Morgunblaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. febr. 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Skriðdrekabyssur
Ö
Myndin er frá vestur-víg-stöðvnnum. Breskir hermenn sjást hjer rreð byssu, sem notuð er til varn-
ar gegn skriðdrekum.
Kosnlng
fastanefnda
Alþingts
FUNDIR voru í sameinuðu þingi og báðum
deildum í gær og var kosið í fastanefndir
þingsins.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu til að fá formenn nokk-
urra nefnda og varð samkomulag um, að hann fengi formann
fjárveitinganefndar, einnig samgöngumálanefndar og allsherjar-
nefndar neðri deildar og fjárhags-, landbúnaðar-, sjávarútvegs-
og mentamálanefndar í efri deild.
Kosningar í nefndir fóru þannig:
Músíksjóður Guðjóns
Sigurðssonar tekur
til starfa
Árstekjur sjóðsins 7-8000 krónur
Músiksjóður Guðjóns Sigurðssonar úrsmiðs
tekur til starfa á þessu ári.
Sjóðurinn er stofnaður samkv. erfðaskrá hans
frá 14. júlí 1908, og er sjóðurinn gjöf hans til höfuðstaðar ís-
lands. Skipulagsskrá er nú staðfest fyrir sjóð þenna.
Er svo fyrir mælt þar, að til-
gangur sjóðsins sje, að „stuðla að
því, að íbúar höfuðstaðarins eigi
ókeypis, eða með vægum kjörum
aðgang að því að njóta góðrar
tónlistar við almennings hæfi.
Samkvæmt erfðaskránni áttu
allir vextir stofnfjárins að leggj-
ast við höfuðstólinn til 1. jan.
1940. En eftr þann tíma skal
% ársvaxtanna varið á þann hátt,
sem stjórn sjóðsins telur að sje
í hestu samræmi við tilgang stofn
anda sjóðsins. En % vaxtanna á
að leggja við höfuðstólinn, uns
sjóðurinn er orðinn 300 þús. krón
ur. Eftir þann tíma verður eigi
lagt nema Vio af vöxtunum við
höfuðstólinn.
Sjóður þessi á að vera undir
umsjón bæjarstjórn höfuðstaðar-
ins, og kýs hæjarstjórn 2 í stjórn
hans, en organistinn við dómkirkj
una er sjálfkjörinn í stjómina.
Er það á dagskrá bæjarstjórnar á
morgun, að kjósa þéssa tvo menn
í sjóðstjórnina.
Sigurðsson stofnaði þenna sjóð,
voru aðstæður allmjög á annan
veg, en þær eru nú. Þá dreymdi
éhgan um útvarp eða neitt í þá
átt.
Nýtt skopleikrit
í þýðingu Emils
Thoroddsen
Leikfjelag Reykjavíkur er
byrjað að æfa nýtt skop-
leikrit eftir hina alkunnu höf-
'unda Amold & Bach Hefir Emil
Thoroddsen þýtt leikritið og
staðfært það.
Höfundar þessa leikrits eru
þeir sömu sem sömdu „Karlinn
í kassanum“ og fleir leikrit
sem hjer hafa verið sýnd við
miklar vinsældir.
Leikritið hefir hlotið nafnið
Orðsveimur hefir verið um það, ,>Stundum og stundum ekki“ og
að Ríkisútvarpið ætti að njjóta er látið gerast á Laugarvatni.
góðs af tekjum þessa sjóðs, því Ekki er blaðinu kunnugt um
með því móti næði tónlist sú, gefn hvenær frumsýning leikritsins
(hann styrkir í framtíðinni, best fer fram, en víst má telja, að
til almennings. En það verður til- leikhúsgestir munu fagna því
vonandi stjórn sjóðsins, sem á- að leikið verður gamanleikrit
kveður það, og hefir það alveg á eftir Arnold & Bach í þýðingu
.valdi sínu, hvernig tekjum sjóðs-' 0g staðfæringu Emils Thorodd-
ins verður varið, samkvæmt til-
I fí- ' , . * V' V.' - h A, ..f ' Y?*-
gangi stofnanda.
Fyrir 32 árum, þegar Guðjón
§ens, sem svo vel hefir tekist
að snúa leikritum þessara höf-
unda á íslensku.
Mesta skípa-
tjóníð á eínní
víktí
Frá frjettaritara. vOrum.
Khöfn í gær.
O kipatjónið af völdum sjóhern-
^ aðarins varð meira í síðustu
viku, en nokkra aðra viku síðan
stríðið hófst. Als var sökt 20 skip-
um, samtals 86 þús. smálestir.
Þar af voru 5 bresk skip, samt.
39 þús. smálestir ■ skip hlutlausu
þjóðanna voru þrisvar sinnum
fleiri, eða 15, samtals 47 þúsund
smálestir.
Af þessum 15 skipum voru 9
Norðurlandaskip, 3 norsk, 2 dönsk
3 sænsk og eitt finskt.
13 af hinum 15 skipum hlut-
lausu þjóðanna var sökt af kaf-
bátum fyrirvaralaust.
Tölur þessar eru samkvæmt upp-
lýsingum breska flotamálaráðu-
neytisins. En flotamálaráðuneytið
vekur athygli á því, að þótt tjón-
ið sje nú meira en það hefir áður
verið, þá sje það ekki nálægt því
eins mikið og þegar sjóhernaður
Þjóðverja í heimsstyrjöldinni náði
hámarki, í apríl 1917. Þá var sökt
á einni viku 105 skipum, samtals
yfir 200 þús. smálestir.
Bretar vekja athygli á því, að
af skipum semi sökt var í síðustu
viku, hafi aðeins eitt — ,,Triumph“
•— verið í herskipafylgd. Af 9 þús.
skipum, sem notið hafa herskipa-
fylgdar frá því að stríðið hófst,
hefir aðeins 19 verið sökt, eða 1 af
hverjum 472.
160 hlutlaus skip hafa notið her-
skipafylgdar Breta og af þeim hef-
ir tveimur verið sökt.
Flotamálaráðuneytið vekur at-
hygli á því, að það sjeu aðallega
skip smáþjóðanna, sem sökt hafi
verið, en hinsvegar virðist skipum
stóru hlutlausu þjóðanna, eins og t.
d. Japana, ítala og Bandaríkjanna
hlíft.
Loks vekja Brétar athygli á því,
að fjórum þýskum kafhátum hafi
verið sökt í síðastliðinni viku og
að óvíst sje um afdrif tveggja.
Þriggja
SjðlfstæDis-
kvennafjslagið
„Hvðt“ heldur
ðra
afmælisfagnað
Anýafstöðuum liandsfundi
Sjálfstæðisflokksins kom
það greinlega í ljós, hve fylgi
flokksins hefir eflst mjög hin síð-
ari ár meðal kvenþjóðarinnar. Er
það öllum flokksmönnum mikið
gleðiefni, því kvennafylgi flokks-
ins mun verða honum ómetanlegur
styrkur í framtíðinni.
Fyrir þrem árum, þ. 15. febrúar
1937, var Sjálfstæðiskvennafjelag-
ið Hvöt stofnað hjer í bænum.
Fjelagskonur er nú 7—800. En
Hvatar-konur hafa ekki takmark-
að starf sitt við Reykjavík. Þær
hafa gengist fyrir stofnun sjálf-
stæðiskvennafjelaga í ýmsum kaup
stöðum landsins. Og á Landsfund-
inum voru fulltrúar frá flestum
þessum fjelögum.
En fjelagskonur í Hvöt fullyrða,
að útbreiðslustarfsemi þeirra utan
Reykjavíkur sje enn ekki nema
á byrjunarstigi, samanborið við
það sem hún á að verða í fram-
tíðinni.
011 þau ár, sem Hvöt hefir
starfað, hefir stjórn fjelagsins að
mestu leyti verið skipuð sömu
konunum. í stjórn eru frú Guð-
riin Jónasson (formaður), frú
Giiðrún Guðlaugsdóttir, frii Guð-
rún Pjetursdóttir, frú Kristín Sig
urðardóttir, frk. María Haack,
frú Marta Indriðadóttir og frú
Soffía M. Ólafsdóttir.
Afmælishátíð fjelagsins, er hald
in verður í kvöld í Oddfellowhús-
inu, hefst kl. 7%. Gestir fjelags-
ins verða þar þær konur, sem voru
fulltrúar á Landsfundinum frá fje
lögum utan Reykjavíkur.
Er búist við að þarna verði
margt kvenna saman komið.
Oii
Næsti háskólafyrirlestur sendi-
herra Dana verður ekki á morg-
un, eins og gert hafði verið ráð
fyrir, heldur fimtudaginn 29. þ. m.
kl. 6 í Oddfellowhúsinu.
SAMEINAÐ ÞING.
Fjárveitingsmefnd: Pjetur
Ottesen, Þorsteinn Þorsteinsson,
Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristj
ánsson (S.), Bernharð Stefáns-
son, Bjarni Bjarnason, Helgi
Jónasson, Páll Hermannsson
(F.), Emil Jónsson (A.).
Sú breyting hefir orðið á fjár
veitinganefnd frá því síðast, að
Sig. Kr. tekur sæti Jóns Pálma-
sonar og Páll Hermannsson
kemur í stað Jónasar Jónssonar.
Utanríkismálanefnd: Thor
Thors, Jóhann Jósefsson, Garð-
ar Þorsteinsson (S.), Bergur
Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Jón-
’as Jónsson (F.), Ásgeir Ás-
geirsson (A.).
Varamenn: Magnús Jónsson,
Ólafur Thors, Bjarni Snæbjörns
son, Gísli Guðmundsson, Pál)
Zophóníasson, Pálmi Hannes-
son, Haraldur Guðmundsson.
Allsher jarnef nd: Magnús
Jónsson, Árni Jónsson (S.),
Þorsteinn Briem (B.), Einar
Árnason, Jörundur Brynjólfs-
son, Páll Zophóníasson (F.),
Finnur Jónsson (A.).
NEÐRI DEILD.
Fjárhagsnefnd: Jón Pálma-
son (S.), Stefán Stefánsson
(B.), Steingrímur Steinþórsson,
Sveinbjörn Högnason (F.), Ás-
geir Ásgeirsson (A.).
Samgöngumálanefnd: Gísli
Sveinsson, Eiríkur Einarsson
(S.), Gísli Guðmundsson, Helgi
Jónasson (F.), Vilmundur Jóns-
son (A.).
Landbúnaðamefnd: Jón
Pálmason, Pjetur Ottesen (S.),
Bjarni Ásgeirsson, Steingrímur
Steinþórsson (F.), Haraldur
Guðmu-ndsson (A.).
Sjávarútvegsnefnd: Sigurður
Kristjánsson, Sigurður Hlíðar
(S.), Bergur Jónsson, Skúli
Guðmundsson (F.), Finnur
Jónsson (A.).
Iðnaðarnfend: Gísli Sveins-
son, Eiríkur Einarsson (S.),
Bjarni Ásgeirsson, Pálmi Hann-
esson (F.), Emil Jónsson (A.).
Mentamálanef nd: Gísli
Sveinsson, Pjetur Halldórsson
(S.), Bjarni Bjarnason, Pálmi
Hannesson (F.), Ásgeir Ás-
geirsson (A.).
Allsherjamefnd: Thor Thors,
Garðar Þorsteinsson (S.), Berg-
ur Jónsson, Sveinbjörn Högna-
son (F.), Vilmundur Jónsson
(A.).
EFRI DEILD.
Fjárhagsnefnd: MagnÚS Jóns
---------------- 8
7RAMH. Á SJÖTTU SfiW.