Morgunblaðið - 23.01.1940, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. janðnr 19#.
Chamberlain ð vest-
5'
Isíirðinga
Að lokinni guðsþjónustu í
hjeraðsskólanum í
Reykjanesi var 13. Hjeraðs-
þing Norður-ísfirðinga sett
þar á staðnum þann 27. des.
síðastliðinn og var því lokið
að hvöldi hins 29.
Þingið sátu kjörnir fulltrúar úr
iillurn hreppum sýslunnar, nema
treimur. í>á sátu það og í boði
Hjeraðsþingsins þeir Sigurður
Bjarnason frá Vigur og Aðalsteinn
Eiríksson skólastj. hjeraðsskólans.
Fluttu þeir báðir erindi á þing-
inu.
Til forseta var einróma kjörinn
sr. Þorsteinn Jóhannesson prófast-
ur í Vatnsfirði og varaforseti Jón
H. Fjalldal bóndi á Melgraseyri.
Hjeraðsþingið fjallaði að þessu
sinni um fjölmörg mál, er lutu í
senn að landsmálum alment og
velferða- og liagsmunamálum hjer-
aðsins.
Verður hjer getíð nokkurra
þeirra.
í sjávarútvegsmálum voru m. a.
þessar samþyktir gerðar:
1. Hjeraðsþing N.-ísf. telur tal-
stöðvar í fiskibáta mjög þýðing-
nrmikia öryggisráðstöfun gegn
sjóslysum, og skorar því á Alþingi
að gera ráðstafanir til þess að árs-
leiga stöðvanna verði færð niður í
60 kr. með tilliti til aukinnar notk-
unar. Ennfremur að talstöðvar
verði lánaðar í báta niður í 6 smá-
lestir.
2. Hjeraðsþing N.-ísf. lítur svo
á, að styrkur til smábátakaupa sje
þýðingarmikið spor til eflingar
bátaútveginum, og skorar á Al-
þingi að halda styrkveitingum
þessum áfram.
8. Með tilíiti til aukinna örygg-
istækja á fiskibátum undir 30
smál. telur Hjeraðsþingið að
tryggingargjöld þeirra til vá-
tryggingarfjelaganna sjeu nægi-
lega há til þess að þeim sje fært
-að greiða alla sjóskaða. Fyrir því
skoraj Hjeraðsþingið á Alþingi að
hreyta 1. um vjelbátaábyrgðarfje-
iög til samræmis við þetta.
4. Hjeraðsþing N.-ísf. skorar á
Alþingi að breyta löggjöf um
trýggingar sjómanna þannig, að
iðgjöld sjeu tekin af óskiftum
afla á þeim skipum, sem mann-
skapur er ráðinn upp á hlut af
afla, í stað þess að útgerðin hef-
ir greitt þau eingöngu.
í landbúnaðarmálum voru m. a.
þessar samþyktir gerðar:
1. „Hjeraðsþing N.-ísf. skorar á
Búnaðarþingsþingmenn Búnaðar-
sambands Vestfjarða að beita sjer
fyrir því, að næstu Búnaðarþing
geri að tillögu sinni til Alþingis,
Æ.ð 17. gr. Jarðræktarlaganna verði
feld niður úr lögunum“.
Þá var samþykt tillaga, sem fól
í sjer áskorun til kjötverðslags-
nefndar um að miða framkvæmd
kjötsölulaganna meira við hags-
muni bænda en áður.
Ennfremur tillaga um^að fresta
framkvæmd nýbýlalaganna, en að
leggja áherslu á að styrkja bænd-
air frekar til endurbyggingar jarða
sem í eyði hafa lagst á síðustu ár-
um. ^
í fjármálum voru þessar sam-
þyktir helstar:
„Hjeraðsþing N.-ísf. telur heppi
lega þá viðleitni til samstarfs, sem
hafist hefir milli stjórnmálaflokk-
anna um viðreisn atvinnuveganna
og þar með fjárhag ríkisins. Alít-
ur Hjeraðsþingið nauðsynlegt á
jafn alvarlegum tímum og yfir
standa, að stefnt verði fyrst og
fremst að því, að bætt verði úr
því ömurlega fjárhagsástandi, sem
skapast hefir á undanförnum ár-
um meðal þjóðarinnar.
Þessum tilgangi telur Hjeraðs-
þingið að best verði náð með því:
1. Að leitast verði við í hví-
vetna að færa niður útgjöld ríkis-
ins t. d. með fækkun opinberra
starfsmanna, launalækkun, á-
kvörðun hámarkslauna og niður-
felling meginhluta þeirra persónu-
styrkja, sem á fjárlögum eru.
2. Að úr ríkissjóði verði sjer-
staklega lögð áhersla á að veita
fje til þeirra fyrirtækja, er álít.a
má að beri sig fjárhagslega og
gefi sem bestan arð í þjóðarbúið,
enda veiti þatt jafnframt sem flest
um aukna atvinnu.
3. Að hlynt verði jöfnum hönd-
um af fremsta megni að báðum
höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar,
sjávarútvegi og landbúnaði, og að
í engu sje þar gert upp á milli,
hvað snertir styrkveitihgar frá
hálfu þess opinbera, en stefnt. að
því, að atvinnuvégir þesSÍr geti
sem bráðast borið sig fjárliags-
lega.
í mentamálum og uppeldismál-
um voru þessar samþyktir helst-
ar:
1. IJjeraðsþing N.-ísf. skorar á
Alþingi að samþykkja frv. það
um alm. vinnuskóla ríkisins, er nú
liggur fyrir þinginu. Telur Hjcr-
aðsþingið að með því sje stefnt í
rjetta átt um þegnlegt uppeldi
æskunnar í landinu.
Jafnframt ítrekar Hjeraðsþ.
fyrri yfirlýsingar sínar, að það,
sem stefna beri að í þessu efnj,
sje almenn Jiegnskylduvinna ungra
manna.
2. Hjeraðsþing N.-ísf. skorar á
kenslumálaráðuneytið að ákveða í
reglugerð fyrir alþýðuskólana:
a. Að innganga í skólana verði
ekki veitt yngri nemendum en 15
ára að jafnaði.
b. Að lögð skuli sjerstök á-
hersla á að glæða trú nemenda á
sveitirnar og landbúnaðinn og
vekja metnað sveitanemenda á
því, að yfirgefa ekki arfleifð sína.
Unnið sje að þessu með vikulegum
erindum um íslenskan landbúnað
og hlutverk sveitanna og bænda-
stjettarinnar í íslensku þjóðlífi.
c. Að leggja áherslu á að fram
fari hagnýt kensla í verklegum
efnum, er komið geti nemendum
að haldi í heimahúsum.
3. Hjeraðsþing N.-ísf. telur, að
allar beinar takmarkanir á aðgangi
að mentástofnúnum þjóðariúnar
sjeu mjög varhugaverðar. Hins-
Mr. Neville Chamberlain heimsótti nýlega vígstöðvarnar í Frakklandi. — Á myndinni sjest for-
sætisráðherra (á stuttbuxum) vera að skoða liulið fallbyssustæði.
vegar álítur Hjeraðsþ., að nauð-
syn beri til þess að gera urigu
fólki sem stunda vill sjernám í
ákveðnum greinum, sem ljósast,
hverjir sjeu atvinnumöguleikar í
þeim atvinnugreinum og koma
með þeim hætti í veg fyrir of-
fjölgun sjermentaði'a manna á
einstökum sviðum. Og eiga ákvæði
um þetta írekar heima í reglugerð
um en lögum.
Þá var og undir dagskrárliðn-
um „Önnur mál“ samþ. svohlj.
tillaga:
„Hjeraðsþingi N.-ísf. er það
Ijóst, að stjórnmálastarfsemi
kommúnista geti haft hinar alvar-
legustu afleiðingar fyrir þjóðfje-
lagið, ekki hvað síst á jafn við-
sjárverðum tímum og yfir standa,
þar eð vitað er, að flokkur þessi
starfar hjer einungis samkvæmt
skipunum erlendra kúgunarvalda,
er miða að því að rífa niður lýð-
ræðislegt stjórnarfar og koma á
einræði.
Yill Hjeraðsþingið beina því til
Alþingis og annara stjórnarvalda,
hvort ekki muni þegar nauðsyn-
legt að uppræta með öllu þessa
starfsemi hjer og skorar jafnframt
á veitingarvaldið að veita enga
stöðu launaða af ríkisfje þeim
mönnum, er flokki þessum fylgja“.
Tillaga þessi var samþykt með
öllum greiddum atkv.
I hjeraðsmálum voru margar
samþyktir gerðar. Eru þessav
helstar:
1. Hjeraðsþing N.-lsf. skorar á
Alþingi að breyta lögum um drag-
nótaveiðar í landhelgi þannig, að
við ísafjarðardjúp hefjist sú veiði
ekki fyr en 1. júlí ár hvert.
2. Hjeraðsþing N.-ísf. skorar á
Alþingi að veita á fjárl. 1941 kr.
15.000 til framhalds byggingar
Hnífsdalsbryggju. Ennfremur að
veitt sje ríkisábyrgð fyrir jafn
hárri upphæð vegna Eyrarhrepps
í sama skyni.
3. Hjeraðsþingið skorar á Alþ.
að veita á fjárl. fyrir árið 1941
kr. 3.500 til Öldubrjóts í Bolunga-
vík. Sje því varið tíl greiðslu
vaxta og annars kostnaðar af
skuld Hafnarsjóðs Bolungarvíkur
við útibú Landsbankans á ísafirði.
4. Hjeraðsþingið skorar á Al-
þingi og ríkisstj. að hafa veí út-
búinn bát alt árið úti fyrir Vest-
fjörðum, sem annist björgunar-
starfsemi, landhelgisgæslu og eft-
irlit með veiðarfærum.
5. Hjeraðsþ. skorar á Alþ. og
Fiskimálanefnd að veita styrk til
þess að koma upp hraðfrystihús-
um í Hnífsdal og Súðavík.
Ymsar tillögur voru samþyktar
varðandi samgöngumá’ hjeraðsins,
svo sem um aukinn styrk til
Djúpbátsins vegna vaxandi rekst-
urskostnaðar hans; um fjárfram-
lög til þjóðvegarins milli ísafjarð
ar og Bolungavíkur; um að taka
veginn frá Seljalandsárósi í Skut-
ulsfirði til Súðavíkur í þjóðvega-
tölu og láta hefja vinnu við hann
á komandi sumri.
Þá var og skorað á Alþingi að
veita ríflegan styrk til vegagerð-
ar, er komi Isafjarðardjúpi í sam-
band við akvegakerfi laudsins.
Kom fram hvöss gagnrýni á því,
að fje það, sem veitt var til Stein-
grímsfjarðarheiðarvegar s.l. ár,
var eingöngu notuð til vegarins
Strandasýslumegin heiðarinnar.
Þá var skorað á Alþingi að
veita fje til þess að auka húsakost
hjeraðsskólans í Reykjanesi, en
húsaskortur _ hamlar nú mjög
statfsemi hans. Var í því sambandi
bent á, að Reykjarnesskólinn nýt-
ur minsta styrks allra hjeraðsskóla
landsins. í lijeraðinu ríkir mikill
áhugi fyrir viðgangi skólans og
sækja hann nú nemendur víðsveg-
ar af landinu, eu þó flestir frá
Yestfjörðum.
Nær allar þær samþyktir, sem
hjer hefir verið getið, voru gerð-
ar með samhljóða atkv. Ríkti
þannig á þinginu hinn mesti sam-
hugur í senn um afstöðuna til
landsmála og hagsmunamála hjer-
aðsins.
Frá þingmanni kjördæmisins
barst Hjeraðsþinginu að þessu
sinni ekkert kvak. Var það svo
sem vænta mátti af allri afstöðu
lians til þessara fjelagslegu sam-
taka Norður-ísfirðinga. -
En þótt köldu hafi andað i&r
þeirri átt er síst skyldi að Hjer-
aðsþinginu, munu þó Norður-fs-
firðingar þess fullráðnir að halda
við þessum árlegu þingum sínum.
og treysta með þeim samtök hjer-
aðsbúa um hagsmunamál hjeraðs-
ins og önnur þau mál, er þau láta
til sín taka.
Regluboðun
á Suðuraesjum
Asunnudaginn var fór St.
Verðandi nr. 9 suður um
Reykjanes í útbreiðsluerindum,
og helt tvo fundi, annan á
Vatnsleysuströnd, en hinn i
Grindavík.
Fundurinn á Vatnsleysu-
strönd var haldinn í sámkomu-
húsinu, Kirkjuhvoli, og var þar
rúmlega 70 manns á fundi. Voru
þar fjelagar St. Ströndin og
barnastúkunnar og auk þeirra
margt af utanreglufólki. Þar töl
uðu Árni Óla blaðamaður, Pjet-
ur Zophoníasson ættfræðingur,
Pjetur Sigurðsson regluboði,
Guðjón Jónsson bryti, Viktoría
Guðmundsdóttir æt. St. Strönd-
in og Sveinn Pálsson umb.m.
í Grindavík var almennur
fundur um kvöldið. Allir bátar
höfðu róið um daginn og þótti
því dauflegt útlit með fundar-
sókn, en samt fór svo, að fund-
arsalur samkomuhússins fyltist.
Þar töluðu þeir aftur Árni Óla,
Pjetur Zophoníason og Pjetur
Sigurðsson og enn fremur Sig-
valdi Kladalónshjeraðslæknirog
tónskáld, sem er lífið og sálin í
starfi St. Járngerður þar á
staðnum. Viðtökur í Grindavík
voru hinar bestu og á eftir
fundi var stiginn dans fram
undir miðnætti.
Ferðalagið gekk að óskum og
tóku þátt í því rúmlega 3®
Templarar úr Reykjavik.