Morgunblaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. febr. 1940, crrgitnWaíid Út*r«f.: H.f. ÁrvakOr, Haykjavtk. Rltatjörar: Jðn KjartanMon, Valtýr Stefánaaon (ábyrcOarm.). Angrlýaingar: Árnl Óla. Kltatjórn, ausrlý»lngar of afrvelbala: Austurstraetl 8. — Btaal 1(00. ÁakrlttarKjald: kr. (,00 A. mánuOL. í lausasölu: 15 aura elntaklb, 25 aura maV Lesbðk. Svar til Jónasar Jónssonar j Þingið Alþingi ætlar að fara rólega af stað að þessu sinni. Eftir sex daga var þingið búið að koma sjer fyrir. Sjöunda dag inn var ekkert mál komið fram í þinginu og því ekkert verkefni fyrir hendi. „Ekki er ílas til fagnaðar“, hugsa hinir vitru löggjafar. Aðalástæðan til þess, að eng- in mál liggja fyrir nú þegar þingið kemur saman, er sú — sem reyndar mátti sjá fyrir — að stjórnin hefir ekki haft næg- an tíma til undirbúnings mál- anna. Þá er og sú ástæðan, að skipaferðir til Danmerkur hafa verið erfiðar og strjálar, en stjórnarfrumvörpin þurfa að leggjast fyrir konung, áður en Jþau eru borin fram á Alþingi. Það er að sjálfsögðu baga- í Jegt, ef þingið þarf að sitja lengi án þess að það fái stjórnarfrum- vörpin í hendur. En það eru vitanlega þau, sem eiga að marka stefnuna á Alþingi á hverjum tíma. Það á að vera ó frávíkjanleg regla, að stjórnin leggi sín mál rækilega undir- búin fyrir þingið. Það er nóg að flaustursverk sje á mörgum ’þeim frumvörpum, sem þing- menn kasta inn í þingið, oft lítt hugsuðum, að ekki bætist það ofan á, að farið verði að kasta höndunum til stjórnarfrumvarp- anna. Ýmsum hefir fundist og það með rjettu, að of mikill losara- hragur sje á löggjafarstarfinu í seinni tíð. Lögin sjálf bera þess ljósastan vottinn. Þar eru sífeldar breytingar á breytingar ofan, svo að jafnvel slingustu lögfræðingar eiga oft erfitt með að átta sig á hvað eru ,lög í okk- ar landi. Á þessu verður að ráða hót. Það verður best gert með ' því, að ríkisstjórnin hafi á hverj um tíma forystuna í löggjafar- starfinu og vandi vel allan und- irbúning málanna. Enda þótt þingið fari rólega af stað, mun vera ætlan stjórn- arinnar, að þetta verði stutt þing. Ekki hefir heyrst um nein stórmál, sem stjórnin ætli að leggja fyrir þingið, nema fjár- lögin, sem munu vera væntan- leg nú alveg á næstunni. Þau . ættu ekki að þurfa að taka upp mikinn tíma að þessu sinni. Vinnan verður aðallegi í því fólgin að krukka eitthvað í þau fjárlög, sem samþykt voru fyrir síðustu áramót og láta þar við sitja. Þetta er að vísu neyðar- úrræði. En á annað verður ekki kosið, fyrst hin leiðin var ekki farin, að fresta þingi til hausts og taka þá skattamálin til með- ferðar, með fjárlögunum. Þar sem engin stór verkefni bíða þessa þings, ætti því að verða lokið fyrir páska. ónas Jónsson hefir hvað eftir annað um langt skeið getið mín í greinum um margvísleg málefni. Mjer þykir þetta óverðskuldaður heiður, og má ekki minna vera en að jeg kvitti fyrir. Jeg skal játa, að jeg hefi tregð- ast við að svara, því að það er hvorttveggja, að mjer hefir þótt litlu máli skifta á þeirri vargöld, sem nú er uppi, þótt einhver narti í mannorð mitt, og hinsvegar hefi jeg þóst geta varið betur tíma mínum en til andsvara ura sjálf- an mig. En vegna þess, að sum af þessum ummælum víkja að em- bættisstörfum mínum, tel jeg á- stæðu til að gera nokkra grein fyrir sannleiksgildi þeirra. 1. Yegna þess, að minst fer fyr- ir því, sem satt er í nefndum um- mælum, skal jeg fyrst víkja að þeim hluta þeirra. Það eru marg- endurteknar ásakanir J. J. um, að jeg hafi viljað „kljúfa“ háskóia- bygginguna, en ekki fengið því ráðið. Þetta er satt, og skal jeg gera stuttlega grein fyrir ástæð- um mínum. Jeg vildi taka læknadeildi ia út úr háskólabyggingunni, en r- ->a í þess stað sjerstakt hús á Lauds- spítalalóðinni, sem að stærð jafn- gilti því húsrúmi, sem deildinni er ætlað í háskólabyggingunni. Avalt verður mikill hluti kenslunnar að fara fram í Landsspítalanum og með því að reisa nýtt hús á Landsspítalalóðinni hefði skapast öflug miðstöð fyrir læknavísindi í landinu, í stað þess að nú verða menn, munir, bækur og tímarit sundruð, svo að öll vinnuskilyrði verða örðugri en þau hefðu þurft að vera og mikill óhagnaður fyrir læknastúdenta að verða að hend- ast frá einni kenslustund til ann- arar milli háskóla og Landsspít- frá Niels Dungal ala. Byggingarnefnd vildi ekki fallast á þessa hugmynd mína, því að þótt hún játaði, að slíkt fyrir- komulag væri æskilegt, þá taldi hún háskólabygginguna ekki verða nógu veglega, ef læknadeild- in væri tekin út úr. Jeg hefi á- valt talið mennina og starfsmögu- leika þeirra skifta meiru máli en útlit bygginganna, sem þeir vinna í, og ineira um vert að læknavís- indin gætu þróast innan háskól- ans en aðdáunin aukist utan hans — að byggingunni. 2. Ilvað eftir annað hefir J. J. vikið að því, að jeg hafi falsað heimildir í skjali því, sem sett var í hornstein háskólahússins. Ýmist heitir það, að jeg hafi logið í blý- liólk, eða að jeg hafi fengist við sögurannsóknir á ábyrgð bygg- ingarnefndar hsákólans. Undarlegt er, hvað þetta virðist vera við- kvæmt atriði fyrir J. J., að þurfa sí og æ að staglast á þessu, án þess þó að geta nokkurntíma um það, hvað rangt hafi verið hermt. Kunnugir hafa sagt, að J. J. geti ekki gleymt því, að nafn hans var hvergi nefnt í skjalinu, en ef hann á við eitthvað annað, er hann vinsamlega. beðinn að geta þess. Við þessi ummæli er annars það að athuga, að jeg var erlendis þegar hornsteinninn var lagður og átti ekki einn staf í því, sem skrifað var í skjalinu, sem var samið af manni, sem var sögufróð- ur vel í þessum efnum. Hinsvegar er mjer kunnugt um, að J. J. var sagt það skömmu eftir að haun mintist fyrst á nvig í þessu sam- bandi, að jeg hefði ekki komið nálægt þessu skjali, svo að það hlýtur að vera af einhverju öðru en ókunnugleika, að J. J. heldur áfram að reyna að festa þenna heiður við mig. 3. Þriðja atriðið, sem J. J. þreyt ist ekki á að endurtaka, eru af- skifti mín af mæðiveikinni. Sjer- staklega víkur hann oft að orm- unum, sem ýmist voru í sníglun- um í Deildartungu eða þeir urðu að sóttkveikjum í fjenu. Stundum hefir J. J. gengið svo langt að halda því fram, að mínar firrur í þessu máli hafi verið svo miklar, að dýralæknar landsins hafi orðið að koma vitinu fyrir mig. Allir, sem nokkuð þekkja til þessa máls — og það hefir verið mikið rætt opinberlega — vita að mín afstaða, sem bygð var á rann- sóknum, var rjett, nefnilega að mæðiveikin væri aðfluttur sjúk- dómur. Og í því sambandi mætti minna J. J. á tildrögin til þess, að mæðiveikin fluttist inn í landið. Magnús Einarsson dýra- læknir hafði alla sína embættis- tíð fylgst því fast fram, að eng- in húsdýr væri flutt inn, af ótta við innflutning nýrra sjúkdóma. Þegar hann dó veitti Jónas Jóns- son, sem þá var ráðherra, flokks- bróður sínum dýralæknisembættið í Reykjavík, og voru á hans á- byrgð fluttar inn þær kindur, sem veikin hefir borist með og á á- byrgð þessa dýralæknis slept lausum. Síðan hafa mæðiveiki og garnaveiki flætt yfir landið, svo að íslenskir bændur m.unu frá því landið bygðist aldrei hafa fengið aði’a eins vágesti, og getur J. J. spurt sjálfan sig, liver sökina eigi. B|örguðn§t í gúmmíbát.. f frjettum er stundum sagt frá því, að hernaðarflugmenn hafi bjargað sjer úr flugvjelum, sem hrapað hafa í sjóinn, í gúmmíbátum. Hjer sjást þýskir flugmenn yera að prófa einn slikan bát. — Það hefir oft komið fyrir að flugmenn hafa verið á hrakningum í bátum eins og þessum í marga klukkutíma og jafnvel sólarhringa, áður en hjálpin hefir komið. En skrítið er það með J. J. og ormana. Hann virðist eiga bágt með að skilja, að þeir sjeu stund- um í sníglum og stundum í kind- um. Jeg hefði þó búist við, að sá skildi þetta öðrum fremur, sem svo auðveldlega hleypur úr einu í annað og úr einum í aiman. Sá. sem í grein um úthlutun skálda- styrks er alt í einu farinn að tala urn sjóðþurð í Landsbankanum og þykist hafa svift skýi, sem enginn sá nema hann sjálfur, af Rvík, byrjar að svara Nordal, en end- ar sömu grein með árás á mig. Hvað er þetta á móti því, þótt ormarnir fari úr sníglum í kind- ur, úr þeim í hagann og úr hag- anum í snígla? Þeir þurfa líka að narta á ýmsum stöðum til að þjóna sinni náttúru og J. J. má ekki vera svo sljór, að geta ekki skiliS feril þeirra — þótt þeir hafi emg- in mannorð að narta í. Skrítnust og skemtilegust er þ4 „Sagan um konuna frá Suðnr- Afríkú'. Á Alþingi 1937 segir J. J. frá ferðalagi mínu til útlanda á þann hátt, að þar er ekki eitt orð satt, en margt skáldað. í sam- bandi við væntanlega komu Suð- ur-Afríkulæknisins de Kock (sera ekki er nefndur á nafn og ekki kallaður læknir, heldur Suður- Afríkumaður), segir hann: „En sá sem ekki kemur er Suðurafrika- maðurinn, en sú sem lætur sjí sig, er kona hans, sem kemur hing að eitthvað á vegum Dungals og býr hjer á hóteli, og hún gerir aðra tegund vísindalegra athng- ana en að rannsaka Deildartungu veikina“. (Alþ.t. 1937, (fyrra þing) C, bls. 747). Og í svari við andmælum M. J. gegn öllum þeira þvættingi, sem J. J. hafði bunað út úr sjer, endar J. J. á þessura orðum: „Að síðustu vil jeg segja við hv. þm. (Magnús Jónsson): Ef hann getur neitað því, að „specialistinn“ frá Suður-Ameríku (svo) hafi sent konu sína hingað, þá eru það náttúrlega rök. Sann- leikurinn er sá, að þetta er það eina, sem Dungal hefir gert, og það er svo hlægileg ráðstöfun, að annað eins þekkist varla“. Jeg held, að það sem varla þekk ist í þessu sambandi sje önnur eins framkoma alþingismanns. Því að í fyrsta lagi hefi jeg aldrei sjeð þessa konu, í öðru lagi var hún ekki með manni sínum, þeg- ar jeg hitti hann í Hamborg, held- ur sennilega í Suður-Afríku, og í þriðja lagi hefir hún áreiðanlega aldrei til íslands komið, hvað þá búið hjer á hóteli á mínum veg- um. Þannig var nú sá sannleikur. Það getur komið fyrir, að stjórnmálamaður sje skáld og að skáld sje stjórnmálamaður, en H má hann helst ekki rugla saman hlutverkunum, setja rómanana í Alþingistíðindin og pólitíkina í útgáfustarfsemina — annars á hann á hættu að verða kallaður etj órnmálaskáld. Niels DungaL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.