Morgunblaðið - 23.01.1940, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. janúar 1940.
Smáþjóðirnar svará hvatningu Churcills
um að ganga í lið með Bretum og Frökkum
„VIÐ ÞURFUM ENGRA
RÁÐLEGGINGA
„Diplomatiskt vixlspor Churchilis
hnossgæti fyrir Þjóðverja“
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
HLUTLAUSU smáþjóðirnar á Norðurlöndum
og í Vestur-Evrópu hafa nær einum rómi
svarað ræðu, sem Mr. Churchill flutti á laug-
ardaginn, á þann hátt, að segja: „Við þurfum engar ráð-
leggingar um það, hvaða afstöðu við tökum til styrjaldar-
innar, jafnvel ekki frá vinsamlegum ríkjum“.
Mr. Churchill sagði í ræðu sinni, að ef stríðið dræg-
ist á langinn þá myndi hlutur smáþjóðanna, sem ekki taka
beinan þátt í stríðinu, fara stöðugt versnandi. Hann hvatti
því þessar þjóðir til þess að ganga í lið með Bretum og
Frökkum, „því að öðrum kosti er ósennilegt að fljótt verði
bundinn endir á stríðið“.
„ALT AÐ VINNA----------“
Ummæli þessi hafa vakið hina mestu undrun meðal smá-
þjóðanna, sem hjer er um að ræða. í Englandi hafa blöð eins og
Times og „Manchester Guardian“ reynt að breiða fjöður yfir
þau, ön þó virðast jafnvel þessi blöð ekki líta svo á, að Chur-
chill hafi hjer gengið of langt. ,,The Times“ segir t. d., að smá-
þjóðirnar, sem hafi alt að vinna að Bretar og Frakkar beri sigur
úr býtum, verði, ef þær ekki vilja standa við skuldbindingar
sínar gagnvart Þjóðabandalaginu og taka upp vopn gegn árás-
arþjóðunum með Bretum og Frökkum — þá verði þær að líta
með umburðarlyndi á tálmanir þær, sem lagðar verða í veg fyr-
ir verslun þeirra og viðskifti og torvelda ekki Vestur-Evrópu-
þjóðunum sigurinn.
í sama streng taka blöðin í Frakklandi og segja, að ef Bret-
ar og Frakkar semdu frið, sem fæli í sjer uppgjöf fyrir Þjóð-
verjum, þá myndi það bitna á smáþjóðunum, sem lægju þá opin
fyrir ofbeldi Þjóðverja.
DJARFLEG ORÐ SJÓMANNSINS
Meðal ábyrgra stjórnmálamanna í Lóndon er því þó haldíð
fram, að ræða Churchills tákni enga stefnubreytingu í Englandi
gagnvart hlutlausu þjóðunum. Hefir verið látið svo um mælt, að
flotamálaráðherrann beri það stundum við, að tala djarflega,
eins og sjómenn gera, og því bætt við, að það sje ekki Winston
Churchill, heldur Halifax lávarður, sem túlki utanríkismála-
stefnu Breta.
Er opinberlega látið í veðri
vaka, að hvorki Bretar nje
Frakkar sjeu að leitast við að
fá hlutlausu þjóðirnar til þess
að ganga í lið með sjer. Ósk
í>reta eje ekki önnur en að hlut-
þxusu þjóðirnar verji hlutleysi
sitt og fullveldi.
Margir líta svo á, að Chur-
(^hill hafi stigið ,,diplomatiskt“
vjxíspor með ræðu sinni. Ræðan
gje hreinasta hnossgæti fyrir á-
róðursstarfsemi Þjóðverja.
í Þýskalandi hefir ekki staðið
á því, að ræðan væri notuð sem
sönnunargagn fyrir því, að Bret
ra vilji að stríðið breiðist út.
EKKI BREYTING?
F Svenska Dagbladet gerir
ræðu Churchills að umtalsefni
í dag og segir, að ummæli hans
þurfi ekki nauðsynlega að hafa
í för með sjer neinar breyting-
ar á stefnu Breta gagnvart híut
lausu þjóðunum.
Njósnarar
meðal sænskra
kommúnista
Sænska blaðið „Socialdemo-
kraten“ heldur því fram,
að meðal sænskra kommúnista
sje margt njósnara. Margir
menn hafa verið handteknir og
yfirheyrðir.
M. a. er sagt, að fundist hafi
leynileg útvarpsstöð, sem sendi
hernaðarlegar upplýsingar er-
lendu veldi. Var þessi hjósna-
starfsemi allvel skipulögð og
hafði starfsmenn um alt land.
(NRP—FB).
Rússar hóta
Finnum með
„að Þjóðverjar
muni maia þá!“
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
PAÐ hefir vakið athygli, að rússnesku flugmenn-
irnir í Finnlandi þykja hafa sýnt nokkuð meiri
kunnáttu og leikni síðustu dagana. Hefir í því
samhandi vaknað sú spurning, hvort Þjóðverjar sjeu farn-
ir að hjálpa Rússum, annað hvort með því að senda þeim
flugmenn, eða með því að lána þeim flugkennara.
Svissneska blaðið National-Zeitung skýrir frá því í
dag, að Hitler sje það nú meira kappsmál en nokkru sinni
áður, að fá enda.bundinn á finsk-rússneska stríðið, og til
þess að hraða úrslitum, sje hann við því búinn að hjálpa
Rússum til sigurs.
Rússar eru jafnvel sjálfir farnir að ógna Finnum með Þjóð-
verjum.
„ÁHLAUPATÆKNI RÚSSA“
Á vígstöðvunum á Kirjálaeiði hafa Rússar sett upp hljóm-
stérka hátalara, og þruma nú í þá hvatningarorðum til finsku
hermannanna um að gefast upp, „eða að öðrum kosti munu Þjóð-
verjar koma og mala ykkur“.
Rússar hótuðu líka að taka Viborg innan 24 klst. Eru hót-
anir þessar einn þátturinn í áhlaupatækni Rússa.
Samkvæmt hemaðartilkynningu Finna í kvöld gerðu
Rússar 5 áhlaup í gær á svæðinu frá norðanverðu Kirj-
álaeiði til miðvígstöðvanna á austurlandamærunúm. Öll-
um áhlaupunum var hrundið.
Á miðvígstöðvunum fellp 450 manns af liði Rússa og Finnar
tóku 5 skriðdreka. Finnar tóku aðra 5 skriðdreka á vígstöðvun-
um fyrir norðan Ladogavatn og þar fellu þrír rússneskir herfor-
ingjar og 120 óbreyttir hermenn. Á þriðju vígstöðvunum mistu
Rússar 110 menn og 2 skriðdreka.
6667
sprengjum
varpað yfir
Finnland
„En við látum
ekki bugast.
segja Finnar
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
G '7 sprengjum var varp-
W vJ vJ # ag njður ur rúss-
neskum flugvjelum, að baki víg-
stöðvanna í Finnlandi í síðustu
vfku. Þetta upplýsti yfirmaður
lcftvarnanna í Finnlandi í dag.
Hann sagði, að þetta væri
talsvert meir en nokkru sinni
áðúr á einni viku, síðan s'tríðið
byrjaði. En manntjón varð að-
eins 18 dauðir og 109 særðir.
Að manntjón hefir ekki orðið
meira, er því þakkað, að almenn
ingur í Finnlandi er farinn að
íæra að leita sjer hælis . fyrir
loftárásum Rússa og líka því,
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Finnlandssöfnunin, afh.. Mbl.:
Ilúnvetningur 10 kr. Sr. Gunnar
Árnason 25 kr. G- G. 5 kr. P. Egg-
erz Stefánsson 25 kr. Spilakvöid
á Reynimel 40 kr.
Bardagar hafa haldið stöðugt
áfram á Salla-vígstöðvunum
seinustu daga. Þótt fátt sje um
bardagana sagt í opinberum til-
kynningum bendir alt til, að
Finnar haldi áfram að hrekja
Rússa til baka.
Rússar hafa sennilega komið
sjer upp flugstöð á þessum slóð-
um og þaðan munu flugvjeiar
þær hafa komið, sem gerðu
loftárás á Uleá við Helsingja-
botn, með þeim árangri, að 4
menn biðu bana og að nokkur
hús eyðilögðust af eldi.
Á Kirjálaeiði hafa Rússar nú
hafið sókn nyrst, hjá Ladoga-
vatni. í hernaðratilkýnningu
Finna segir, að Rússar hafi
gert stórskotaliðsárás á herlínu
þeirra þarna í gær og hafi síð-
an rússn. herdeild reynt að ráð-
ast í gegn en árásinni var hrund
ið aftur.
í Finnlandi er nú verið að
mynda þrjár sjerstakar her-
deildir sem útlendingar verða í
eru það menn svo að segja frá
öllum þjóðum Evrópu, Þjóð-
verjar, ítalir, Ungverjar, Hol-
lendingar, Eistlendingar, Lit-
háuar, Tjekkar, Pólverjar,
Frakkar og Englendingar.
TILKYNNING UM
SIGLIN G AHÆTTU
Irish Sea:
Breska flotamálaráðuneytið hirt-
ir án ábyrgðar ráðleggingar til
hlutlausra skipa, sem ætla til
Liverpool, um að fara sem næst
vitaskipinu í Morecamb Bay, og
sigla síðan svo nærri ströndinni
sem óhætt er að fara og aðrar
tálmanir leyfa.
Ennfremur hefir verið tilkynt
um hættulegt skipsflalr, sem ligg-
ur 1.5 sjóm. í 300° stefnu frá
Point of Ayr á Isle of Man.
„Rðssar stáiu
olfunni frð
Þjóðverjum“
- segir The Times
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Ibreska blaðinu News
Chronicle er því haldið
fram, þrátt fyrir mótmæli
ÞjóSverja, að þýskur her-
vörður hafi með samþykki
Rússa, verið settur við járn-
brautina frá Þýskalandi til
Rúmeníu, sem liggur um
þann hluta Póllands, sem
er á valdi Rússa. Rússar
höfðu ekki bolmagn til þess
að sjá til þess að pólskir
skemdaverksmenn stöðvuðu
ekki olíuflutningana frá
Rúmeníu til Þýskalands.
,,Times“ segir í þessu
sambandi, að Rússar hafi
ekki aðeins skort bolmagn,
heldur hafi líka aðrar or.
sakir legið til þess að Þjóð-
yerjar fengju ekki olíu
sína. „T,imes“ segir að
Rússar hafi stolið rúm-
enskri olíusendingu til
Þýskalands og sent hana til
rússnesk-finsku vígstöðv-
anna.
Rússneskir flugmenn,
sem fallið hafa í hendur
Finna, skýra frá því, að
farið sje að skorta bensín í
sumum flugvjelabækistöðý-
unum meðfram austurlanda
mærum Finnlands.