Morgunblaðið - 24.01.1940, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. jan. 19401
CXí HEIMILIT1
Finska konan fórnar sjer fvrir ættland sitt
Án Lottanna væri hernað-
urinn við Rússa óhugsandi
HUGREKKI finsku konunnar í hinni grimm-
úðugu styrjöld Rússa við Finna er mjög
rómuð. Sjerstaklega fer mikið orð af hin-
nm finsku Lottum, sem gegna öllum mögulegum störfum,
sem barnfóstrur munaðarleysingja, hjúkrunarkonur dauð-
vona hermanna á vígvellinum, varðmenn við þýðingar-
miklar brýr í stórhríðum og kulda í nyrstu hjeruðum
Einnlands og ótal margt fleira.
Danskur blaðamaður, sem verið hefir í Finnlandi, lýsir fagur-
lega hetjudáð, ekki einasta finsku Lottunnar, heldur hiniiar finsku
kvenþjóðar í heild.
Hann segir m. a.:
Hin finska „Lotta“.
Þegar talað er um konuna í
Finnlandi, er ekki nema eðlilegt,
að það sjeu fyrst og fremst „Lott-
tirnar", sem vekja athygli manna
víða um heim. Þessar kyrlátu kon-
ur, í gráu einkennisbúningunum
sínurn, eru liðssveit út af fyrir
sig, sem ekki á sinn líka í ver-
uldarsögunni. Enda hafa finskir
herforingjar látið svo um mælt við
mig, að hernaður eins og Finna,
gegn ofurefli Bússa, væri óhugs-
andi, ef ekki væri þar til fjelags-
skapurinn „Lotta Svárd“.
Aldur og stjett gleymist.
Jeg hefi sjeð sjötugar Lottur,
°g jeg befi sjeð þær á aldrinum
11—13 ára. Jeg hefi sjeð Lottur
úr hinum glæsta finska aðli, og
jeg hefi sjeð Lottur úr lægstu
stjettum alþýðunnar. En aldur og
stjettamismunur hverfur undir
gráa einkennisbúningnum og þeg-
ar allar þessar konur leggja sam-
an verða þær að samstæðri, vold-
ugri og áhrifamikilli vjel.
SkfOapeysur
Húfur og hettur
Sportpeysur
Golftreyjur
Ullarsokkar
Ullarlegghlífar
Nærfðt
og fleiri ullarvörur á
konur, karla og börn
í mjög fjölbreyttu úr-
vali.
VESTA
Laugaveg 40.
Skólavörðustíg 2.
Þær eru allar hetjur.
Eft.ir að hafa dvalið með Finn-
um í nær þrjá mánuði á mestu
hörmungatímum í lífi hinnar ungu
þjóðar hika jeg ekki við að segja,
að hver einasta finsk kona er
hetja!
Mikið heyrist um Lotturnar tal-
að, en minna um þær þúsundir
kvenna, sem gegna störfum karl-
mannanna heima fyrir.
Það er þegar orðin algeng
sjón á götunum í Helsingfors, að
sjá konur sem umsjónarmenn í
sporvögnum. En nú eru vagnstjór-
arnir einnig konur, sem leyst hafa
af hólmi karlmennina, er farnir
eru á vígvöllinn. En það er varla
til nokkurt starf, sem reynir meira
á taugarnar en það að stjórna
sporvagni í borg, sem daglega hef-
ir loftárás vofandi yfir höfði sjer.
Það reynir á taugarnar.
Á sama augabragði og viðvör-
unarmerkið er gefið, verður spor-
vagninn að nema staðar, hvernig
sem á stendur, og umsjónarmenn
og ökumenn að sjá um að farþeg-
arnir komist úr vagninum, án þess
að fara sjer að voða, og flýja í
næsta skýli. Þá fyrst komast þeir
sjálfir úr vagninum, og venjulega
með þeim árangri, að næsta skýli
er fult, svo að ekki er um annað
að ræða en horfast í augu við
hættuna.
Strax og merki er gefið um að
hættan sje liðin hjá, verður spor-
vagninn að fara af stað aftur, ef
hann og teinarnir hafa þá staðist
árásina.
Það er ábyrgðarmikið starf að
stjórna sporvagni — en margfalt
erfiðara, þegar taugarnar titra enn
eftir lífshættu og andlega áreynslu
loftárásar.
Símastúlkan í
„Hotel Kámp“.
Þetta er aðeins eitt dæmi. Jeg
gæti nefnt mörg fleiri.
Aldrei gleymi jeg til að mvnda
litlu símastúlkunni á „Hotel
Kámp“, aðalbækistöð frjettaritar-
anna í Helsingfors. Án þess að
hirða hót um loftárásir sat hún
kyr í glerstúku sinni og sá um, að
við blaðamennirnir fengjum hrað-
samtöl okkar hreint og beint með-
an á loftárásum stóð!
Einu sinni var loftþrýstingur
vegna sprengingar, í fárra hundr-
Ungar Lottur í æfingaskóla, syngja aettjarðarsöngva.
aða metra fjarlægð, svo mikill,
að stúlkan hentist frá skiftiborð-
inu niður á gólf, og þar lá hún
meðvitundarlaus. En ekki var hún
fyrr vöknuð til sjálfrar sín aftur
en hún skjögraði að borði sínu og
settist að því starfi, sem henni
hafði verið falið að gegna.
Sígarettur og vindlar.
Sumum kann að finnast sala á
sígarettum og vindlum lítilfjörlegt
starf, er banvænum sprengikúlum
er varpað niður yfir höfuð manna.
En lífið verður nú einu sinni
að ganga sinn gang, og í sam-
svarandi glerstúku, bak við lítið
afgreiðsluborð, í anddyri hótels-
ins, sat stvilkan, sem afgreiddi
okkur blaðamennina, og hreyfði
sig ekki, þótt sprengikúlunum
rigndi yfir borgina.
Einu sinni heyrði jeg eitthvert
þrusk undir afgreiðsluborðinu
hennar. Þetta reyndist vera dóttir
konunnar, 8 ára gömul. Þarna
hafði hún falið barnið, sem hafði
kpmið sjer þar vel fyrir. Þær
tvær vildu undir öllum kringum-
stæðum vera saman, ef eitthvað
kæmi fyrir ....
Miklar konur —
mikilla manna.
Oft og mörgumi sinnum hlaut
jeg að dást að ýmsum merkis-
konum, eiginkonum mestu áhrifa-
manna landsins.
Jeg nefni hjer aðeins tvær kon-
ur: Forsetafrúna, frú Kallio, sem
er einn þektasti jarðræktarfræð-
ingur í Finnlandi og hefir um
margra ára skeið gætt hinna miklu
búa manns síns, meðan hann var
á kafi í stjórnmálunum — og konu
núverandi utanríkismálaráðherra,
frú Tanner. Hún er einn þektasti
efnafræðingur Finnlands, doktor
við háskólann, höfundur vísinda-
rita — og reyndar líka áhrifa-
mikill ræðuskörungur.
Engin fórn of stór.
Jeg minnist þess enn, er frú
Tanner sagði við mig í stillileg-
um. og sorgmæddum róm, meðan
á samningum: stóð milli Finnlands
og Rússlands:
„Það er sárt að missa af landi
feðra sinna — en ef til vill enn
sárara að fórna blóði sona sinna.
Höfum það í huga, meðan samið
er í Moskva!"
Lotta í einkennisbúningi.
i Það var sannarlega engin
þrjóska eða bardagahugur bak við
þessi orð konunnar. En þegar hún
skildi, að frelsi Finnlands var í
veði, valdi hún — eins og allar
konur í Finnlandi — að berjast —
og senda syni sína út á vígvöll-
inn, þó lítil værn líkindi fyrir að
þeir sæjust nokkurntínia aftur.
Við víkjum aldrei.
Það er líklega engin tilviljun,
að sagan getur um Finnland, sem
fyrsta landið í sögunni, sem veitti
konunni fult stjórnmálalegt jafn-
rjetti á við karlmanninn. Nú er
það endurgoldið; því að líklega
hefir aldrei verið barist heima fyr-
ir af jafn órjúfanlegri einingu og
nú í Finnlandi, frá rústum Yiborg-
ar, í Helsingfors, alt til ískaldra
auðna umhverfis Petsamo.
Heimili eru leyst upp og eyði-
iögð, heimilislíf liorfin tíð, lífs-
þægindi úr sögunni og kuldi og
einvera hlutskifti þúsunda. En yf-
ir alt þetta lyftir finska konan
fögru andliti sínu í stæltum mót-
þróa: Við víkjum hvergi!
Þetta er hin sanna og ókúgandi
finska „Sisu“.
„Jeg kysti
á hönd hennar*
Norskur blaðamaður, sem
verið hefir í Helsingfors
síðan finska styrjöldin
braust út, skrifar blaði
sínu:
Pegar myrkur skellur yfir
Helsingfors hættir öll vagna-
umferð, bæði sporvagnar og al-
menningsbifreiðar, ekki hægt að fá.
leigubíl hvað sem í boði er. Mað-
ur verður að ramba í myrkrinu
eftir því sem best gengur. Hvergi
er ljósglætu að sjá. Framan við
innganginn að veitingahúsum eru
þjett plankaþil. Menn venjast
þessu eins og öðru og rata sína
leið.
Jeg var eitt kvöld á gangi úti,
því einhverja hreyfingu verður
maður að fá. Þá var stúlka á vegi
mínum, sem átti fult í fangi með
að komast áfram með allan þann
farangur, er hún hafði meðferðis.
Hún var með þungan bakpoka,
gasgrímu, tösku með sjúkragögn-
um og handkoffort. Jeg gerðist
svo djarfur að ávarpa hana og
spyrja, hvort jeg mætti ekki bera
eitthvað af farangrinum fyrir
hana; jeg var á gangi hvort sem
var, og það var ekki nema betra
fyrir mig að bera bakpokann. Hún
tók boði mínu þakksamlega. Hún
sagðist vera á leið til járnbraut-
arstöðvarinnar og ætla að fara til
vígstöðvanna. Síðan tókum við tal
saman, og komst jeg brátt að raun
um, að þetta var ekki í fyrsta
sinn, sem hún færi út á vígvell-
ina. Annars var hún fremur fá-
mál.
Hún hafði í haust farið út að
víggirðingunum á Kyrjálanesi, þar
sem liðsveitir voru að vinna við
varnarvirkin, að styrkja þau, þar
hafði hún unnið að matseld handa
sjálfboðaliðunum, sem þar vorn.
Og meðan hún starfaði þar, skall
styrjöldin á.
Þær voru þarna þrjár stallsyst-
ur — allar voru þær „lottur“.
Þær kusu að vera þarna áfram er
árásir Rússa byrjuðu. Þeim var
ekki vandara um en hermönnun-
um, þó byssukúlum Rússa rigndi
niður.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
AUOAÐ hvilist TI||C| C
með glerangum frá I n itLti