Morgunblaðið - 24.01.1940, Qupperneq 7
' fMiðvikudagur 24. jan. 1940.
MORGUN FLAÐIÐ
Bandaríkin
sleppa ekki tök-
um á Japönum
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Amerísk-japanski verslunarsamn-
ingurinn, sem Bandaríkja-
menn sögSu upp af stjórnmálaá-
Btæðum í sumar, er öldurnar risu
sem hæst út af viðleitni Japana
að útrýma erlendum þjóðum af
mörkuðum í Kína, gengur úr gildi
26. þ. m. Enginn nýr samningur
hefir verið gerður, og ekkert út-
lit er fyrir að nokkur samningur
verði gerður.
En utanríkismálaráðuneytið í
WaShingtön hefir íýSt yfir því,
að viðskifti Bandaríkjamanna við
Japana muni fyrst um sinn halda
áfram á sama grundvelli og sett-
ur var með gamla verslunarsamn-
ingnum, þ. e. a. s. engin tollahækk-
ún mun verða gerð, eða hækkun
á farmgjöldum til Japan, eins og
húist hafði þó verið við.
En það er greiniiega tekið
fram, að . áframhaldandi viðskifti
Bandaríkjamanna og Japana velti
á því, hvaða stefnu Japanar taka
gagnvart erlendum þjóðum, sem
hafa hagsmuna að gæta í Kína.
Japönum eru viðskiftin við
Bandaríkin mjög mikils virði.
Rúmenía: MótmieH
Þjóðverja
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
ir að enginn fótur sje fyrir þeirri
fregn, sem sögð er vera runnin
undan rifjum breska upplýsinga-
ráðuneytisins, að 150 herforingjar
og verkfræðingar sjeu komnir til
Rússlands til þess að veita Rúss-
um tilsögn í stríðinu við Finna.
Fregnin er sögð uppspuni tómur.
Fregnin um að Þjóðverjar hafi
sett. hervörð í Galiziu er líka sögð
uppspuni tómur. En játað er hins-
vegar, að þýskir verkfræðingar
starfi í þjónustu Rússa í olíu-
námahjeruðunum hjá Lemberg.
Einnig er sagt, að 500 þýskir liðs-
foringjar sjeu staddir í Lemberg
og hafi það hlutverk, að sjá um
heimflutning þýskra manna úr
pólsku hjeruðunUm, sem eru
valdi Rússa.
(Olíuhjeruðin í Rúmeníu eru ein
auðugustu olíulijeruðin í heimin
um. Arið 1937 voru framleiddar
6.981.154 smálestir af hráolíu
Rúmeníu).
PÓLSKT RÁÐGJAFAÞING
Japanar oo Bretar
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
umstæðum, að sagan um „Assa-
mu Maru“ endurtæki sig ekki.
Þriðji starfsmaður japanska
utanríkismálaráðuneytisins, yf-L
irmaður Evrópudeildar ráðu-
neytisins, ræddi málið í dag við
starfsmann við bresku sendi-1
sveitina.
Blöðin í Tokio birta öll á-i
deilugreinar á Breta. En blöðin
ráðast einnig að skipstjóranum
á „Assamu Maru“ fyrir að fram
:gelja Þjóðverjana og segja að
hann hafi sett smánarblett á
japanskan sjómannaheiður.
Mikill mannfjöldi safnaðist í
dag saman fyrir framan breska
sendiherrabústaðinn í Tokio og
Ijet í ljós andúð sína á Bretum.
í Bretlandi er látin í ljós undr-
un yfir gremju Japana. Er bent á,
að Þjóðverjar hafi í yfirstandandi
styrjöld stöðvað sænskt skip í sjö
mílna fjarlægð frá strönd Svíþjóð-
,ar og iðulega tekið pólska menn,
gem voru farþegar á skipum í
Eystrasalti, og flutt til Þýska-
lands.
v Hjer hefir verið farið eins að
ug í heimsstyrjöldinni, þegar 64
skip voruj stöðvuð í sama tilgangi
og aldrei þá eða nú hefir verið
vjefengdur rjettur styrjaldaraðila
til þess að stöðva skip í framan-
nefndu augnamiði.
Stofnað hefir verið í Frakk
landi pólskt þjóðarráð,
sem verður nokkurskonar ráð-
gefandi þing Pólverja, „þar til
að kjörið pólskt þing getur kom-
ið saman í Varsjá“. Forseti
þingsins er Paderewski, pólski
píanósnillingurinn.
f ræðu, sem Paderewski flutti
þegar ráðgjafaþingið kom sam-
an í París í dag, sagði hann að
Pólland væri ódauðlegt.
Dagbók
Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn-
ingskaldi á A. Úrkomulítið.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Bifreiðastöðin G-eysir, sími 1633,
annast næturakstur næstu nótt.
Silfurbrúðkaup eiga í dag sæmd-
arhjónin frú Elinborg Lilja Jóns-
dóttir og Eggert Thorberg Gríms-
son, Smiðsnesi, Skerjafirði.
Hjónaband. S.l. laugardag voru
gefin saman lijá lögmanni ungfrú
Helga Egilson (Gunnars heitins
Egilson) og Rögnvaldur Sigurjóns-
son píanóleikari.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína Sigurbjörg Levy,
Njálsgötu 6, og Ástvaldur Valde-
marsson, Bankastræti 6.
Fermingarbörn, sem fermast
eiga hjá síra Árna Sigurðssyni á
þessu ári, komi til viðtals í Frí-
kirkjuna á morgun, fimtudag kl. 5.
Útvarpstíðindi, 28. janúar til 3.
febrúar, eru komin út. Flytja þau
ýmsan fróðleik um dagskrá út-
varpsins og myndir af fyrirlesur-
um og margt fleira.
Stúdentaf jelag Reykjavíkur held
ur aðalfund sinn n.k. mánudag.
Morgunblaðið er beðið að færa
þeim Hafsteini Ólafssyni og Stef-
áni Líndal innilegar þakkir fyrir
harjnóníkuleikinn síðastl. sunnu-
dag. Sjúklingar á st. 13, Lands-
spítalanum.
Mig vantar niann
■
til að kynda miðstöðina í húsi mínu, Sólvallagötu 12.
MAGNÚS GUÐMUNDSSON.
SumarbústaOalúðir,
á ágætum stað í nánd við Akraneskaupstað, til leigu, mjög
ódýrt, sjóbaðstaður og fallegt umhverfi. Daglegar ferðir
frá Reykjavík. — Upplýsingar í síma 4003 og 3032.
Bími 1380.
Undraefiiið nýa
TIPTOP
er langfremsta, drýgsta
og ódýrasta þvotta-
duftið.
IIPTOP
Gengið í gær:
Sterlingspund 25.82
100 Dollarar 651.65
— Ríkismörk 260.76
— Fr. frankar 14.84
— Belg. 109.87
— Sv. frankar 146.47
— Einsk mörk 13.27
— Gyllini 346.96
— Sænskar krónur 155.34
— Norskar krónur 148.29
— Danskar krónur 125.78
Háskólastúdentar
Farið verður í Skólasel Menta-
skólans mánudaginn 29. janúar.
Þátttaka tilkynnist til Skúla Thor-
oddsen, sími 3231, fyrir fimtu-
dagskvöld.
Útvarpið í dag:
20.15 Spurningar og svör.
20.30 Kvöldvaka: a) dr. Jón
Helgason biskup: Jón ritari. Er-
indi. b) 21.05 Frú Fríða Ein
arsson leikur á paníó. c) 21.20
Jochum Eggertsson: Skreiðar-
ferðir til Gríseyjar. Erindi. d)
21.45 Frú Fríða Einarsson leik-
ur á píanó.
Skákmótið
2. umferð
I
Móforbáfar.
Útvegum allar stærðir af mótorbátum frá FREDE-
RIKSSUND SKIBSVÆRFT, Frederikssund.
HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
Gggsrt Kristjánsson& Co. b.f.
fyrrakvöld var tefld 2. umferð
í fyrsta og öðrum flokki, og
1. umferð í þriðja flokki.
Urslit urðu þessi:
Fyrsti flokkur: Sigurður vann
Aðalstein, Geir Jón vann Ingi-
mund, Magnús og Kristján bið-
skák og Óli og Ragnar biðskák.
Annar flokkur A.: Lárus vann
Þorleif, Kjerúlf vann Stefán, Jón-
as og Eriðbjörn jafntefli, Áskell
og Þorsteinn biðskák og Gestur
og Ólafur biðskák.
Annar flokkur B.: Haraldur
vann Svein, Birna vann Marís,
Steinþór vann Jóliannes, Sig. Jó-
hannesson og Kaj jafntefli og
Ragnar'og Sig. Jóhannsson bið-
skák.
Þriðji flokkur: Eyjólfur vann
Þorstein, Pjetur Jónasson vanr
Róbert, Guðjón vann Karl, Þórð
ur vann Pjetur Jónsson, Gunnar
vann Jón og Haukur vann Inga
LITLA BILSTÖÐIN
UPPHITAÐIR BÍLAR.
Er nokkuð atör
Timburverslun
P. W. ^acobsen & 5ön R.s.
Stofnuð 182 4.
Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kanp-
mannahöfn. Eik til skipasmíða. —— heila
■kipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi.
Hefi verslað við Isiand í cirka 100 ár.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
andaðist að heimili sínu, Bergstaðastræti 32 B, 23. þ. m.
Ástríður Jónsdóttir. Jón Guðmundsson..
Sigríður Guðmundsdóttir. Petrúnella Kristjánsdóttir.
Ásta Jónsdóttir..
Jarðarför
INGIGERÐAR ÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR,
sem andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. þ. m.,
fer fram fimtudaginn 25. þ. m. og hefst með húskveðju hjer á
heimilinu kl. 1 e. hád.
Jarðað verður frá bænhúsinu í gamla kirkjugarðinum.
F. h. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund.
Gísli Sigurbjömss.on.
Jarðarför
GUÐSTEINS JÓNSSONAR
fer fram frá Dómkirkjunni fimtudaginn 25. þ. m. og hefst kl.
1.30 með bæn á heimili mínu, Grettisgötu 74.
Fyrir hönd aðstandenda.
Bjarni Eggertsson.
Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúð við andlát
og jarðarför
HARALDAR SIGURÐSSONAR
frá Hrafnkelsstöðumí.
Vandamenn.
Fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarð-
arför minnar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
ELINBORGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Egilsgötu 16, þökkum við af alhug og biðjum guð að blessa
ykkur öll.
Eggert Eggertsson, börn, tengdaböm og bamahörn.