Morgunblaðið - 03.03.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1940, Blaðsíða 2
2 MO R G U N B L AÐI Ð Sunnudagur 3. mars 1940: Tvær belglskar flugvjelar skotnar niður Loftorusta milli þýskra og belgiskra ílugvjela Frá frjettaritara vorwm. Khöfn í gær. TIL loftorustu kom í dag yfir belgíska hjeraðinu Luxembourg, ekki all-langt frá Bruxelles, milli þýskrar hernaðarflugvjelar og 3 belgískra flugvjela. Tvær belgísku flugvjelarnar voru skotnar niður og einn flug- maður fórst. Þýska flugvjelin var stór sprengjuflugvjel af svo- nefndrj „Domier“-gerð. Belgísku flugvjelamar höfðu hafið sig til flugs, er sást til ferða þýsku flugvjel. arinnar í þeim tilgangi að reka flugvjelina inn yfir landamæri Þýskalands. Hófu belgísku flugvjel- amar skothríð á þýsku flugvjelina, sem þá rjeðist til atlögu við belgísku flug- vjelamar. Tvær af belgísku fiug- vjeíunum urðu fyrir skot- um og hröpuðu til jarðar. Flugmaður annarar flug- vjelarinnar, sem jafnframt var foringi belgísku flug- sveitarinnar, beið bana, en flugforingi hinnar vjelar. innar bjargaði sjer í fall- hlíf til jarðar. Þriðja flug- vjelin lenti heilu og höldnu á belgískum flugvelli. — Þýska flugvjelin sást sein- ast á flugi inn yfir þýsku landamærin. Mikil gremja ríkir yfir þessum atburði í Belgíu og hefir belgíska stjómin bor- ið fram mótmæli við sendi- herra Þjóðverja í Briissel. Fór þýski sendiherrann á fund Spaaks utanríkismála- ráðherra og átti við hann 10 mínútna viðræður. Hefir Spaak Iátið hörð orð falla út af þessum at- burði. Þetta er í annað sinn, sem flugvjel hlutlausrar þjóðar er skotin niður í ófriðnum. í byrjun ófriðarins mistu Hollendingar sjóflugvjel í viðureign við þýska flugvjel En þýsk hemaðarflugvjel var í nóv. neydd til að lenda í Hollandi. Afmælisfund hjelt Ekknasjóður Beykjavíkur á föstudagskvöld, en þá átti sjóðurinn 50 ára afmæli, eins og fyr er getið. Síra Jóhann Þorkelsson, fyrv. dómkirkjuprest- ur var kjörinn heiðursfjelagi sjóðsins, en hann hafði verið for- maður hans í 35 ár. Finnar búa um sig í þriðju varnarlínu Fallino danskur sjállboðaliði Barist nm Viborg í návígi Sigur Finna við Ladógavatn Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AÐ var enn barist um Viborg seint í kvöld. Var barist í návígi í úthverfum borgarinnar, en Finnar halda sjálfri borginni. Hefir orðið gífurlegt mannfall í liði beggja aðila og bardagarnir hin- ir grimmilegustu. Það er barist um hvert fótmál, en þó ekki talið að Finnar geti varið borgina öllu lengur, vegna hins geysilega mannfjölda, sem Rússar tefla fram. Er talið ^ð 200.000 hermenn taki þótt í sókn Rússa að Viborg og sækja þeir að borginni úr þremur áttum. Þessi mýnd' var tékin, er danski sjálfboðaliðinn Matthias Madsén, sem fórst í loftárás Rússa, var jarðsettur. Það eru danskir sjálfboða- liðar, sem bera kistuna til grafar. LOFTÁRÁSIR. Bæði Finnar og Rússar leggja mikla áherslu á að gera loft- árásir á flutningaleiðir að vigstöðvunum. Rússar hafa þrisvar sinnum gert loftárás á einum degi á aðalveginn, sem liggur að Viborg. Hefir þeim tekist að valda tjóni á veginum, en finskir verkfræðingar hafa jafnóðum gert við veginn. Finskar flugvjelar hafa í dag gert loftárás á járnbrautar- línuna milli Leningrad og vígstöðvanna, með góðum árangri. —*- Einnig gerðu finskar flugvjelar loftárás á rússneskan flugvöll og ollu þar miklum skemdum. _ ! Italir mötmæla kolaflutninga- banni Breta SIGUR FINNA VIÐ LADOGA. Finska herstjórnin tilkynti í kvöld, að á vígstöðvunum fyrir norðan Ladogavatn hafi Finnar gereytt rússneskri skriðdreka hersveit. Tóku Fihnar þar mikið herfang, þar á meðal 100 skrið- dreka, og 200 hermanna-eldhúsvagna og mikið af skotfærum og öðrum hernaðarútbúnaði. 2000 úr liði Rússa fjellu, þar á meðal yfirforingi skriðdrekasveitarinnar. ÞRIÐJA VARNARLÍNA FINNA Finnar hafa nú hörfað úr ann- ari varnarlínu Mannerheimvíg- girðingarinnar að mestu, nema hjá Viborg. Hafa þeir tekið sjer stöðu í þriðju varnarlínunni, sem er engu síður ramger en tvær hinar fyrri. Þessar nýju varnarlínur eru milli Vouski og Viborgarflóans. Er það nokkrum kílómetrurn fyrir austan Viborg. Talið er að fall Viborgar hafi ekki afgerandi hernaðarlega þýðingu fyrir Finna, þar sem þeir muni geta varist í hinum ramgerðu þriðju varnarlínum þar til snjóa fer að leysa í apríl- mánuði. Síðan mun þeir í vor, er ísa fer að leysa af vötnum hörfa til hinnar raunverulegu fyrstu varnarlínu Finnlands, en þar er afar torvelt yfirferðar sökum vatna og mýrlendis. HÆTTAN. Hinsvegar mun það geta haft þýðingarmiklar afleið- ingar, ef Rússum tekst að sækja yfir Viborgarflóa á ís og ná fótfestu á strönd- inni, því þá geta Rússar ráð- ist á Mannerheimlínuna að aftan og króað finska her- inn inni. Bárust frjettir um það í dag, að Rússum hefði tekist að ná fótfestu í tveim borgum á strönd inni norðan flóans, en sú frjett hefir^ekki fengið opinbera stao- festingu. Halda sumir frjettarit- arar því fram að Finnar hafi sprengt ísinn við land í Viborgar fióanum vestanverðum og Rúss- ar hafi hvergi náð fótfestu þar á ströndinni. 600 ÞÚS. heimilislausir Alþjóða Rauði Krossinn í Genf hefir sent út tilkyningu þess efn- is að hjálpa þurfi 600,000 heim- ilislaúsu finsku fólki. Helming- ur þéssa fólks eru börn. 1 Erkibiskupinn finski hefir sent fulltrúa sinn til Noregs til að fylgjast með finsku flótta- fólki. Tilkynning um siglingahættu: Breska flotamálaráðuneytið til- jkýrinir: Firt of Forth: Hindrun- um hefir verið komið fyrir á stað, sem er 1.53 sjómílur í 067° stefnu frá Inch-Keith vita, h. u. b. á 56°02’ n. brd. og 3°06’ v. lgd. Baujur hafa verið settar í ná- munda við staðinn, og skip eru ámint um að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þessu svæði. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. 1 TALSKA stjórnin mun ætla * að mótmæla við bresku stjórnina, þeim ákvörðunum Breta að láta ensk herskip koma í veg fyrir kolaflutniga Itala frá Þýskalandi um Rotterdam. Bann Breta gekk í gildi á mið- nætti í nótt (aðfaranótt laugar- dags). Fjögur ítölsk kolaflutn- ingaskip, sem fóru frá Rotter. dam í gær hlaðin þýskum kolum til Ítalíu, fengu skipun um það frá ítölskum yfirvöldum og snúa aftur til Amsterdam og bíða þar átekta. Alls eru 15 ítölsk kolaflutn- ingaskip stödd í Rotterdam, þar sem þau hafa verið að taka þýsk kol undanfarna daga. ítlir kaupa áriega 9,000,000 smálestir af kolum frá Þýska- landi og þar af eru 6,000,000 smál. fluttar sjóleiðis. Mótmæli Itala hafa ekki ver- ið borin fram opinberlega enn þá, en von er á þeim þá og þegar. Bretar benda á að það sjeu 3 r'ánuðir liðnir síðan þeir ákváðu að stöðva alla útflutningsverslun Þjóðverja, en ftalíu hafi verið gefinn þessi þriggja mánaða frestur vegna þess að það hefði komið þeim illa, að kolainnflutn- ingur þeirra yrði stöðvaður skyndilega. Leikfjelag Reykjavíkur hefir tvær sýningar á „Fjalla-Eyvindi“ í dag, kl. 3 og kl. 8. Suiiiiier Wells hjá Hitler Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. C ENDIMAÐUR Roosevelts ^ Bandaríkjaforseta, Sumner Wells, sem verið hefir á ferða- lagi í erindum forseta, heimsótti Hitler í ríkiskanslarahöllinni í Berlín í gær. Mr. Wells sat á annan klukku tíma hjá Hitler. von Ribbentrop var viðstaddur. Breskar heimildir skýra frá ■því, að Sumner Wells hafi orð- ið að sitja og hlusta á meðan kanslarinn talaði og hafi lítið fengið að leggja til málanna frá eigin brjósti. Opinberlega var aðeins sagt að Hitler og Sumner Wells hefðu ræðst við lengi um ýms vanda- mál. Viðræðurnar stóðu í 1 klst. og 20 mín. Til Parísar. Sumner Wells mun fara á fund Görings marskálks á morg- un, en síðan fer hann til Parísar- borgar og ræðir við stjórnmála- menn þar. Aage príns íátínn Aage Danaprins, foringi í frönsku útlendingahersveit- inni í Marokko er látinn. Banamein hans var lungna- bólga. Útför prinsins mun fara fram í Marokkó, en síðar mun líkið verða flutt til Danmerkur. (Samkv. frjett frá sendih. Dana).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.