvöld. Finskir herforingjar tala var- <ega um að svo geti farið að þeir vinni þarna bráðlega enn ojnn stórsigur. 1 Reutersfregn segir, að Finn- ar hafi unnið sigra sína á þess- um vígstöðvum undanfarnar ikur, án þess að nota fallbyss- i#. Þeir hafa látið fámennar .< kíðamannahersveitir tæla rúss- nesku hersveitirnar inn í landið, n síðan látið aðrar herdeildir ;imkringja þær og króaþærinni. -annig hafa þeir stráfelt rúss- eskar herdeildir og tekið mikið af föngum. FINNAR TAKA FORUSTUNA Finnar tóku forustuna í loftinu í dag og gerðu loft- árás á eistnesku eyjuna J ösle, sem leigð var Rússum n nýlega sem flugvjela- og flotabækistöð. Er álitið að Rússar hafi undanfarið gert loftárásir sínar á Finnland þaðan. íi fararbroddi fyrir finsku f »gvjelunum var ítölsk Savoyen flugvjel, og stýrði henni ítalsk- ur sjálfboðaliði. Flugu þær fyrst yfir eyna í mikilli hæð og vörpuðu niður sprengjum; síðan sneru þær við og lækkuðu flug- ið og vörpuðu enn niður sprengj um. Sást þá að kviknað hafði í á mörgum stöðum, og voru Rússar að reyna að slökkva eld- inn. Nyrst á vígstöðvunum hjá Petsamo gerðu tvær mjög hrað- fleygar flugvjelar árás á þorp, sem er í höndum Rússa. Eftir árásina hurfu flugvjelarnar til norðurs. Voru þær af annari og full- korrtnari gerð, en áður hefir ver- ið vitað, að notaðar væru í Finn- landi. Yfir Leningrad vörpuðu finsk- ir flugmenn í dag flugmiðum, þar sem prentað er svar finska forsætisráðherrans Rytis, við ræðu Molotoffs. Yfir vígstöðvarnar á Kirjála- eiðinu, hafa finskir flugmenn varpa.ð tiiður flugmiðum í dag. Á þessum miðum er skýrt frá því, hve góðri meðíerð rúss- neskir stríðsfangar sæti hjá Finnum og eru birtar myndir, sem sýna fangana í finskum herbúðum, glaðlega og í hlýj- um fötum. 25 manns druknuðu við ísland s. 1. ár: 13 skipsskaðar C MANNS druknuðu í sjó, ám og vötnum hjer á landi árið 1939. Stærsta slysið varð er vjelbáturinn „Þengill“ frá Siglufirði fórst 7. febrúar. Þá druknuðu 9 manns. 13 skipströnd eða skipskaðar urðu við landið á árinu. Flest þeirra skipa, sem strönduðu, náðust út aftur. Fer hjer á eftir listi yfir druknanir samkvæmt, upplýsingum Jóns Bergsveinssonar, erindreka Slysavarnafjelags íslands: Hinn 10. jan. druknaði Sig. Magnússon, frá Arnþórshvoli í Lundareykjadal, í Grímsá í Borg- arfirði. 7. febrúar fórst vjelbáturinn „Þengill" á leið frá Hofsós til Siglufjarðar með öllu. Druknuðu þar 9 menn. 12. febr. druknaði Bjarnrún Jónsdóttir, til heimilis á Túngötu 51, Reykjavík, í nánd við Selsvör í Rvík. 19. febr. fórst skipsbátur í lend- ingu við Teigavör á Akranesi og druknuðu þar 4 menn. 2. mars druknaði Jóna Sigríður Einarsdóttir, til heimilis á Sval- barða við Reykjavík, í nánd við Örfirisey. 14. mars druknaði Magnús Kristjánsson frá Efraseli í Ilruna- mannahreppi, af v.b. „Inga“, á innsiglingu til Stokkseyrar. 9. apríl druknaði Bjarni Magn- ússon, frá Flögu í Skaftártungum, í Kúðafljóti. Yar í póstferð. 11. apríl druknaði Páll Þorgils- son, til heimilis á Kleppi, í Klepps- vík. 8. júní druknaði Jón Jónsson frá Dýrafirði af v.b. „Hulda“ frá Dýrafirði, er var á handfæraveið- lim út af Dýrafirði. 19. júlí druknaði Árni J. Árna- son, búsettur í Reykjavík, í Hvítá í Borgarfirði. 9. ágúst druknaði Jón Pjeturs- son, til heimilis í Reykjavík; fjell út, af vjelbátnum „IIafþór“ frá Rvík, er var að síldveiðum. 11. ágúst druknaði Kristín Guð- jónsdóttir, til heimilis í Reykja- vík, af kláfferju á Jökulsá. 19. september druknaði Krist- þór Sigþórsson, við uppskipun úr skipi á Ólafsvíkurhöfn. Kristþór var búsettur í Ólafsvík. 21. desember druknaði Davíð Kristjánsson frá Borgarnesi við strendur Englands, fjell út af m.s. „Eidborg“. Skipskaðar. Hinn 9!. janúar strandaði vjel- báturinn „Sæfari“ G. K. 143, 27 smálestir að stærð, við Hólma- sund. Báturinn náðist ijt samdæg- urs Iítið. skemdur. 19, jan. strandaði v.b. „Drífa“ N. K. 13, 29 smál., á Hringskeri við Vestmannaeyjar. Báturinn náð ist út, lítið skemdur. 7. febriiar fórst v.b. „Þengill“ T. H. 229, 7 smál., við Sauðanes við Siglufjörð og fórst með öllu; 9 manns druknuðu. 14. febr. strandaði b.v. „Hannes ráðherra“ við Kjalarnes. Skipið eyðilagðist, en menn björguðust allir ómeiddir. 14. mars fórst v.b. „Tnga“ A. R. 133, 8 smál., á Stokkseyrarsundi. Einn maður druknaði, en 4 varð bjargað. 19. apríl strandaði enski togar- inn „Mohican" frá Hull á Rangár- sandi. Skipið eyðilagðist, en menn 16 að tölu björguðust. 19. maí strancjaði m.b. „Magn- ús“ R. E. 80, 10 smál., á skeri skamt frá Höskuldsey á Breiða- firði. Báturinn náðist út samdæg- urs, lítið skemdur. 19. maí strandaði m.b. „Freyr“ á skeri skamt frá Höskuldsey á Breiðafirði. Báturinn náðist út samdægurs, lítið skemdur. 2Ö. ágúst sökk færeyska fiski- skipið „John Bull“ eftir ásiglingu af norsku síldveiðaskipi. Þetta var á Skagafirði. Allir skipverjar björguðust. 29. ágúst brann síldveiðiskipið „Unnur“ frá Akureyri, um 3 sjó- mílur út af Rauðanúpi. Skipshöfn- inni bjargaði björgunarskipið „Sæ- björg“ og flutti til Siglufjarðar ásarnt bátum og nót. .30. ágúst strandaði norska síld- veiðiskipið „Lappen“, 600—700 smálestir að stærð, við Leirhöfn á Melrakkasljettu. Skipinu náði v.s. „Ægir“ rit síðar og flutti til Akureyrar. Skipshöfnina sakaði ekki. 6. september brann færeyska fiskiskipið „Anna“ frá Gjov, 45 smál., skamt frá Svínalækjar- tanga á Þistilfirði. Skipshöfnin bjargaðist. 21. september strandaði m.b. „Björgvin“ frá Vestmannaeyjum, 31 smál. að stærð, við Reykjanes. Skipið eyðilagðist, en áhöfn 16 mönnum varð bjargað. Ný skriftamámskeið eru nú að hefjast hjá Guðrúnu Geirsdóttur skriftarkennara. Föstudagur 5. janúar 1940» son, kennara Hann ljest á Landakotsspít- ala að morgni þriðja jóla- dags, eftir mjög stutta legu. — Banamein hans var blóðeitrun- Hann var fæddur 8. nóv. 1911 og því aðeins 28 ára að aldri» Hiö sviplega fráfall þessa unga manns kom skyldfólki hans og okkur vinum hans mjög á óvart. Svo nálægur okkur var hann fyrir aðeins örfáum dög- um, að við stöndum nú orðlaus og undrandi frammi fyrir hinni miklu ráö- gátu dauðans. Sigmundur Guðmundsson var ekkl einn þeirra manna er mikiö fer fyrir á hinum breiða vettvangi opinberra, mála, enda var hann ungur að árum. Hann var í stað þess sá maður, er meö1 daglegri framkomu, háttprýði og góð- lyndi, auk fleiri kosta, varð hverjum manni kær, er naut návistar hans. Eu eru það ekki einmitt þeir eiginleikamir,, sem mest gildi hafa, þegar alt kemur til allsf Sigmundur stundaði nám einn vetur við Hvítárbakkaskólann. Þá var hann mjög ungur. Séinna var hann í eldri deild Laugarvatnsskólans einn vetur og fór að því loknu í Kennaraskólann. Hann tók kennarapróf árið 1933. Á þessum árum beindist hugur hans a? meira til íþróttamálanna og ákvað hann að helga þeim lífsstarf sitt. Fór hann- því í íþróttaskólann á Laugarvatni og lauk þa'öan prófi. Hin síðustu ár var hann leikfimikennari við Miðbæjar- barnaskólann í Reykjavík. Jeg, sem línur þessar rita, kyntist Sigmundi Guðm-undssyni fyrst í Laug- arvatnsskóla. Við fylgdumst að í Kena araskólann og urðum samferða þaðan. Ávalt síðan hafa leiðir okkar legið saman meira og minna, svo að jeg hafði af honum náin persónuleg kynni. Þau kynni höfðu fyrir löngu sann- fært mig um það, sem við skólasystkiní hans þóttumst strax vita, að hann var framúrskarandi góður drengur. Jeg gat þess áður, að hugur Sig- mundar stefndi lítið að því, að láta mikið á sjer bera. Það var þessvegna, ef til viE, engin tilviljun, að hann tók tiltölulega lítinn þátt í hinu margmenna fjelagslífi íþróttamanna hjer í bæ. — Hann kaus aftur á mótti að starfa £ fámennu ungmennafjelagi. Eftir því sem hugur hans óx frá æsku til þroska varð honum ljósara, hve mikið og göf- ugt menningarstarf ungmennafjelögin hafa unnið. Þann fjelagsskap vildi hann vinna fyrir. Hann var tvö síð- ustu æfiár sín formaður fyrir U. M. E. Velvakandi í Reykjavík. — Þegar við í dag fylgjum þessum vini okkar til grafar, koma minningamar um horfnar samveru- stundir fram í hugann. XJt frá þeim hugsunum verður okkur jafnvel fremur en endranser ljós sannleikur orðannat „Þar, sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir“. S. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.