Morgunblaðið - 27.02.1940, Blaðsíða 3
I»riðjudagur 27. febrúar 1940
3
M.ORGUNBLAÐIÐ
Ræða Ólafs Thors um
atvinnumálin 1939
Sjávarútvegsinál,
samgöngumál o.fl.
OLAFUR THORS atvinnumálaráðherra flutti
útvarpsræðu í gær um atvinnumálin 1939.
Birtast hjer nokkrir kaflar úr ræðu hans.
í upphafi komst harm þannig að orði:
— Jeg mun í skýrslu þessari eingöngu gera grein fyrir þeirri
'starfsemi ríkisins, sem fellur undir það ráðuneyti, er jeg veiti for-
stöðu, og þeim þætti atvinnulífs landsmanna, sem starfsemi ráðuneyt-
isins stendur í heinustu samhandi við, en verð þó að sjálfsögðu að
láta rnjer nægja að stikla á því stærsta.'
Þrlr íslendlngar
farast með
norsku sklpl
Póstur og sími.
A fkoma pósts og síma á síð-
astliðnu ári má eftir atvik-
um teljast mjög góð, þar eð háðar
þessar stofnanir hafa skilað meiri
arði en fjárlög gerðu ráð fyrir,
þrátt fyrir það, að gengisheyting-
arnar, sem orðið hafa á árinu,
hafa að mjög verulegu leyti aukið
útgjöldin, bæði að því er snertir
daglegan rekstur, þar á meðal
greiðslup til útlanda vegna skeyta
og brjefasendinga, sem og greiðsl-
ur vegna skuldaviðskifta póstsjóðs
og símans við útlönd. Hefir að sjálf
sögðu orðið að hækka hæði póst-
og símagjöld, en eigi hefir það
orðið tilfinnanlegra en svo, að
engar almennar kvartanir hafa ris-
ið út af því. Að öðru leyti hefir
rekstur pósts og síma verið með
svipuðu móti og undanfarið. Tekj-
ur póstsins hafa verið um 740 þiis-
Und krónur, en gjöldin 730 þús-
und. Tekjur símans hafa verið um
2 miljónir og 800 þúsund krónur,
en gjöldin um 2 miljónir og 100
þúsund, og eru þó eignaaukning-
ar og afborganir af lánum ekki
reiknaðar í gjöldunum, en þetta
nemur um 450 þúsundum. Til
nýrra framkvæmda, svo sem síma-
lína, einkasíma, bátastöðva og loft-
skeytastöðva, hefir á árinu verið
varið um 165 þús. króna, og er
það nokkru hærra en síðastliðið
ár. Þá var á árinu lagður jarð-
strengur yfir Holtavörðuheiði, lið-
uga 20 km., svo fullkominn, að
hann mun verða liður í framtíðar-
jarðsímakerfi frá Reykjavík til
Norður- og Vesturlandsins.
Vegirnir.
A undanförnum áratugum hefir
■**■ verið unnið af miklu kappi
að vegalagningum um alt land.
Akfærir vegir á landinu eru nú
orðnir um 4 þús. kílómetrar og
þar 1200—1400 kílómetrar af góð-
um upphleyptum vegi.
Má telja þetta mikið afrek,
miðað við efnahag þjóðarinnar,
og er auðvitað út af fyrir sig
mjög gleðilegt. En sá galli fylgir
gjöf Njarðar, að árlega verður
ríkissjóður að reiða fram mikið
fje til viðhalds þessum, vegum.
Hefir sá kostnaðarliður á síðasta
ári náð hámarki sínu og orðið 840
þúsundir. Alls var kostnaður við
vegamálin á árinu rúmar 2 milj.
og 200 þús. króna, og er þar í
innifalið atvinnubótafje til vega-
vinnu, sem og vegabætur í mæði-
veiki-hjeruðunum. Eru þessar 2
miljónir og 200 þúsund alt beint
útlagðir peningar úr ríkissjóði.
Verður því eigi með sanni neitað,
að vegamálin gleypa nú ískyggi-
lega mikinn hluta ríkistekna, og
verður að viðurkenna, að það erI
hæpið, hversu lengi reynist kleift1
áð hálda áfram á þessari braut,
að minsta kosti ef undan hallar
með tekjuöflun ríkissjóðs.
Hafnargerðir.
A ð hafnarmannvirkjum hefir á
**■ árinu verið unnið á 20 stöð-
um víðsvegar á landinu fyrir alls
um 750 þúsund krónur. Úr ríkis-
sjóði hefir verið greitt til hafn-
armáíanna rúmar 300 þús. krónur.
Er þetta all-miklu meira en greitt'
var árið 1938.
Rjett þykir í þessu sambandi, að |
láta í ljós þá skoðun, að á und-
anfrönum árum hafi mikið handa-
höf ríkt um hafnarbyggingar á
íslandi. Virðist þar ýmist hafa
ráðið ágengni og atorka einstakra
þingmanna, eða hreint handahóf,
og verðuf að viðurkenna, að hundr
uðum þúsunda króna virðist hafa
verið sem næst á glæ kastað, með-1
an aðkallandi verkefni bíða rór-
lausnar, þjóðarheildinni til fram-1
dráttar. Verður að telja það full-
komlega nauðsynlegt að stemma
! Stigu fyrir þessari stefnu, og þá
' fyrst og fremst með því að láta
| framkvæma rannsóknir, og semja
rökstuddar greinargerðir og til-
lögur um það, hvar nauðsynin sje
mest og á hvern hátt almennings-
heill verði best borgið með því
fjárframlagi, sem ríkissjóður á
hverjum tíma innir af hendi, en
tryggja síðan að þessum tillögum
sje fylgt.
/ Vitamál.
rPil vitamála var á árinu greitt
um 270 þúsund krónur, og
þar af til nýrra vita rúmar 100
þúsund krónur. Er einnig þetta
talsyert meira en 1938.
í sambandi við vitamálin er
rjett að skýra frá því, að tekjur
ríkíssjóðs af vitagjaldinu á und-
; anförnum 11 árum hafa orðið 1200
þús. kr. meiri, heldur en öll út-
Enskur tog-
araskipstjóri
sektaður
Skipstjórinn á enska togaran-
um Kópanes, sem Óðinn tók
í landhelgi s.l. föstudag, var sekt
aður um 29.500 krónur og afli og
veiðarfæri gert upptækt.
gjölql ríkissjóðs á sama tíma í
þágu vitamálanna. Það er auðvit-
FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU
„Bisp‘‘ á Siglufjarðarhöfn.
Tv rír íslendingar hafa farist
■*■ með norska flutningaskipinu
„Bisp“ frá Haugasundi, sem ekk-
ert hefir spurst til síðan það fór
frá Englandi áleiðis til Noregs 20.
janúar s.l.
Tveir þessara manna vom Vest-
mannaeyingar, en einn frá Steins-
mýri í Meðallandi. Þeir rjeðu sig
allir á ,,Bisp“ 12. nóvember s.l.,
er skipið fór frá Vestmannaeyjum
áleiðis til útlanda.
íslendingarnir voru þessir;
Guðmundur Eiríksson frá
Dvergasteini í Vestmannaeyjum,
fæddur 30. maí 1919. Guðmundur
átti foreldra á lífi í Eyjum, en
var einhleypur maður.
Þórarinn S. Thorlacius Magnús-
íson, fæddur í Vestm.eyjum 27.
nóv. 1906. Lætur eftir sig konu
og tvö ung börn.
Haraldur Björnfreðsson frá
Bfri Steinsmýri í Meðallandi,
fæddur 23. des. 1917. Foreldrar
Haraldar eru á lífi og búa að
Steinsmýi'i. Systkini hans eru 18,
öll á lífi. Haraldur var ókvæntur.
Hafði hann dvalið í Eyjum næst-
liðið ár áður en hann rjeði sig á
„Bisp“.
'tr
í norska blaðinu „Aftenposten“
frá 17. febrúar er sagt frá því að
„Bisp“ sje talinn af og talin 14
manna áhöfn, sem á skipinu var,
þar á meðal íslendingarnir þrír.
„Bisp“ var eign O. Kvilhaug
skipaeiganda í Haugasundi. Það
var 1000 smálestir að stærð.
Hafði „Bisp“ verið mikið í förum
við ísland og síðast er það kom
•hingað flutti það kolafarm frá
Englandi.
Skipstjórinn á „Bisp“ var 35
ára gamall, sonur skipseigandans.
Bróðir skipstjórans var 2. stýri-
maður á skipinu. Fyrir nokkrum
árum fórst annað af skipum O
Kvilhaugs hjer við land með allri
-áhöfn og farþegum. Var það flutn
•ingaskipið „Ulv“, sem fórst á
Húnáflóa. Þá voru með því skipi
dóttir Kvilhaugs og tengdasonur.
Einnig fórst með því skipi Hregg-
viður Þorsteinsson kaupmaður á
Siglufirði.
Flugmodelsýningar
í Vatnsmýrinni
Sýning Flugmodelfjelagsins í
Þjóðleikhúsinu verður aðeins
opin eina viku til, eða til sunnu-
dagskvölds n.k.
Sýningin hefir verið allvel sótt,
því um 1700 manns hafa skoðað
hana.
Ættu þeir, sem enn ekki hafa
Sótt sýninguna, að gera það sem
fyrst.
Hinir ötulu fjelagar í Flugmod-
elfjelaginu hafa ekki hugsað sjer
að liggja á liði sínu, því þeir eru
þegar farnir að undirbúa „Flug-
modeldag“ í Vatnsmýrinni.
Verður þetta útisýning, þar sem
flugmodel verða látin fljúga og
fjelagar úr Flugmodelf jelaginu
sýna svifflug.
r
IÞ róttavíka
í Hafnarfírðí
-Eitthvað-
ber á milli -!
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Þýska flotastjómin tilkynti
í gœr, að Þjóðverjar hefðu
sökt 496 skipum, samtals 2,8
milj. smálestir, frá því að
stríðið hófst.
Franska flotastjómin leið-
rjetti þetta í dag og segir að
ekki hafi verið sökt nema 312
skipum, samtals tœp miljón
smálestir, frá því að stríðið
hófst.
imleikafjelag Hafnarfjarðar
*■ heldur þessa viku íþrótta-
viku í tilefni af 10 ára afmæli f je-
lagsins.
íþróttavikan er í því fólgin, að
á hverjum degi vikunnar gefur
fjelagið almenningi kost á að fræð
ast um eitthvað íþróttalegs eðlis,
t. d. fimleikasýningar, erindi um
íþróttamál, íþróttakvikmyndasýn-
ingar o, fl.
Næstkomandi laugardag heldur
fjelagið afmælishátíð að Hótel
Björninn.
Úthlutunin
Uthlutun matvælaseðla hjer í
hænum byrjaði í gær.
Voru afhentir 5200 seðlar. Út-
hlutunin stendur yfir aðeins í þrjá
daga enn. Fólk er ámint um að
sækja seðla sína sem fyrst.
Marteinn Einarsson kaupmaður
átti fimtugsafmæli s.l. sunnudag.
Þann dag heimsóttu hann vinir
hans og starfsfólk og færðu hon-
um gjafir og árnaðaróskir. Var
fjölment á heimili Marteing þenna
dag, enda er hann vinsæll maður
með afbrigðum.
Sfldarútvegs-
nefnd dæmd tll
að grelða um-
■ boðslaun
Hæstirjettur kvað í gær upp
dóm í máljnu: íslensk-
rússneska verslunarf jel. gegn
Síldarútvegsnefnd.
Málavextir voru þeir að með
símskeyti 26. ág. 1936 fól Síld-
arútvegsnefnd Óskari Jónssyni
að samþykkja kauptilboð í 19
íþús. tunnur af Faxasíld, sem
verslunarsendisveit rússnesku
Ráðstjórnarinnar í Höfn hafði
gert nefndinni, fyrir milligöngu
ísl.-rússneska fjelagsins. Sölu-
laun skyldi vera 3%. Nefndin
sendi tvisvar síld upp í samning-
inn, fyrra skiftið 7655 tn. og síð-
ara skiftið 11345 tn. Söluverð
var ákveðið 22 kr. tn. fob. og
taldi fel.rússn. fjelagið sig eiga
kr. 12540 í solulaun.
Þegar síldin kom til Rússlands
komu í Ijós gallar á henni, svo
að kaupendur heitmuðu afslátt.
Voru menn sendir til Rússlands
til þess að semja um afslátt;
varð samkomulag um 17% % af-
slátt frá samningsverðinu.
Vildi Síldarútvegsnefnd nú
ekki greiða ísl.-rússn.-fjelaginu
sölulaun nema fyrir það sem
greiðst hafi fyrir síldina í Rúss-
landi, en neituðu að greiða af
fob-verðinu. Reis því mál þetta
og krafði ísl-rússn.-fjelagið Síld-
arútvegsnefnd um mismuninn
kr. 2194.50.
I undirrjetti (lögm. Rv.) var
Síldarútvegsnefnd sýknuð, en
Iíæstirjettur tók kröfuna að
fullu til greina. 1 forsendum
dóms Hæstarjettar segir:
í flutningi málsins fyrir hæstarjetti
hafa aðiljar or'ðiö sammála um þaö, að
stefnda beri að greiða áfrýjanda öll þan
sölulaun, er hann kann að eiga heimt-
ingu til vegna síldarsölu þeirrar, sem í
máli þessu getur. Agreiningur aðilja
verður því nú það, hvort sölulaunin
(3%) skuli reikna af umsömdu fob-
söluverði síldarinnar á íslenskri höfn
eða af því verði, sem að lokum fekkst
fyrir hana. Aðiljar eru og sammála um
það, að eftir standi ógreidd sú f járhæð,
sem krafin er í máli þessu, ef sölulaun-
in skyldi eiga að reikna eftir fobsölu-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.