Morgunblaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.1940, Blaðsíða 7
IfiBvikudagur 21. febr. 1940. MORGÍJNBL AÐI Ð Minningarorð um ArnaíArentsson Það veldur að jafnaði engum vábresti þótt 'þeir hverfi af sjónarsviðinu, sem í fámenninu foúa, og' ekki síst, hafi þögn ár- anna áður lagst yfir bæ þeirrft. Sú ætla jeg að verði einnig reynd- in um öldunginn Arna Arentsson. E« vinum hans, sem þektu hann og áttu traust hans heilt, finst nú miklu auðara en áður á heimili li ans. Árni var einn þeirra manna, sem gott var að kynnast og hægt var að þykja vænt um. Og trygð hans var lieil. Hann var karlmenni í lund og kristinn vel og fyrirvarð sig ekki fyrir trú sína. Hann þekti okki það, sem heitir efi eða hik í trúarefnum, en horfði með helgri gleði og hugarró mót hinstu stundu. Þeir sem þektu hann best, gátu ekki hugsað sjer hann öðru vísi. Svona hlaut hann að vera. Karlmenni að vexti og burðum, gafnt líkamlegum sem andlegum. Hafa þeir sagt mjer, sem Árna þektu frá fyrri árum háns, að hann hafi verið starfsmaður hinn mesti, hagleiksmaður slíkur, að alt ljek í hendi hans, og afkastamað- ur mikill svo að af bar. Hann var bóndi, sjómaður og bátasmiður. Ljet. hann sjer ekki alt fyrir brjósti brenna á yngri árum, en blótaði Baecus á stundum. Þótti öllum gott með honum að vera, því að hann var drengur góður. Síðar á æfinni gerðist hann bindindismaður og vann heill til hinstu stundar, er kraftar leyfu, að viðgangi bindindismálsins. Með Árna AfentsSyni hofi'r Cfóðtempl- áraregla íslands mist góðan þjón og trúan, og Patreksf jörður á ein- tim góðum borgara færra nú en áður. Árni Arentsson. viðbrugðið fyrir gestrisni við alla jafnt, sem að garði bar. Eignuðust þau sjö börn, en þrjú þeirra dóu í æsku. Lifa nú synir tveir, Jens og Helgi Arent, báðir vjelsmiðir og hinir dverghögustu menn á all- an málm, og Ingibjörg, gift kona í Reykjavík. í desember síðastliðnum tók Árni sótt þá, er leiddi hann til dauða. Hann ljest að heimili Helga sonar síns á Patreksfirði hinn 19. janúar s.l. og naut nærgætinnar aðhlynningar tengdadóttur sinnar, KJ ásínu Jónsdóttur. Blessuð sje minning hans og þökk fyrir liðinn dag. Est. Bresk harskip hjð Petsamo F Frá frjettaribara vorum. Khöfn í gær. regnir frá Rómaborg herma, að bresk her- skjp hafi sjest á sveijni fyr- ir utan Petsamo í Norður- Finnlandi. En það er hjá Petsamo, sem býsk skip sigla venjulega inn ínorska landhelgi á leið sinni ti,l Þýskalands. Híutleysí Norðtirlanda FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. að beygja sig undir þýskt á- hrifavald. Þess vegna hafa þau engan rjett til þess að mótmæla því, þótt Bandamenn grípi til gagn- ráðstafana, sem miða að því að koma á jafnvægi að nýju. Skákmótið Skákþingi Reykvíkinga er nú lokið í I., II. og 113. flokki. I meistaraflokki hófst síðasta umferðin á miðvikudaginn var og hefir nokkuð verið sagt frá henni ‘ áður. Á föstudaginn voru tefldar biðskákir úr síðustu umferð og Árni var af hinum ágætustu ætt um koininn. Föðurætt hans var Þá' vann Áki Guðmund. Mönsk herforingjaætt, en faðir'Þegar skák þeirra Benedikts og baiis, Arent Askelund Arentsson, Asmundar var frestað á miðviku- háfði flutt til íslands og bjó á dagskvöldið var staðan þannig: Sæunnarstöðum í Skagafirði, síðar Evítt: Kh2> De2> Hb2> Hf3> RS4 á Bjargarsteini í Stafholtstungum. Pa4, b3, c4, d5, e4, g2 og h3. ar Móðir hans var Helga Pálsdóttirf,S*aiÁ: Kh7> D^5’ H^6> HS8- Ba5> eíra Páls Ólafssonar, prests í Ás- Pa6> b7> c5> d6> e5> f4 °S h4‘ “ um, síðar í Guttonnshaga, Jónsson-6^6™tín le,kÞim seinna, eða þeg prests Steingrímssonar, og |kr skákmni var frestað á föstudags kfröldið, var staðan þannig: Hvítt: Kgl, IId3, Peð a4, b3, c4, d5, e4 og f3. Svart: Kg3, Ba5, Peð a6, b7, c5, d6, e5 og h4. Við nákvæma athugun kemUr í ljós, að þessi átaða er unnin ái: syart. Skákin var enn tefld á sunnu- daginn, og enn frestað eftir 40 Jeiki' og var þá stðan þannig: Hvítt: Kcl, IIc7. Svart: Kd5, Bc5, Peð c3 og d3. í öllum stöðunum átti hvítt leik. Ekki þarf að efa að Ásmundur vinni þessa stöðu, og hefst þá einvígi á milli hans og, Eggerts Gilfer, um Reykjavík- úrmeistaratitilinn, um eða fyrir næstu helgi. Kristínar Þorvaldsdóttur, Böðv- arssonar prests. Var hann því fiystursonur síra Ólafs Pálssonar dómkirkjuprests og alþingismanns. Árni var fæddur að Bjargar- eteini í Borgarfirið 27. maí 1852. «n bjó sern fulltíðamaður æfina alla á Vestfjörðum. Kvæntur var hann Ingibjörgu Guðmundsdóttur, Þorsteinssonar, systurdóttur Sig- hvatar Grímssonar Borgfirðings, ættaðri úr Andakíl. Bjuggu þau um nokkurt skeið í Höfðadal í Tálknafirði, og var lieimili þeirra 0c 13 1 EIBSQI Kaupum tóma poka. -“Todjllr ílol Nordalðiihúf Sími 3007. H áskólafyrirlestrar um Runeberg Sæpski sendikennarinn, fil. mag Amia Osterman mun halda fyrir lestraflokk í háskólanum um Johan Ludvig Runeberg og kveð skap hans um finnsku þjóðina, Fyrirlestrarnir verða fluttir hverjum miðvikudegi kl. 8, og er öllum heimill aðgangur. Fyrsti fvrirlesturinn verður í kvöld. AÐGERÐARLAUSA HLUTLEYSIÐ. Hið „aðgerðarlausa hlutleysi“ Norðurlandanna lýsir sjer í því, segir frjettastofan, að þau láta óátalinn allan þann verknað, sem sá ófriðaraðilinn, sem á- gengari er, fremur, í þeirri von, að hinn aðilinn láti það afskifta- aust. En Bretar og Frakkar hljóta að gera sínar ráðstafanir vegna jessa „aðgerðalausa (passive) hlutleysis“. Þessi ummæli og önnur, sem birst hafa í Englandi og Frakk andi í sambandi við Altmark atvikið, hafa ýtt undir þá skoð- un í Noregi, að markmið Breta og Frakka sje að draga Norð- urlöndin inn í 'stríðið. Norska stjórnarblaðið „Arbejderblad- et“ segir þetta fullum fetum og bætir því við, að það sem vaki fyrir Vestur-Evrópuþjóðunum sje að gera hafnbannið gagn vart Þjóðverjum öflugra en það er nú . Til þess að ná þessu marki þykjast Vestur.Evrópu þjóðirn- ar sjá mikla möguleika í finsk rússneska stríðinu. Þetta er baksvið hlutleysis- brotsins gagnvart Norðmönnum segir blaðið. ★ Dagens Nyheter i Stokkhólmi ritar á þá leið í gær, í sambandi við ræðu Svíakonungs, að þegar konungur ávarpi þjóðina af slíkri alvöru, skori á hana að veita Finnum alla þá aðstoð sem samrýmanleg sje hlutleysi lands ins en geri jafnframt grein fyr ir hvers vegna ekki er auðið að veita hernaðarlega aðstoð, þá sje ekki framar um neinn á greining að ræða meðal sænsku þjóðarinnar. Konungurinn hefir fengið fjölda þakkarskeyta í dag frá öllum stjettum í Svíþjóð. (FÚ) „Altmark" frjálst lerQa sinna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Skipstjórinn á „Altmark“ hefir skýrt frá því, að hann sje frjáls ferða sinna og geti farið með skip sitt frá Jössing, strax og viðgerð hefir farið fram á því. En nokkur töf geti orðið á því, að hann komist leiðar sinnar, vegna þess, l að dráttarbát vanti til að draga skipið á flot. 1 Englandi vekur þetta nokkra athygli, vegna þess, að breska stjórnin hefir krafistþess að skipið verði kyrrsett. I Lundúnafregnum segir, að skip- stjórinn géti hrósað happi yf- ir því að sleppa við sömu örlög og breskur skipstjóri fekk á heimsstyrjaldarárunum. Hann íafði reynt að sökkva þýskum íafbát með því að sigla á hann, og fyrir þetta hefði verið farið með hann til Þýskalands og hann tekinn af lífi þar. Benda Bretar á, að skipstjór- mn á „Altmark“ hafi tvívegis reynt að sigla á tundurspillinn ,Cosack“ til þess að sökkva honum. Ræða Chamberlains Dagbók dag: Norrænu f jelögin í Danmörku og Svíþjóð hafa ákveðið að halda Finnlandsdag til fjáröfl unar 28. þ. m. (FÚ). FRAMH. AF ANNARI SlÐU. að „Altmark“ notaði loftskeyta- tæki sín, hafði eigi önnur áhrif en þau, að norsk yfirvöld getðu athugasemd og tóku við afsokuú Skipstjórinn á „Cosack“ bauð norska sjóliðsforingjanum að fara með „Alt.mark“ inn til Bergen til rannsóknar. Þessu boði var hafnað. Þá bauð liann honum að aðstoða sig við leitina, en því var hafnað. í þrem til tjórnm tilfellum höfðu norsk yfirvöld þannig vanrækt að framkvæma fullnægjandi rannsókn. Þá loks ákvað skipstjórinn á „Cosack“ að taka til sinna ráða. Að öðrum kosti myndi „Altmark hafa verið frjálst ferða sinna til Þýskalands. Próf. Koht, segir, að norsku yf irvöldin hafi eigi vitað, að stríðs- fangar væru um borð í skip- inu. Að því athuguðu, að allmik- ið hafði verið skrifað úm þettá í heimsblöðin, hlýtur þétta að skoð ast sem furðuleg staðhæfing. CHAMBERLAIN HYLTUR Chamberlain var^ hyltur af öll- um þingheimi og Mr. Alexander lýsti yfir því fyrir hönd stjórner- andstæðinga, að þeir væri ánægðir yfir framkomu flotans og yfir- lýsingu stjórnarinnar. í efri málstofunni gaf Stanhope lávarður svipaða yfirlýsingu. Þar hjelt Strabolgi því fram, að árás- in á Altmark hefði verið gerð „við bakdyr þýska flotans“ og ljet í ljós undrun yfir, að flotinn hefði ekki reynt að hjálpa Alt- mark. Veðurútlit í Reykjavík i Allhvass NA. Úrkomulaust. Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39. Sími 2845. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Föstuguðsþjónusta í dómkirkj- unni í kvöld kl. 8,15. Sjera Bjarni Jónsson prjedikar. Föstumessa í fríkirkjunni í kvöld kl. 8,15. Sjera Árni Sig- urðsson. Trúlofun. S. 1. laugardag op- inberuðu trúlofun sína, Guðrún Eggertsdóttir, Njálsgötu 33 B og Sigdór Helgason, Hverfisgötu 100B Lögreglan hefir afhent Finn- landssöfnuninni 1000 krónur að gjöf til Finnlands, en eins og sagt var frá hjer í blaðinu, ákvað lög- reglan að hættá við árshátíð sína og gefa það, sem ætla mætti, að færi í inngangseyrir, til Finnlands. Embættismenn, aðrir en lögregíu- þjónar, svo og skrifstofufólk, lagði sinn skerf einnig fram. í þessn skyni. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykja- ness-, Kjósar-, Ölfuss og Flóa- póstar, Hafnarfjörður, Akranes, Þingvellir. Til Rvíkur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarf jörður, Akra- nes. Við Þvergötu, en ekki Þverye'g, er hið myndarlega hús Harðfisk- sölunnar og hafði götunafnið iúis- prentast í blaðinu í gær. Bagalegt þegar tvær götur heita svo Ííkúm nöfnum. Þvervegur er suður við Ökerjafjörð, en Þvergata er aúst- ur í Rauðarárholti, milli Lauga- vegar og Háteigsvegar. Sjóimnnablaðið „Víkingur“ kom út í gær. Er þetta febrúarhefti 2. árgangs, helmingi stærra en þau hefti blaðsins, sem áður hafa kom ið iit, og hið vandaðasta í alla staði. Margar myndir þrýða blaðið, m. a. myndir af sjó- •orustunni miklu fyrir strönd- um Uruguay, ásamt grein um atburðinn. Aðrar greinar í blaðinu eru m. a. I tilegan í Vestmannaeyjum 1869 eftir Jóh. Þ. Jósefsson alþm. Eimskipafjelag Is lands 25 ára, eftir Jakob Hafstein cand. juris. Ferð á togara með ís- fisk til Hull og heim aftur, eftir Ásmund Sigurðsson, stýrimann á Reykjaborg, grein um höfrunga, eftir dr. Bjarna Sæmundsson, með mjög góðum og skemtilegum mynd um, frásögn loftskeytamannsins á togaranum Hafstein um björgun skipshafnarinnar á þýska skipinn „Bahia Blanca“, um Stríðsáhættu- þóknun sjómanna, eftir Sigurð Kristjánsson, alþm., Lýðfrelsi og sjómenn, éftir Grím Þórkelsson, stýrimann, Starfsemi sjómanna- dagsins, eftir Guðm. H. Oddsson og margt fleira. Gengið í gær: Sterlingspund 25.75 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Franskir fr. 14.78 — Belg. 109.55 — Svissn. fr. 146.41 — Finsk mark 13.27 -— Gyllini 346.84 — Sænskar kr. 155.34 — Norskar krónur 148.23 — Danskar krónur 125.78 Útvarpið í dag: 20.Í5 Föstumessa í dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 21.20 Útvarpssagan: „Stföhdin blá“, eftir Kristmann Gnðmundg son. (Höfundurinn).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.